Dagur - 08.10.1981, Blaðsíða 5
ssæwfs*:., t ■ HHHHV
ónsdóttur sem var farin til kennslu á Bifröst.
„Ljómandi
gott
námskeið“
— segir Auðbjörg
Eggertsdóttir frá
Ólafsfirði
Auðbjörg Eggertsdóttir, sem
starfar hjá útibúi Kaupféiags
1 Eyfirðinga á Ólafsfirði, var ein
þeirra sem sóttu námskeiðið á
Akureyri, en hún hefur unnið
við verslunarstörf í nokkurn
tíma.
„Mér finnst þetta ljómandi
gott námskeið og held að ég hafi
mikið gagn af því að sækja það“
sagði Auðbjörg. „Sumt af náms-
efninu er hálfgerð upprifjun fyrir
mig því ég hef Samvinnuskóla-
próf, en ég tel að þetta eigi tví-
mælalaust rétt á sér.“
„Það er ýmislegt sem tekið
hefur verið fyrir á þessu nám-
skeiði sem kemur manni vel, t.d.
samskipti við viðskiptavini og
hvernig bregðast skal við ýmsum
hlutum, sem upp kunna að koma.
Og svo auðvitað margt fleira.“
- Kauphækkun kemur í kjöl-
far námskeiðsins. Varla er það til
þess að spilla ánægjunni?
„Nei, ekki veitir af að fá
kauphækkun því þessi störf eru
yfirleitt illa borguð. Við erum
sennilega einna verst settar í mat-
vörudeildunum, erum á lægra
kaupi en fólkið í vefnaðarvöru-
deildinni til dæmis. Ég get nefnt
1 dæmi um það frá Ólafsfirði þar
sem munar einum launaflokki á
stúlku í matvörudeild og annarri
í vefnaðarvörudeild, þó þær hafi
starfað jafn lengi. Mér finnst
þetta óréttlátt því vinnan í mat-
vörudeild er á margan hátt erf-
iðari.“
Auðbjörg Eggertsdóttir.
Til vígslu hins nýja knattspyrnuvallar KA, var m.a. boðið öllum þeim er að gerð hans unnu, og var gestum boðið upp á glæsilega tertu (sem sjá má hálfétna i for -
grunni), kaffi og gosdrykki, og var öllu gerð góð skil — að visu tókst ekki að Ijúka við hina miklu tertu og var vistfólki á Sólborg gefinn afgangurinn. (Mynd: KGA).
Umsjón: Ólafur Ásgeirsson
Kristján Arngrímsson
AFANGASIGRI FAGNAÐ
Á „UPPSKERUHÁTÍГ
Knattspyrnudeild KA héit
heilmikla hátíð um síðustu
helgi þar sem fagnað var
áfangasigri í uppbyggingu
íþróttasvæðis félagsins, og
eins var komið sarnan tii þess
að gleðjast yfir góðum árangri
knattspyrnumanna félagsins í
sumar.
KA-hátiðin var tvískipt. Á
laugardagseftirmiðdag var op-
ið hús í Lundarskóla þar sem
KA-menn á aldrinum 6-60 ára
komu saman og skemmtu sér á
ýmsan hátt. Veglegar veitingar
voru á boðstólum, en flestar
féllu í skugga heilmikillar KA-
tertu sem var um tveir fer-
metrar af stærð. Um 200
manns sem komu í Lundar-
skóla átu sig þar upp eftir
köntunum af fimleik miklum
en ekki tókst að „hesthúsa“
tertuna alla og koma það í hlut
íbúa á Sólborg að „draga
KA-félagana að landi.“
— Um kvöldið komu eldri
félagar saman í Sjálfstæðis-
húsinu. Þar var ekki síður
fagnað, og fæturnir sem í
sumar báru leikmenn á eftir
boltanum og stuðningsmenn
þeirra á völlinn, stigu léttan
dans frameftir nóttu.
Á laugardaginn klukkan 15.30
verður leikið í 1. deild í hand-
bolta í Skemmunni. Þetta er
fyrsti leikurinn um árabil í
þessari deild hér á Akureyri, ef
stúlkur eru undanskildar.
Það er nýliðinn í deildinni KA
og Valur sem leiða saman hesta
sína. Valsarar eru af sérfræðing-
um taldir vera með eitt sterkasta
Greinargerð frá Vall-
arnefnd KA um KA-
svæðið
Vinna hófst á heildarsvæðinu
1975 og var malarvöllurinn tek-
inn í notkun 1977.
Byrjað var á grasvelli 1977 og
iauk jarðvegsvinnu seint í júlí í
sumar. Sjálfboðaliðar höfðu þá
unnið um 5000 stundir, stundir,
þar af um 700 í sumar.
í lok júlí hófst þökulagningin
en tæplega 18000 ferm. af þökum
var ekið hingað handan yfir
fjörðinn. Heildarfjöldi fermetra
grasssvæðis er liðlega 16000 og er
þá kantur á milli vallanna og
vestan malarvallar meðtalinn.
Vinnustundafjöldi sjálfboðaliða í
þessum síðasta áfanga var um
2300 stundir, en heildarfjöldi
sjálfboðaliða á skrá félagsins er
200 manns og eru þá allir taldir
frá 6 ára til sextugs. Þegar mest
var voru samtímis 60 manns við
lagninguna. Þeir duglegustu í
hópi sjálfboðaliða eru með
200-250 vinnustundir að baki.
Þakningu lauk um 20. sept-
ember s.l. en aðalhrinan stóð til
20. ágúst. Búið er að slá aðalleik-
vanginn tvisvar og sýnist þar allt á
réttri leið í ræktun.
Heildarkostnaður við grasvöll-
inn er nú orðinn um 1100 þúsund
nýkrónur framreiknaðar, en sjálf-
lið deildarinnar og má það rétt
vera. Samkvæmt heimildum
íþróttasíðunnar eru Valsarar sig-
urvissir, telja að þeir muni ekki
hafa mikið fyrir því að leggja KA.
En þeir í KA ætla sér líka stóran
hlut — nefnilega að sigra Val.
Áhorfendur eru hvattir til að
koma á leikinn — áhorfendapláss
er takmarkað og hvatningahróp
hafa mikið að segja.
boðaliðsvinna sumarsins er metin
á 100 þúsund krónur.
Starfsmenn við völlinn hafa
verið örlygur ívarsson sumarið
1980 og nú í sumar Haukur
Torfason.
Það sem framundan er fyrir
veturinn er að setja upp varan-
lega girðingu vestan við vellina.
Hún á að vera 2ja metra há og um
225 metrar að lengd. Er þetta
fyrsti áfangi af um 900 metra
girðingu, en að girða svæðið er
mjög brýnt verkefni, þar sem því
miður alltof margir ganga eða
hjóla yfir vellina í tíma og ótíma.
Næstu áfangar á vallarsvæðinu
eru þessir:
1. Ganga frá áhorfendastæðum
o.fl. norðan við grasvöll.
2. Girða allt svæðið.
3. Nýr grasvöllur og önnur æf-
ingasvæði fyrir knattspyrnu,
handbolta o.fl. útiíþróttir á suð-
austurhluta vallarsvæðisins.
Vallarnefnd vill þakka allt hið
óeigingjarna starf sem lagt hefur
verið fram af sjálfboðaliðum,
ásamt ríflegum fjárstuðningi
ýmissa einstaklinga yngri og eldri
og sérstaka rausn Bílaleigu Akur-
Æfingar hjá handknattleiksdeild
Þórs í vetur verða sem hér segir:
6. flokkur:
Sunnudaga 10.30-12.45 - mið-
vikudaga 18-19 (Glerárskóli).
5. flokkur:
Sunnudaga 10.30-11.30 -
fimmtudaga kl. 16-17 (Glerár-
skóli).
4. flokkur:
Sunnudagakl. 16-17-þriðjudaga
17.40-18.30 (Glerárskóli).
3. flokkur:
Föstudaga kl. 17-18-laugardaga
kl. 13.30-14.30 í Glerárskóla og
eyrar af þessu tilefni, en sem
kunnugt er hafa þeir Ágústssynir
verið burðarásar KA jafnt innan
vallar sem utan.
KA sendi dreifibréf í hverfin í
kringum KA-svæðið í júlí í sum-
ar, sem lauk með þessum orðum:
„Samstillt átak hugsandi for-
eldra mun gera þennan áfanga í
aðbúnaði fyrir börnin okkar
eftirminnilegan, þar sem margar
hendur vinna létt verk. Við skul-
um síðan hittast margt eitt kvöld-
ið á komandi árum, ýmist þátt-
takendur eða áhorfendur að
frískum leik á grænu sléttunni.
reitnum sem við ræktuðum sjálf
síðsumars 1981.“
Þetta hefur tekist og fyrir það
þökkumvið. Val,arnefndKA
Stefán Gunnlaugsson
Gunnar Jóhannesson
Hermann Sigtryggsson.
KA - handbolti
Æfingar yngri flokka í handbolta
hjá K.A. hefjast í íþrótta-
skemmunni n.k. mánudag. Æf-
ingatímar verða nánar auglýstir í
skólum og víðar. KA, Hand-
knattleiksdeild.
þriðjudaga kl. 22-23 í Skemm-
unni.
2. fl. og mfl. karla:
Þriðjudaga kl. 20.30-22 - mið-
vikudaga kl. 22-23 og fimmtu-
daga kl. 19.30-21 í íþrótta-
skemmunni.
3. fl. kvenna:
Sunnudaga kl. 9.30-10.30 og
þriðjudaga kl. 16.50-17.40 í Gler-
árskóla.
2. fl. og mfl. kvenna:
Þriðjudaga kl. 18.30-19.30 og
miðvikudaga kl. 21-22 í Glerár-
skóla og fimmtudaga kl. 18.30-
19.30 íSkemmunni.
Islandsmótið I. deild
HANDBOLTI HJÁ ÞÓR
8. október 1981 - DAGUR - 5