Dagur - 25.03.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL FERMINGAR- GJAFA GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 25. mars 1982 34. tölublað For blóð- ugur heim — saumaður daginn eftir Yfirleitt fer mjög gott orð af starfsfólki Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fyrir lipurð og gætni í garð sjúklinga. Eitt- hvað hefur vakthafandi læknir aðfararnótt sunnudagsins 14. mars þó verið illa fyrir kall- aður, því hann gerði ekki að blóðugu höfði eins sjúklings sem þangað kom, vegna orð- askipta sem honum féllu ekki. Umræddur sjúklingur, ungur maður, var að skemmta sér á skemmtistað í bænum þetta kvöld, fékk glas í höfuðið og var lögreglan fengin til að aka honum upp á sjúkrahús, eftir að hann hafði fengið klút yfir höfuðið til að draga úr blóðrennsli. Pegar upp á sjúkrahús kom vöktu starfs- stúlkur vakthafandi lækni og hann kom fram og spurði hvað gengi að manninum. Með blóðugar um- búðir á höfðinu svaraði hann því til að hann hefði fengið gat á haus- inn og eftir einhver frekari orða- skipti, að varla héldi læknirinn að það væri táin, sem hrjáði hann. Lækninum mun ekki hafa líkað framkoma mannsins, sem var eitt- hvað við skál, og sendi hann fram á gang til að bíða. Þetta líkaði sjúklingnum ekki og bað um að hringt yrði í lögregluna og hún engin til að keyra sig heim. Eitt- hvað voru starfsstúlkurnar ósáttar við þessa málalyktan, því þær drógu að hringja í lögregluna. Eftir nokkra bið ítrekaði sjúkling- urinn beiðni sína og þá kom lög- reglan og ók honum heim. Daginn eftir fór hann aftur upp á sjúkrahús og þá voru saumuð 10 spor í sárið. Við höfðum samband við Pál Torfa Önundarson sem var vakt- hafandi læknir umrædda nótt. Hann kannaðist við málið og sagði: „Við læknar höfum enga heim- ild til þess að segja neitt um svona mál þannig að ég gef enga opin- bera yfirlýsingu um það. Ef maðurinn á eitthvað sökótt við lækna þá er það landlæknir sem er fulltrúi almennings gagnvart læknum og við hann á þá að tala. Annað vil ég ekki segja um þetta mál.“ Fjórðungssamband Norðlendinga um steinullarverksmiðjuna: Norðlendingar einhuga um verksmiðjuna á Sauðárkróki Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur ítrekað stuðning sinn við að steinullarverk- smiðja rísi á Sauðárkróki og kemur það fram í bréfi fram- kvæmdastjóra sambandsins, Áskels Einarssonar, til fjöl- miðla. í bréfinu segir meðal annars: „Norðlendingar standa einhuga um steinullarverksmiðju á Sauð- árkróki. Á fjórðungsþingi Norð- lendinga, sem haldið var á Húsa- vík 3.-5. september 1981 var al- gjör einhugur um að styðja ein- dregið hugmyndir Steinullarfé- lagsins hf. um steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Lagði þingið áherslu á, að nefnd sú sem skipuð var til að fjalla um málið á vegum iðnaðarráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að á grundvelli byggðarlegra og þjöð- hagslegra sjónarmiða bæri að staðsetja steinullarverksmiðju við Sauðárkrók. Ennfremur að ljóst væri, að staðarval verksmiðjunn- ar myndi ekki hafa áhrif á rekst- urskostnað hennar í samanburði við staðsetningu annars staðar. Á fundi Fjórðungsráðs Iðnþróun- arnefndar í febrúar 1980, sém haldinn var á Sauðárkróki, var ákveðið að Fjórðungssamband Norðiendinga gerði uppbyggingu steinullarverksmiðju á Sauðár- króki að sameiginlegu máli, sem allar byggðir Norðurlands stæðu saman um, sem upphafi að stærri iðnþróun í fjórðungnum.“ Þá segir í bréfinu að lögð hafi verið rík áhersla á að uppbygging jarðefnaiðnaðar á Suðurlandi og steinullarverksmiðju á Sauðár- króki væru aðskilin verkefni. Bent er á að Steinullarfélagið hafi átt allt frumkvæði og hugmyndir um steinullarverksmiðju fyrir innanlandsmarkað og því sé með öllu fráleitt að Jarðefnavinnslan eigi rétt á því að draga til sín og njóta ávaxtanna af brautryðj- endastarfi Sauðkrækinga, þegar þeirra eigin áætlanir um útflutn- ing hafi reynst ónothæfar. „Fjórðungssambandið undir- strikar að með staðsetningu stein- ullarverksmiðju á Sauðárkróki er ekki verið að bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu á Suður- landi, sem er best sett allra landshluta varðandi jarðefni og orkuöflun í landinu . . . Steinull- arfélagið hf. hefur ekki tekið neinn möguleika frá Sunnlend- ingum eða öðrum til að hefja vinnslu steinefna til útflutnings," segir að lokum í bréfi fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Á föstudaginn lýkur viðgerð á Úðafossi, en skipið kom ti! Akureyrar fyrir hálfum mánuði. Slippstöðin h.f. hafði tekið að sér að ljúka verkinu á hálfum mánuði, og að sögn Gunnars Ragnars mun sú áætlun standast. Starfsmenn Slippstöðv- arinnar skiptu m.a. um hluta af birðingi skipsins eins og sjá má af myndinni sem Ársæll tók fyrr í vikunni. Sérstakt fétil Ó-veganna Fram kom á Alþingi, þings- ályktunartillaga um 10 milljóna króna fjáröflun til Ó-veganna svokölluðu utan vegáætlunar. Skulu 6.9 milljónir í Óshlíðar- veg og 0.1 milljón í rannsóknir vegna vegarins um Ólafsfjarð- armúla. Vegagerðin hefur lagt til að 2.5 km löng göng verði gerð í Ólafs- fjarðarmúla og vegurinn lagfærð- ur beggja vegna og er kostnaður á verðlagi í águst 1981 áætlaður 80 milljónir króna. Heimamenn telja að göngin þurfi að vera veru- lega miklu lengri, a.m.k. sem nemur um 700 metrum. Áður- nefndri fjárhæð verður varið til frekari rannsókna í Múlanum í sumar. „Bremsunefnd“ hafnaði fastráðningu tæknimanns á Akureyri: „Mun beita mér fyrir því að hann verði fastráðinn“ - segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og hefur starfið nú verið auglýst Búið er að auglýsa stöðu tækni- manns ríkisútvarpsins á Akur- eyri og er gert ráð fyrir að hann hefji starf í vor. Svo getur farið að starfsmaðurinn verði laus- ráðinn í upphafi a.m.k., því ráðninganefnd ríkisins „bremsunefnd“, hafnaði þeirri ósk Ríkisútvarpsins að fastráða tæknimann sem hefði aðsetur á Akureyri. í samtali við Dag sagði Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra, að hann myndi ræða þessa niðurstöðu nefnd- arinnar við Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, og beita sér fyrir því að starfsmaðurinn yrði fastráðinn. „Ég mun gera hvað ég get til þess að starfsemi Ríkisútvarpsins geti hafist á Akureyri á eðlilegum tíma,“ sagði Ingvar. Forráða- menn Ríkisútvarpsins hafa iagt á það áherslu að dagskrárgerðar- maður og tæknimaður hæfu störf í vor. Jónas Jónasson hefur verið sterklega orðaður við starf dag- skrárgerðarmannsins, en líkur eru á að tæknimaðurinn verði frá Akureyri. Þegar þessi starfsemi hefst í vor verður brotið blað í sögu Ríkisútvarpsins. Ingvar Gíslason sagði að „bremsunefndin“ hefði eflaust tekið mið af því aðhaldi sem hið opinbera hefur reynt að gæta í nýráðningum. „En það er Ijóst að það verður e.t.v. að lausráða manninn til að byrja með,“ sagði Ingvar. Nefndin sgaði m.a. í greinar- gerð með synjuninni, að enn væri óljóst hvernig starfsemi Ríkis- útvarpsins á Akureyri yrði háttað, og meðan svo sé hafni hún þessu erindi. Hörður Vilhjálmssfn fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, sagði að stofnunin hefði sent ýtarlega greinargerð með umsókn sinni til nefndarinnar. M.a. var bent á samþykktir fjórðungsþinga og niðurstöðu nefndar, sem skipuð var til að fjalla um starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri. Þar var mælt með ráðningu dagskrár- gerðarmanns og tæknimanns. „Ég taldi að sú greinargerð, sem héðan fór, hefði verið fullnægj- andi til að sannfæra ráðninga- nefndina um að fastráða mann í þetta starf. En þessi nefnd er ekki kölluð „bremsunefnd" fyrir ekki neitt,“ sagði Hörður Vilhjálms- son að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.