Dagur - 16.09.1982, Page 6

Dagur - 16.09.1982, Page 6
wSmáau%lýsin$arm Bifreióir Til sölu Volvo 144 árgerft 1970. i góöu lagi. Verð kr. 30.000,- Uppl. í síma 23450 alla virka daga. Tll sölu er bifrelðin A-5419, sem er Ford Fairmoth árgerð 1978. Uppl. veitir Bílasalan Ós sími 21430. Til sölu Ford Cortina árgerð 1976. Skemmdur eftir árekstur og Mercedes Benz árgerö 1968 með bilaða vél. Uppl. i síma 21566. Til sölu Peogot disel árgerð 1971.Skiptikomatilgreina. Uppl. í síma 25465. Til sölu Lada 1200 station árgerð 1976. Ekinn 45.000 km. Góður bíll á góðum greiðslukjörum. Uppl. í síma 24394. Sala Til sölu 2 1/2 tonna bátur, 36 net og nýverbúð. Uppl. ísíma21136. Til sölu AEG eldavél. Litur dökk- brúnn með ofni og grilli. Uppl. í síma 25489 eða Tjarnarlundi 8f. Til sölu svefnherbergishús- gögn. Verðca. 12.000.-kr. Uppl. í síma 25795. Sala Til sölu er hitavatnsdúnkur 200 lítra ásamt hitatúpu og tilheyrandi dóti. Uppl. í síma 25079. Til sölu sófasett (1, 2 og 3) dökk brúnt pluss-áklæði. Mjög vel með farið. Uppl. í síma 62420. Til sölu notaðar innréttingar úr svínahúsi, grindur úr rörum og kambstáli. Uppl. í sima 62461 á kvöldin. Til sölu 3ja ára notuð Candy þvottavél. Verð kr. 4.000 - Uppl. í síma 25582 eftirkl. 17. Til sölu er AEG eldavél 3ja ára gömul. Einnig nýlegt helluborð með fjórum hellum. Uppl. í síma 24642 eftir kl. 17. Til sölu kerruvagn verð kr. 1.200.-, einnig tvöfaldur Happy- svefnsófi verð kr. 1.500 - Uppl. í síma 23689 eftir kl. 18. Til sölu 100 watta H-H gítar- magnari, lítur vel út. Uppl. í sima 61428. Óska eftir að kaupa notað sófa- sett. Uppl. i síma 23450 alla virka daga. Atvinna Vetrarmaður óskast á sveita- heimili á Norð-Austurlandi. Bú- fræðimenntun eða haldgóð reynsla æskileg. Uppl. í síma 96- 81199 í hádeginu og eftir kl. 20. i Safnarinnm Tímarit: Gangleri, Morgunn, Isl. Fyndni, ísl. Sagnablöð, Stefnir, Árb. Landbókasafnsins, Norræn jól, Dagrenning, lceland Review, Almanalak Þjóðvinafél. Bækur og safnrit. Safn Fræðafélagsins (kompl.) Orgigines Islandicae, Skólameistarasögur, Árnesinga- saga, Islendingasögur. Safn Rímnafél. mikið úrval rímna frá 19. öld. FORNBÓKAVERSLUNIN FRÓÐI Geislagötu 1 (gegnt Ráðhúsi). Stofnun og þróun smáfyrirtækja Verið er að koma af stað verk- efni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja, sem iðnaðarráðu- neytið hefur haft forgöngu um. Verkefnið er m.a. stutt af Byggðasjóði, Iðnþróunarsjóði og Iðnrekstrarsjóði en norska ráðgjafarfyrirtækið Indevo A/S aðstoðar við framkvæmd þess. Þeir sem vilja stofna smáfyrir- tæki, eða gera nýja iðnaðarhug- mynd að veruleika í starfandi fyrirtæki, geta sótt uin þátttöku. Kannaðar verða einkum hagræn- ar og tæknilegar forsendur þeirra hugmynda sem þátttakendur leggja fram. Tilhögun verður í aðalatriðum þessi: Þátttakendur koma á fjóra vinnufundi sem dreift verður á eitt ár. Þar verður unnið í hópum og hefur hver hópur sinn leiðbein- enda. Á milli vinnufunda þurfa þátttakendur að leggja á sig veru- lega vinnu, m.a. við öflun upplýs- inga sem tengjast rekstrarhug- myndum þeirra. Á fyrsta vinnufundinum verða hugmyndir þátttakenda athugað- ar gaumgæfilega. Reynt verður að gera sér grein fyrir markaðinum, hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu, og þátttakendum leið- being um hvernig afla skuli upp- lýsinga þar að lútandi fyrir næsta fund. Á öðrum vinnufundi verður rætt um stefnumótun fyrirtækisins og unnið áfram að markaðsathug- un. Þá reikna þátttakendur út framleiðslukostnað og gera rekstraráætlanir. Fyrir næsta fund þarf m.a. að afla viðbótarupplýs- inga um markaðinn og keppinaut- ana. Á þriðja vinnufundinum verð- ur athugað hvernig fyrirtækið mundi standa með tilliti til fjár- hagslegrar afkomu og arðsemi og reynt að finna út veiku hlekkina í áætluninni. Hér er komið að gerð lokaáætlunar fyrir fyrirtækið í heild, sem m.a. felst í samræm- ingu á tæknilegum og hagrænum þáttum sem kannaðir hafa verið á fyrri stigum. Á fjórða og síðasta vinnufund- inum kynna þátttakendur áætlan- ir sínar og fram fara gagnrýnar umræður um hvernig þeim verði hrint í framkvæmd. Umsjón með verkefninu verð- ur á hendi Samstarfsnefndar um iðnráðgjöf í landshlutunum. Meginhlutverk hennar er að sam- ræma störf iðnráðgjafa sem starfa á vegum landshlutasamtaka sveit- arfélaga. Verður unnið að verk- efninu í samstarfi við iðnráðgjaf- ana. Verkefnisstjóri er Halldór Árnason, og hefur hann aðsetur á Iðntæknistofnun, sími 91-42411. Verkefnið verður auglýst í dag- blöðum og landsmálablöðum næstu daga. Þar mun koma fram allt sem lýtur að skráningu og vali þátttakenda. Gert er ráð fyrir að um 20 manns verði valdir til þátt- töku. Þátttökugjald erkr. 1.000,- en auk þess greiða þátttakendur kostnað við ferðir og uppihald á vinnufundum. Ráðgert er að halda fyrsta vinnufundinn á Hall- ormsstað 19.-21. nóvember nk. NLFA selur sápur Fyrir stuttu birtist fréttapistill frá Náttúrulækningafélagi Ak- ureyrar, þar sem minnt er á það mikla verkefni, sem félagið nú vinnur að sem er að byggja heilsuhæli við Kjarnaskóg, hliðstætt Heilsuhælinu í Hvera- gerði, sem eins og allir vita er jafnan mjög ásetið, og annar hvergi mikilli eftirspurn um dvöl. Það er því full þörf fyrir annað heilsuhæli hér norðanlands, og má færa góð rök fyrir hagkvæmni slíkrar stofnunar hér á Akureyri. í fyrsta lagi er það verulegt fjár- hagslegt atriði fyrir Akureyringa og fólk úr mörgum nágranna- byggðum, að geta fengið slíka þjónustu hér á staðnum. I öðru lagi er slík stofnun jákvæður liður í atvinnuuppbyggingu bæjarins, bæði vinnan við bygginguna og svo öll þau atvinnutækifæri sem þar verða til staðar, auk marg- háttaðra viðskipta, á ýmsum sviðum, sem 80-100 manna heim- ili útheimtir. Það má því öllum ljóst vera að slík bygging sem nú er að rísa við Kjarnaskóg, er já- kvætt og þarft framtak, frá öllum hliðum skoðað, það styrkir bæjar- samfélagið og verður, þegar það kemst í not tekið með fögnuði af þeim mörgu, sem þangað þurfa að leita. NLFA er að vísu heldur veik- burða félagsskapur, en hefur þó sýnt þann kjark og þann dugnað að hefja framkvæmdir, og hálfnað er verk þá hafið er. Það var þó gert í krafti þess, og með þeirri bjargföstu trú, sem til þessa hefur ekki brugðist, að margir hafa lagt málefninu lið og veitt góðan fjár- hagslegan stuðning. Því er þessi bygging komin svo á veg, sem raun ber vitni í dag. Enn er þó nokkuð í land að fyrsti áfanginn komist í not, og þvf má hvergi láta deigan síga. Aðeins ein leið er fær - að halda áfram. Að safna fé í haust og í vetur svo hægt sé að halda byggingunni áfram á næsta sumri. Því verður þú lesandi góður heimsóttur um næstu helgi og boðin ein þrjú stykki af ilmandi sápu í stað 70 króna framlags. Þó að skerfur okkar hvers og eins geti ekki verið stór, þá safnast þegar saman kemur, og mest er um vert að sem fæstir skerist úr leik. Mörgum kann að finnast þetta stöðuga „betl“ um hverja helgi hvimleitt. En við ættum kannski að líta á málið frá öðru sjónar- horni. Hér er áhugafólk að fórna tíma sínum, og oft fjármunum, fyrir eitthvert þarft málefni, ekki til að hagnast sjálft, heldur til heilla öðrum, sem njóta góðs af hjálpsemi þess. Heilsuhælinu við Kjarnaskóg er ætlað að rækja slíkt hlutverk, vera heilsubótar- staður og hvíldarheimili þar sem fagurt umhverfi gerir dvölina ennþá ánægjulegri og árangurs- ríkari. Látum ævintýrið, sem er að gerast við Kjarnaskóg, verða sem allra fyrst að veruleika. Tök- um öll höndum saman, þá lyftum við auðveldlega þessu Grettis- taki. Vert þú með. Frá söfnunarnefnd NLFA. 6 - DAGUR -16. september 1982 Umboðsmenn Dags Siglufjörður: Blönduós: Sauðárkrókur: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Matthías Jóhannsson Aðalgötu 5, sími 71489. Olga Bjarnadóttir Árbraut 10, sími 4178. Gunnar Pétursson Raftahlíð 13, sími 5638. Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8, sími 62308. Heimir Áslaugsson Norðurvégi 10, sími 61747 Gerður Jónsdóttir Miðtúni, sími 61247. Kjartan H. Pálmarsson, sími 33112. Hafliði Jósteinsson Garðarsbraut 53, sími 41765. Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Sigurrós Tryggvadóttir Akurgerði 5, sími 52145. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225 Hjálpræðisherinn, Hvannavöll- um 10: Fimmtudaginn 16. sept. kl. 20.30, biblíulestur: „Líf Jesúá jörðinni". Föstudaginn 17. sept. kl. 20.00, æskulýðurinn. Sunnu- daginn 19. sept. kl. 20.30, almenn samkoma. Mánudaginn 20. sept. kl. 16.00, heimilasambandið. All- ir velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu- daginn 19. september, samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Björgvin Jörgensson. Allir hjartanlega velkomnir. Munið minningarspjöld Kvenfél- agsins Hlífar. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3, einnig í símavörslu FSA. Allur ágóði rennur til barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. IOOF - 2 -1649178 'h Ferðafélag Akureyrar minnir á eftirtaldar ferðir: Herðubreiðarlindir - Askja: 24.- 26. sept. (2 dagar). Haustferð. Gist í Þorsteinsskála. Skrifstofa félagsins er að Skipa- götu 12, sími 22720. Skrifstofan er opin frá kl. 17-18.30 mánu- daga og fimmtudaga. Símsvari er kominn á skrifstofu félagsins er veitir upplýsingar um næstu ferð. Atvinna Viljum ráöa verkamenn nú þegar til vinnu á Akur- eyri, í Fljótum og á Siglufiröi. Norðurverk hf. sími 21777. BRYNJÓLFUR SVEINSSON fyrrverandi yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri Hagamel 52, Reykjavfk lést 14. septembersl. Þórdís Haraldsdóttir, Bryndís Bry njólfsdóttir, Helga Bry njólf sdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Níelsson, Brynjólfur Þór Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Hetga Bryndís Jónsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.