Dagur


Dagur - 31.08.1982, Qupperneq 1

Dagur - 31.08.1982, Qupperneq 1
GULLKEÐJUR 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Nokkuð hefur heyrst um að Galloway-kjöti sé smyglað frá Hrísey til lands, en slíkt mun bannað til að komast hjá því að hugsanleg sýking geti borist til landsins. Nokkrir aðilar sem blaðið ræddi við í Hrísey vildu ekki kannast við að kjöti hefði verið smyglað til lands. Hinsvegar mun það engum erfiðleikum háð að flytja með sér kjöt, því engar ráðstafanir eru gegn því. Kjötið er selt á almenn- um markaði í Hrísey og því minnstur vandi að verða sér úti um það. Erfitt er reyndar að fá kjöt frá Einangrunarstöðinni, því mikil eftirspurn er eftir því og fáum gripum er slátrað hverju sinni, eða um 7-8 á ári. Fyrir nokkru var gefin heimild til að kjöt yrði úrbeinað og selt til Hótels Sögu í Reykjavík. Það eru aðallega beinin sem ekki má flytja úr eynni, og allt kjöt sem frá Ein- angrunnarstöðinni fer, er úrbein- að þar áður en það er selt út. Tveir bflar eru ónýtir eftir geysi- harðan árekstur sem var á Siglufírði um helgina. Áreksturinn varð á mótum Aðalgötu og Vetrarbrautar. Var annar bíllinn á A-númeri en hinn var frá Reykjavík. Meiðsli urðu einhver á fólki í bílunum, en ekki alvarleg og þótti það hin mesta mildi eins og bílarnir báðir voru útleiknir. Þeir eru báðir ónýtir sem fyrr sagði, og var annar þeirra nýr bíll af BMW tegund. Um helgina var unnið að því að tengja spaða og stýrisútbúnað vindmyllunnar í Grímsey. Var því verki að mestu lokið á sunnudag, en blíðviðri og gott veður olli því að ekki var hægt að prófa vindmylluna. Til að myllan fari að snúast þarf fjögur til fimm vindstig að sögn Arnar* Helgasonar hjá Raunvís- indastofnun Háskóla Islands. Sú gola sem var í Grímsey um helg- ina dugði því ekki til að snúa spöðum hennar. Síðdegis í gær fór hins vegar að blása þannig að unnt var að setja vindmylluna í gang. Gekk það að óskum. Akureyri, þriðjudagur 31. ágúst 1982 94. tölublað Fjórðungsþing Norðlendinga: Aukin dreifing valds og þjónustustarfsemi ríkisins „Það sem mér fannst mark- verðast koma fram á þessu þingi var sú samstaða sem náð- ist um nauðsyn þess að jafn- framt breytingu á hlutföllum á Alþingi með fyrirhuguðum breytingum á kosningalögum komi aukið valdajafnvægi á öðrum sviðum og meiri dreifing opinberrar þjónustu um landið,“ sagði Áskell Einars- son, framkvæmdarstjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga, en þing sambandsins var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi. Fjórðungsþingið telur nauð- synlegt að mynduð verði sam- staða landshlutasamtaka til að fylgjast með endurskoðun stjórn- arskrár og kosningalaga og að kannaðar verði leiðir til að draga úr röskun á stöðu dreifbýlisins með stjórnarfarsaðgerðum um valddreifingu og dreifingu á þjón- ustustarfsemi ríkisins. Þetta tel ég mjög alvarlegt mál og ásamt með atvinnumálunum, sem nánast eru framhaldsverkefni, það mark- verðasta sem fram kom,“ sagði Áskell ennfremur. Ágæt mæting var á þinginu en þar voru saman komnir 80 full- trúar og um 50 gestir. Þetta var mikið vinnuþing og fór vel fram, að sögn Áskels. Ágreiningsmál urðu engin veruleg, nema helst að deilt var nokkuð um orðalag á til- lögu um stóriðju. Áskell sagði að engin andstaða hafi þó komið fram gegn því máli, en deilt hafi verið um það hve hratt gengið yrði til verks. Greinilega hafi komið fram að jafnframt vilji menn treysta undirstöðuatvinnu- greinarnar sem fyrir eru og iðnað- aruppbyggingu almennt. Hann sagði að menn hafi almennt verið á því að Eyjafjarðarsvæðið kæmi helst til greina hvað stóriðju varðar, en að sérstök áhersla yrði lögð á kanna aðstæður þar gaum- gæfilega með tilliti til þess hversu svæðið væri viðkvæmt. Áskell Einarsson sagði að til- laga fjórðungsþingsins um atvinnumál markaði tímamót að því leyti að Fjórðungssamband- inu væri ætlað að hafa ákveðna forustu um umræður og samstöðu varðandi atvinnumál í fjórð- ungnum. Nýr formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga var kjörinn Þórður Skúlason, sveitastjóri á Hvammstanga. Sjá bls. 6-7 og 8 Þingmennirnir Guðmundur Bjarnason, Stefán Guðmundsson ogStefán Valgeirsson stinga saman nefjum á Fjórðungsþingi Norðlendinga um helgina. Um 80 fulltrúar sátu þingið og 50gestir. Mynd: H.Sv. Hitaveita Hríseyjar: Ekkert vatn ívetur „Nú er erfíð staða,“ sagði Örn Kjartansson oddviti í Hrísey, en þar virðist lítið ganga í hitaveitu- málum. „Eftir er að bora 16 metr- um dýpra og þá verður holan sprengd út með vatnsþrýstingi. Menn eru orðnir mjög vantrúaðir á að þessi hola skili einhverjum árangri.“ Örn sagði ennfremur að fjárhags- lega væru Hríseyingar í þrotum, en innan skamms færi af stað leiðangur suður til Reykjavíkur að leita að- stoðar og frekara fjármagns til áframhaldandi framkvæmda. „Spurningin er orðin sú, hvort við eigum að leggja þetta hitaveitufyrir- tæki niður eða ekki. Og væntanlega komum við með svar við því að sunnan,“ sagði Örn. Það vatn sem eyjaskeggjar hafa kost á er 45 gráðu heitt, og annar ekki þörfinni. Auk þess er það mikið af sandi og leir í vatninu, að slit á dælu yrði slíkt að minnsta kosti eina ef ekki tvær varadælur þyrfti í vetur. Og það eitt er ekki fjárhagslega mögulegt. „Það er enginn fjárhags- legur grundvöllur fyrir þessari hita- veitu lengur", sagði Örn. Hann sagði ennfremur að stefnt væri að því að bora aftur, en fjár- hagsstaða hreppsins leyfði það ekki, nema til kæmu auknar lánafyrir- greiðslur. Vanskil íbönkum Undanl'arið hafa vanskil í bönkum farið í vöxt, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér hjá bankastarfsmönnum á Akur- eyri. „Það virðist heldur hafa sigið á ógæfuhliðina undanfarið. Vart varð við aukin vanskil strax upp úr áramótum. Ástandið hefur ekki versnað stórlega síðan en sí- fellt virðist þó síga á ógæfuhlið- ina. Þá höfum við orðið varir við aukið tékkamisferli. Það lagaðist á sínum tíma með hertum reglum en hefur færst til verra horfs aftur. Ástandið er ekki eins og var í kreppunni fyrir 1970, en lánaform eru allt önnur í dag. Menn eiga ekki eins auðvelt með að fram- lengja nú og þá, því nú eru lán meira í formi skuldabréfa með föstum afborgunardögum sem ekki verður breytt,“ sagði Gestur Jónsson, fulltrúi í Búnaðarbank- anum er við ræddum við hann um þessi mál. „Ég hef nú ekki handbærar töl- ur en maður hefur það mjög á til- finningunni að vanskil hafi aukist, bæði hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Innheimtan hefur í auknum mæli færst yfir á lögfræð- inga bankans. Sérstaklega tekur maður eftir aukningu á vanskilum vegna lífeyrislána, sem við erum töluvert með í innheimtu,“ sagði Guðjón Steindórsson fulltrúi í Iðnaðarbankanum um málið. „Ég held að við getum staðfest það að vanskil hafi aukist. Upp- hæðirnar hafa ekki hækkað held- ur eru það fleiri aðilar sem lenda í vanskilum. Yfirleitt standa þessi vanskil stutt og þess vegna finnst mér þetta nú ekki lýsa neinu kreppuástandi. Þetta er ekki orð- ið eins erfitt og var fyrir 1970. Ég held að málið sé einfaldlega það að fólk eyðir allt of miklu, meiru en það hefur efni á. Vanskilin hlaðast ekki upp heldur tekst fólki oftast að greiða skuldirnar, enda virðast til nægir aurar." hafði Jó- hann Sigurðsson skrifstofustjóri í Útvegsbankanum um málið að segja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.