Dagur - 24.09.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 24.09.1981, Blaðsíða 6
nmp Akureyrarkirkja messan fellur niður n.k. sunnudag en bent er á útvarpsmessu frá embættistöku herra Péturs Sigurgeirssonar biskups. B.S. Hinn 19. september voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkikju Arnbjörg Vingisdóttir verkakona og Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson ketil- og plötusmiður. Heimili þeirra verður að Byggðavegi 140a, Ak. I.O.O.F. 2 — 1629258 ’A — 9 Fiiadeifia. Fimmtudagur 24. sept. kl. 20.30 biblíulestur. Allir velkomnir. Sunnudagur 24. sept. kl. 16.30 brauðsbrotning. Sunnudagur 24. sept. kl. 17.00 almenn samkoma Ath. breyttur samkomutími. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Lundar- götu 12. Þau leiðu mistök urðu hér á auglýsingadeild blaðsins að misritun varð á götunúmeri í auglýsingu frá Dalvíkurbæ þar sem auglýst voru hús til niður- rifs á Dalvík. ( auglýsingunni átti að standa Grundargata 13 en stóð Grundargata 15 og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðing- ar. Sölubörn óskast til að selja blað og merki Sjálfsbjargar .sunnu- daginn 27. september. Vinsam- legast komið í Bjarg Bugðusíðu 1, kl. 10 fyrir hádegi. Sölulaun. Nánari upplýsingar í síma 21557. Sjálfsbjörg Akureyri. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Darradans með Glendu Jakson í aðalhlutverki en sýning- um fer að ljúka. Næsta mynd verður Fíflið með Steve Martin í aðalhlutverki. Kl. 11 verður sýnd harðsoðinn hasarmynd Foxy Brown með kynbombunni Pam Grier í aðalhlutverki. Nýja bíó sýnir á næstunni mynd- ina Slunginn bílasali með Kurt Russel, Jack Warden og Gerrit Graham í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ungan og hressan strák er fæst við að selja notaða bíla. Ýmis brögð eru not- uð til að lokka að viðskiptavini eins og að setja pening á öngul og kasta fyrir þá. Sérverslun til sölu Upplýsingar gefur Björn Jósef Arnviðarson, Hafnarstræti 108, sími 25919. íbúð með húsgögnum óskast Slippstöðin h.f. óskar að taka á leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð meó húsgögnum. Áætlaður leigu- tími 6 til 8 mánuðir. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri Slippstöðvar- innar í síma 21300. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum, skeytum og hlýju handtaki heiðruðu mig á sjötugsafmœli mínu 19. sept. s.l. Lifið heil. Stjáni í íshúsinu. Konan mín, INGIBJÖRG SIGTRYGGSDÓTTIR, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. september. Þorbjörn Kaprasíusson. HROSSASMÖLUN LÉTTISFÉLAGAR sum félagsmanna verður smalað af Kaup- angsbakka sunnudaginn 27. sept. kl. 9.00 f.h. Réttað verður í Glerárrétt sama dag kl. 13.30. Þau hross, sem ekki verða sótt eða gerð grein fyrir verður farið með sem óskilafé. Þá verða þeir sem enn skulda hagagjöld að gera full skil. Sama dag frá kl 13.30-17.00 verður tekið á móti hrossum til haustbeitar á Glerárdal. Þau ber að merkja greinilega með viðkomandi haganúmeri. (Takið með ykkur skæri). Gjald fyrir haustbeit er kr. 100,00 á hross. Haganefnd Léttis. Skautafélag Akureyrar Ósóttir vinningar í happdrætti S.A. eru eftirfarandi: 1. vinn. nr. 2441 Flelgarferð til London með Samvinnu- ferðum — Landsýn. 2. vinn. nr. 1786 Tíu gíra Steelmaster reiðhjól. 5. vinn. nr. 2914 9ft. Herkon laxveiðistöng og Shakspeare-hjól. 6. vinn. nr. 1108 Polaroid 1000 Deluwe myndavél. 8. vinn. nr. 1957 Myndataka hjá Ijósmyndastofunni NORÐURMYND. Vinsamlegast athugið hvort ekki leynist vinningur á miðum ykkar. Upplýsingasími 22801 á vinnutíma. þökkum stuðninginn Tónleikar í Borgarbíói Penelope Roskeil píanóleikari frá Englandi heldur tónleika í Borgarbíói á Akureyri, laugar- daginn 26. sept. og hefjast tónleikarnir kl. 17. Penelope hefur þegar getið séi gott orð, sem mikill píanóleikari, og hefur unnið til verðlauna og viður- kenninga fyrir frábæra túlkun, má þar nefna 1. verðlaun í þjóðar- keppni Breta í túlkun píanókons- erta og einnig verðlaun úi minningarsjóði um hinn víðþekkta píanóleikara Haraold Craxton. Penelope hefur haldið tónleika vítt um Bretland og einnig bæði á ftalíu og Grikklandi, þar sem hún lék einnig fyrir sjónvarp. B.B.C. útvarpið hefur einnig sent út margar dagskrár með leik hennar. Hún er aðeins 25 ára gömul, og hóf nám á píanó 6 ára. Penelope hefur verið nemandi hjá m.a. Georg Ha- djinikos og William Glock við Royal Northern tónlistarháskólann í Manchester og Guido Agosti í Róm. Píanóleikarinn heldur einnig tónleika á Raufarhöfn 24. sept. og í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. október. Á efnisskrá verða: „A, B, C, D —■ tilbrigðin" eftir Mozart, „Eldfugl- inn“ eftir Stravinsky og „Davids- búndlertanze" op. 6 eftir Schum- ann. Miðasala fer fram við innganginn. Nýtt starfs- tímabil að hefjast Nýtt starfstímabil Jafnréttis- hreyfingarinnar hefst 1. október næstkomandi með starfsfundi að Hótel KEA (Gildasal) og hefst fundurinn kl. 8.30. Á þessum fundi verður skýrt frá starfi grunnhópa á s.l. starfstíma- bili, jafnframt verður rætt um áframhaldandi starf, myndaðir ný- ir grunnhópar og tillögur að við- fangsefnum lagðar fram. Allt áhugafólk urn jafnréttismál er hvatt til að mæta á fundinn og athygli , skal vakin á því að sérstakur grunnhópur karla er að ýta úr vör. Bent skal á að „Opið hús“ hefur þegar hafið starfsemi sína og er sem fyrr kl. 8.30 á mánudagskvöldum í húsi Trésmiðafélagsins að Ráð- hðustorgi 3. Ferðaáætlun M.S. Drangs veturinn 1981-1982 Komið til Farið frá Komið til Dagar Lestun Brottför Siglufj. Siglufj. Akureyrar Mánudagar............... 8.00-11.00 12.00 18.30 Þriðjudagar............. 11.00 16.00 Miðvikudagar.............13.00-16.00 Fimmtudagar ............ 9.00 15.30 18.00 23.30 Föstudagar ..............13.00-16.00 ATH.: Vörur sem koma eftir tiltekinn tíma á mánudögum og miðvikudögum komast ekki á skrá og verða því að bíða næstu ferðar. FLÓABÁTURINN DRANGUR H.F. SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI. SÍMI96-24088 GRÍMSEY: Farið verður til Grímseyjar á mánudögum. Fyrsta ferð 28. sept. síðan annan hvern mánudag. Viljum benda á lestunartímann á föstudögum, einnig fyrir hina stað- ina. 6 - DAGUR - 24. september 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.