Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJOTHLIFAR FRAMAN Á BÍLA. Ólög- legt upplýs- ingarit Nýlega var hér í bæ dreift í hús upplýsingariti um Akureyri; þar er um símaskrá að ræða. Útgefandi er Félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri. „Ég hef skrifað bæjarfógeta bréf, þar sem ég óska eftir að fari fram rannsókn á því hvort ekki sé þarna um brot á fjarskipta- lögum að ræða, sem þetta er að okkar áliti,“ sagði Arsæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri. „Ég hef ekki fengið svar þaðan, en við munum óska eftir því að þetta rit verði innkallað og gert upptækt ef um brot á lögum er að ræða.“ Ársæll sagði ástæðuna vera þá, að Póstur og sími hefði samkvæmt fjarskiptalögunum frá 1941, einkarétt á að gefa út nafnaskrá fjarskiptastöðva og notendur fjar- skiptavirkja. „Póst og símamála- stofnunin hefur gefið út símaskrá einu sinni á ári og við höfum safn- að í þá skrá auglýsingum sem hafa fjármagnað kostnaðinn,“ sagði Ársæll. „Símnotendur hafa því ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir skrána. Með þessu upplýs- ingariti er um samkeppni að ræða sem gæti þýtt að við missum við- skipti." Ennfremur sagði Ársæll að mikið væri lagt upp úr því að fylgja þessum einkarétti eftir, ein- mitt með hliðsjón af því að síma- skráin fjármagnar sig sjálf og greiðir einnig hluta af skráning- arkostnaði. Brot á fjarskiptalögunum varð- ar sektum allt að tíu þúsund krón- um eða varðhaldi ef miklar sakir eru. Upptæk skulu gerð tæki þau og hlutir sem í heimildaleysi hafa verið flutt inn, smíðuð eða starftækt. .Krakkarnir í Frábæ skemmtu sér vel á föstudaginn, þegar þau efndu til hátíðar með ýmsum ieikjum og sprelli. Til að byrja með var gengið í skrúðgöngu til Lundarskólans þar sem skemmtunin fór fram. Síðan var kökuveisla. Ljósmynd: KGA. Sjóstanga- veiðimót Hiö árlega sjóstangaveiðimót Akureyrar fer fram þann 11. september. Væntanlegir kepp- endur taka daginn snemma því farið verður með rútu frá Akur- eyri kl. 6 um morguninn, en áætlað er að róið verði frá Dalvík klukkustund síðar. Mótið verður sett föstudags- kvöldið 10. september að Hótel KEA, og þar mæta menn til að sækja sín gögn og þess háttar. Að venju verða fjölmörg verð- laun í boði fyrir þá sem hafa heppnina með sér í mótinu. Sá sem veiðir stærsta fisk hverrar tegundar fær verðlaun, aflahæsta konan og aflahæsti einstaklingur mótsins og sá sem fær flesta fisk- ana. Þá er mótið um leið sveita- keppni, og aflahæsta sveitin fær að sjálfsögðu verðlaun. Reiknað er með mikilli þátt- töku í mótið, en það er öllum opið sem hafa áhuga á að spreyta sig. Von er á keppendum frá Vest- mannaeyjum, Reykjavík, Kefla- vík og sennilega einnig frá ísa- firði, og væntanlega láta Eyfirð- ingar og áhugamenn út næstu byggðarlögum sig ekki vanta. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 3. september til Jóhanns Kristins- sonar í síma 21670 eða Bjarna Sigurjónssonar í síma 25857 og er þátttökugjald kr.500. Jóhann Pétursson Svarfdælingur dvelur nú á Landspítalanum. Ljósmynd: Jim Smart Jóhanni Svarfdæl- ingi boðin búseta í Dalbæ Jóhann Svarfdælingur, hæstur íslendinga, og þótt víðar væri leitað, hefur undanfarna ára- tugi verið búsettur í Bandaríkj- unum. Hann er fyrir nokkru kominn heim til íslands og hef- ur verið boðin búseta að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Jóhann hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann þiggur það boð. „Upphaf þessa máls er það að ég var síðustu þrjú ár að læra öldr- unarfræði í háskólanum í Tampe í Flórída. Þegar ég svo kom heim tók ég við þessari stöðu hérna,“ sagði Gunnar Bergmann for- stöðumaður Dalbæjar. „Fyrir til- viljun frétti ég síðan að Jóhann hefði búið þarna rétt hjá mér í Tampe. Og málin þróuðust því á þann veg að mér var falið að fara út og verða honum samferða heim, hann þyrfti aðstoðar með á leiðinni." Jóhann er núna í læknismeð- ferð á Landspítalanum, og alls er óvíst hvort hann mun setjast að í Dalbæ. Dökkar horfur í fata- iðnaoi „Samkeppni við innflutning hefur aukist alveg gífurlega á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Samkeppnisstaða innanlands hefur versnað stór- lega gagnvart innflutningi vegna þess að allur tilkostnaður innanlands hefur hækkað mun meira en verð á erlendum gjaldeyri.“ Svo fórust Gunnari Kjartanssyni hjá Iðnaðardeild Sambandsins, orð um ástand mála í fataiðnaði. Gunnar nefndi sem dæmi að Evrópugjaldmiðill hefði hækkað um rúm 20% að meðaltali, meðan tilkostnaður innanlands hefur hækkað um 50%. Innflutningur fyrstu sex mánuði þessa árs hefur aukist um 84% í krónum talið, miðað við fyrstu sex mánuði síð- astliðins árs. Sé hinsvegar litið á gengisþróunina kemur í ljós að um gífurlega magnaukningu er að ræða. „Gengisfellingin núna hefur að öllum líkindum ekki önnur áhrif en þau að hún leiðréttir þetta stóra bil sem að hluta til var komið,“ sagði Gunnar. „En hinu má ekki gleyma að okkar hráefni hækkar um það sem þessi gengis- felling nemur og hráefni er einn þriðji af tilkostnaði. Ofan á það bætist síðan hækkun launa, þann- ig að munurinn verður fljótur að étast upp.“ Um hvað væri til ráða nefndi Gunnar, að jafna þyrfti aðstöðu iðnaðar gagnvart öðrum atvinnu- rekstri í landinu, til dæmis með launaskatt o.fl. „Menn eru yfir- leitt mjög svartsýnir á horfurnar framundan í íslenskum fataiðn- aði. Það er erfitt að keppa hér við erlenda framleiðslu sem er seld á útsölu má segja - gjaldeyrir er, og hefur verið, á útsöluverði að heita má.“ # Margtsagtog skrifað Nú er lokið árlegu fjórðungs- þingi Norðlendinga. Þar gekk nú á ýmsu eins og sjá má víða í þessu blaði. Ályktanir sem samþykktar voru námu tæp- um þremur tugum og hér verður ekki reynt að giska á hversu margar ræður voru fluttar. Eftir síðasta fjórð- ungsþing hafði einn ágætur maður á orði að þingskjölin hafi verið eitthvað á annað kíló. Það er því Ijóst að mörg orðin eru sögð og skjalfest á þingum sem þessum. # Stefnumark- andi áhrif Það sem hér að ofan greinir kann að þykja fremur nei- kvætt. Sífellt heyrist sami söngurinn um að masað sé og fjasað á fjórðungsþingum en lítið sem ekkert gerist. Það er reyndar ööru nær því fjöl- margt af því sem samþykkt hefur verið á fjórðungsþing- um hefur þegar komist 1 fram- kvæmd og vafalaust eiga margar þær ályktanir sem samþykktar voru á nýaf- stöðnu þíngi eftir að hafa veruleg stefnumarkandi áhrif. # Meiravægi gagnvart stjórnvöidum Það mikilvægasta 1 þessu öllu er þó ef til vill það, að lands- hlutasamtök eins og Fjórð- ungssamband Norðlendinga eru vel til þess fallinn að koma á heildarskipulagi í heilum landsfjórðung, þar sem ann- ars væri hver höndin upp á móti annarri. Raunar ber svo- lítið á því innan Fjórðungs- sambands Norðlendinga að hver hugsi um sína þúfu og að jafnvel sé öfundast út í nágrannann. En sem beturfer hefur slíkur ágreiningur ævinlega verið jafnaður og menn hafa komist að sameig- inlegum niðurstöðum, sem hafa meira vægi gagnvart stjórnvöldum á höfuðborgar- svæðinu heldur en ef hver væri að álykta t sínu horni. Sem sagt þrátt fyrir allan pappírinn og ræðurnar og ályktanirnar er hér um mjög þarft fyrirbæri að ræða. Orð eru jú til alls fyrst. # Farið gætilega í umferðinni Nú fer skólinn að hefjast með allri þeirri umferð gangandi barna og ungmenna sem það hefur í för með sér. Lögreglu- yfirvöld á Akureyri hafa verið til fyrirmyndar með að leið- beina og greiða fyrir umferð þar sem hún er mest í nánd við skólana. Vafalaust verður svo áfram. Þó er rétt að minna alla á að fara gætiiega. For- eldrar ættu að aðstoða börn sín við að komast í skólana fyrstu dagana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.