Dagur - 31.08.1982, Side 6

Dagur - 31.08.1982, Side 6
Fjóroungsþing N Snúum vöm í sókn íí — sagði Bjami Aðalgeirsson formaður Fjórðungssambandsins Fjórðungsþing Norðlendinga, það 24. í röðinni, var haldið á Sauðárkróki dagana 26.-28. ágúst. Fjölmargir nýir fulltrúar sátu þetta þing, sem jafnan er eftir bæjarstjórnarkosningar. Kom fram í þingsetningaræðu Bjarna Aðalgeirssonar, for- manns sambandsins, að af 95 fulltrúum væru hvorki meira né minna en 40 sem sætu þingið í fyrsta sinn sem fulltrúar. Fjórðungssambandið var stofnað 14. júlí 1945 á Akureyri. Um er að ræða frjálst samstarf án lagalegra réttinda eða valda. Vöxtur og við- gangur samtakanna byggir á trú manna á samtakamáttinn, trúna áað sameinaðir nái menn meiri árangri í hinum ýmsu málum er til framfara horfa fyrir Norðurland, eins og fram kom í ræðu Bjarna Aðalgeirsssonar. Bjarni sagði m.a.: „Því miður verður að segjast að staða Norður- lands er ekki nógu góð þegar á heild- ina er litið og á síðasta ári hefur nokkuð hallað á í búsetuþróun fjórð- ungsins miðað við landið í heild. En að mínu mati er beint samhengi milli búsetuþróunar og atvinnuframboðs. Ég vil þó vara menn við að fyllast bölsýni og forðast að mála ástandið of dökkum litum. Við skulum hins vegar snúa vörn í sókn á sem allra flestum sviðum atvinnulífsins og auka þannig atvinnuframboð og hag- stæðari búsetuþróun. Að þessum málum vill Fjórðungssambandið vinna, enda eru atvinnumálin eitt aðalmál þessa þings og er þetta ann- að þingið í röð sem atvinnumál eru aðalmálið og sýnir það hve Fjórð- ungssambandið lítur stöðu þessara mála alvarlegum augum og vill leggja sitt til að snúa vörn í sókn.“ Eins og fram kom í ræðu Bjarna voru atvinnumálin einkum rædd á Fjórðungsþinginu. Framsöguræður voru fluttar um þau mál. Lögð var fram tillaga fjórðungsráðs um atvinnumál og frummælendur voru Gunnar Ragnars um stóriðnað, Björn Dagbjartsson um matvælaiðn- að, Páll Hlöðversson um almennan iðnað og Guðmundur Sigvaldason um þjónustustarfsemi. Annað aðalmál þingsins var um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Tillaga kom frá fjórðungsráði og framsöguræður fluttu Egill Skúli Ingibergsson og Sturla Böðvarsson. Gunnar Ragnars: Nýta þarf vatns- og hitaorkuna Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar á Akureyri flutti erindi um stóriðnað. I upphafí erindisins dró hann saman þau helstu rök sem hann taldi fyrir því að ís- lendingar færu út í stóriðju. Verða þau rakin hér á eftir: 1. íslendingar hafa áður þolað miklar breytingar í þjóðfélaginu í atvinnulegum og félagslegum efnum og reynslan sýnir, að þjóðin hefur komið ágætlega út úr þeim breyting- aukning eða með öðrum orðum mun meira framleiðslumagn hefur verið framleitt af mun minni mannafla. 3. Þessar hefðbundnu atvinnu- greinar, svo og ýmiss konar þjón- ustustarfsemi eru komnar að sínum ystu takmörkunum. Og með hlið- sjón af því, að um enn frekari fram- leiðniaukningu verður að ræða í þessum atvinnugreinum í framtíð- inni er þess ekki að vænta, að þær taki við miklu af því vinnuafli, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu arum. 5. í aðeins mjög fáum tilfellum á hinn hefðbundni iðnaður framtíð fyrir sér. Með hefðbundnum iðnaði er átt við framleiðslu á vörum, sem þekktar eru og eru víða framleiddar og er auðvelt að framleiða, og þar sem framboðið er nú þegar jafn- mikið eftirspurninni og í sumum til- vikum meira. Undir þetta flokkast m.a. það sem ýmsir hér á landi kalla úrvinnsluiðnað. Við eigum ekki að leggja áherslu á að nýta hendur okk- ar til slíkrar framleiðslu, ef kostur er á öðru. 2. Breytingar á framleiðsluháttum þjóðarinnar hafa verið geysimiklar og aukning framleiðslunnar gífurleg. í hinum hefðbundnu atvinnuvegum þ.e. sjávarútvegi og landbúnaði hef- ur einnig orðið mikil framleiðni- 4. Þjóðin þarf að stórauka iðnað- arframleiðslu sína til þess að sjá fyrir atvinnu þessa fólks og er það alger forsenda fyrir áframhaldandi vexti og viðgangi þeirra lífskjara, sem við verðum að hafa ef þjóðfélagið á að standast næstu áratugi. 6. Við eigum hiklaust að snúa okk- ur að því, að nýta vatns- og hitaork- una og breyta henni í iðnaðarvöru og flytja hana á þann hátt út úr landinu. Við skulum nota tíma okkar til þess, ef við ætlum að halda áfram á leið bættra lífskjara. 7. Við skulum ekki ætla að við get- um gert allt sjálfir. Við skulum þess vegna ekki hika við það, að leita samvinnu við erlenda aðila, enda er slíkt forsenda þess, að hægt sé að byggja upp orkuiðnað. 8. Þótt við gerum svo eigum við ekki að óttast menningu okkar og sjálfstæði og ef rétt er að málum staðið eigum við ekki heldur að þurfa að spilla umhverfinu á neinn hátt þótt hér rfsi upp orkuiðnaður. 9. Það er álitlegast fyrir okkur að flytja orkuna úr landi í formi áls. 10. Efhugurfylgirmáliokkaraðhér þurfi að efla iðnað og þróa upp iðnað er kominn tími til þess, að við förum að líta í eigin barm og skoða hvort við höfum skapað þær forsendur sem þurfa til þess að iðnaðaruppbygging geti þróast á jákvæðan hátt. Guðmundur Sigvaldason: Óheillaþróun í dreifingu þjónustustarfseminnar Guðmundur Sigvaldason, landfræðingur og starfsmaður Fjórðungssambandsins, flutti framsöguræðu um þjónustu- starfsemi. Þar kom meðal annars fram að á síðustu tíu árum hafi frumvinnslu- og úrvinnslugreinar eflst verulega út um landsbyggðina og raunar einnig á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar hefði sú efling þjónustustarfsemi sem vænta hefði mátt í kjölfar efling- ar á öðrum höfuðþáttum atvinnulífs ekki séð dagsins Ijós, nema á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagði að þjónustan væri orð- in svo snar þáttur í lífi fólks að ef hún væri ekki innan seilingar flytti fólkið þangað sem hana væri að finna. í þessu efni skiptu heilbrigðisþjónusta og menntunarmöguleikar mestu máli. Guðmundur benti síðan á þá óheillaþróun sem orðið hefði á síð- ustu árum í þessum efnum. Þjónust- an færi sívaxandi í Reykjavík á kostnað landsbyggðarinnar. Miðað við þá þróun sem orðið hefur má gera ráð fyrir að 19 af hverjum 20 nýjum störfum á höfuðborgarsvæð- inu verði í þjónustugreinum árið 1990 ef svo heldur sem horfir, eða um 95% af öllum nýjum störfum. Sams konar framreikningur sýnir að aðeins tvö-af hverjum þremur nýjum störfum á Norðurlandi verða í þjón- ustu, eða rösklega 65%. Ef þróunin heldur áfram eins og verið hefur þýð- ir það að við upphaf næsta áratugs muni aðalatvinnuvegur höfuðborg- arbúa verða þjónusta við sjálfa sigog landsbyggðina. Þetta þýðir að þá verður þjónustan ekki lengur innan seilingar fyrir stóran hluta íbúa landsbyggðarinnar. Guðmundur benti á hve stóran hlut opinberir aðilar eiga í þessari þróun. Fátt sýnir þessa þróun betur en hlutfall launagreiðslna ríkisins eftir landshlutum, en slík könnun hefur nýlega verið gerð á vegum Fjórðungssambandsins. Árið 1976 fóru 9,8% af launa- greiðslum ríkisins til Norðurlands en tveimur árum sfðar var hlutfallið komið niður í 8,7% af heildarupp- hæð opinberra launagreiðslna. Hins vegar fór hlutfall höfuðborgarsvæð- isins í launagreiðslum ríkisins hækk- andi milli þessara tveggja ára. Fyrra árið var hlutfall höfuðborgarsvæðis- ins 67,5% en það seinna72%. Þessar tölur sýna í hnotskurn þá þróun sem orðið hefur í uppbyggingu ríkisþjón- ustunnar sem verður æ bundnari höf- uðborgarsvæðinu. Páll Hlöðversson skipatækni- fræðingur flutti erindi um almennan iðnað og fram- leiðsluiðnað. Hann sagði í upp- hafí máls síns að spurningin stæði ekki annað hvort um al- mennan iðnað eða orkufrekan iðnað heldur hlytu menn að ætla hvorutveggja svigrúm óg vaxtamöguleika og stefna að því að stór og smá fyrirtæki í iðnaði gætu haft stuðning hvér af öðrum. Páll sagðist sannfærður um aö þrátt fyrir aflabrest um þessar mundir gætu störf í fiskiðnaði aukist. Kvaðst hann eiga sérstak- lega við það að um meiri full- vinnslu og verðmætasköpun yrði að ræða í framtíðinni. T.d. ætti eitt stærsta frystihús á landinu, Útgerðarfélag Akureyringa, skil- yrðislaust að þreifa fyrir sér í þessu sambandi með tiíraunaeld- húsi. Hann sagði að reiknað væri með að landbúnaður myndi að mestu standa í stað því loðdýra- rækt muni vega að mestu upp fr am- leiðsluniðurskurð hinna hefð- Dr. E Miklir fóðurvi Dr. Björn Dagbjartsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofn- unar fískiðnaðarins hélt fróð- legt erindi um matvælaiðnað og hvað mætti bæta á því sviði ís- lenskra atvinnu- og fram- leiðslumála. Hann ræddi meðal annars um mjólkuriðnaðinn sem hann taldi í allgóðu jafnvægi og líklega væri ekki um auðugan garð að gresja varðandi útflutning í ríkara mæli en nú er. Þó benti hann á að miðað við áhuga ferðamanna á skyri mætti ætla að finna mætti markað fyrir þá vöru í Evrópu og einnig gat hann þess að bent hefði verið á að framleiða mætti svokallaða „cheddar“-osta til út- flutnings, en það er harður nýmjólk- urostur og oft borðaður erlendis í staðinn fyrir kjötmeti eða fisk. Hann sagði að í útflutningi á kjöti væri við ramman reip að draga, en ýmsar smáhindranir virtust oft í vegi fyrir því að kjötútflutningur ykist. Hann nefndi sem dæmi að hugmynö- in um hangikjötssölu til Evrópu hefði stöðvast vegna þess að hún hafi ekki komið frá réttum aðila, slátrun- araðferðir Araba hafi ekki þótt nógu fínar fyrir íslensk dýraverndunarfé- lög, ísland væri ekki á skrá í Japan yfir lönd sem mættu selja þangað landdýrakjöt. Allt virtust þetta þó smáhindranir sem auðvelt ætti að vera að yfirstíga og mættu ekki trufla þýðingarmikil viðskipti. Hann sagð-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.