Dagur - 24.09.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 24.09.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 24. september 1981 Bilapernr 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■H SAMLOKUR fyrir og án peru Framleiðsla hafin á ný Mývalnssveit 23. september. Hjólað og gengið í þágu endur- hæfingar- stöðvarinnar Mývatnssveit: Aldrei meiri hey- skapur Mývatnssveit 23. september. Heyfengur var mikill og góður í Mývatnssveit í sumar og er lík- legt að þetta hafi orðið methey- skaparár, en ekki fæst úr því skorið fyrr en ásetningsmenn hafa lokið störfum síðar í haust og fóðurbirgðaskýrslur liggja fyrir. Uppskera garðávaxta er einnig góð. Fallþungi dilka virðist vera þokkalegur. en menn telja þó að meðalvigtin mun verða heldur lak- ari en í fyrra. Farið verður í aðrar gðngur á austurafrétt Mývetninga á morgun. Erlendir ferðamenn eru enn ekki með öllu horfnir héðan. Ferða- mannatíminn er greinilega að lengj- ast bæði vor og haust og vafalaust hafa fleiri ferðamenn komið til Mývatnssveitar á þessu ári en nokkru sinni áður. Ýmis þjónusta við ferðamenn er mikil og vaxandi atvinnugrein hér á sumrin, en nauðsynlegt er að lengja ferða- mannatímann enn frekar til að bæta rekstur hótelanna og annarra þjónustufyrirtækja og auka at- vinnu. Nú er unnið að því í sam- vinnu við Flugleiðirog fleiri að laða hingað ferðamenn að vetrinum og gera menn sér allgóðar vonir um árungur. Nýja sundlaugin, sem tekin verður í notkun í haust, kem- ur til með að hafa verulega þýðingu í þessu sambandi. Þar verða m.a. tvær setlaugar með vatnsnuddi og saunabað. J.I. Grenivík UNNIÐ VIÐ LOKA- FRÁGANG SKÓLANS Nýi barnaskólinn á Grenivík á að vera tilbúinn til notkunar í næstu viku. Nú vinna iðnaðar- menn af miklum móði við loka- frágang, og „húsbúnaðurinn rennur inn“ eins og Stefán Þórðarson, sveitarstjóri, komst að orði. Að vísu verður ekki al- veg lokið við húsið í haust, en þrátt fyrir það mun fara vel um nemendur skólans. „Nú færist heim 7. bekkur og verða því tveir árgangar í stað þriggja áður. í dag og á næstu dög- um er og verður teppalagt, flísalagt og rafmagnsmenn ganga frá sínum verkum. Hér eru trésmiðir að setja upp hurðir bæði úti og inni og ég hef þá trú að í þessu húsi verði gott að starfa,“ sagði sveitarstjórinn. Kröfluvirkjun var gangsett á nýjan leik um síðustu helgi eftir nokkurra vikna stopp vegna hreinsunar á vélbúnaði. Nú framleiðir virkjunin um 10 megavött, en tvær borholur eru ekki í notkun eins og er, þar sem verið er að undirbúa hreinsun Við kveðjuguðþjónustu í Akur- eyrarkirkju s.l. sunnudag þegar sr. Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig Ásgeirsdóttir voru kvödd þar af söfnuði sínum flutti Gunnlaugur P. Kristinsson formaður Sóknarnefndar ávarp. Hann flutti sr. Pétri þakkir safnararins fyrir langt og mikið starf í söfnuðinum og árnaði þeim hjónum allra heilla í fram- tíðinni. í lok ávarpsins tilkynnti Gunnlaugur um gjöf sem sóknar- börn Akureyrar og Lögmanns- hlíðasókna ætla að færa þeim hjónum. Gjöf þessi er málverk af Akureyri, en fyrirmyndina velja þau hjónin sjálf og einnig lista- mann til þess að mála myndina. Þá ávarpaði forseti bæjarstjórn- ar, Sigurður Jóhannesson þau hjón einnig og afhenti þeim gjöf frá Ak- ureyrarbæ. Var það ljósritun af Skarðsbók, skrautrituð með kveðju frá Bæjarstjórn. Þennan sama dag var einnig kveðjuguðþjónusta í Lögmanns- á þeim. Jarðborinn Jötunn er nú langt kominn með holu 18. Það er 3ja holan sem boruð er við Kröflu í sumar. Enn er of snemmt að full- yrða nokkuð um árangur þessarar borunar, en áætlað er að tengja holurnar inn á gufuveitu virkjun- arinnar í haust. J.I. hlíðarkirkju, og þar ávarpaði Haf- liði Guðmundsson fyrrverandi formaður sóknarnefndar þau hjónin. Þennan dag var haldið hóf í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Það voru sóknarnefndir og kirkjukórar Akureyrar og Lögmannshlíðar- sóknar sem að því hófi stóðu, ásamt kvenfélagi, bræðrafélagi og Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju ásamt föstum starfsmönnum kirkjunnar. { þetta hóf mættu hátt í þrjú hundruð manns, og þar voru flutt ávörp frá öllum þeim aðilum sem að hófinu stóðu, og þeim hjónum Sr. Pétri og Sólveigu voru færðar gjafir. Kvenfélagið færði þeim að gjöf vatnslitamynd af íbúðarhúsi þeirra hjóna, Hamarsstíg 24, Æskulýðsfélagið mynd af Akur- eyrarkirkju. Þá tilkynntu Kirkju- kórar Akureyrar- og Lögmanns- hliðarkirkju að þeim hjónum yrðu færðar myndir frá kveðjuguðs- þjónustunum í kirkjunum báðum og kveðjuhófinu þegar þær væru fullunnar. Veislustjóri í hófinu í Sjálfstæðishúsinu var Sr. Birgir Snæbjörnsson. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Ak- ureyri hefur ákveðið að ráðast í nokkuð óvenjulega fjáröflun. Fénu verður varið til uppbygg- ingar á nýju endurhæfingar- stöðini. Þessi fjáröflunaraðferð er nefnd „Áheit og útivist“ og svipar henni til „Hjólreiðadags- ins“ í Reykjavík. Hver sem er getur tekið þátt í þessari fjáröflun, sem er í því fólgin að laugardaginn 10. október verður hjóluð u.þ.b. 5 km vegalengd eða gengið í 20 mínútur. Þátttakendur heita á endurhæfingarstöðina fjár- upphæð, sem þeir ákveða sjálfir. Við komu á endastöð, þegar áheit- um er skilað, munu þátttakendur fá viðurkenningu fyrir að vera með, ásamt hressingu. Það skal tekið fram að það verður ekki einungis hjólað og gengið á Akureyri heldur víða á Norðurlandi, enda þjónar endurhæfingarstöðin öllum Norðlendingum. í byrjun næsta mánaðar mun endurnæfingarstöðin tlytja i nýtt hús, að Bugðusíðu 1. Fyrri áfanga er ekki lokið og vonir standa til að framkvæmdir við seinni áfanga hefjist næsta vor. Endurhæfingaar- stöðin hefur afgreitt um 4000 pant- anir víðsvegar af Norðausturlandi og eftirspurn fer stöðugt vaxandi. Endastöðin á Akureyri verður Bjarg, Bugðusíðu 1, en nánar verð- ur tilkynnt síðar um framkvæmd „Áheita og útivistar" annarsstaðar á Norðurlandi. í fréttatilkynningu frá Sjálfs- björgu kemur fram að um leið og Norðlendingar geta stuttu gott málefni með göngu eða hjólreiðum þann 10. október verður á svipuð- um tíma haldið upp á 22ja ára af- mæli félagsins (8. okt.) og 11 ára afmæli endurhæfingarstöðvarinnar (9. okt.). Úrhófinu i Sjálfstæðishúsinu. a % Innheimtu- auglýsingin Það kom fram í útvarpsfréttum í gær að ráðamenn ríkisút- varpsins hefðu ákveðið að hætta sýnlngum á Innheimtu- auglýsingu sjónvarpslns, sem hefur yljað landsmönnum um hjartaræturnar að undanförnu. Sumir segja að þetta sé eitt besta efnið sem sjónvarpið hafi nokkru sinni boðið upp á og að Snorri komist ekki með tærnar þar sem þessi auglýs- ing hefur hælana. En Smátt og stórt frétti líka í gær að annað hefði ekki síður átt þátt ( um- ræddri ákvörðun. Auglýsinga- herferð sjónvarps var skipt í 4 þætti og búið var að sýna 3. Sá síðasti fjallaði um dráttarvexti og þótti það svona og svona að nota tvær lögulegar stúlkur til að augiýsa slíkt. # Beðiðum gangstétt íbúi við sunnanverða Glerár- götu kom að máli við Smátt og stórt og sagði farir sínar ekki sléttar. Um langt skeið hefur gangstéttin við syðstu húsin í Glerárgötu (að vestan) verið nánast ónothæf, enda hvorki malbikuð né steypt. f rigning- artíð myndast pollar í leirnum og sandinum og fólk leitar því oft út á götuna í stað þess að k. ganga eftir stéttinni. Umrædd- ur íbúi sagði að hann hefði rætt þessi mái við rétta aðila hjá Akureyrarbæ, en honum þótti framkvæmdir við nýja stétt ganga hægt svo ekki væri fastar að orðf kveðið. % Margurheldur mig sig Samkvæmt kokkabókum Hall- dórs Blöndals, alþíngismanns, er ritstjóri þessa blaðs óhæfur fréttamaður fyrir sjónvarp, þar sem fyrir nokkru var vikið að því í leiðara Dags, hvers lags málflutning þingmaðurinn hef- ur ástundað í sambandi við erfiðleika ullar- og skinnaiðn- aðarins á Akureyri, og birst hefur í málgagni hans. „Skýst þó skýr sé“ segir máltækið og má heimfæra það upp á rök- færslu þingmannsins. Frétta- ritarinn er ekki óhæfur vegna fréttanna sem hann sendir, heldur vegna allt annarra hluta! Ýmsir aðrir fá skæting frá þingmanninum f blaði hans, m.a. Gunnar Thoroddsen og Neytendasamtökin á Akureyri, sem eru tortryggileg vegna þess, að þau eru til húsa þar sem áður var útibú KEA! Þann- ig eru flestir sem Halldór fjallar um óheiðarlegir og misnota aðstöðu sína að hans áliti. Ætii annað máltæki gæti ekki átt hér við, nefnilega „Margur heldur mig sig“? Sr. Pétur og frúkvödd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.