Dagur - 15.10.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
64. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 15. október 1981
80. tölublað
Hross ganga úti í Flatey allan ársins hring:
„Algjört lögbrot“
„Það er einn ákveðinn aðili sem
er með skepnuhald í Flatey á
Skjálfanda allt árið um kring
þrátt fyrir að þar sé ekkert búið,
og þetta er skýlaust brot á lög-
um“ sagði Jórunn Sörensen
formaður Dýraverndunarsam-
bands íslands í sarntali við
DAG, vegna þess að það hefur
viðgengist undanfarin ár að
hross hafa verið höfð í eyjunni
allt árið án þess að þeim hafi
verið sinnt nægilega eða nokk-
urt afdrep sé fyrir þau þar.
„Þess eru dæmi að folöld hafi
komið í heiminn beint á klaka-
bunka þarna úti, en í eyjunni munu
vera á milli 30 og 40 hross“ sagði
Jórunn. „Allir hugsandi menn
hljóta að líða fyrir þetta athæfi því
það er eins vitlaust og fáránlegt og
hægt er, áð láta manninn komast
upp með þetta. En svona gengur
þetta á meðan almenningur lætur
þessa ósvinnu viðgangast. Þarna
eru hrossin höfð varnarlaus gegn
veðri og vindum allt árið um kring
úti á víðavangi og það er hrein
móðgun við almenning og þá sem
sinna sínum skepnum af kostgæfni
að menn geti leyft sér skepnuhald á
þennann hátt án þess að kosta
nokkru til.“
— Jórunn sagði að þetta mál
hefði tekið óhemju tíma hjá dýra-
verndunarfólki, en ekki hefði tekist
að fá það leiðrétt enn sem komið
væri. Þó hefðu Landbúnaðarráðu-
neytið og Búnaðarfélag íslands
tekið málið fyrir og lýst því yfir að
þetta væri algjört lögbrot. Það
stæði því á viðkomandi yfirvöldum
að sjá til þess að lögum væri fram-
fylgt og þessi „búskapur" væri
stöðvaður hið fyrsta.
„Það er enginn fótur fyrir þessu,
það hefur ekki verið talað við
mig eitt einasta orð út af þessu.
Það er ekki nokkur fótur fyrir
þessu, það hafa engar orðræður
verið eða nokkurn tima verið
minnst á neitt við mig um þetta
mál. Þetta er algjörlega upp-
finning blaðsins, ég veit ekkert
hvaðan þetta kemur.“
Þetta sagði Jón G. Sólnes er
DAGUR ræddi við hann og bar
undir hann frétt Vísis þess efnis að
S-listamenn hefðu boðið öðrum
sjálfstæðismönnum í Norðurlands-
kjördæmi eystra samvinnu um val
á fulltrúum á landsfund flokksins
sem stendur fyrir dyrum.
Reglur um val fulltrúa eru á
þann veg að fyrir hver 100 atkvæði í
síðustu kosningum komi einn full-
trúi á fundinn, og hefðu sjálfstæð-
ismenn í kjördæminu fengið 9 full-
trúum meira ef S-listamenn hefðu
verið hafðir með. Því var hafnað að
sögn Vísis, en Jón segir slíkt ekki
hafa verið rætt.
Störáfallalaus
akstur S.V.A.
Akstur strætisvagnanna á Akur-
eyri hefur gengið án stóróhappa,
þrátt fyrir erfiða færð. Eina
óhappið sem orðið hefur var
þegar vagn rann niður Kaup-
vangsgilið og hafnaði í snjó-
ruðningi, en skemmdist óveru-
lega. Hins vegar hafa orðið
nokkrar tafir á áætlun.
Að sögn Halldórs Halldórssonar.
ökumanns hjá SVA, hefur orðið að
bæta við þriðja vagninum eftir
hádegið til að bjarga málunum.
Mjög mikil fjölgun farþega hefur
orðið þessa ófærðardaga og hafa
bílarnir verið fullir á mestu anna-
tímunum síðdegis.
Nú er spáð sunnanvindum og aftur verður hægt að fara að hengja úr þvott. Myndin
var tekin áður en hretið hófst. Mynd: á.þ.
Snjó
áHai
mokstur
óhemju dýr
„Reikna má með að kostnaður-
inn við snjóruðning sé um 50
þúsund krónur á dag, miðað við
10 tíma vinnu. Því lætur nærri að
við séum búnir að moka snjó
fyrir nálægt 400 þúsund krónur
þessa haustdaga, en á fyrri hluta
þessa árs fóru um 980 þúsund
krónur í snjóruðning. Samtals
hefur þvi snjóruðningur á þessu
ári kostað það sem af er um
1380 þúsund eða 138 milljónir
gkr, en áætlun fyrir árið hljóðaði
upp á 650 þúsund krónur,“ sagði
Hilmar Gíslason, yfirverkstjóri
hjá Akureyrarbæ í viðtali við
Dag.
Hilmar sagði að bærinn hefði nú
15 tæki til snjómoksturs, 3 jarðýtur.
3 veghefla, 3 vélskóflur, 2 traktora
og 4 bíla. Hann sagði að þeir hafi
haldið að sér höndum við snjó-
mokstur í lengstu lög, en nú væri
búið að ryðja í sjö daga. Eins og
áður kom fram kostar meðaldagur
við snjóruðning uni 50 þúsund
krónur, en kostnaður getur orðið
allt að tvöfaldur.
Eins og tölurnar hér að ofan gefa
til kynna er kostnaður við snjó-
(Framhald á bls. 6).
„EKKERT
TALAÐ
VIO MIG“
„Þarf nánari könnunar viö“
— segir Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður Samtaka sykursjúkra um að
saltpétur í hangikjöti geti orsakað sykursýki
Er skýringin á því að í Eyja-
firði eru þrisvar sinnum fleiri
sykursýkissjúkiingar en ann-
ars staðar á landinu fólgin í
því, að Akureyringar og ná-
grannar hafi hér á árum áður
borðað meira af hangikjöti en
aðrir landsmenn? Þessari
spurningu er varpað hér
fram, vegna þess að í breska
læknablaðinu The Lancet
birtist nýlega grein, þar sem
fjallað er um rannsóknir Þóris
Helgasonar, yfirlæknis á
göngudeild sykursjúkra á
Landsspítalanum, en þar
kemur fram að efni í reyktu
lambakjöti geti framkallað
sykursýki á hæsta stigi og í
greininni kemur einnig fram,
að á Akureyri sé mest borðað
af hangikjöti.
í greininni segir að saltpétur
sem notaður sé við hangikjöts-
verkun geti breyst í eins konar
eiturefni, sem skaði starfsemi
briskirtilsins og afleiðingarnar
geti orðið sykursýki á hæsta stigi.
Þess er getið að svo virðist sem
veirusýkingar auki líkurnar á
sykursýki og að sjúkdómurinn
komi niður á afkvæmum, en ekki
neytanda.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
heyri að hangikjöt sé borðað í
meira mæli á Eyjafjarðarsvæðinu
en annars staðar á landinu og
ekki veit ég til þess að foreldrar
mínir hafi neytt meira hangikjöts
en almennt gerðist," sagði Gunn-
laugur P. Kristinsson, formaður
Samtaka sykursjúkra á Akureyri
og í nágrenni í viðtali við Dag.
„Ég þarf að fá nánari vitneskju
um þessar rannsóknir áður en ég
get nokkuð um þetta sagt að ráði.
Hins vegar finnst mér þetta mjög
athyglisvert og hef ekki heyrt um
þennan möguleika fyrr. Þetta
kemur mér á óvart og ég er nú
ekki tilbúinn að kyngja þessu
svona umyrðalaust. Þetta er á
hinn bóginn vert fyllstu athygli og
þyrfti að kanna, jafnvel meðal
félaga í okkar samtökum.
Saltpétur í hangikjöti, eins og
það var verkað fram undir 1970,
gæti verið orsakavaldur þess að
sjúkdómurinn verði virkur. Salt-
pétur mun hins vegar ekki lengur
notaður við verkun hangikjöts.
Þá má geta þess, að saltpétur hef-
ur einnig verið notaður við verk-
un saltkjöts og saltsíldar,“ sagði
Gunnlaugur P. Kristinsson að
lokum.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRiFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180