Dagur - 15.10.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1981, Blaðsíða 2
Tónlistarfélag Akureyrar: Vetrarstarf ákveðið Aðalfundur Tónlistarfélags Akureyrar var haidinn 13. októ- ber. Samþykkt var tónleikahald vetrarins, þ.e. fimm áskriftar- tónleikar, einnig aukatónleikar og kynningartónleikar með nýstárlegu sniði. Áskriftartónleikarnir verða sem hér segir: 7. nóvember leikur flautu- og strengjakvartett verk eftir Mozart, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson, strengjakvartett- inn kemur frá Reykjavík en Jonat- han Bager flautuleikari og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri leikur með. 16. janúar koma söngvararnir Sigríður Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughan ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og flytja fjölbreytta söngskrá. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari koma 20. febrúar, og flytja tónlist eftir Viv- aldi, Beethoven, Schubert og Henze, einnig leika þeir nokkur hugþekk lög til viðbótar. Anna Málfríður Sigurðardóttir píanó- leikari og fyrrum kennari við Tón- listarskólann á Akureyri hefur vakið athygli víða fyrir ágætan píanóleik, og því fá áheyrendur að kynnast á fjórðu áskriftartónleik- unum þ. 20. mars. Áskriftartón- leikunum lýkur síðan með tónleik- — Snjómokstur ... (Framhald af bls. 1). mokstur nú þegar orðinn rúmlega tvöfaldur á við áætlun, þó októ- bermánuður sé enn aðeins hálfn- aður. Á síðasta ári hljóðaði kostn- aðaráætjun upp á 450 þúsund en varð 520 þúsund krónur. Þar af var mokað fyrir 170 þúsund fyrri hluta ársins og 350 þúsund seinni hlut- ann. Ef hlutfallið verður svipað í ár má búast við að snjómokstur á þessu ári kosti um 3 milljónir, eða 300 milljónir gkr. Hlutfallið hefur snúist við síð- ustu ár, því í venjulegu árferði fara 2/3 hlutar kostnaðarins á fyrri hluta árs en Vi hluti seinni hluta ársins. Tveimur um- ferðum lokið í Thule-keppni B.A. Nú stendur yfir hjá Bridgefélagi Akureyrar Thule-tvimenningur. Lokið er við að spila tvær umferðir. Spilað er í þremur riðlum, sem er góð þátttaka. Röð efstu manna eftir tvær um- ferðir er þessi: Stig 1. Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 259 2. Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 258 3. Alfreð Pálsson — Angantýr Jóhannsson 254 4. Arnald Reykdal — Gylfi Pálsson 251 5. Bjarni Jónasson — Halldór Gestsson 246 6. Soffía Guðmundsdóttir — Ævar Karlesson 242 7. örn Einarsson — Jón Sæmundsson 241 8. Júlíus Thorarensen — Sveinn Sigurgeirsson 240. Þriðja og síðasta umferð verður spiluð n.k. þriðjudagskvöld að Félagsborg kl. 8. Keppnisstjóri félagsins er eins og undanfarin ár Albert Sigurðsson. um stórrar strengjasveitar þann 17. apríl, verður nánar greint frá því síðar. Félagið vinnur að undirbúningi ásamt fleiri aðilum að tónleikum Kristjáns Jóhannssonar tenórs og Dorriett Kavanne sópran, ásamt Ólafi Vigni Albertssyni, píanóleik- ara, og er ætlunin að halda þá tón- leika í íþróttaskemmunni laugar- daginn 14. nóv., áskriftarfélagar Tónlistarfélagsins fá góðan afslátt á aðgöngumiðum með framvísun áskriftarkorts. I samvinnu við Menntaskólann og Tónlistarskól- ann er fyrirhugað að þekktur er- lendur jassleikari Paul Weeden haldi námskeið, kynningar og tón- leika með heimamönnum síðar á vetrinum og einnig er ætlunin að Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Camilla Söderberg blokkflautu- leikari, Kristján Stephensen óbó- leikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir -gömbuleikari verði með kynningar og tónleika á vegum sömu aðila í febrúar. Sala áskriftarmiða ernú hafin og annast bæði einstaklingar söluna og bókabúðin Huld, áskrifendur verða sjálfkrafa félagar í tónlistar- félagi Akureyrar, en á sl. vetri voru 180 manns í félaginu. STÓLALYFTAN OPNUÐ Ákveðið hefur verið að opna stóla-_opnað svo snemma vetrar. Hann lyftuna í Hlíðarfjalii um helgina, I sagði að snjór væri þokkalega góð- laugardag og sunnudag milli kl. 10 ur og ágætt skíðafæri. og 16, ef veður leyfir. Ef hlánar mikið eða stórhríð Að sögn fvars Sigmundssonar herjar getur að sjálfsögðu ekki hefur skíðalandið aldrei fyrr verið orðið af þessu. NY ÞJÓNUSTA Innan skamms tekur til starfa á vegum Akureyrardeildar Rauða krossins ný þjónusta fyrir að- standendur sjúkra gamalmenna, er dveljast í heimahúsum. Er í byrjun boðið upp á lán á sjúkra- rúmum með tilheyrandi búnaði, sem auðveldar aðhlynningu heima fyrir. Rauðakrossdeildin er nú að fá til landsins átta fullkomin sjúkrarúm af sömu gerð og notuð eru á sjúkrahúsum og verður það starfs- fólki heimahjúkrunar til mikils léttis að fá þá aðstöðu og mun ennfremur auðvelda mjög að- .standendum sjúkra gamalmenna, sem þurfa að annast þau að ein- hverju eða öllu leyti, en eins og kunnugt er af fréttum vegna „Systrasels-söfnunarinnar" ríkir algert neyðarástand í vistunarmál- um sjúkra gamalmenna. Rúm þessi eru keypt frá Dan- mörku og eru af sömu gerð og þau rúm, sem ætlunin er að kaupa til Systrasels, þegar hjúkrunardeild aldraðra verður þar komin upp. Námskeið fyrir söngáhugafolk Tónlistarskólinn á Akureyri gegnst fyrir tveimur grunn-nám- skeiðum fyrir söngáhugafólk. Hvort námskeið stendur yfir í 6 kvöld, kl. 20-22,30. Fyrra nám- skeiðið hefst þann 27. nóvember og síðan næstu 5 þriðjudags- kvöld á eftir. Kennd verða undirstöðuatriði i söng, nótnalestri, tónheyrn og einnig æfist fólk í að syngja í fleir- rödduðum söngvum. Námskeiðsgjald verður kr. 150, og þarf að greiðast á skrifstofu skólans milli kl. 13-17 virka daga, en innritun stendur yfir á sama tíma í næstu viku. Þátttaka tak- mörkuð við 15. Kennarar verða þau Þuríður Baldursdóttir og Robert Bezdek. Framsóknarfólk á Húsavík Framsóknarfélag Húsavíkurheldurfélagsfund þriðju- daginn 20. okt. í Garðar kl. 21.00. Fundarefni: 1. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, Egill Ol- geirsson, Jónína Hallgrímsdóttir og Aðalsteinn Jón- asson ásamt bæjarstjóra Bjarna Aðalgeirssyni hafa framsögu um bæjarmálin. 2. Viðhorfin [ landsmálum. 3. Önnurmál. Félagar vetrarstarfið er hafið af fullum krafti. Mætum því sem flest. Stjórnin. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður haldinn í Skákheimilinu Strandgötu 19b, sunnudaginn 18. október kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. □ RÚN 598110171,30 -3 I.O.O.F. 2 - 16210168'A Bingó! Fjölskyldubingó heldur N.L.F.A. í Alþýðuhúsinu föstu- daginn 16. okt. kl. 20.30. Góðir vinningar. Nefndin. Fimmtudaginn 22. þ.m. heldur Framsóknarfélag Akureyrar fund um atvinnumál. Frum- mælandi verður Tryggvi Gísla- son, bæjarfulltrúi. Fundarstað- ur verður auglýstur í næstu viku. Aðalfundur Akureyrardeildar SHA verður haldinn í Einingar- húsinu, Þingvallastræti 14, laugardaginn 17. október kl. 14.00. Þar mun stjórnin gera grein fyrir starfinu, lagðir verða fram reikningar félagsins og kjörin ný stjórn. Auk þess verða almennar umræður. Frá Geðvemdarfélagi Akureyr- ar. Mánudagsfundirnir hefjast 19. október á sama stað og undanfarna vetur kl. 8 s.d. Stjórnin. 0-73, G-59 og 1-30. Borgarbíó er að hefja sýningar á myndinni Geimstríð sem byggð er á sögu eftir Alan Dean Foster. Mikið lýsandi ský tekur að stefna til jarðar og þykir mönnum rétt að senda geimfar til að kanna hið ókunna. Nýja bíó sýnir kl. 9 í kvöld myndina Með dauðann á hælunum. Afar spennandi ný bandarísk kvikmynd tekin í skíðaparadís Colorado með aðstoð frægustu skíðaofurhuga Bandaríkjanna. Teppahreinsun og hreingern- ingar á íbúðum, stigahúsum, veit- ingahúsum og stofnunum. Pantið tímanlega fyrir jól. Pöntunum ekki veitt mót- taka eftir 15. desember. SÍMI 21719. Maðurinn minn og faðir okkar, GRÍMUR SIGURÐSSON frá Jökulsá á Flateyjardal, verður jarðsunginn föstudaginn 16. október kl. 13.30 í Akur- eyrarkirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. HuldaT ryggvadóttir og börn. Eiginmaður minn og faðir okkar JÓN ÓLAFSSON Grænugötu 2, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 17. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Fjórðungssjúkrahúsið áAkureyri. Jóhanna Valsteinsdóttir og synir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa okkar, JÓNS A. F. HJARTARSONAR Sólvöllum 19, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðlaug Bjarnadóttir, Hjördís Jónsdóttir, Jóhann Tryggvason, Hjörtur Jónsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir, Þorleifur Ananíasson, Pálína Jónsdóttir, Hjálmar Björnsson, Steinn Jónsson, Ásdfs Jónsdóttir, Birna Friðriksdóttir, Egill Jónsson og barnabörn. 6 - DAGUR - 15. október 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.