Dagur - 08.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 08.10.1981, Blaðsíða 8
ERFIÐLEIKAR í SAMGÖNGUM NORDANLANDS fyrrahaust var afgreiðslutími símastöðvarinnar á Dalvík styttur. Um svipað leiti var símasjálfsali settur upp utan dyra, en hann þjónaði ekki lengi. Hjalpaðist allt að: Tæki klefans voru e.t.v. ekki nógu góð, umgengni var slæm og hinn dalvíski vetur var varla tekinn með í reikninginn. Síminn hefur verið ónothæfur síðan í fyrra, en nú á að gera þar bragarbót á og innan tíðar á að vera hægt að hringja úr kiefanum hvert á land sem er. Arsæll Magnússon, umdæmis- stjóri, sagði að búið væri að gera umbætur á hurðarbúnaði klefans og einnig væri búið að steypa stétt við hann. Myndin af klefanum var tekin fyrir tilkomu stéttarinnar. „Það er rétt að drátturinn er orð- inn óeðlilega langur, en nú er málið sem sagt komið í heila höfn og ég vona að þessi sjálfsali eigi eftir að þjóna Dalvíkingum vel. Þeir verða líka að aðstoða okkur og það er eindregin ósk frá mér til Dalvík- inga að fara vel með tækin sem eru mjög dýr,“ sagði Ársæll. Vetur konungur er genginn í garð á Norðurlandi. Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanförnu, og hafa þeir ekki hvað síst orðið varir við það sem hafa hugsað sér að ferðast flug- leiðis eða á landi. Vélar Flugleiða komust ekki neina áætlunarferð frá Reykjavík til Akureyrar frá sunnudagsmorgni og þar til síðdegis í gærog biðu um 140 manns eftir því að gæfi til flugs suður. í Reykjavík beið álíka stór hópur eftir flugi til Akureyrar. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að flogið hefði verið til Sauðárkróks á þriðjudag, og til Húsavíkur s.l. mánudag. Landleiðin frá Akureyri til Bæjarstjórn ákvað á fundi s.l. þriðjudag að opna innkeyrsluna að bensínstöð Hölds við Tryggva- braut. Síðar er ætlunin að breyta innkeyrslunni og gera hana þannig úr garði að erfitt verði fyrir öku- menn að aka út á Tryggvabrautina þessa leið. Breytingin verður gerð á Lionsklúbbur Akureyrar gengst n.k. sunnudag fyrir fjöl- skylduhátíð í Sjálfstæðis- húsinu, og verður spilað bingó, auk þess sem fjölmörg skemmti- atriði verða á boðstólum. Húsið verður opnað kl. 14, en skemmtunin hefst hálftíma síðar. Bingóvinningarnir eru sérlega glæsilegir og má nefna myndsegul- bandstæki, litasjónvarp, 10 gíra Reykjavíkur hefur verið fær stór- um bílum til þessa, en á þriðjudag varð öxnadalsheiðin ófær fólksbíl- um. Hún var rudd í gær. Þá varð Ólafsfjarðarmúlinn einnig ófær á þriðjudag en var opnaður í gær. Vaðlaheiðin er lokuð og sömuleiðis Fljótsheiðin en sæmilegt færi að sögn þar fyrir austan. Starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri sem DAGUR ræddi við, sagði að þessi ófærð á vegum að undanförnu væri mun fyrr á ferð- inni en undanfarin ár. Óhætt mun að taka undir orð hans, enda hefur veturinn hafið innreið sína á Norðurlandi fyrr en menn eiga að venjast og ollið miklum skaða. Nægir að minna á að í Eyjafirði eiga kartöflubændur um 500 tonn af kartöflum undir snjó. kostnað Hölds. Að þessu sinni a.m.k. verður ekki frekar átt við kantsteininn við Tryggvabraut, en eins og kunnugt er vilja verslunar- eigendur neðar við götuna að skipulaginu verði breytt þannig að bifreiðar megi stöðva norðan við verslanirnar. reiðhjól og flugferðir fyrir tvo til Reykjavíkur og til baka. Háðfuglinn Jörundur stjórnar bingóinu og skemmtir einnig gest- um. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna tískusýningu, atriði frá Dansskóla Sigvalda og leik hljóm- sveitar Karls Jónatanssonar. Kaffi- veitingar verða gegn vægu gjaldi. Hér er á ferðinni tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna, en öllum ágóða af skemmtuninni verður varið til líknarmála. KANTURINN ER FARINN Lionsklúbbur Akureyrar: Fjölskyldubingó og skemmtiatrídi VERKALYÐSFELAGIÐ EINING Undirbýr samningagerð Verkalýðsfélagið Eining hélt almennan félagsfund fyrir helgi. Á fundinn mættu 60 til 70 manns. Þar voru gerðar ýmsar samþykktir, þar á meðal um hvaða atriði beri að leggja aðaláherslu á í komandi samningagerð. Fundurinn samþykkti að bæta yrði kjör þeirra lægst launuðu, draga úr of löngum vinnutíma fólks og tryggja umsaminn kaupmátt launa. f öðru lagi að það væri ófrávíkjanleg krafa að nýir samningar taki gildi 1. nóv. Aðeins þannig væri unnt að koma í veg fyrir að samningar dragist á langinn og launafólk tapi um- talsverðum fjárhæðum á drætti samninga. í þriðja lagi væri nauðsynlegt að knýja á um nokkrar félagslegar réttarbætur fyrir vinnandi fólk. Félagið legg- ur auk þess fram sérkröfur á hendur einstökum atvinnurek- endum og innan einstakra starfs- greina. Loks fer félagið fram á að tekið verði tillit til samninga við Járnblendifélagið, íslenska ál- félagið og fleiri fyrirtæki í kom- andi samningagerð og almennir samningar færðir til samræmis við þá að sem mestu leyti. Fundurinn gerði ályktun þess efnis að samþykkt væri að mæla með samfloti félaga innan Verkamannasambands fslands og annarra þeirra félaga, sem sömu hagsmuna hafa að gæta varðandi kröfugerð er lítur að at- vinnurekstrinum i landinu. Jafn- framt samþykkti fundurinn að allar þær kröfur, sem snúa að ríkisvaldi verði á vegum A.S.Í. og lögð var áhersla á að styrkur samtakanna fælist í samtaka- mættinum. Kuldarnir aö undanförnu hafa sett sitt mark á blóm i görðum — og fólk klæðist kuldaskóm. Mynd: á.þ. a % Lítill áhugi eða hvað? Það kemur fram í frétt á þessari síðu að 60 til 70 manns hafi mætt á félagsfund Einingar, sem haldinn var fyrir helgi. Á þessum fundi voru teknar ákvarðanir um stefnuna í kom- andi samningaviðræðum svo Ijóst má vera að fundurinn skipti hreint ekki litlu fyrir hinn almenna félagsmann Einingar. Félagsmenn Verkaiýðsfélags- ins Einingar skipta þúsundum og samkvæmt upplýsingum þeim sem smátt og stórt hefur aflað sér er það algengt að nokkrar hræður mæti á mlkil- væga fundi. Forysta Einingar er eflaust hæf og kann vel tll verka, en það myndi vart saka þó hinn almenni félagsmaður sýndl starfi félagsins meiri áhuga, og fylgdlst betur með starfi stjórnarinnar, „væri virk- ur“ eins og það heitir á nútímamáli. Stjórnir félaga, hvaða nafni svo sem þau nefn- ast, hafa gott af heilbrigðri gagnrýni, en hana er ekki hægt að setja fram nema hafa hug- mynd um hvað er að gerast í félaginu. # Erfittað halda uppi starfsemi En það er ekki bara í Einingu sem gengur llla að fá fólk á fundi. Eflaust á mikið vinnu- álag sinn þátt í þvf að fólk kemur ekkl, en hrein og klár E7 leti á sjálfsagt sinn þátt í því. Glöggur maður stakk eitt sinn upp á því að skemmtikraftar á borð við Ómar væru a.m.k. fengnir á aðalfundi í hinum ýmsu félögum þvf þá væri máski hægt að „trekkja". # Reynsla ísfirðinga j blaðinu ísfirðingur, sem gefið er út f Vestfjarðakjördæmi, segir frá þvf að um þessar mundir sé 10 ár liðin frá sam- einingu Eyrarhrepps og (sa- fjarðar. Ekki gekk þessi samefning átakalaust fyrir sig á sínum tíma, en fróðlegt er að sjá hvað blaðið segir um þann tfma sem liðin er: „Á þessum 10 árum hefur ísafjörður vaxið og dafnað meir en í annan tíma og reyndar má segja að bærinn hafi tekið algjörum stakka- skiptum á þessu tímabili... — Síðar segir: Samstarf á ýmsum sviðum hefur orðið íbúum hins nýja kaupstaðar til mikils hag- ræðis og má til dæmis nefna skólamál, félagsmál, heil- brigðis og hreinlætfsmál og samgöngumál að ógleymdum atvinnumálunum. Samelning ísafjarðar og Eyrarhrepps get- ur orðlð öðrum sveitarfélögum á íslandi leiðarljós, að þvf marki að ná fram hagræðingu og samheldni íbúa samliggj- andi byggðarlaga. Slík sam- einlng getur, þegar fram í sækir minnkað skattbyrði íbú- anna og eytt tortryggni og hrepparíg.11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.