Dagur - 06.10.1981, Blaðsíða 1
64. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 6. október 1981
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
I SIGTRYGGUR & PÉTUR
'AKUREYRI
FILMUhúsic akureyri
77. tölublað
Uppskerubrestur hjá
kartöfluframleiðendum
Banaslys
í Grímsey
Sá hörmulegi atburður átti
sér stað í Grímsey á sunnu-
dagsmorgun að 27 ára gamall
maður, Þorleifur Ólason,
hrapaði þar fram af bjarg-
brún og beið bana.
Tildrög slyssins voru þau að
menn voru við smalamennsku í
eynni. f Básavík þurfti að stugga
við fé og kom það í hlut Þorleifs
sem lenti á svelli á bjargbrún-
inni og rann fram af. Þorleifur
lætur eftir sig eiginkonu og tvö
börn.
Nú stefnir í algjöran uppskeru-
brest hjá kartöflubændum við
Eyjafjörð. Talið er að a.m.k. 500
tonn af kartöflum sé enn í jörðu
og að bændum hafi tekist að ná
einum 1000 tonnum. Uppskera i
meðalári er 3 til 4000 tonn. Jörð
er alhvít í Eyjafirði og vonir
manna um að ná upp einhverju
af kartöflunum, sem enn eru í
jörðu, dvína með degi hverjum.
„Tjón bænda vegna þessa veð-
urfars er óhemju mikið. Nú eru í
jörðu ein 500 tonn sem ekki er hægt
að ná upp og uppskeran í sumar er
aðeins þriðjungur þess sem við
eigum að venjast,“ sagði Sveinberg
Laxdal, formaður félags kartöflu-
bænda við Eyjafjörð. „Það væri
ekki úr vegi að hvetja þingmenn
kjördæmisins til að kynna sér
ástandið hjá kartöflubændum af
eigin raun.“
Sveinberg sagði að ef nefnd væru
ákveðin dæmi mætti nefna Grund í
Eyjafirði, og Syðri-Varðgjá, en á
báðum þessum bæjum er varla
byrjað að taka upp. Fjölmargireiga
eftir að taka upp helming sinnar
uppskeru og fáir eru búnir. „1 því
sem við höfum náð er gífurlega
mikið smælki og söluhæfar kart-
öflur nú er aðeins lítill hluti af
uppskerunni. Kartöfluverksmiðjan
á Svalbarðseyri þarf einkum stórar
kartöflur, t.d. Binté, og það er lítið
framboð af þeim þessa stundina
því þær spruttu illa fyrir sunnan og
austan eins og hér. Þetta kemur sér
illa því nú er verið að Ijúka við
stækkun verksmiðjunnar sem getur
eftir hana unnið úr 2000 tonnum á
ári. Það verður því að leita allra
leiða til að útvega hráefni til verk-
smiðjunnar svo hún geti annað
eftirspurn."
Sjómaður slas-
ast alvarlega
Skipverji um borð í Harðbak
EA slasaðist mikið s.l. sunnu-
dag þar sem skipið var á veiðum
í Víkurál. Þyrla frá varnar-
liðinu sótti hinn slasaða, sem
liggur nú á Borgarspítalanum í
Reykjavík. Að sögn Vilhelms
Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra Ú.A., líður hinum
slasaða, sem er rösklega þrí-
tugur að aldri, eftir atvikum
vel.
Vilhelm sagði að stroffa hefði
slitnað með þeim afleiðingum að
krókur hefði slegist í höfuð skip-
verjans. Strax var sett á fulla ferð í
land og haft samband við Slys-
avarnarfélag íslands, sem annaðist
útvegun þyrlunnar. Með henni
kom læknir frá Keflavík, sem seig
niður í skipið og gerði að sárum
mannsins áður en hann var hífður
umborðíþyrluna.
Harðbakur er nú kominn til Ak-
ureyrar.
FJALLAÐ UM FRAM-
TK> TRYGGVABRAUTAR
Erindi fimm húseigenda sunnan
Tryggvabrautar um breytingar á
götunni var tekið fyrir í bæjar-
ráði í s.l. viku og verður e.t.v.
rætt á bæjarstjórnarfundi í dag.
f erindi húseigandanna var m.a.
farið fram á að breytt verði skipu-
lagi við götuna með tilliti til að-
komu að verslunum og þjónustu-
stöðvum sunnan götunnar. Vegna
þessa beindi bæjarráð því til
skipulagsnefndar og tæknideildar,
að við endurskoðun aðalskipuiags
Akureyrar, sem nú stendur yfir,
verði lega, gerð og hlutverk
Tryggvabrautar tekið til sérstakrar
athugunar. Þessari athugun á að
hraða.
Veturinn er kominn — á þvi er enginn vafi. Ungi maðurinn hafði hnoðað sér snjó-
bolta og í stað þess að licnda honum var boltinn etinn. Myndtáþ.
ÁTTA
INNBROT
UPPLÝST
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur upplýst átta innbrot
sem framin hafa verið í bænum
upp á síðkastið, og kom í ljós að
unglingar höfðu verið að verki í
öllum tilfelluni.
Unglingarnir fóru saman í
hóp. Munu fjórir þeirra hafa
tekið þátt í öllum innbrotunum,
og fengu þeir fleiri til liðs við sig,
þó ekki alltaf þá sömu.
Innbrotin voru í fyrirtæki í
bænum, og var yfirleitt litlu
stolið. Mest var stolið um 2000
krónum á einum staðnum og
sumstaðar engu. Einnig voru
framin skemmdarverk á nokkr-
um stöðum.
Flestir unglinganna sem að
innbrotunum stóðu eru ekki
sakhæfir, og mun Félagsmála-
stofnun fá afrit af skýrslum lög-
reglunnar og mál unglinganna
til meðferðar.
Rekstur Laxeldisstöðvarinnar að Hólum gengur vel:
MILLJÓN SEIDIISTÖÐINNIIVETUR
„Þetta hefur gengið furðuvel,
má segja að það hafi gengið
betur en menn þorðu að vona“
sagði Sveinbjörn Oddsson í
samtali við DAG, en Svein-
björn er stöðvarstjóri laxeldi-
stöðvarinnar Hólalax að Hól-
um í Hjaltadal.
Stöðin hóf starfssemi þann 14.
október 1980, og er því tæplega
ársgömul. Þar voru s.l. vetur um
700 þúsund laxaseiði, 370 þúsund
þeirra voru seld sem sumaralin
seiði í sumar, og annar eins fjöldi
settur á og verður seldur sem
gönguseiði næsta sumar.
„Stöðinni er ætlað að ala bæði
sumaralin seiði og gönguseiði“
sagði Sveinbjörn. „Hrognin fáum
við að mestu leyti úr stóru ánum í
Húnavatnssýslunum, Vatnsdalsá,
Víðidalsá, Blöndu, Laxá á Ásum
og Miðfjarðará. Við förum að
þessum ám og drögum fyrir, setj-
um síðan fiskinn í kistur og förum
seint á haustin að ánum og
kreistum fiskinn áður en við
flytjum hrognin heim að Hólum.
Við erum einmitt þessa dagana að
ná okkur í klakfisk. Það er svo að
öllu jöfnu upp úr miðjum október
sem við kreistum fiskinn, en það
fer að vísu dálítið eftir tíðarfari,
þeim kaldara sem er, því fyrr er
fiskurinn tilbúinn."
— Eigendur laxeldistöðvar-
innar Hólalax eru veiðifélögin í
Húnavatnssýslum og Skagafjarð-
arsýslu, alls um 600 eigendur, sem
eru bændur sem land eiga að án-
um. Starfsmenn stöðvarinnar eru
þrír. Pétur Björnsson er forstjóri.
Eins og fram kom í upphafi
greinarinnar hefur rekstur
stöðvarinnar gengið mjög vel.
Reiknað var með að stöðin myndi
eiga um 600 þúsund seiði s.l. vor
en þau reyndust vera 720-740
þúsund. Verður það að teljast
mjög gott, sérstaklega miðað við
að hér var um fyrsta starfsár
stöðvarinnar að ræða. Sveinbjörn
sagðist reikna meá aá um ein
milljón hrogna yrðu tekin inn í
stöðina í haust.
— Það er nýjung í fiskeldi,
a.m.k. hér á landi að í stöðinni að
Hólum eru ker fyrir seiðin sem
eru bæði úti og inni, kerin liggja
undir útveggjum hússins þannig
að helmingurinn er úti og helm-
ingurinn er inni. Þannig er hægt
að sinna fóðrun án þess að fara
út. Þessi ker hafa að vísu ekki
verið notuð enn sem komið er, en
seiði verða sett í þau um næstu
áramót. Það sem aðallega vinnst
með notkun þeirra er að seiðin fá
náttúrulega birtu og einnig er
kælt á þeim síðustu mánuðina
áður en þau fara frá stöðinni sem
gönguseiði í árnar.
Sveinbjörn Oddsson að störfum 1 fiskeldisstöðinni. Ljósm.: H.Sv.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180