Dagur


Dagur - 24.09.1981, Qupperneq 5

Dagur - 24.09.1981, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjórl (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samstaða riðlast? Nú er að koma í Ijós, eins og spáð hafði verið, að ekki væru allir Austfirðingar jafnhrifnir af stór- iðjuáfromum á Reyðarfirði, sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra, hefur beitt sér fyrir og sveitarstjórnarmenn á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austur- landi tóku undir einróma. Þannig spyr Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, hvort sveitarstjórn- armenn séu sambandslausir við austfirskt atvinnulíf, í grein sem hann ritaði nýlega í Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins fyr- ir austan. Ólafur segir, að eitt mesta vandamái atvinnufyrirtækja á Austurlandi sé mannekla. Hann segir að nú vanti 600-700 manns til að nýta þau atvinnutækifæri, sem til staðar séu f fjórðungnum. Fleiri íbúar fjölgi einnig öðrum störfum, þannig að þó ekki sé reiknað með margfeldisáhrifum sem störf í framleiðslugreinunum hafí, sé örugglega hægt að gera ráð fyrir að rými sé fyrir eitt þús- und manns til starfa í fjórðungn- um. Ólafur Gunnarsson segir, að íbúum gæti þess vegna fjölgað um 3000 manns. Hann bendir á að á Eskifirði og Reyðarfirði vanti á annað hundrað manns og allir geti séð hvaða áhrif starfsemi stóriðju á Reyðarfirði með 170 manna starfslið hefði á þau fyrirtæki sem fyrir eru. Ólafur segir aðeins sé réttlæt- anlegt að reisa stóriðju við Reyð- arfjörð ef hún er svo rekstrarlega hagkvæm, að hún geti bætt upp það tjón sem verður á annarri at- vinnustarfsemi. Hann segist vera algjörlega andvígur stóriðjufyrir- tækjum, sem ekki taki þátt í að bera yppi velferðarþjóðfélag okk- ar á sama hátt og önnur fyrirtæki. Þau eigi að búa við sömu rekstr- arskilyrði og önnur fyrirtæki landsmanna, en þeim megi ekki halda gangandi með skattlagn- ingu á launþega og önnur fyrir- tæki. í niðurstöðum segir Ólafur Gunnarsson m.a., að næg atvinna sé víðast hvar á landinu, en íbúðahúsnæði vanti. Það kosti meira að búa úti á landi, þar sem ekki sé hægt að bjóða upp á sömu möguleika í félags- og menning- arstarfsemi, heilbrigðisþjónustu og menntun, og hærri tekjur úti á landi þurfi að vega upp þennan mun. Þá þurfi að efla þróttmikil fyrírtæki í sjávarútvegi, hinni einu raunverulegu stóriðju íslend- inga og iðnaðartækifærin komi þá af sjálfu sér. Samkvæmt þessum orðum Ólafs Gunnarssonar í Neskaups- stað virðist hin rómaða samstaða Austfirðinga í stóriðjumálum vera að riðlast. Hilmar Gíslason, yfirverkstjóri Akureyrarbæjar: „EINN BRAGGARÆFILL FYRIR ALLAR VIÐGERÐIR“ Bragginn sem hýsir alla viögerðaraðstööuna. „Það þýðir auðvitað ekki neitt að vera með einhverja óraun- hæfa heimtufrekju, en því er ekki að neita að viðgerðaað- staða fyrir okkur er ákaflega bágborin vægast sagt. Við er- um með einn braggaræfii þar sem sinna verður öllum við- gerðum á tækjafiota bæjar- ins,“ sagði Hilmar Gislason yfirverkstjóri Akureyrarbæjar er hann gekk með okkur um athafnasvæði bæjarstarfs- mannanna við Tryggvabraut á dögunum. Saltskúrinn umræddi. Hilmar byrjaði á því að.sýna okkur aðstöðuna fyrir þá starfs- menn bæjarins sem vinna út um bæinn. Nýlegt hús sem . byggt hefur verið upp í áföngum. „Þetta er all þokkaleg aðstaða en í hús- inu er aðsetur verkamannanna, kaffisalur, skrifstofan mín, lager og smá vinnuaðstaða. Hér hafa verkamennirnir m.a. afdrep þar sem þeir koma saman áður en þeir halda til vinnu út um bæ- • „ u ínn. Næst lá leið okkar út á svæðið, og fyrst varð á vegi okkar hið svokallaða viðgerðaverkstæði. Því miður eru þau húsakynni ekkert til að hrópa húrra fyrir, nefnilega einn braggaræfill sem er allt of lítill og auk þess ein allsherjar brunagildra. „Það er þetta sem er alvarleg- asta málið, þessi aðstaða hérna eða öllu heldur aðstöðuleysið," sagði Hilmar. „Bragginn er klæddur að innan með timbri og einangraður með spæni. Þetta er eina aðstaðan sem við höfum til viðgerða á öllum vélaflota okkar. Inni í horni braggans er einnig allur varahlutalagerinn í þessi tæki, varahlutir fyrir milljónir. Þetta er auðvitað alveg gjör- ómögulegt verkstæðispláss, eld- hættan gífurleg og enginn réði neitt við neitt ef eldur kæmi hér upp. Hérna erum við oft með tvö og þrjú tæki inni á veturna þegar allt er í basli hjá okkur, og við kæmum þeim ekki út ef það kviknaði í.“ „Okkur var sagt á sínum tíma að við ættum að fá íþrótta- skemmuna þegar hún losnaði, hún er byggð sem áhaldahús fyrir okkur á sínum tíma en ég sé ekki aö við fáum hana neitt á næst- unni. Á sama tíma og tæki sem við notum ekki á vetuma liggja hér úti um allt eins og hráviður í snjónum, verður okkur gjaman litið hér yfir þar sem Rafveitan hefur fengið myndarlegt aðsetur og við berum þessa aðstöðu gjarnan saman í huganum. Við erum miklu stærra fyrirtæki samt sem áður.“ Hilmar sýndi okkur skúr einn litinn sem starfmennimir smíðuðu sem smurolíugeymslu, og einnig er þar kofaræfill sem notaður er sem saltgeymsla. — Við spurðum Hilmar hvort það væri mikið um að tækin hefðu skemmst eitthvað að ráði við að geyma þau svona úti. „Nei ég myndi ekki segja það, en auðvitað liggja þau undir skemmdum. En við höfum reynt að hnoða okkur inn hingað og þangað um bæinn með þau tæki sem hafa beinlínis legið undir skemmdum. Það sem mig dreymir um, er að þetta núver- andi verkstæðishús verði einungis geymsla og að byggt verði hérna á lóðinni myndarlegt viðgerða- verkstæði og við fengjum iþróttaskemmuna. Þetta vil ég, þótt ég sé hlynntur íþróttum. Það verður að taka einhverja ákvörð- un í þessu máli, það þýðir ekki að salta þetta svona endalaust." — En hvernig er tækjabúnað- urinn sjálfur? „Við erum í sjálfu sér ekki svo illa búnir tækjum, en þessi tæki eru bara orðin of gömul og okkur er farið að langa til að endurnýja vlss tæki.“ Hilmar tjáði okkur að til stæði að fá nýjan veghefil, enda eru heflarnir sem fyrir eru ekki neinir „unglingar" lengur. Sá elsti er frá árinu 1947, annar frá 1965 og einn frá 1973 sem hefur reynst erfiðastur vegna bilana. „Við ætluðum að fá okkur hefil á þessu ári, og vonumst til að það verði hægt um áramótin. Svo vantar okkur vél sem leggur malbik fyrir næsta sumar og valtara og ámoksturstæki.“ — Hvernig eruð þið útbúnir til að ryðja snjó af götum bæjarins næsta vetur? „Ef öll tæki eru í lagi, þá sleppur þetta. Annars held ég að framtíðin sé sú að við mokum miklu minni snjó. Bærinn hefur stækkað svo mikið. Við höfum alltaf getað hreinmokað íbúða- svæði skömrhu eftir snjókomu, en nú er sá tími að líða að það sé hægt ef ekki kemur til stóraukinn vélakostur, og ég held að það verði bara ekki. Við verðum bara að einbeita okkur að aðalgötun- 44 um. Hilmar, hefillinn frá 1947 og valtarinn gamli. BÆJARSTJÓRNARSTÖRF Ég vil verða við ósk ritstjóra Dags og skrifa nokkrar línur og tína fram það sem ég tel að séu aðalatriði bæjarstjómarstarfa. Ég tek það fram, að sjálfsagt verða ekki allir sammála mér, menn leggja mismunandi áherslu á málin. Einn telur ýms félagsmál eigi að hafa forgang en annar skipulag, gatnagerð og aðrar verk- legar framkvæmdir sem skapa eiga skilyrði fyrir traustan atvinnu- rekstur. Um ýms önnur mál sem koma til kasta bæjarstjórnar er sjaldan ágreiningur, en þar á ég við skóla- mál, heilbrigðismál og önnur mál, sem löggjafinn hefur ákveðið hlut bæjarfélagsins. Tekjustofnar bæjarfélagsins eru afmarkaðir, en helstu tekjustofn- arnir eru útsvars- og aðstöðugjald, fasteignagjöld og jöfnunarsjóðs- gjald. Útsvarstekjurnar eru u.þ.b. helmingur heildartekna bæjar- félagsins. Ýmis gjöld eða allt að 80% af tekjunum eru lögbundin eða bundin á annan hátt, þannig að í raun getur bæjarstjórn ekki ráðsk- ast m^ð nema um 20% af tekjum bæjarfélagsins. Rétt er að hafa þetta í huga þegar kröfur eru gerð- ar til ýmissa framkvæmda sem yf- irleitt eru æskilegar en misjafnlega nauðsynlegar. Til hliðar við sjálfan bæjarsjóð eru bæjarfyrirtækin raf- veitan, hitaveitan, vatnsveitan og höfnin. Stjórnir fyrirtækjanna gera sínar fjárhags- og framkvæmda- áætlanir sem bæjarstjórn fjallar um og staðfestir síðan. í veigamiklum atriðum getur bæjarstjórn tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varða þessi fyrirtæki, og hefur oft gert. m Bæjar- og sveitar- stjórnarmál I Ég er því marki brenndur að verklegar framkvæmdir sem að mínu áliti gera bæinn byggilegri og líflegri eru ofarlega í huga mér, en það skal vel vanda sem lengi skal standa, og því er skipulag bæjarins eitt ábyrgðarmesta starf, sem unnið er á hans vegum. Að mínu áliti eru íhaldsemi og framsýni góðir kostir þeirra sem skipuleggja. Gömul og lúin mann- virki, sem geta ekki þjónað lengur tilgangi sínum verða oft að víkja fyrir þörfum og kröfum nýs tíma. Nútíma samgönguæðar ryðja sér leið, því það er ekki á okkar valdi að stöðva þróunina, og við eigum ekki að reyna það, heldur að vinna með henni og reyna að skyggnast inn í framtíðina og gera okkur grein fyrir þörfum afkomenda okkar. Einnig eru ýmis mannvirki sem æskilegt er að fái að standa og setja svip á bæinn svo fremi að þeim sé viðhaldið og sómi sýndur af eigendum. Bæjarfélagið er félag allra íbúa þess, og stjórn þessa félags á að reyna að skapa félagsmönnum, það er öllum bæjarbúum, þroska, starfs- og hvíldarskilyrði. Þessu æskilega marki verður kannski aldrei náð, en við höfum nálgast það undanfarin ár, og munum ná frekari árangri ef bæj- arfulltrúar bera gæfu til að vinna saman og láta flokkshagsmuni víkja fyrir hagsmunum bæjar- félagsins. Atvinnumálin eru áreiðanlega sá málaflokkur sem bæjarstjórn verð- ur mest að beita sér fyrir, á næstu árum. Við verðum með öllum til- tækum ráðum að reyna að sjá svo um að Akureyrar og Eyjafjarðar- byggð haldi híut sínum og að Ak- ureyri geti í vaxandi mæli gegnt höfuðstaðarhlutverki fyrir Norður- land á öllum sviðum þjóðlífs. Ingólfur Árnason. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Sterkir Rússar áttu ekki í vandræðum með KA Það var mun meiri reisn yfir leik KA og Rússanna, en þegar liðið lék kvöldið áður við Þór. KA veitti þeim nokkra keppni, og sérstaklega var vörn þeirra betur á verði. KA reyndi að stöðva stórskyttur Rússanna með því að koma vei á móti þeim, og nokkrum sinnum heppnaðist það mjög vel. Rússarnir eru stórir og sterkir og þar að leiðandi erfitt að skora hjá þeim með langskot- um. Flest mörk KA gerðu þeir með línusendingum og einnig nokkur með lágskotum. Eitt og eitt lang- skot klauf þó rússnesku vörnina en frábærir markmenn þeirra vörðu mjög vel. Þegar flautað var til leiksloka var öruggur rúss- neskur sigur í höfn, 31 mark gegn 19. Fyrstu sóknir beggja liða runnu út í sandinn og það var ekki fyrr en á fjórðu mín. að fyrsta markið kom og var það rússneskt. Jóhann jafnar síðan fyrir KA með góðu KA: 19 RÚSSAR:31 „gegnumbroti“. Þá gerðu Rúss- arnir tvö og síðan KA önnur tvö og voru þar að verki Guðmundur Guðmundsson og Þorleifur. Þá kom slæmur kafli hjá KA og Rússarnir gerðu sjö mörk í röð án þess að KA mönnum tækist að skora, og var þá staðan orðin 10 gegn 3. Þá kom aftur mjög góður tíu mín. kafli hjá KA þar sem allt gekk þeim í haginn og skoruðu þeir þá hvert markið á fætur öðru og breyttu stöðunni í 12 gegn 13, Rússum í hag. Rússarnir tóku síðan góðan sprett síðast í fyrri hálfleik og þegar dómararnir flautuðu til hálfleiks var staðan 18 gegn 13. Strax á fyrstu mín. síðari hálf- leiks fengu KA menn á sig víti sem var skorað úr og síðan gerði Friðjón gott mark. Rússamir spiluðu harða vörn í síðari hálf- leik og markverðirnir vörðu eins og berserkir þannig að KA mönnum reyndist erfitt að koma boltanum í netið. Þrjú síðustu Þorleifur, Friðjón og Guðmund- ur skoruðu fjögur mörk hver fyrir KA, Magnús Birgisson, Jó- liann Einarsson og Sigurður Sigurðsson gerðu tvö hver og Jakob Jónsson (Stefánssonar) gerði eitt. Jakob er kornungur leikmaður sem er að hefja feril sinn i meistaraflokki, og stóð sig mjög vel. Sennilega er hann einn efnilegasti unglingur sem lengi mörk leiksins voru rússnesk og leikurinn endaði 31 gegn 19 eins og áður sagði. Þessi leikur var mun betri en kvöldið áður og miðað við styrk Rússanna virðist fyrstu deildar lið KA hafa komist nokkuð vel frá leiknum. hefur komið fram í þessari íþrótt. Dómarar voru þeir nafnar Gunnar Kjartansson og Gunnar Jóhannsson og dœmdu þeir vel enda leikurinn auðveldur. Það voru Þórsarar sem að þessari heimsókn stóðu, og eiga þeir lof skilið fyrir það framtak, en sennilega tapa þeir á heim- sókninni, því allt of fáir sýndu leikjum þessum áhuga. Jakob efnilegur Rússarnir skora eitt af sinum 42 mörkum i leiknum gegn Þór. (Ljósmynd KGA). Markaregn er Kunsevo gjörsigraði Þórsarana Þríðjudeildar lið Þórs í hand- knattleik hafði litið að gera í hendur Rússneska liðsins KUNSEVO en þau iéku í íþróttaskemmunni á þriðju- dagskvöldið. Rússarnir sigruðu, með 42 mörkum gegn 27, og sennilega hafa aldrei verið skoruð jafn mörg í einum handboltaleik hér á Akureyri. Leið Þórs er að mestu skipað ungum og óreyndum leikmönn- um, en gömlu kempurnar Sig- tryggur og Árni Gunnarsson eru þó ennþá með. Eflaust er þetta rússneska lið mjög sterkt en þegar mótspyrnan er léleg verður leikur þeirra kærulaus og sérstaklega voru þeir kærulausir í vörninni og létu markmennina um að verja. Þaéf gerðu þeir líka svo sannar- lega, því slík markvarsla hefur sjaldan sést hér í skemmunni. En þrátt fyrir markvörslu á heims- mælikvarða gerðu Þórsarar 26 mörk og sýnir það greinilega að ekki hefur verið lögð áhersla á vamarleikinn hjá rússunum. í fimrn mín. héldu Þórsarar í við Rússana og komust þá t.d. í tveggja marka mun, en þá tóku Rússarnir við sér og skoruðu níu mörk l röð. Þá gerði Árni laglegt mark í hægra horninu, en Rúss- amir svöruðu strax með þremur í viðbót, og var staðan þá orðin 16 gegn 7. Síðustu mín. fyrri hálfleiks voru jafnar, og var það sérstak- lega að þakka góðu framtaki hjá Guðjóni sem annars var langbesti maður Þórsara. I hálfleik var staðan 23 gegn 14. Rússarnir gerðu síðan fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik, og ef Þór tókst að gera eitt, gerðu þeir yfirleitt tvö til þrjú í staðinn. Þegar flautað var til leiksloka var staðan orðin 42 gegn 26 eins og áður segir. I liði Rússanna eru þrír landsliðsmenn. Það eru markmaðurinn sem lék í fyrri hálfleik, Belov sem í fyrri hálfleik var nr. 7 en lék ekki í þeim síðari og leikmaður no 11 sem jafnframt var markhæstur í leiknum með 14 mörk. Hjá Þór var Guðjón mark- hæstur með 11 mörk og Sigurður Pálsson gerði 7. Ámi Gunnars- son gerði þrjú lagleg mörk íir hægra horninu. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson og dæmdu þeir ágæt- lega. 4 - DAGUR - 24. september 1981 24. september 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.