Dagur - 29.06.1982, Síða 12
Alltaf vex vöruúrvalið
Vinsamlegast komið og skoðið
Olæstur eldhússkápur vin-
sælasti geymslustaðurinn
7óska
nafn-
leyndar
á Dalvík
Sjö af umsækjendum um stöðu
bæjarstjóra á Dalvík hafa ósk-
að eftir því, að nafn þeirra verði
ekki gefið upp.
Alls bárust 10 umsóknir um
stöðuna, en ákvörðun um það,
hver hana hlýtur, verður tekin
bráðlega að sögn Kristjáns Ólafs-
sonar, forseta bæjarstjórnar.
Þeir umsækjendur, sem ekki
óskuðu nafnleyndar eru: Björn
Mikaelsson, Akureyri, Þorsteinn
Máni Árnason, Dalvík, sem bú-
settur er í Kaupmannahöfn og
Ævarr Hjartarson, Akureyri.
K-listinn
fékk alla
í hreppsnefndarkosningum í
Skútustaðahreppi um helgina
komu fram tveir listar, K-iisti
og L-listi. Var fyrir nokkru vit-
að um tilurð fyrrnefnda listans
og reiknað með, að það yrði
sjálfkjöriö, þar sem annar listi
kæmi ekki fram.
Þremur mínútum áðuren frest-
ur til að leggja fram framboðslista
rann út, kom þó annar listi, og var
hann lagður fram af Kristjáni Þór-
hallssyni í Björk. Var því gengið
til atkvæða um síðustu helgi.
Úrslitin urðu þau, aö K-listinn
hafði algjöra yfirburði og hlaut
alla fulltrúana fimm, en L-listinn
hlaut hins vegar aðeins örfá at-
kvæði. Hreppsnefndarmenn i
Skútustaðahreppi eru því Helga
Valborg Pétursdóttir, Hallgrímur
Pálsson, Böðvar Jónsson, Björn
Ingvason 'og Sigrún Guðjónsdótt-
ir.
Presta-
stefna
hófst í gær
Prestasfefna hófst að Hólum t
Hjaltadal í gær. Pétur Sigur
geirsson, biskup, setti presta-
stefnuna og flutti yfirlitsskýrslu
sína í Hóladómkirkju. Þar
flutti og Friðjón Þórðarson,
kirkjumálaráðherra, ávarp.
Fundir prestastefnunnar fara
annars fram í fundarsal Bænda-
skólans, en aðstaða til ráðstefnu-
halds er nú mjög góð á Hólum.
Aðalefni prestastefnunnar í ár
er „Friður á jörðu“, og eru fram-
sögumenn þeirdr. ÞórirKr. Þórð-
arson, séra Sváfnir Sveinbjarnar-
son, prófastur og dr. Gunnar
Kristjánsson.
Prestastefnunni verður slitið
annað kvöld.
í nóvember 1980 og mars á
þessu ári voru gerðar tilraunir
til að kanna lyfjabúskap Akur-
eyringa. Tilgangurinn var sá að
reyna að varpa Ijósi á lyfja-
byrgðir heimila og geymslu-
staði þeirra, en einnig að graf-
ast fyrir um meðferð sýklalyfja.
Framkvæmdin var með þeim
hætti, að nemendur M.A.
fengu í hendur eyðublað, sem
þeir tóku með sér heim og út-
fylltu þar. Þannig fengust upp-
lýsingar frá um 130 heimilum í
fyrri könnuninni og um 61 í
þeirri siðari.
Það var Sigurður Bjarklind,
kennari við M.A., sem stóð fyrir
þessari könnun. Hann segir í
skýrslu, sem hann hefur ritað um
könnunina, að heildarfjöldi lyfja-
sýna í fyrri könnuninni hafi reynst
965 og 422 í þeirri síðari. Þá eru
ekki talin með vítamín og ýmiss
konar kvefmixtúrur, því að fram
kom síðar, að menn töldu slíkt
ekki til lyfja. Að meðaltali virtust
vera til um 7 mismunandi lyf á
hverju heimili.
í Ijós kom, að ólæstur eldhús-
skápur er langvinsælasti geymslu-
staðurinn, að vísu oft í efstu hillu.
Baðskápar eru í öðru sæti og nátt-
borðsskúffur í því þriðja. í aðeins
þrem tilvikum var um læstan
lyfjaskáp að ræða.
Sigurður gerði tvo lyfjaflokk-
ana að umtalsefni, þ.e. sýklalyf og
verkjalyf. Algengt er, að fólk
geymi töluverðar birgðir af þess-
um lyfjum heimar og að það ljúki
ekki við útgefinn skammt af
sýklalyfjum. Það er hins vegar
mjög mikilvægt, að lokið sé við þá
skammta af sýklaiyfjum, sem við-
komanda er úthlutað hverju
sinni. Sigurðursegir, að könnunin
bendi til, að algengt sé, að töku
sýklalyfja sé hætt of snemma. Það
stafi fyrst og fremst af vankunn-
áttu neytandans og ónógum leið-
beiningum af hálfu lækna.
Það kemur glöggleglega fram,
að verkjalyf eru í efsta sæti vin-
sældalistans. Lætur nærri, að ein-
hver gerð verkjalyfs fyrirfinninst
á hverju heimili á Akureyri. Af
einstökum gerðum er langmest af
Magnyl. Þessi könnun gefur litlar
upplýsingar um hversu mikil
neysla verkjalyfja er á Akureyri,
en Sigurður segir, að leiða megi
að því líkur, að lyf sem fyrirfinnist
á sérhverju heimili, hljóti að vera
töluvert mikið notað. Til viðmið-
unar má geta þess, að Banda-
ríkjamenn, sem eru óopinberir
heimsmeistarar í töfluáti, gleyptu
árið 1970 um 20 þúsund tonn af
asperíni eða 235 töflur á dag á ári,
sem er u.þ.b. % úr töflu á hvert
mannsbarn á dag.
Akureyri:
Upplýsinga-
miðstöð fyrir
ferðamenn
Ferðamálafélag Akureyrar
hefur í samvinnu við ýmsa
hagsmunaaðila opnað upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn á
Akureyri. IJpplýsingamiðstöð-
in er til húsa í húsi Hótels KEA
(þar sem Samvinnuferöir -
Landsýn voru áður).
Á fundi sem stjórn ferðamála-
ráðs átti með bæjarstjórn, var
upplýsingamiðstöðin meðal ann-
ars rædd, og voru flestir sammála
um að nauðsyn væri á slíkri mið-
stöð hér í bæ. Hinsvegar var einn-
ig ljóst, að fé til að stofnsetja mið-
stöðina yrði ekki sótt í bæjarsjóð.
Brá stjórn ferðamálaráðs þá á það
ráð að leita til þeirra aðila í
bænum sem ættu hagsmua að
gæta og biðja þá um peninga til að
koma á fót þessari þörfu þjón-
ustu. Lofaði bæjarstjórn jafn-
framt að veita styrk en endar
næðu illa saman.
Starfsmenn upplýsingamið-
stöðvarinnar eru þær Hólmfríður
Jóhannsdóttir og Selma Hauks-
dóttir, og er veitt öll upplýsinga-
þjónusta við ferðamenn, jafnt
innlenda sem erlenda. Opið er
virka daga milli 9.00 og 20.00
laugardaga, 10.00-17.00 og
sunnudaga 10.00-13.00.
Fyrir utan Upplýsingamiðstöðina, Gunnar Karlsson, Gísli Jónsson og ívar
Sigmundsson, sem eru í stjórn Ferðamannafélags Akureyrar. Fyrir framan þá
standa þær Hólmfríður Jóhannsdóttir og Selma Hauksdóttir, starfsmenn
Upplýsingamiðstöðvarinnar. Mynd: KGA.
m
ra
líl
?! r1 s * '}l
Qj _ L Jl
# Aftærðum
ofnum
Dagur hefur að undanförnu
greint lesendum sínum frá
tæringu ( ofnum og lögnum í
Glerárhverfi. Málið er enn i
rannsókn og verður svo enn
um sinn. En að sjálfsögðu
vakna margar spurningar
þegar jafn viðamikið mál og
þetta kemur fram á sjónar-
sviðið. Sú alvarlegasta - en
jafnframt ein sú þýðingar-
mesta - er hvort forráðamenn
Hitaveitu Akureyrar hafi látið
undir höfuð leggjast að fylgj-
ast náið með ástandi vatnsins
eftir að það var lagt af stað út í
dreifikerfið. Getur verið að
það hafi ekki verið tekin sýni
úr vatninu sl. eitt ár eða svo út
í Glerárhverfi? Ekki ætlar S&S
að ieggja neinn dóm á það en
bendir á að ofn tæríst á 18 til
24 mánuðum og líklegt má
telja að súrefnisríkt vatn hefði
uppgötvast ef sýni hefði verið
tekið - eða hvað?
# Til neytenda
samtakanna
Á forsíðu Dags er greint frá
því að neytendasamtökin
muni hugssanlega láta til sín
taka í þessu máli, enda um
hreinræktað neytendamál að
ræða, svo sannarlega skiptir
það neytendur í Glerárhverfi
miklu máli hvort ofnar sumra
þeirra eru að fara í sundur. Og
hvað með bætur? Og hvernig
á að standa að rannsókn á
ofnum á því svæði sem talið
er að sé í mestri hættu? Þetta
eru spurningar sem samtök á
borð við neytendasamtökin
gætu einna helst fengið svör
við, auk þess sem samtökin
eru samtaka líklegust til að
geta rekið málið af einhverju
viti.
# Ekkert regn
Þurrkurinn að undanförnu er
farinn að fara í taugarnar á
sumum bændum í nágrenni
Akureyrar. Svo var einnig um
árið þegar nokkrir bændur
sunnan bæjarins fengu
slökkviliðið til að koma á vett-
vang og sprauta á túnin. Dag-
inn eftir að slökkviliðsmenn-
irnir höfðu sprautað af mikilli
list fór að hellirigna. Eftir því
sem S&S heyrði á dögunum
eru nágrannar umræddra
bænda farnir að hafa orð á því
hvort ekki sé rétt að fara að
panta slökkviiiðið á nýjan leik
- það hafi gefist svo ansi vel
hérna um árið.
# Attasíðurá
fimmtudögum
í sumar verður Dagur yfirleitt
átta síður á fimmtudögum.
Ástæðan er sú að hluti starfs-
manna Dags og Dagsprents
er í sumarfríi.