Dagur - 06.10.1981, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstraati 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Systrasel mun
bæta úr brýnni
þörf
Um helgina gengu kvenfélags-
konur í hús á Akureyri og söfnuðu
nokkur htindruð þúsund krónum,
sem varið verður til Systrasels, en
þar er ætlunin að koma upp
hjúkrunardeild fyrir gamalt fólk.
Erlingur Davíðsson, fyrrverandi
ritstjóri Dags, fjallaði um þetta mál
í síðasta tölublaði og komst þá
m.a. svo að orði í grein sinni:
......alvara er á ferðum og
verkefnið svo brýnt að hvorki
verður staðar numið né aftur snú-
ið. Þegar heilir gangar á elliheim-
ilum eru fullir af rúmliggjandi
gamalmennum og hvergi finnst
staður fyrir þá, er ekki lengur
sæmilegt að snúa sér undan
vandanum og láta sem ekkert sé.“
Erlingur getur jafnframt könnunar,
sem gerð var í fyrra, en þar kom
fram að 50 sjúkrarúm vantaði fyrir
langlegusjúklinga, svo sem gam- .
alt fólk, á því svæði sem F.S.A.
þjónar. Systrasel mun rúma á
þriðja tug sjúklinga og bætir því úr
brýnni þörf, en betur má ef duga
skal því þörfin eykst stöðugt.
Eftir að Akureyringar hafa sýnt
þá rausn að gefa háa fjárupphæð
ber hinu opinbera að fylgja vel á
eftir. Ætlunin er að opna Systrasel
á næsta ári og tekst það með
samstilltu átaki.
Innflutningur ógn-
ar trésmiðum
Iðnaðarmenn í trjáiðngreinum
hafa sívaxandi áhyggjur af flóði
innfluttra húsgagna og eldhús-
innréttinga, sem einkum koma frá
hinum Norðurlöndunum. Sam-
kvæmt opinberum skýrslum fer
markaðshlutdeild innlendrar hús-
gagnasmíði stöðugt minnkandi
og iðnaðarmönnum á þessu sviði
fækkar. Fyrir fáum árum voru tugir
iðnaðarmanna í húsgagnaiðnað-
inum á Akureyri, en nú má nánast
telja þá á fingrum annarrar hand-
ar.
í þeim samtölum sem blaðið
hefur átt við iðnaðarmenn hefur
m.a. komið fram að þeir telja
nauðsynlegt að breyta verðlagn-
ingu á húsgögnum og einnig telja
þeir að yfirvöld verði að fylgjast
mun betur með innflutningnum.
Þeir hafa bent á þá staðreynd að
erlendir starfsbræður þeirra eru
ríkulega styrktir af opinberum að-
ilum, enda er verð framleiðslunn-
ar lágt. Það ætti að gera nákvæma
athugun á vandamálum þessarar
iðngreinar og bregðast við áður
en hún hverfur með öllu. á.þ.
Skotglaðir menn
Vatnsendi
Hólakot
Að kvöldi hins 26. september s.l.
kom Aðalsteinn sonur minn, ungur
bóndi hér, úr göngum af Bleiks-
mýrardal. Gangnafélagi, sem
heima á í Ljósavatnsskarði, sleppti
hestum hans lausum norður þjóð-
veginn frá Skógum. Klukkustundu
síðar, er Aðalsteinn kom á eftir
þeim í bíi sínum og náði þeim ná-
lega komnum á leiðarenda, brá
honum mjög í brún. Annar þeirra,
sjö vetra vildishestur, heimaalinn,
var orðinn draghaltur. Við athugun
kom í ljós, að riffilkúla hafði farið i
gegnum læri hans. — Hending réði
að hestarnir voru mannlausir.
Bílaumferð er þarna mjög mikil á
aðalleið sem kunnugt er.
Þessi atburður kemur mér til að
rifja upp reynslu mína af byssu-
mönnum á þessum slóðum. —
Vaðlaheiði öll skiptist í heimalönd
bújarða. Því er engum heimil veiði
þar, nema með leyfi viðkomandi
landeiganda eða umráðamanns. —
Veiðiþjófar eru hér á ferð öðru
hverju. Helst á vorin, þegar gæsir
eru á túnum, þá gjarna innan um
lambfé — og svo á haustin, í berja-
löndum.
Fyrir fáum árum, síðsumars,
komu hér menn í þjónustu hins
opinbera og báðu um leyfi til að
aka um allstórt girðingarhólf vegna
starfs síns. Var því að sjálfsögðu vel
tekið. f ljósaskiptunum um kvöldið
rakst ég á þá á ólíklegasta stað, þar
sem þeir hugðust brjótast torfæru-
leið sem fjærst bænum á alfaraveg.
Morguninn eftir vildi svo til að
sækja átti fullorðna hrúta, sem
geymdir voru í girðingarhólfi
þessu.- Þeirra á meðal var einn
mórauður, tveggja vetra. Er hann
varrekinn af stað gafst hann strax
upp og sýndist dauðvona. Var
honum ekið heim og lógað þegar í
stað. í Ijós kóm að riffilkúla hafði
farið í hann aftanfrá og mátti rekja
feril hennar fram með hryggnum
og gegnum annað lungað, er allt
var blóði sollið. Grunur féll á
starfsmenn ríkisins, þótt berjafólk
væri þarna daglegir gestir. Veiðar
og berjatínsla fer ekki saman.
Alltaf öðru hverju finnast kindur
skotnar í högum, og högl fundust í
skrokk lambs, er fargað var. — Á
Nú er unnið að undirbúningi að
svæðisskipulagi fyrir Eyjafjörð.
Þetta verk er unnið í samræmi
við skipulagslög og 17 sveitar-
félög við Eyjafjörð geta átt aðild
að umræddu skipulagi. Það er
Hálshreppur, Grýtubakka-
hreppur og Svalbarðsstrandar-
hreppur sem tilheyra Suður-
Þingeyjarsýslu og í Eyjafjarðar-
sýslu eru öngulsstaðahreppur,
Saurbæjarhreppur, Hrafnagils-
hreppur, Akureyri, Glæsibæjar-
hreppur, öxnadalshreppur,
Skriðuhreppur, Arnarneshrepp-
ur, Árskógshreppur, Hríseyjar-
hreppur, Svarfaðardalshreppur,
Dalvík, Ólafsfjörður og Gríms-
eyjarhreppur. Sveitarfélögum
hefur nú borist bréf frá Skipu-
lagsstjórn ríkisins, þar sem þeim
er boðin aðild að svæðisskipu-
laginu. Sveitarstjórnarmenn í
umræddum hreppum og bæjar-
bæ hér nálægt skall eitt sinn riffil-
kúla á steinvegg svo nærri fólki, er
úti var, að það fann þytinn. Hand-
an árinnar stóð skytta, er miðað
hafði á gæs, en hæfði ekki. Kúlan
nam við vatnsflötinn og breytti
stefnu.
Konan mín lét svo um mælt, er
hún komst á ellilaun, að hún vildi
fyrst um sinn verja þeim tekjum til
tjarnargerðar og gróðurverndar þar
umhverfis, ef það mætti verða til að
glæða fuglalíf, sem hér hefur verið
fáskrúðugt. Árangurinn lét ekki á
sér standa. Marga sumarmorgna
má þar síðan telja tugi andfugla, og
gæsir og jafnvel álftir sjást þar á
vorum. — En þangað renna líka
fleiri hýru auga. Á sumardags-
morguninn fyrsta, einn hinn feg-
ursta er ég minnist, varð mér
snemma gengið milli húsa. Vor var
i lofti og fuglakliður. Þá gullu við
skot, hvert á eftir öðru. Niður við
tjarnir stóð bíll, og menn sáust á
hlaupum.
Kunnur sæmdarmaður á Akur-
eyri, er hér hafði nýskeð komið í
hópi góðra gesta, reyndist eiga bíl-
inn. Nú var sonur hans á ferð með
félögum sínum að heilsa sumri á
félögum hafá sýnt þessu máli
áhuga, enda þótt formleg af-
greiðsla hafi ekki átt sér stað í
sveitarstjórnunum. Framkvæmd
verksins og yfirstjórn mun verða
í höndum Skipulagsstjórnar rík-
isins.
Bæjarstjórn einhuga
I svæðisskipulagi felst ótal margt
og má m.a. nefna landnýtingar-
áætlun fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið
og áætlun um samgöngur á svæð-
inu í lofti, landi og á sjó. Þetta verk
mun einnig tengjast áætlunum um
atvinnuskipan á Eyjafjarðarsvæð-
inu og svæðisskipulagið tekur til
allrar byggðar og þar með þéttbýl-
issvæða. Að lokum má geta þess að
í skipulaginu verður gerð áætlun
um þjónustu á svæðinu — bæði
fyrir svæðið sjálft og fyrir þá sem
búa utan þess en tengjast því. Má
nefna skóla-, verslunarmál og heil-
brigðismál í því sambandi.
sinn hátt. — Oftar hefur þurft að
stugga við skyttum á vordögum,
jafnvel á sjálfri hvítasunnunni.
Fyrr á árum gekk fullorðið fé á
síðhaustum og framan af vetri á
Vaðlaheiði, meðan tíð var hagstæð,
og hélt sig þar á kunnugum stöðv-
um. En þegar rjúpnatíminn hófst
trylltist það oft og hljóp saman í
hópa, er runnu sitt á hvað. Ef veður
spilltist snögglega gat sú hætta ver-
ið yfirvofandi að féð findist ekki.
Eitt sinn, er áhlaup gerði, var hringt
til mín innan af Svalbarðsströnd og
tilkynnt að ær mínar hefðu skyndi-
lega komið þar inn á tún undan
mikilli styggð.
Sé trjágróður við bæi og rjúpur
þar ekki kvekktar, halda þær sig
þar gjama öðru hverju allt árið.
Hér á bæjarbrekkunni hafa þær
orðið svo gæfar, að böm hafa
strokið þeim á eggjum og þær leit-
að heim á tröppur og jafnvel inn í
kjallara úr hausthélunni. Þær eru
heimilisprýði og gleðigjafi. En ég
minnist þess að eitt sinn kom skytta
og kvaddi dyra. Meðan hún beið
erindisloka á verinhellunni skaut
hún rjúpu, sem sat frammi í trjá-
garðinum.
Fyrir skömmu var fjallað um
málið í bæjarstjórn Akureyrar og er
hún einhuga um að standa að þessu
svæðisskipulagi. Þarna er ekki um
það að ræða að hvert sveitarfélag
tapi sjálfsákvörðunarrétti um innra
skipulag sveitarfélagsins — m.ö.o.
mun vald einstakra sveitarfélaga
ekki skert, en þau verða að taka
tillit til þarfa heildarinnar. „Það er
ekki um það að ræða að einhver
einn aðili sé að sölsa undir sig
vald,“ sagði Tryggvi Gíslason,
formaður skipulagsnefndar Akur-
eyrar, „svæðisskipulagið hlýtur
ekki staðfestingu fyrr en allir hafa
samþykkt það. Kostnaður skiptist
jafnt milli ríkisins og sveitarfélag-
anna. Þau greiða síðan kostnað
sinn eftir höfðatölu.“
Auðveldara að
byggja upp
Ef að líkum lætur verður svæð-
isskipulagið unnið á Akureyri í
samvinnu við Skipulagsdeild Ak-
Framangreind reynsla ,-nægir til
að sýna að um alvörumál er að
ræða.
Enginn ætti að fá byssuleyfi,
nema hafa áður hlotið tilskylda
fræðslu og þjálfun, rétt eins og sá
sem lærir á bíl. Ljóst er t.d. að
margir gera sér alls ekki grein fyrir
hvaða hætta getur stafað af lang-
drægum riffli, ef kúla snertir vatn,
eða skotið er yfir blindhæð, eins og
dæmin sanna.
Meginatriðið verður þó alltaf
viðhorfið til annarra manna og
eigin sjálfsvirðingar, til laga og
reglugerða og-til landsins sjálfs og
lífríkis þess.
Fuglaveiðar voru nauðsyn solt-
inni og fátækri þjóð, en er það
naumast lengur, nema þá sem eyð-
ing vargs. Sumir vilja kalla skot-
veiðar sport, og eru þær meira að
segja gylltar fyrir mönnum í fjöl-
miðlum. Er það viðeigandi heiti á
atferli, sem hefur að megininntaki
að drepa — drepa? —Þrá manns-
ins eftir samkennd við landið verð-
ur ekki fullnægf með morðtól í
höndum.
ureyrar og skipulagsnefndir sveit-
arfélaganna á svæðinu. Auk þess er
ætlunin- að vinna skipulagið í
tengslum við hagsmunasamtök. á
svæðinu og í samvinnu við Fram-
kvæmdastofnun ríkisins og
Fjórðungssamband Norðlendinga.
Fjölmargt sem þessar tvær stofn-
anir hafa verið, og eru að vinna að,
er nauðsynleg forsenda þessa
svæðisskipulags.
„Með traustu svæðisskipulagi á
að vera auðveldara að byggja upp
fjölbreytt öflugt atvinnulíf og
verjast hvers konar áföllum. Það er
von til þess að innan árs gætu legið
fyrir frumdrög, sem hægt væri að
styðjast við ef með þyrfti.“
Frjáls samvinna
Undirbúningur að þessu verki
hefur staðið í tvö ár, enda að mörgu
að hyggja. Fram hefur komið hug-
mynd um að skipuð verði sérstök
framkvæmdastjórn, eftir að við-
komandi aðilar hafa samþykkt
Miklu veldur sé er upphafinu
veldur.
Opið bréf frú ísólar Karlsdóttur
Hólkoti Ólafsfirði í Degi þann
20.08. 1981 hefur nú þegar skert
æru orlofsgesta að Vatnsenda svo
og þeirra manna, sem standa í for-
svari fyrir Verkstjórafélag Akur-
eyrar og nágrennis.
Þó ég, sem þessar línur rita, gangi
þess ekki dulinn að þjóðarlöstur
landans er að trúa rógburði fremur
en því sem sannara reynist, sé ég
mig knúinn til andsvara.
Það getur vart talist siðaðra
manna háttur að hlaupa með
klögumál í yfirvöld og blöð án þess
að gefa þeim ákærða kost á að bera
hönd yfir höfuð sér, augliti til aug-
litis við ákærandann.
Ég dreg í efa löngun frúarinnar
að ná tali af „huldumönnum" og
„höfuðpaurum“ Verkstjórafélags
Akureyrar og nágrennis eins og
hún kýs að kalla stjórnarmenn
félagsins. Hefði verið smá vilja-
vottur fyrir hendi, þurfti nú ekki
annað til en líta í símaskrána. Þar er
að finna nafn félagsins, heimilis-
fang og símanúmer.
Nágrannar hennar að norðan,
sem grasnytjar hafa haft að Vatns-
enda, hefðu vafalaust veitt henni
aðstoð við leit að mönnum þessum,
svo og hver einasti orlofsgestur að
Vatnsenda undan gengin ár.
En frúin kaus sér aðrar leikreglur
og mun því eftir þeim leikið.
Ekki fer á milli mála að frúin
litur öðrum augum á veiðirétt
Vatnsenda en stjórn Verkstjóra-
félagsins gerir og svo sem lög og
reglur mæla fyrir um.
Er helst á frúnni að skilja að eini
réttur Vatnsenda sé innan línu frá
ósi Ólafsfjarðarár og í landamerki
Vatnsenda og Hólkots.
Hvað um almenninginn og 115
m landhelgi (netalög) fyrir landi
Vatnsenda?
Mér er nær að halda að „yfir-
gangur" sá sem frúnni verður svo
tíðrætt um, sé að meiri hluta til
ódulbúin andúð og afskiptasemi
frúarinnar af ferðum orlofsgesta
Vatnsenda innan sinnar eigin
svæðisskipulagið. Lagt hefur verið
til að í stjórninni verði 7 menn.
Akureyringar gætu átt 2 fulltrúa,
Dalvíkingar, Ólafsfirðingar og BSE
einn fulltrúa hver og hrepparnir
austan fjarðar einn sameiginlegan
fulltrúa og hrepparnir vestan ann-
an sameiginlegan. Formaður yrði
tilnefndur af Skipulagsstjórn ríkis-
ins.
„f umræddum hugmyndum er
gert ráð fyrir að fulltrúarnir hafi
allir jöfn atkvæði. Raunar má segja
að vinna nefndarinnar hæfist áður
en vinnu við svæðisskipulagið væri
endanlega lokið, því hennar hlut-
verk væri að fylgjast með vinnu við
það,“ sagði Tryggvi.
— En af hverju svæðisskipulag?
„Þetta er mikilsvert mál og það
ekki eingöngu fyrir Akureyringa
heldur líka fyrir alla Eyfirðinga.
Þarna er um að ræða frjálsa sam-
vinnu sveitarfélaga, sem getur tví-
mælalaust styrkt stöðu þeirra í
framtíðinni," sagði Tryggvi Gísla-
son að lokum.
landhelgi og á almenningi vatnsins,
sem öllum jarðeigendum að vatn-
inu er jafnheimil.
Hafi einhver gesta Vatnsenda
farið með veiðarfæri í netlög Hól-
kots er það ekki gert með vitund né
vilja stjórnar félagsins og er henni
harmsefni hafi slíkt komið fyrir.
Ég vil þó benda á að ekki hefur
verið sannað eitt einasta brot á
veiðilögunum á gesti Vatnsenda, og
teljast þeir því samkvæmt lögum
lands vors, saklausir af öllum þeim
dylgjum sem á þá hafa verið born-
ar.
Þar sem frúin hefur greinilega
gluggað í lög um lax- og silungs-
veiði nr. 76/1970 er ekki úr vegi að
líta nánar á þau. Frúin tekur 2. mgr.
8. gr. laganna til umfjöllunar í bréfi
sínu, en málsgrein þessi fjallar um
fornar venjur. Aftur á móti lætur
frúin hjá líða að minnast á 1. mgr.
8. gr. sem hljóðar svo:
„Landeigendum, sem land eiga
að stöðuvatni er einum heimil veiði
í almenningi vatnsins og er hún
þeim öllum jafnheimil.“ Skilgrein-
ing á almenningi stöðuvatns er að
finna í 1. kafla laganna, sem ber
nafnið Orðskýringar.
„Almenningur í stöðuvatni: Sá
hluti stöðuvatns, sem liggur fyrir
utan 115 m breitt vatnsbelti (net-
lögj landareigna þeirra sem að
vatninu liggja."
Ef þessi úrdráttur laganna segir
ekki allt sem segja þarf um jafnan
veiðirétt landeigenda í almenningi
stöðuvatns og 115 m landhelgi
(netlög) hverrar jarðar vil ég benda
á 47. gr. laganna í hverri stendur:
„Þá menn er veiði kunna að
eiga í almenningi stöðuvatns sam-
kvæmt 2 mgr. 8. gr.“ og svo fram-
vegis.
Það skyldi nú aldrei vera fúi í
haldreipi frúarinnar, sem hún vitn-
ar svo fjálglega í og að 2. mgr. 8. gr.
eigi aðeins við um þá menn sem
ekki eiga land að vatninu en veiða
samkvæmt fornum venjum.
Sé svo ekki er ég þakklátur
frúnni að benda á yfirlýsingu
Björns Stefánssonar, sem skilja má
sem svo að hefðbundnir veiðistaðir
Vatnsendabænda hafi fyrrum verið
fyrir landi Hólkots.
Þar sem frúin skirrist ekki við að
ásaka orlofsgesti að Vatnsenda um
lögbrot og spyr um heiðarleika og
drengskap vil ég sérstaklega benda
henni á 35. gr. margnefndra laga og
minna hana jafnframt á að í gler-
húsi er óvarlegt grjóti að kasta.
Upphaf greinarinnar hljóðar
svo:
„Milli fastra veiðivéla hvort sem
þær eru sömu megin í straumvatni
eða sitt frá hvoru landi skal jafnan
vera 100 m bil eftir endilöngu vatni.
Þar sem skemmst er á milli þeirra.
Þó má bilið aldrei vera skemmra en
fimmföld lengd veiðivéla frá bakka
og út á vatn.“
Fljótlega eftir að Vatnsendi
komst í eigu Verkstjórafélagsins
heyrðust raddir innan þess um
nauðsynjastofnun veiðifélags land-
eigenda á vatnasvæði Ólafsfjarðar.
f bréfi til Bæjarfógeta Ólafsfjarðar
10. 10. 1979 er þessu máli hreyft.
Það er mér jiví gleðiefni að slíkt
félag skuli nú komið á legg og mun
ég styðja gerðir þess að fremsta
megni.
Ég efast ekki um að stjórn veiði-
félagsins muni gæta hagsmuna
allra landeiganda jafnt og engum
látið líðast að ætla sér þar meiri
hlut en öðrum.
Ég fullyrði að engum í Verk-
stjórafélagi Akureyrar og nágrenn-
is hefir nokkurn tíma flogið í hug
að ásælast meiri rétt til vatnsins en
tilheyrir Vatnsenda. Jafnframt er
Framhald á bls. 7.
29. september 1981,
Jón Kr. Kristjánsson.
Rjúpa f haustbúningi. Ljósmynd Páll A. Pálsson.
SVÆÐISSKIPULAG FYRIR EYJAFJÖRÐ:
Frjáls samvinna sveitarfélaga sem
getur styrkt stöðu þeirra í framtíðinni
Umsjón: Ólafur Ásgeirsson
Kristján Arngrímsson
JAFNTEFLIHJA
ÞÓR OG GRÓTTU
Þórsarar léku sinn fyrsta leik i
þriðju deildinni í handbolta á
föstudagskvöldið. Andstæð-
ingarnir að þessu sinni voru
leikmenn Gróttu af Seltjarn-
arnesi.
Sá sem þetta skrifar hafði séð
Þór leika fyrr á þessu keppnis-
tímabili, en hins vegar heyrt að lið
Gróttu væri skipað mjög svo
harðsnúnum leikmönnum sem
leikið hefðu fjölda æfingarleikja í
haust. Fyrir leikinn taldi ég því að
leikurinn yrði auðunninn fyrir
Gróttu. Þrátt fyrir slæma byrjun
hjá Þórsurum náðu þeir sér á strik
og lauk leiknum með jafntefli 20
mörk gegn 20.
Á fyrstu mín. fengu bæði liðin
dæmt vítakast sem bæði
skoruðu úr. Þá kom mjög slæmur
kafli hjá Þór og Grótta skoraði
fimm mörk án þess að Þórsurum
tækist að komast á blað. Á 9. mín.
náði Rúnar að minnka muninn
fyrir Þór, og síðan skoraði Sig-
tryggur úr víti.
Síðan fór Gunnar Gunn. inn úr
hægra horninu og skoraði lag-
lega, og á sömu mín. skoraði Árni
Gunnars glæsilegt mark af línu
eftir sendingu frá Sigtryggi.
Þá hafði Þórsurum tekist að
minnka muninn úr 6-1 í 6 gegn 5.
Það sem eftir var fyrri hálfleiks
var leikurinn í jafnvægi og í hálf-
leik var staðan 12 gegn 9 fyrir
Gróttu. í byrjun síðari hálfleiks
komst Grótta í fjögurra marka
mun en smám saman söxuðu
Þórsarar á forskotið og á 22. mín.
jafnaði Guðjón 16 gegn 16.
Þá fékk Grótta víti og komst í
17, en Sigtryggur jafnaði með
hörkuskoti 17-17. Þá skoraði
Grótta, en Þórsarar fengu víti. Þá
lét Sigtryggur sem annars hafði
sýnt mikið öryggi í vítarköstum,
ver]"a skot sitt og þá tókst Gróttu
að komast í 19 gegn 17. Þá
minnkaði Árni Gunnars muninn
í 18 gegn 19, og skömmu síðar
jafnar Sigtryggur 19 gegn 19.
Grótta gerði næsta mark en á 29.
mín. jafnaði Gunnar Gunn. er
hann vippaði laglega yfir mark-
manninn. Þegar rúm mín. var til
Ieiksloka höfðu Þórsarar boltann
og áttu þá góða möguleika á að
tryggja sér sigurinn. Þá kom fyrir
umdeild atvik þar sem Þórsarar
voru ekki sammála dómaranum
Birgi Björnssyni. Sigtryggur skaut
hörkuskoti, í þverslána og niður
og taldi Birgir að boltinn hefði
ekki farið innfyrir marklínu áður
en hann boppaði út í teiginn,
enda var Birgir í góðri aðstöðu til
að sjá það.
Okkur sem sátum í blaða-
mannastúkunni sýndist hins veg-
ar boltinn fara ca. 20 cm. inn fyrir
línu, og ef svo hefði verið, hefði
markið átt að vera gilt.
Að sjálfsögðu er það dómur
dómarans sem ræður í þessu eins
og öðru, en dómarar leiksins áður
nefndur Birgir Björnsson og Jón
Hensley dæmdu annars ágætlega.
Jafntefli urðu því úrslit leiksins
og ef Grótta er eitt af bestu liðum
í þriðju deildinni á Reykjavíkur-
svæðinu eiga Þórsarar ekki að
vera í vandræðum með að sigra í
deildinni. Sérstaklega þegar Árni
Stefánsson og Ragnar Þorvalds-
son verða komnir í slaginn. Sig-
tryggur var markhæstur Þórsara
með 10 mörk (sjö úr víti) Árni
Gunnarsson gerði 4, Rúnar og
Gunnar 2. og Sigurður Pálsson og
Guðjón eitt hver. Árni Gunnars-
son var bestur Þórsara í leiknum.
Einn lelkmenna Þórs i góðu færi á linunni. Ljósm.vnd: K.G.A.
Gróttusigur gegn
Dalvíkingunum
Á laugardaginn léku í íþrótta-
skemmunni Grótta og Dalvík-
ingar, en íþróttaskemman
verður í vetur heimavöllur
Dalvíkinga. Leikur þessi var
ekkert auglýstur hér á Akur-
eyri, en áhorfendur frá Dalvík
voru mættir og hvöttu þeir
menn sína óspart. Leikurinn
var jafn allan tímann, en
Grótta var sterkari á enda-
sprettinum og sigruðu þeir
með 28 mörkum gegn 25.
Dalvíkingar tóku forustuna'
strax á fyrstu min. og þegar fyrri
hálfleikur var hálfnaður var stað-
an orðin 7 gegn 4 þeim í hag.
Á 24 mín. náði Grótta að jafna
10 gegn 10 og það sem eftir var
hálfleiksins var allt i járnum og
þegar hann var flautaður af var
staðan 16 gegn 15 Gróttu í hag. (
síðari hálfleik héldu Gróttumenn
forustu allan tímann en þeir náðu
aldrei að hrista af sér Dalvíking-
ana og í lokin skildu þrjú mörk
liðin eins og áður segir. Dalvik-
ingar geta vel við unað í þessum
fyrsta leik sínum á þessu keppn-
Æfingar eru nú að hefjast hjá
Blakdeild KA og í kvöld þriðju-
dag kl. 21.00 hefjast æfingar í
kvennaflokki. Æfingarnar verða í
vetur á þriðjudögum kl. 21.00 til
kl. 22.00 og á fimmtudögum frá
istimabili, en töluvert má betur
fara ef þeir ætla að verða í topp-
baráttu í deildinni. Vonandi
verða þeir búnir að eignast betri
búninga i næsta leik, en þeir voru
vægast sagt mjög sundurleitir í
þessum leik. Bara það eitt að vera
allir í eins búningum eykur og
styrkir samstöðu leikmanna.
kl. 19.00 til kl. 21.00 og verða i
íþróttahúsinu í Glerárhverfi.
Þær stúlkur sem hafa áhuga á
að vera með mæti þá á æfingarn-
ar.
BLAK HJÁ KA
4 - DAGUR ■ 6. október 1981
6. október 1981 - DAGUR - 5