Dagur - 29.06.1982, Blaðsíða 9
Úrskurður dómstóls KRR:
Albert
ólöglegur
Páll Pálmason, Eyjamarkvörður, umfaðmar Erling Kristjánsson, og tvísýnt hvor hefur betur í baráttunni um
boltann. Mynd: KGA.
KAtapaði
Að viðstöddum ailt of fáum
áhorfendum í gærkvöld léku
Þórsarar í annarri deild við
Fylki. Leikið var á sama tíma
og bein útsending var frá
heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu, þannig að senni-
lega hafa knattspyrnuáhuga-
menn heldur viljað sitja
heima við sjónvarpstæki sín,
heldur en hvetja Þórsara í
þessum leik. Það er ófyrirgef-
anlegt fyrir félag, sem telur
yfir eitt þúsund meðlimi að
leika áríðandi leik í annarri
deild í knattspyrnu fyrir jafn
fáa áhorfendur og raun bar
vitni um. Veður var eitt það
besta, sem verið hefur á síð-
kvöldi á þessu sumri.
Það er skemmst frá því að
segja, að leiknumlaukmeðjafn-
tefli, bæði liðin skoruðu tvö
mörk, og teljast það sanngjörn
úrslit leiksins.
Fyrsta marktækifærið kom á
10. mín. Þá fékk Hafþór góðan
stungubolta frá Óskari, en hitti
ekki markið úr sæmilegu færi.
Nokkrum mín. síðar fengu Fylk-
ismenn svipað færi og skutu
einnig framhjá. Á markamínút-
unni frægu eða 43. kom fyrsta
mark leiksins. Pá einlék einn
sóknarmanna Fylkis í gegn um
vörnina hjá t>ór og komst í gott
færi, en Eiríkur varði skot hans
en missti boltann frá sér og Birg-
ir Þórisson skoraði örugglega.
Strax á 2. mín. síðari hálfleiks
jöfnuðu svo Þórsarar.
Þá sendi Hafþór góðan bolta
fyrir markið, einn Fylkismanna
náði boltanum, en var heldur
seinn að hreinsa frá, því að Ósk-
ar Gunnarsson kom þá aðvíf-
andi og skoraði með föstu skoti.
Þórsarar komust síðan yfir á
29. mín. Þá var dæmd hendi á
markmann Fylkis fyrir að fara
með boltann út fyrir vítateig í út-
sparki. Örn Guðmundsson náði
mjög góðu skoti alveg niður við
jörð í gegn um varnarmúrFylkis
og í netið.
Aðeins tveimur mín. síðar
jöfnuðu Fylkismenn eftir að
vörnin hjá Þór svaf illa á vcrðin-
um og Kristinn Guðmundsson
skoraði örugglega. Fleiri urðu
mörkin ekki í þessum leik, en
bæði liðin áttu þó góð tækifæri,
en tókst ekki að skora. T.d.
komst Hafþór í dauðafæri á 40.
mín. en skaut rétt yfir, fyrir
opnu marki. Liðin skiptu því
með sér stigunum úr þessum
leik, en bæði eru í efri hluta
deildarinnar.
Það er að verða eins með aðra
deildina og þá fyrstu, að staðan
er mjög jöfn og tvísýn, en Þrótt-
arar úr Reykjavík hafa hins veg-
ar nokkuð örugga forustu, en
mörg önnur lið berjast um ann-
að sætið í deildinni, en tvö lið
flytjast í fyrstu deild.
Fyrsti leikurinn sem leikinn
var á grasvellinum fór fram á
laugardaginn. Þá mættust í
fyrstu deild KA og Vest-
mannaeyingar. Leikurinn fór
fram í góðu veðri, hita, en
svolítilli norðan golu. Búist
var við fjörugum leik, en
a.m.k. fyrri hálfleikur hafði
upp á Iitla skemmtun að
bjóða. IBV lék undan golunni
en segja má að leikurinn hafi
að mestu farið fram á miðjum
velli, eða á milli vítateiganna.
Hvorugur markmannanna
þurfti í fyrri hálfleik að verja
skot að marki. Vestmanna-
eyingar fengu þrjár hornspyrnur
og KA tvær, en þá er upp talið
það sem blaðamenn punktuðu
hjá sér í fyrri hálfleik.
KA-menn voru frískari í
síðari hálfleik enda höfðu þeir
vindinn í bakið. Á 15 mín. var
Elmari brugðið rétt við víta-
teigshornið hægra megin, en
Páll Pálmason markvörður ÍBV
varði aukaspyrnuna örugglega.
Tveimur mín. siðar varði Páll
aftur vel og í þetta skipti skalla
frá Donna. Á 24. mín. lék Elmar
laglega á landsliðsbakvörðinn
Örn Óskarsson, eins og hann
reyndar gerði oft í leiknum.
Elmar sendi síðan boltann vel
fyrir markið og Ásbjörn skall-
aði, en um leið reyndi Páll mark-
maður úthlaup, en varnarmenn
ÍBV vörðu á línunni. Fyrsta
marktækifæri Vestmannaeyinga
komá35. mín. Þá lékubræðurn-
ir Sigurlás og Kári laglega í gegn
um vörn KA, og Sigurlás var
kominn í dauðafæri, en Aðal-
steinn varði meistaralega í horn.
Þessi hornspyrna átti hins veg-
ar eftir að verða örlagarík, því
Ómar Jóhannsson skoraði beint
úr hornspyrnunni. Þetta mark
kom eins og köld vatnsgusa
framan í KA strákana sem náðu
sér ekki á strik það sem eftir var
leiksins. Það var því mikill fögn-
uður í herbúðum Vestmanna-
eyinga þegar góður dómari
leiksins, Þorvarður Björnsson
flautaði til leiksloka.
Áhorfendur á þessum leik voru
um eitt þúsund.
Staðan í deildinni er nú það
tvísýn að ef lið tapar einum til
tveimur leikjum falla þeir af
toppi og niður í fallsæti. KA á
erfiða leiki framundan, en það
er gegn Víkingi á miðvikudags-
kvöldið og fer sá leikur fram
fyrir sunnan, og um næstu helgi
leikur Breiðablik hér.
Stórsigur
hjá Magna
Knattspyrnumennirnir a
Grenivík unnu stórsigur um
helgina þegar lið þeirra Magni
lék við Sindra. Þetta var leik-
ur í þriðju deildinni. Þegar
flautað var til hálfleiks hafði
Magni skorað tvö mörk en
Sindri ekkert.
Magnamenn bættu síðan við
þremur mörkum í síðari hálfleik
og unnu því með fimm mörkum
gegn engu. Mörk Magna skor-
uðu Hringur Hreinsson 2,
Bjarni Gunnarsson, Jón Ingólfs-
son og Jón Illugason eitt hver.
í sömu deild sigraði Huginn
Árroðan með tveimur mörkum
gegn engu. í liði Hugins eru m. a.
Ólafur Sigurvinsson úr Vest-
mannaeyjum og Guðjón Harð-
arson sem áður lék með Val og
KA.
Austri og HSÞ léku á Eskifirði á
laugardag og lauk leiknum með
jafntefli 0 — 0.
Dómstóll Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur kom saman um
helgina og afgreiddi kæru
íþróttabandalags ísafjarðar
gegn Valsmönnum fyrir að
hafa notað ólöglegan leik-
mann í leik liðanna í 1. deild.
Þessi leikmaður er Albert
Guðmundsson, sem lék með Val
gegn ÍBÍ. ísfirðingarnir vilja
Jaf ntef I i
.....w.wa-
Hætta í uppsiglingu við Fylkismarkið; Bjarni Steingrímsson gefur fyrir markið. Mynd: KGA.
meina að Albert hafi ekki verið
löglegur þegar leikurinn fór
fram og tók dómstóllinn undir
það sjónarmið. Valsmenn munu
þegar hafa áfrýjað þessum dómi
til dómstóls KSÍ.
Eins og kunnugt er, kærði KA
lið Vals á sömu forsendum og er
dóms að vænta frá dómstól ÍBA
mjög fljótlega.
29. júní 1982- DAGUR- 9
. 111 * T i t.i i <