Dagur - 25.03.1982, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Guðjón Stefánsson fiskiðnaðarmaður:
Hringormar eru
vaxandi vandamál
Fegrun
bæjar
á Raufar-
höfn
Raufarhafnarhreppur hyggur á
stórátak í fegrun byggðarinnar í
sumar. Er áætlaö að verja til þess
„Hringormar í físki eru vaxandi
vandamál. Nú er svo komið að
þeir fínnast í flestum tegund-
um“, sagði Guðjón Stefánsson,
fískiðnaðarmaður hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa í samtali
við Dag ^stægan fyrjr þess-
ari aukningu er fyrst og fremst
sú að selum hefur fjölgað mjög
mikið undanfarin ár. Hring-
ormurinn lifír í selnum og berst
úr honum í fískinn.“
Guðjón sagði að mjög mikill
tími færi í að tína orminn úr fisk-
inum. „Ormar og bein eru stærstu
vandamálin í vinnslunni, en
hringormurinn er og verður erfið-
ur viðfangs,“ sagði Guðjón.
Talið er að á þessu ári verði
tíndar 130 milljónir hringorma úr
þorski í frystihúsum víða um
land. Það kom t.d. fram í Morg-
unblaðinu í síðustu viku að hring-
ormavandamálið hefði aukist
jafnt og þétt á síðustu árum og er
talið samhengi milli þess og 2-5%
stækkunar selastofnsins við land-
ið á ári hverju, en selurinn er lok-
ahýsill fyrir hringorm. Beinn
launakostnaður við að tína hring-
orm úr fiski er vart undir 12 mill-
jónum króna, en margvíslegan
annan kostnað má rekja til hring-
ormsins.
Rætt hefur verið um að verð-
launa þá sem veiða sel, en nú er
erfitt að selja selskinn og því hafa
veiðar dregist mikið saman. Talið
er að selir við ísland éti fisk sem
jafngildir ársafla 7-8 skuttogara.
53.000 krónum í ár, í samvinnu
við áhugafólk. Einnig á að hanna
sorpbrennsluofn sem byggður
verður á næsta ári. Honum er ætl-
aður staður á norðanverðum Klif-
unum.
Lánar
bærinn
mal-
bikið?
„Við höfum farið þess á leit við
bæjarstjórn að hún þrýsti á
með að þessar malbikunar-
framkvæmdir fari fram í
sumar,“ sagði Gunnar Karls-
son formaður Ferðamálafélags
Akureyrar, er við ræddum við
hann, en Ferðamálafélagið
leggur á það áherslu að lokið
verði í sumar malbikunarfram-
kvæmdum á Akureyrarflug-
velli.
..Fjárveiting til þess að vinna
þetta verk hefur verið felld út af
fjárlögum þessa árs, og þeirri hug-
mynd hefur skotið upp kollinum
að Akureyrarbær láni það malbik
sem þarf til verksins, ef öruggt er
að það fáist greitt á næsta ári,“
sagði Gunnar.
Nauðsynlegt að hækka
laun bæjarfulltrúa
— hafa of lítinn tíma til að sinna málefnum bæjarins
— segir í ályktun bæjarstjórnar Dalvíkur
Hafa fulltrúar í Bæjarstjórn Dalvíkur of lítinn tíma til að sinna
störfum innan hennar? Það er a.m.k. álit Trausta Þorsteinssonar,
bæjarfulltrúa, en hann telur ástæðuna megi rekja m.a. til annarra
starfa. Fyrir skömmu lagði hann fram eftirtalandi ályktun:
Bæjarstjórn ályktar að endur-
skoða þurfi laun eða starfsfyrir-
komulag bæjarfulltrúa því aug-
Ijóst er að núverandi fyrirkomu-
lag uppfyllir engan veginn þær
kröfur sem gera þarf til þeirra.
Nauðsynlegt er að bæjarfulltrúar
geti gefið sér meiri tíma til að
sinna málefnum bæjarins og þeir
geti tekið á móti bæjarbúum á
augýstum viðtalstímum.
Til þess að svo megi verða er
nauðsynlegt að bæjarfulltrúarnir
njóti einhvers hluta af föstum
mánaðarlaunum og þeim jafn-
framt gert að skyldu að hafa fast-
an viðverutíma til að vinna að
málefnum bæjarins og mæta í við-
talstíma við bæjarbúa.
Má í þessu sambandi minna á
nýgerða samþykkt bæjarstjórnar
varðandi laun til formanna
nefnda, en vart er hægt að ætla að
störf bæjarfulltrúa séu minni.
Breytingar í þessa átt ættu einnig
að geta tryggt það að fólk þurfi
ekki að fráfælast að bjóða sig fram
til bæjarstjórnar sökum vinnu
sinnar.
í umræðum á eftir tóku þeir
Helgi Jónsson og Rafn Arn-
björnsson undir flest af því sem
þarna kom fram og sama gerðu
fleiri bæjarstjórnarmenn.
Nýr sjónvarpssendir
á Vaðlaheiði
í vor verður settur upp nýr
sjónvarpssendir á Vaölaheiði,
en sá sem fyrir er er orðinn 15
ára gamall og dýr í viðhaldi.
Þessi nýi sendir mun valda því
að öryggi í sendingum eykst og
myndgæði ætti einnig að batna.
Gamli sendirinn verður not-
aður sem varasendir.
Hörður Vilhjálmsson, fjár-
málastjóri útvarpsins, sagði í við-
tali við Dag, að sendirinn væri
kominn til landsins og að greiða
þyrfti 1.5 milljónir króna til að ná
honum út úr tolli. Sendirinn kost-
ar 2.8 milljónir króna, en þar af
nema aðfluttningsgjöld 1.5
milljón. Þau eru 35% tollur, 30%
vörugjald og tæplega 25% sölu-
gjald í tolli.
Eins og nærri lætur er endur-
nýjun dreifikerfis sjónvarps og út-
varps mjög dýr, ekki hvað síst
vegna þessara háu aðflutnings-
gjalda til ríkisins. Þess má geta,
að aðflutningsgjöld voru felld
niður af búnaði til sjálfvirkra síma
í sveitum og ekki þarf að greiða
öll þessi háu gjöld til búnaðar í
dreifikerfi rafveitna.