Dagur - 27.05.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 27.05.1982, Blaðsíða 9
íslandsmótið í vaxtarrækt: Akureyringar voru sigursælir Fyrir skömmu var haldið í fyrsta sinn íslandsmeistaramót í vaxtarrækt og fór það fram í veitingahúsinu Broadway. Um 40 þátttakendur voru á mótinu, þar á meðal 8 Akureyringar. Hlutu 6 af Akureyringunum verðlaunasæti. Sigurður Gestsson varð ís- landsmeistari í 60-70 kg flokki fullorðinna. Sigmar Knútsson varð íslandsmeistari í flokki 18- ■ 22 ára. Sigurður Pálsson hlaut 2. sæti í flokki unglinga 14-18 ára. Gísli Rafnsson hreppti 2. sæti í flokki 70-80 kg fullorðinna. Hrönn Einarsdóttir varð í 3. sæti í kvennaflokki. Hjörtur Guð- mundsson varð í 3. sæti í 60-70 kg flokki fullorðinna. Auk þess fengu þeir Kári Ellertsson og Einar Guðmann viðurkenningu fyrir þátttöku í keppninni. Að margra dómi þóttu keppendurn- ir frá Akureyri sýna skemmtileg- ustu framkomuna á mótinu. Of- antaldir keppendur eru allir meðlimir í Lyftingaráði Akur- eyrar og stunda æfingar í hús- næði LRA í Lundarskóla. Tveir mega leika með Á þingi HSÍ, sem haldið var nú fyrir skömmu, var samþykkt að með hverju íslensku liði mættu leika tveir útlendingar. Að sögn Gísla Bjarnasonar formanns handknattleiksdeildar KA, kemur þeirra danski þjálfari um 20. júlí og hefjast þá strax æfing- ar hjá meistara og öðrum flokki. Með þjálfaranum koma tveir Danir sem leika munu með KA í vetur. Gísli kvað báða þessa menn vera útileikmenn og mundu þeir styrkja KA-liðið til muna. Þá sagðist hann búast við að allir sem voru með í fyrra yrðu áfram. Þór gegn Völsungi Á laugardaginn verður mjög leikmenn í herbúðum sínum, og þýðingarmikill leikur í annarri ætti þessi leikur að geta orðið deildinni. Þá keppa á Þórsvelli mjög spennandi og skemmtileg- Þór og Völsungar. Fyrir þennan ur. Áhorfendur eru því hvattir leik eru bæði þessi lið taplaus, til að fjölmenna á Þórsvöllinn á hafa leikið tvo leiki og unnið þá laugardaginn, en leikurinn hefst báða. kl. 14,00. Völsungar hafa nú marga nýja Fram KAí kvöld í kvöld, fimmtudag, leika á Laugardalsvellinum í fyrstu deild, Fram og KA. Þessi leikur ætti að geta orðið skemmtilegur, en svo virðist sem þessi lið séu mjög áþekk. KA hefur gert jafn- tefli í öllum þremur leikjum sín- um sem búnir eru í deildinni og eru því taplausir. Fram hefur tapað einum leik. Stórsigur Tindastóls Um síðustu helgi byrjaði ís- Huginn gerðu jafntefli, tvö landsmót þriðju deildar í knatt- mörk gegn tveimur. Þess skal spyrnu. í riðlinum hér á Norður- getið að þjálfarar flestra þessara og Austurlandi fóru leikar svo liða eru frá Akureyri. Árni Stef- að Tindastóll sigraði Árroðann ánsson þjálfar Tindastól, Gunn- með fimm mörkum gegn einu. ar Blöndal HSÞ, Jón Lárusson KS (Siglfirðingar) sigruðu Magna og Gunlaugur Björnsson Magna frá Grenivík með þrem- Árroðann. Um næstu helgi hefst ur mörkum gegn einu og HSÞ og svo keppni í fjórðu deild. Æfingatafla knatt- spyrnudeildar KA 7. flokkur: Þriðjudagar kl. 4-5 Fimmtudagar kl. 4-5 Þjálfari nú: Ragnar Rögnvaldsson Þjálfari í sumar: Gunnar Gíshison íþróttakennari 6. flokkur: Þriðjudagar kl. 5-6 Fimmtudagar kl. 5-6 Þjálfari nú: Ragnar Ragnarson Þjálfari í sumar: Gunnar Gíslason íþróttakennari 5. flokkur: Þriðjudagar kl. 5-6 Föstudagar kl. 4.30-5.30 Sunnudagar kl. 2-3 Þjálfarar n'ú Sæmundur Sigfússon og Haraldur Haraldsson Þjálfari í sumar: Tómas L. Vilbergsson íþróttakennari 4. flokkur: Mánudagar kl. 5-6 Miðvikudagar kl. 5-6 Fimmtudagar kl. 5-6 Þjálfari: Steinþór Þórarinsson 3. flokkur: Mánudagar kl. 6-7.30 Miðvikudagar kl. 6-7.30 Fimmtudagar kl. 6-7.30 Þjálfari: Steinþór Þórarinsson 2. flokkur: Þriðjudagar kl. 7.30-9 Fimmtudagar kl. 7.30-9 Laugardagar kl. 11-12.30 Þjálfari: Einar Pálmi Árnason Kvennaflokkur: Mánudagar kl. 8-9.30 Miðvikudagar kl. 8-9.30 Föstudagar kl. 5.30-7 Þjálfari: Trausti Haraldsson Ath. Allar æfingar félagsins fára fram á svæði þess við Lundar- skóla. Vakin skal athygli á því að þann 21. júní hefst á svæði fé- lagsins leikjanámskeið. Leikja- námskeið þetta verður auglýst nánar síðar (upplýsingar gefur æskulýðsfulltrúi). Unglingaráð Knattspyrnudeild- ar KA: EiðurEiðsson 21243 Siguróli M. Sigurðsson 21879 Hrefna Magnúsdóttir 21735 Einar Pálmi Árnason 24424 Endurhæfingastöð Sjálfsbjargar Vantar húsnæði fyrir sjúkraþjálfara, helst í Glerárhverfi: 1. Frá 1. júlí-15. sept., herbergi með eldunar- aðstöðu. 2. Tveggja herbergja íbúð, fyrir barnlaus hjón frá 1. sept. n.k. Upplýsingar gefur Magnús H. Ólafsson, símar 21506 og 24076. IGNIS Kælitæki í fjölbreyttu úrvali Ávallt sama hagstæða verðið. Viðgerðar- og varahluta- þjónusta í sérflokki Óseyri 6, Akureyri . Pósthóif 432 . Sími 24223 Akureyrarbær auglýsir. Vegna lítillar notkunar á bifreið fyrir fatlaða fellur niður akstur á kvöldin og á laugardögum frá 1. júní nk. Verður því aðeins ekið virka daga frá kl. 07.30 til 18. Akstursbeiðni þarf að berast daginn áður en aka á. Pantanir í síma 24929 á tímabilinu 14-15. Strætisvagnar Akureyrar 27. maí 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.