Dagur - 08.09.1981, Blaðsíða 8
The Magnetics i tæknibúnaður á sviðinu, þ.m.t. trommuheili og videoskermur.
Minkur
áönd
Minkar eru ekki daglegir gest-
ir í húsagörðum fólks á
Akureyri, en einn hcimsótti þó
lóðina á Eyrarlandsvegi 29
fyrirskömmu.
Þar býr Dúi Bjömsson, og
vaknaði hann við það um klukk-
an hálf fjögur eina nóttina að
mikill hávaði barst utan úr garð-
inum þar sem þau hjón hafa haft
tvær endur sér til skemmtunar.
Dúi fór út og athugaði málið, og
sá þá strax að minkur hafði náð
annarri öndinni, hélt fast með
kjaftinum um háls hennar og var
aðdrepa hana.
Dúi komst alveg að minknum
en sneri til baka og náði sér í
hrífu. Hann hljóp síðan að aftur
og lamdi minkinn fast mcð hrífu-
hausnum. Þá fyrst sleppti hann
öndinni og hvarf í runna í garðin-
um og fannst ekki þrátt fyrir leit.
Það er hinsvegar af öndinni að
segja að talsvert sá á henni eftir
árás minksins, en hún mun þó
vera á batavegi.
Dúi Björnsson og öndin sem varð fvrir
árás minksins. Ljósmynd gk-.
Sjálfstæðishúsinu. Þessi hljómsveit er fámenn en góðmenn.
Hana skipa þeir Jakob Magnússon og Alan Howarth og
þeim til aðstoðar var gaddavírsrokkarinn Bubbi Morteins.
Það sem vakti e.t.v. mesta athygli viðstaddra var griðarmikill
Tónlist þcirra félaga var á köflum nokkuð ólfk þvf sem fólk á
yfirieitt kost á að heyra, en ekki var annað að sjá en gestum
SH s.l. sunnudagskvöld Ifkaði vel það sem fram var borið.
Mynd:áþ.
Svipaður fjöldi
í grunnskólunum
Skólar í Norðurlandsumdænti
vestra eru nú um það bil að hefja
störf, en sumir byrja þó ekki fyrr
en um mánaðamót. Alls verða
um 1740 nemendur í grunnskól-
anum á umræddu svæði og er
það mjög áþekk tala og s.l.
vetur. Á Norðurlandi vestra eru
20 skólar á grunnskólastigi og
við þá starfa 140 fastráðnir
kennarar.
Samkvæmt upplýsingum frá
fræðsluskrifstofunni á Blönduósi
voru 1734 börn í 1-9 bekk s.l. vetur.
Forskóli er ekki starfræktur við alla
skóla umdæmisins.
Enn vantar kennara við grunn-
skólann að Hólum í Hjaltadal og
kennara til að kenna raungreinar á
Blönduósi. Búið er að ráða all-
marga kennara, sem ekki hafa
réttindi, en svo virðist vera sem
áhugi réttindafólks á að fara út á
land fari minnkandi.
Framhaldsdeildir grunnskóla
voru starfræktar á Blönduósi og
Siglufirði í fyrra, en vegna lítillar
aðsóknar verða þær ekki á Blöndu-
ósi í vetur. Það er heldur ekki fyrir
að fara miklum nemendafjölda í
einstaka skólum á svæðinu. í
skólanum að Skefilsstöðum á
Skaga eru 4 nemendur, í öðrum
skóla eru 11 nemendur og 13 í
tveimur.. Nemendurnir að Skefils-
stöðum eru á mismunandi aldri og
því í mismunandi deildum. Einn
skóli í umdæminu er með 9 mánaða
kennslu, en 7 skólar eru með 7
mánaða kennslu.
Fræðsluskrifstofan á Blönduósi
var um nokkurt skeið í Bókhlöð-
unni, en hefur nú flutt í Kvenna-
skólann.
HEIMILT
AÐ RIFTA
KAUP-
UNUM
Nokkuð er um liðið síðan Dag-
ur greindi frá viðskiptum Jóns
Sigursteinssonar og Akureyr-
ings, sem seldi honum SAAB
bíl. Dómur er nú fallinn í bæj-
arþingi Akureyrar og kemur
fram í greinargerð að sannað
þykir að vél bifreiðarinnar hafi
verið haldin þeim galla, sem
kom fram við skoðun mats-
manna þá er kaupin fóru fram.
Við ákvörðun á verði bifreiðar-
innar var m.a. við það miðað að
vélin væri í góðu lagi. „Verður
að telja gallann það veigamik-
inn að stefnanda (Jóni) sé
heimilt að rifta kaupunum."
f dómsorðun er stefnda gert
að endurgreiða stefnanda tölu-
verða fjárupphæð og hefur
hann til þess 15 daga frest frá
lögbirtingu dómsins.
Bílaviðskipti þessi fóru fram í
sumar. Jón keypti bílinn og lét
annan ganga upp í kaupin.
Skömmu eftir að þau höfðu átt
sér stað kom í ljós að vél SAAB
bílsins var ónýt og krafðist Jón
þess að kaupin gengju til baka.
Því var hafnað. Ekki er vitað
hvort málinu verður áfrýjað.
„Efst í huga mér að
fá hvíld um helgar ‘4
Sagði Gunnar Guðbjartsson sem lét af formennsku
Stéttarsambands bænda eftir 18 ára starf
„Það er svo margt sem kemur í
hugann, en ætli mér sé ekki
efst í huga að fá einhverja
hvíld, og geta einhvern tíma
Gunnar Guöbjartsson flutur skýrslu sina á fundi Stéttarsambands bænda á
Laugum um helgina. Með honu á myndinni eru Pálmi Jónsson landbúnaðarráó-
herra og Ingi Tryggvason sem tók við formennsku af Gunnari. Dagur mun fjalla
nánar um þingið i blaðinu n.k. fimmtudag. Ljósmynd gk-.
fengið rólega helgi út af fyrir
mig. Ég hef nú árum saman
unnið allar helgar og aldrei átt
sumarleyfi. Það er því einna
hæst í huga mér nú að fá ein-
hverja stund fyrir sjálfan mig.“
— Þetta sagði Gunnar Guð-
bjartsson sem um helgina lét af
formennsku í Stéttarsambandi
bænda eftir 18 ára farsælt starf á
þeim vettvangi. Það mun sam-
dóma álit allra sem til þekkja að
Gunnar hafi unnið einstakt starf í
þágu bændastéttarinnar, og
vissulega er eftirsjá af honum
þegar hann dregur sig í hlé.
„Jú. Þetta er geysimikið starf“
sagði Gunnar. „Það er oft ónæð-
issamt og oft hefur það verið
þannig að helgarnar hafa farið í
fundarhald úti um land á meðal
bænda því auðvitað vilja þeir
nýta helgarnar til fundarhalda.
Oft er þetta líka tengt ferðum
stjórnmálamannanna sem eru
Framh. á bls. 6.
# Skemmtileg
lesning
Það ætti ekkí að hafa farið fram
hjá lesendum Dags að um síð-
ustu helgl var haldið
fjórðungsþing á Húsavík. Þar
var margt skrafað og skegg-
rætt og mörg plögg lögð fram. f
sumum skýrslunum er margt
merkilegt að finna, en einstaka
sinnum hafa höfundarnir ritað
sannkallað stofnanamál. Lítið
dæmi: „Þrátt fyrir að hlutfalla-
tilfærsla til Höfuðborgarsvæð-
isins (með stóru H-i. Innsk.
Smátt og stórt) sé lægri þegar
A-hluti er tekin saman er ijóst
að 85% af tilfærslu á milli hluta
landshlutanna fer til Höfuð-
borgarsvæðisins." Svo mörg
voru þau orð. Smátt og stórt
lýsir með Ijósi eftir merkingu á
þýðingu orðasambandsins
„hluta landshlutanna."
0 Friðrik
fær fleiri
verkefni
Svo virðist sem Friðrik Ólafs-
son forseti alþjóða skáksam-
bandsins FIDE megi eiga von á
nýjum verkefnum, og finnst
víst mörgum þó að hann hafi
nóg á sinni könnu. fþrótta-
fréttamaður Morgunblaðsins
tllkynnti landslýð nýlega að
Guðni Kjartansson landsliðs-
þjálfari fslands í knattspyrnu
væri búinn að tilkynna lands-
liðshóp sinn fyrir HM-lelkina í
haust til FIDE! Vonandi koma
þessi aukastörf ekki í veg fyrir
að Friðrik geti áfram unnið af
fullum krafti að málefnum
skákmanna.
# Hverjir
eru verstir?
Sami íþróttafréttamaður lét sig
líka hafa það að segja í út-
varpsviðtali um helgina að Þór
frá Akureyri væri með lang,
lang lélegasta liðið í 1. deild í
knattspyrnu. Hinsvegar segir
stigatafla fyrir 1. deild ótvírætt
að það lið sem hefur þann
vafasama heiður sé FH, liðið
sem þegar er fallið í 2. deild.
Það skyldl þó ekki vera að ein-
hver tengsl væru á milli frétta-
mannsins og FH?
0 Fyrir suma
Óhætt mun að taka hér undir
gagnrýni þá sem fram hefur
komið á íþróttaþátt Sjón-
varpsins að undanförnu, en
hún hefur verið all hávær.
Sjónvarpið hunsar alveg
landsbyggðina þegar um
íþróttir hefur verið að ræða.
Þannig var úrslitaleikur Bik-
arkeppninnar á milli ÍBV og
Fram ekki sýndur fyrr en
rúmlega sólarhringsgamall
og þá aðelns 2-3 mínútur.
Akureyrarliðin í 1. deild
knattspyrnunnar hafa varia
verið tii að matí umsjónar-
manna ríkisfjölmlðlanna,
engum leik lýst í Útvarpi með
KA eða Þór og því síður að
Sjónvarpið hafi sýnt úr leikj-
um þeirra.
8 - DAGUR • 8. september 1981