Dagur - 01.10.1982, Síða 3
Þorvaldur Þorsteinsson opnar
myndlistasýningu í Listsýn-
ingasal Myndlistaskólans á
Akureyri á laugardag. Sýn-
ingin verður opnuð klukkan
15 og hún stendur til 10. októ-
ber. Á sýningunni verða um
70 myndir, pennateikningar
og vatnslitamyndir og blanda
úr þessu tvennu.
„Myndirnar eru flestar gerðar
á þessu ári en nokkrar eru frá
síðasta ári,“ sagði Þorvaldur í
stuttu spjalli við Dag. Hann er
fyrsti nemandi úr Myndlista-
skólanum á Akureyri sem held-
ur einkasýningu á Akureyri, en
hann stundaði nám í skólanum í
fjóra vetur, jafnhliða mennta-
skólanámi.
„Það mi eiginlega segja að
þessar myndir séu byggðar á
reynslu margra ára. Meðan ég
var í Myndlistaskólanum og
fyrst á eftir fannst mér ég alltaf
vera að gera skyssur að Mynd-
inni með stóru m-i. Ég var stöð-
ugt að æfa mig. Ég uppgötvaði
síðan skyndilega að þetta
skyssuform og mikil undirbún-
ingsvinna fyrir hverja mynd
hentaði mér ekki og voru ein-
faldlega ekki mín vinnubrögð.
Mér lætur betur að vinna margar
myndir hratt og „spontant" af
sama hlutnum þangað til ég er
ánægður með árangurinn og vel
þá úr bestu myndina.“
Þorvaldur Þorsteinsson.
„Hendir þú þá þeim sem þú
t.d. velur ekki á sýningu?“
„Nei, nei, ég hendi aldrei
mynd. Ég á meira að segja hvern
einasta snepil frá því í 5. bekk í
barnaskóla. Ég hef alltaf haft
„sans“ fyrir því að halda þessu til
haga. En vegna þessara vinnu-
bragða á ég náttúrlega nokkur
hundruð myndir niðri í skúffu,-
skyldar þeim sem eru á þessari
sýningu.
„Hvenær byrjaðir þú að
stunda myndgerð af alvöru?“
„Ég hef alltaf haft gaman af að
teikna, frá því ég man fyrst eftir
mér. Ég byrjaði að sækja nám-
skeið utan teiknikennslunnar í
skólanum þegar ég var 14 ára,
hjá einstaklingum í bænum. Síð-
an fór ég í skólann til Helga Vil-
bergs og einhverra hluta vegna
var búið að telja mér trú um það
þegar ég var 15 ára að ég væri
einhver jafnbesti snillingur sem
upp hefði komið á Norðurlandi
fyrr og síðar,“ segir Þorvaldur
og hlær við. „Spurningin var því
ekki sú hvort ég kæmist í skól-
ann hjá Helga heldur hvort ég
ætti ekki að fara beint í fram-
haldsdeild.
Með sinni alkunnu lipurð og
sálfræði taldi Helgi mér trú um
að sennilega væri best að byrja á
byrjuninni og ég komst smátt og
smátt að því að ég hafði verið
óskapiegur kjáni. Það besta sem
ég lærði hjá Helga og öðrum
kennurum Myndlistaskólans var
að hverjum manni væri hollt að
ganga ekki að myndlist sem
gefnum hlut, heldur sem erfiðri
vinnu er krefðist mikils sjálfsaga
og áhuga. Þetta er engin handa-
baksvinna.
Það var mikils virði að átta sig
á því að maður er ekki fæddur
snillingur. Sá sem hefur slíkar
hugmyndir lærir aldrei neitt því
hann telur sig kunna allt fyrir.
Maður verður að byrja á því að
kynnast takmörkum sínum svo
unnt sé að brjótast út. Þá rekst
maður reyndar á aðrar takmark-
anir. í dag er ég fullur efasemda
en jafnframt meðvitaðri um
hvað ég get gert. Efasemdir eru
neitkvætt hugtak en í myndlist
hlýtur það að vera jákvætt. Ef
efasemdir verða til þess að
maður hættir að líta á verk sín
sem fullkomin heldur aðeins það
besta sem maður getur gert
hverju sinni, þá eru þær af hinu
góða. Það er enginn endapunkt-
ur til, engin fullkomnum til í
þessum efnum frekar en
öðrum.“
„Hvað viltu segja um mynd-
irnar sjálfar á sýningunni?“
„Flestar eru þær mjög einfald-
ar í gerð. Menn hafa haft orð á
því að myndefnið sé lítið
íslenskt, þetta séu ekki mjög
þjóðlegar myndir, fremur al-
þjóðlegar. Skýringin er sú að
þetta eru mest myndir af fólki,
ekki af ákveðnum persónum,
heldur bara af manneskjum og
e.t.v. nánasta umhverfi þeirra.
Hvað er alþjóðlegra en mann-
eskjan?“
„Framtíðin, veistu hvað hún
gæti borið í skauti sér?“
„Mér finnst framtíðin björt og
ég er reyndar með eindæmum
bjartsýnn. Þegar ég segi það er
ég ekkert frekar að falast eftir
bjartsýnisverðlaunum. En í
alvöru talað, eftir að hafa gefið
mér tíma til að sinna myndgerð,
sem ég hef aldrei gert að neinu
ráði fyrr en í sumar, er ljóst að
það verður ekki aftur snúið. Ég
verð öruggiega meira og minna í
þessu áfram og hyggst hvíla mig
á íslenskunámi í Háskólanum,
sem ég byrjaði á sl. vetur. Það er
ýmislegt í deiglunni. Ég verð
fyrir sunnan næsta vetur á nám-
skeiðum bæði í Myndlista- og
handíðaskólanum og Myndlista-
skólanum í Reykjavík. Jafn-
framt mun ég vinna á auglýs-
ingastofu, eins og ég gerði með
náminu í fyrravetur. Síðan ætla
ég í frekara framhaldsnám í
myndlist.“ H.Sv.
Herbst/Winter82/S3
Quelle pöntunarlistinn með haust- og vetrartískunni 82/83 er nærri þús-
und blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum vamingi. Úrvalsfatnaður á
alla fjölskylduna, skór, töskur, skartgripir, húsbúnaður, heimilistæki, leik-
föng, já allt sem hugurinn gimist. Allt gæðavörur á hagstæðu verði.
Öruggur afgreiðslumáti.
IVinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið —
ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 72 auk póstkröfugjaldsins.
Quelle-umboöið Pósthólf 39,230 Njarðvík. Sími 92-3576.
Afgreiðsla í Reykjavík Laugavegi 26, 2.h. Sími 21720.
Nafn sendanda
heimilisfang
sveitarfélag
póstnúmer
L
Quelle umboðið sími 21720
allt sem hugurinn girnist
** frá QueIIe
Stœrsta póstverslun í Evrópu.
1: október 1982 - DAGUR - 3