Dagur - 27.05.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 27.05.1982, Blaðsíða 7
<$ Horft heim til Skjaldarvíkur. m u? % >• V- ZLPs-ý > .*• •»• • ,sfc. > * « • Y' Y Jr- Heiðdís Norðfjörð á skrifstofu sinni. • í dag er ferðinni heitið til Skjaldarvíkur. Þar búa nú um 80 manns, en með starfsliði fer tala þeirra sem starfa og búa í Skjaldarvík í hundraðið. Með- alaldur vistmanna er um 80 ár, en sá elsti heitir Gunnar Jó- hannsson, fyrrv. húsvörður í Barnaskóla Akureyrar og verð- ur hann 101 árs í lok júní. Það ríkir ró og friður í Skjaldarvík, og því fólki sem Dagur ræddi við bar saman um að gott væri að búa í Skjaldarvík, en það tók yfirleitt fram að gott væri að hafa „ögn meira að gera“, eins og einn orðaði það. Það kom líka í Ijós í viðtölum við þetta ágæta fólk að það væri vant mikilli vinnu, hefði orðið að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á. En nú er það sem sagt sest í helgan stein í Skjald- arvík. Heiðdís Norðfjörð, sem stýrði búi í fjarveru Jóns Kristinssonar, forstöðumanns Skjaldarvíkur og Hlíðar, tók vel á móti blaðam. og við héldum inn í aðalbygginguna, þar sem flestir búa. Tæpur tugur býr í pýlegu einbýlishúsi, sem kallast Miðvík, en sjö búa í húsi sem einfaldlega gengur undir nafninu Skemman. „Flestir búa í eins manns herbergjum og það er stefnan að svo verði í framtíð- m ■ ,<? inni,“ sagði Heiðdís þegar við gengum eftir einum af mörgum göngum Skjaldarvíkur. Starfsfólk var á þönum, hádegisverði var nýlokið. Flestir höfðu farið inn á herbergi sín og hallað sér eftir hádegisverð. „Hér búa gamlir Grenvíkingar, fólk ættað úr Flatey, Svalbarðs- strönd og Fnjóskadal, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ég held að við meg- um ekki tala um Skjaldarvík og Hlíð sem eitt og hið sama. Hér búa t.d. fleiri einstæðingar og margir eru mun sjúkari en þeir sem búa í Hlíð, auk þess sem Hlíð er mun nýrri og fullkomnari. Skjaldarvík er ekki hjúkrunar- heimili, enda er ekki aðstaða fyrir að meðhöndla sjúklinga, þótt það sé gert af brýnni þörf. Meiripartur þeirra sem hér býr hefur tæplega fótavist. Það verður að segjast eins og er, að við vildum gjarnan að íbú- arnir hefðu meira við að vera. Margir karlmannanna hnýta spyrðubönd og öngla, en sumar kvennanna prjóna. Á veturna hafa verið hér föndurkennarar, en því miður tókst ekki að fá neinn sl. vetur. Undanfarin ár hefur aðstaða fyrir föndur og þ.h. ekki verið nógu góð, en nú er ver- ið að byggja hús norðan við aðal- bygginguna og þar verður föndt- ' "•llö Sveinmar málar að í framtíðinni. Að sjálfsögðu er mest félagslíf hér á veturna. Fé- lagsmálaráð stendur fyrir skemmtun einu sinni í mánuði á veturna, spilakvöld eru einu sinni í viku og á sumrin er farið í stutt ferðalög. Hingað koma alls konar hópar til að skemmta fólkinu og má þar nefna æskulýðsfélög, skáta, Hjálpræðisherinn og Hvítasunnumenn, auk fleiri og fleiri. Við dönsum í dagstofunni og þar er messað á sunnudögum. Eg byrjaði hér fyrir sjö árum og síðan þá hefur t.d. félagslíf aukist til muna, án þess að ég sé að þakka mér fyrir það. Þvert á móti - þetta er bara þróunin sem betur fer. Húsakynni hafa batnað stór- lega. Sumir segja að Skjaldarvík sé úti í sveit, en það er ekki rétt. Það tekur aðeins 10—15 mínútur að komast hingað og það er sjald- gæft að hingað sé ófært á veturna. Margir búa líka í bænum og er ekið á milli. Hvort fólkinu líkar hér fer mikið eftir hugarfari þess þegar það kemur hingað. Við reynum að gera það sem í okkar valdi stendur til að því líki vel. Ég held að frekar gott sé að búa hér, ég vildi sjálf búa í Skjaldarvík, þegar og ef þar að kemur. Það er mjög fallegt í Skjaldar- vík, sérstaklega á sumrin. Menn hafa verið hér með báta og ef fólk vill, getur það fylgst með búskap, því að hér er bóndi, sem leigir landið. Kýrnar fóru út í morgun og ef þú leitar vel, getur þú fundið þær einhvers staðar á harða- spretti. Við reynum að hafa heimilis- brag á hlutunum hér, gerum hvað við getum til að forðast stofnana- brag. En verst er að þurfa að hafa hér fólk sem ætti í rauninni að búa á hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða eða á spítölurm Hér búa margir heilbrigðir einstaklingar til líkama og sálar, og það er í þeirra þágu og sjúklinganna, að hóparn- ir séu aðskildir. Þetta ástand lag- ast eitthvað þegar Systrasel verð- ur tekið í notkun, en við verðum að gera betur. Málefni aldraðra eru svo brýn að þau þola enga bið, af nógu er að taka, og aldraðir verða hlutfallslega sífellt stærri þjóðfélagshópur. Því megum við ekki gleyma sem erum ung í dag.“ eiga tveir bræöur að fá það til íbúðar. „Það er gífurlega mikið sem þarf að gera á stað eins og Skjald- arvík. Við erum tveir sem önn- umst þetta, hinn er trésmiður og hann starfar líka við Hlíð. Það má segja, að við þurfum ekki að kvarta undan aðgerðarleysi, en starfið er fjölbreytt, maður er aldrei í því sama til lengdar og það er ágætt.“ • Sveinmar Gunnþórsson er bflstjóri og „altmugligmand“ í Skjaldarvík. Hann sér um alla aðdrætti, gerir við leka krana, málar veggi og leggur gólfdúk. Þegar blaðam. gekk um ganga Skjaldarvíkur var Sveinmar að mála herbergi, en innan tíðar • Hjónin Halldór Albertsson og Kristjana Vilhjálmsdóttir komu til Skjaldarvíkur um haustið 1978. Halldór var ný- stiginn upp úr slæmri flensu er blaðamaður barði að dyrum, en Kristjana var hress. Þau hjónin bjuggu að Neðri-Dálks- stöðum á Svalbarðsströnd og unnu bæði fram að þeim degi sem þau fluttu yfir fjörðinn. Eitt sinn störfuðu Halldór og blaðam. saman í vegavinnu. Það er m.a. þeim að þakka, að vegurinn á Svalbarðsströnd er jafn góður og raun ber vitni. Halldór verður 80 ára I júlí, en Kristjana er árinu yngri. „Ég vann hjá honum Jónasi í Gerði (Kjúklingabúinu Fjör- eggi). Það vantaði ekki að af mér væru tekin gjöld. Þegar ég fékk 6 - DAGUR - 27. maí 1982 Sigríður Einarsdóttir og María Vilhjálmsdóttir. Nokkrar starfsstúlknanna í kaffi. Það er vinsælt að sitja á ganginum - við suðurglugga. Jóhannes Jónatansson á fleti sínu í Skemmunni. kall um að koma hingað fyrsta júlí átti ég eftir að vinna fyrir opin- beru gjöldunum. Ég komst því ekki hingað fyrr en þremur mán- uðum seinna,“ og Halldór hló. Þau hjónin fengu sér sæti á rúmi Kristjönu og bjuggu sig undir myndatöku. „Mér hefur líkað ágætlega hér,“ sagði Kristjana. Halldór á bát sem reyndar hef- ur ekki verið notaður upp á síð- kastið. Hann hefur hnýtt spyrðu- bönd og sagði að það hefði verið svo mikið að gera á þeim vett- vangi að sjórinn hefði setið á hak- anum. Þar að auki er víkin austan við Skjaldarvík ekki sérlega hent- ug fyrir trillur. Halldór sagði að hún væri grunn og því illt að láta þær liggja úti á víkinni. „Það er nú einu sinni svo með þetta gamla fólk sem er vant strit- inu, að því finnst það þurfa að gera eitthvert gagn. Ég held hreint og beint að það hefði verið vel til fallið að kenna okkur gamla fólkinu að vera saman, að eyða frístundunum,“ Halldór tók sér málhvíld og Kristjana sagði, að hún prjónaði ekki mikið, mætti það ekki heilsunnar vegna. „Við höfum gert töluvert af því að hnýta spyrður og það finnst mér ágætt. Þetta er rólegt verk og ekki mikil átök við það,“ sagði Krist- jana. Við ræddum um spyrðu- böndin og Halldór sagði réttilega, að það yrði varla mikil eftirspurn, þar sem Nígeríumenn hefðu ekki efni á skreið frá íslandi. „Útsýni? Já, við höfum gott útsýni, alla Ströndina. Það getur ekki verið betra,“ sagði Kristjana um leið og blaðam. kvaddi þau hjón. • í „Skemmunni“ býr hressi- legur eldri maður sem tekur í nefíð. Sá heitir Jóhannes Jóna- tansson, fæddur í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1898. Áður en hann kom til Skjaldarvíkur bjó hann á Grenivík. Áður en tíð- indamaður Dags hóf að spyrja vildi Jóhannes kanna ættir hans. Ekki leið á löngu áður en í Ijós kom að Jóhannes kannað- ist vel við afa í föðurætt og ömmubróður í móðurætt. „Ég kom hingað 4. janúar í ár,“ sagði Jóhannes eftir að viðmæl- andi hans hafði afþakkað nef- tóbak. „Ég get víst lítið dæmt um það hvernig er að búa hér, en það er fallegt hérna. Ég fékk strax ein- staklingsherbergi, ég kann vel við það.“ Talið barst nú að neftóbaki. Jóhannes fræddi viðmælandann á því, að neftóbakið í dag væri „rusl“ miðað við það sem kom til landsins fyrir stríð. „Það var danskt, úrvals vara, en því miður hvarf það á stríðsárunum." „Ég ól mestan minn aldur á sjó, á alls konar skipum, stórum sem smáum. Ég held ég hafi verið á flestum verstöðvum landsins og ég byrjaði 12 ára gamall og er nú víst að verða 84 ára. O, nei, það voru ekki mikil þægindi um borð samanborið við það sem nú er.“ Gömul mynd á kommóðu vakti athygli blaðamanns. „Þetta er strandskipshöfn. Ég er hérna í horninu," og Jóhannes bendir á ungan mann. „Þarna var ég 16 ára. Þetta skip hét Óli, eign Otto Tuliniusar. Skipið brotnaði í hafís vestur í flóa. Við gengum til ísa- fjarðar og þar var myndin tekin,“ Jóhannes hallar sér aftur, fær sér í nefið. „Ég er mest hér,“ og Jó- hannes bendir á rúmið. „Fæturnir eru orðnir ónýtir, en ég geng stundum upp í brekkuna þarna vestan við húsið. Ég les mikið og mér líður ágætlega.“ • Miðvík stendur rétt norðan við aðalbygginguna í Skjald- arvík. Þetta er nýlegt einbýlis- hús og var í upphafí byggt fyrir ráðsmanninn, en þörfín fyrir aukið húsnæði fyrir aldraða var brýn og þeir fluttu inn í húsið, sem nefnt hefur verið Miðvflí. Þar búa nú 7 vistmenn. Þegar Dagur var þar á ferð hitti hann tvær bráðhressar konur, þær Maríu Vilhjálmsdóttur, sem fædd er í janúar 1899 og Sigríði Einarsdóttur frá Eyrarlandi í Öngulsstaðarhreppi, en Sig- ríður er fædd árið 1902. María er systir Kristjönu og bjó að Neðri-Dálksstöðum á Sval- barðsströnd. Þær tóku því vel að sitja fyrir á mynd. Þegar þær voru spurðar hvað þær aðhefðust á daginn, sagði Sigríður, að hún prjónaði mikið og saumaði stundum út. Hún benti á útsaumaða mynd á norðurvegg og kom í ljós að hún var verk Sigríðar. „Oft sit ég við sjónvarpið á kvöldin.“ „Já, ég var hjá Kristjönu og Halldóri. Ég hélt að ég færi ekki frá Neðri-Dálksstöðum fyrr en alfarin, en svo skaust ég hingað fyrst,“ María brosir. „Ég hef það reglulega gott hér og þótt ég segi sjálf frá þá hef ég ekki komið mér illa hér.“ Sigríður og María voru sam- inála um að vinnu mætti auka og Sigríður sagði, að það væri ekki fjarri lagi að hefja kennslu í Skjaldarvík. „Maður gæti þá e.t.v. bætt einhverju við sig í föndri og slíku.“ Með þessum orðum Sigríðar kveðjum við Skjaldarvík. 27. maí 1982 - DAGUR -7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.