Dagur - 16.09.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR S PÉTUR ' AKUREYRI FILMUhi 65. árgangur Akureyri, flmmtudagur 16. september 1982 101. tölublað Mjólku rf ramlei ðsla svipuð og í fyrra Mjólkurframleiðslan til ágúst- loka í ár varð 14,4 milljónir lítra sem er svipað og á sama tíma í fyrra, eða 43 þúsund lítrum minni. Samdrátturinn nemur 0,3%, samkvæmt upplýsingum Vals Arnþórssonar, kaupfé- Iagsstjóra KEA. Sala á mjólkurvörum hefur gengið með eðlilegu móti en þó eru fyrirliggjandi hjá mjólkur- samlaginu allnokkrar birgðir um þessar mundir, eins og venjulega er á þessum árstíma. Framleiðsluráð hefur ákveðið að greiða mjólkurframleiðendum 20 aura á hvern mjólkurlítra framleiddan í september og október og talið er að einnig muni koma sérstakar greiðslur fyrir mjólk sem framleidd verður í nóvember, desember og janúar, þótt endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um það ennþá. Þessar sérstöku greiðslur koma úr kjarnfóðursjóði, en með þeim vill framleiðsluráð stuðla að jöfn- un mjólkurframleiðslunnar milli vetrar- og sumarmánaða. Sagðist Valur Arnþórsson vilja taka mjög sterklega undir það sjónarmið að afar brýnt væri fyrir Mjólkursam- lag KEA að framleiðslan jafnist verulega milíi árstíma frá því sem nú er. Hann sagði að sveiflan væri gífurlega mikil, þannig að mjólk- urmagnið að sumrinu væri mjög miklu meira en að vetrinum. Þetta ylli erfiðleikum í vinnsl- unni, miklu álagi á þeim tíma þeg- ar sumarleyfi stæðu sem hæst og kallaði á mikinn aukamannskap og aukavinnu, sem hvort tveggja væri mjög dýrt. Þaö væri þess vegna beint hagsmunamál fyrir bændurna að jafna fraitileiðsluna þannig að rekstur Mjólkursam- lagsins yrði sem allra hagkvæm- astur. Dr. Kristján Eldjárn látinn Dr. Kristján Eldjárn, fyrrum forseti íslands, Iést i sjúkra- húsi í Ohio í Bandaríkjunum sl. þriðjudag 65 ára að aldri. Dr. Kristján hafði daginn áður gengist undir uppskurð á sjúkrahúsi í Cleveland. Dr. Kristján var fæddur 6. desember 1916 á Tjörn í Svarf- aðardal. Foreldrar hans voru Þórarinn Kristjánsson Eldjám og Sigrún Sigurhjartardóttir. Hann lauk námi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1936 og nam síðan við Kaupmanna- hafnarháskóla til ársins 1939. Hann tók mag. art. próf í ís- lenskum fræðum frá Háskóla íslands árið 1944 og varði dokt- orsritgerð sína „Kuml og haug- fé úr heiðnum sið á íslandi“ við háskólann árið 1957. Dr. Kristján stundaði kennslu við Menntaskólann á Akureyri og varð síðan að- stoðarmaður við Þjóðminja- safn íslands áður en hann var skipaður þjóðminjavörður 1947. Því starfi gengdi hann til ársins 1968. Það ár var hann kjörinn þriðji forseti íslands, og embætti forseta íslands gegndi hann til miðs árs 1980. Dr. Kristján var kvæntur Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn og eign- uðust þau fjögur börn. Fráfall dr. Kristjáns er mikil harmafregn öllum íslending- um enda var hann ástsæll for- seti íslensku þjóðarinnar. Framkvæmdir við efstu brúna á Glerá ganga samkvæmt áætlun og má reikna með að umferð verði hleypt á hana fyrri hlutann í október. Ljósmynd: KGA aðarmannaráð Landssam- bands íslenskra útvegsmanna stöðvað togaraflota lands- manna, á þann hátt að er togar- arnir koma til hafnar að lokinni veiðiferð verða þeir bundnir við bryggju. Það vakti því at- hygli er togarinn Björgvin frá Dalvík kom til heimahafnar sl. mánudag og hélt aftur út til veiða eftir stuttan stans. „Það var bilun í vél togarans og hann kom einungis til hafnar til þess að sækja varahlut,“ sagði Björgvin Jónsson forstjóri Ut- gerðarfélags Dalvíkinga hf. sem gerir togarann út. „Hann landaði engu, tók ekki olíu eða vatn eða neitt annað. Ég stóð í þeirri mein- ingu að hann mætti ljúka við túrinn, annars hefði ég sent bát með varahlutinn út til hans,“ sagði Björgvin. „Togarinn var ekki búinn að ljúka sinni veiðiferð og hann er að því áfram," sagði Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna er við spurðum hann um þetta atr- iði. „Við erum ekki að kappkosta það með neinum hætti að stöðva flotann, þetta er neyðarbrauð og við ætluðum okkur að gefa lengri frest með því að láta skipin ljúka veiðiferð sem hófst áður en jjetta tók gildi/‘ Hrísey: Neyðarástand í síma- málum ef rafmagn fer t * . .. ... . . . . „Astandið í símamálum hér í eyjunni er þannig að við erum alveg hreint allslausir ef raf- magnið fer af. Ef það gerist, þá þarf að setja varavélar í gang til þess að koma símstöðinni inn aftur, en þá er það skilyrði að Dalvík hafl líka straum. Ef Dalvík er straumlaus, þá kom- umst við ekki I símasamband.“ Þetta sagði Örn Kjartansson oddviti í Hrísey er við ræddum við hann um ástand símamála í eyj- unni. íbúar þar búa við öryggis- leysi í símamálum eins og fram kemur hjá Erni hér að framan og hefur svo verið lengi. „Það tekur hálftíma til þrjú korter að ræsa varavélarnar þegar rafmagnið fer í eyjunni og það er talsvert mál. Það er hinsvegar til miklu einfaldari lausn á þessu máli sem um leið eykur öryggi okkar mikið. Það er að setja tal stöð á símstöðina sem yrði tengd rafhlöðu og konurnar sem þar starfa gætu þá haft samband við land og kallað fyrir okkur hvert sem er. Hingað til höfum við orð- ið að treysta á ferjuna, að hægt væri að kalla úr henni í land. Ég hef haft samband við um- dæmisstjóra Pósts og síma um að við fengjum þessa talstöð til þess að auka öryggi okkar. Það gerði ég í vor. Þeirri beiðni var ekki illa tekið en talstöðina höfum við ekki séð enn sem komið er. Það sem við biðjum um er að fá talstöð og einn rafgeymi. Það hafa átt sér stað hér slys á þeim tíma sem við höfum verið rafmagns- lausir og símasambandslausir og við komumst loksins í samband við land með lítilli CB stöð og gát- um þannig fengið læknishjálp úr landi.“ Hluti byggðarinnar í Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.