Dagur - 01.10.1982, Síða 11

Dagur - 01.10.1982, Síða 11
Fyrsta einka- sýnlng Forvaldar Þorvaldur Þorsteinsson opnar unni eru um 70 myndir, penna- sýningu í Listsýningasal eða tússteikningar og vatnslita- Myndlistaskólans á Akureyri myndir. á laugardag klukkan 15. Þetta er fyrsta einkasýning Sýningin verður opin kl. 20- Þorvaldar en hann hefur tekið 22 virka daga en 15-22 um helg- þátt í samsýningum. Á sýning- ar og lýkur 10. október. íþróttír Fyrsti opinberi leikurinn í hand- knattleik á keppnistímabilinu verður háður í Skemmunni á Akureyri á morgun kl. 14, en þá leika KA og Haukar í 2. deild. KA-menn hófu baráttuna í 2. deild um sl. helgi en þá héldu þeir suður og léku tvo leiki. Uppskeran í þeirri ferð var rýr, jafntefli gegn Breiðablik og ósigur gegn HK. Þar töpuðust því þrjú mikilvæg stig strax í fyrstu lotu. Eftir þessa slæmu byrjun er ljóst að KA verður að láta til sín taka á eigin heimavelli, þar mega hvorki stig né leikir tapast. Það veltur því mikið á áhorfend- um að þeir styðji við bakið á lið- inu og stuðli þannig að sigri. Golf Golfmenn eru nú farnir að búa sig undir það að allra veðra sé von. Um helgina verður síðasta mót ársins, en það er hin árlega „Bændaglíma“. Verður þar án efa hæfilega hart barist en um kvöldið ætla kylfingar GA að halda árshátíð sína að Jaðri og setja þannig punktinn yfir i-ið. Góðlr gestír í Sjallanum Hljómsveit Finns Eydal, Hel- ena og Alli mun skemmta gestum Sjallans á Akureyri um helgina, nánar tiltekið í kvöld og annað kvöld. Þau Helena og Finnur hafa áður stigið á svið í þessu húsi. Að vísu hét Sjallinn þá Sjálf- stæðishúsið og þegar „gullaldar- dagar“ þess húss stóðu yfir hét hljómsveitin reyndar hljómsveil Ingimars Eydals. Hljómsveit Finns Eydal, Hel- ena og Alli er nýkomin úr mikilli hljómleikaferð frá Reykjavík en þar skemmti hljómsveitin í Broadway við geysilega góðar undirtektir. Nú á að gefa gestum Sjallans kost á að heyra í hljómsveitinni og væntanlega þarf ekki að ganga á eftir Akureyringum þegar svona kostaboð gefst. J afhr éttishr eyfingin Jafnréttishreyfingin á Akureyri var stofnuð í ársbyrjun 1981. í starfsreglum hennar segir að hún sé hafin yfir alla flokkapóli- tík og er opin öllum, jafnt körl- um og konum, sem að jafnrétti vilja vinna. Starfið fer fram í hópum, þar sem safnast saman fólk með lík hugðarefni og ræðir saman. Stjórn hreyfingarinnar er skipuð einum fulltrúa úr hverjum hópi. Einu sinni á ári er haldinn starfsfundur. Þess fyrir utan halda svo hópárnir opna fundi ef þeir hafa eitthvað það fram að færa sem áhugavert er fyrir almenning að kynnast. Starfstímabil hreyfingarinnar hefst með starfsfundi fyrst í október. Við viljum vekja at- hygli fólks, jafnt kvenna og karla, sem áhuga hafa á jafnrétt- ismálum, á að koma á þennan fund, sem verður haldinn þriðjudaginn 12. október nk. í sal Færeyingafélagsins í Kaup- angi og hefst kl. 20.30 og kynna sér störf hreyfingarinnar og leggja jafnréttismálum lið. Því það er langt í land að jafnrétti sé í raun þótt sitthvað hafi áunnist. Einkum viljum við hvetja karl- menn til að hika ekki við að koma og vera með í jafnréttis- baráttunni. Það er mesti mis- skilningur að halda að þetta séu einkamál kvenna. Jafnréttismál- in eru þannig vaxin að útilokað er að nokkur árangur náist nema með samvinnu beggja kynja. Jafnréttishreyfingin á Akureyri. Pálmi Stefánsson með nýja hljómsveit „Við erum að byrja vertíðina og það er þegar búið að bóka talsvert af verkefnum,“ sagði Pálmi Stefánsson, en Pálmi er nú að hleypa af stokkunum nýrri hljómsveit sem ber nafn hans. í hljómsveitinni eru auk Pálma þeir Björgvin Baldursson sem leikur á gítar og er aðal- söngvari, Finnur Finnsson á gít- ar og Jón Berg sér um tromm- urnar. „Við reynum að vera með fjölbreytt efni við allra hæfi, gömlu dansana, svokallaða millitónlist og svo það sem efst er á baugi hverju sinni,“ sagði Pálmi. Nú eru um 30 ár síðan hann spilaði fyrst opinberlega, en sl. 20 ár hefur hann veri í hljómsveitum meira og minna á hverju ári. Hann sagðist bjart- sýnn á að nýja hljómsveitin myndi spjara sig, enda skipa hana reyndir kappar. Hin nýja hljómsveit Pálma Stefánssonar á æfingu. Frá vinstri eru Páimi Stefánsson, Björgvin Baldursson, Finnur Finnsson og Jón Berg. Ljósm: KGA Vetrarstarf að heQast í Akur eyr arkirkj u Vetrarstarfið er að hefjast. Sunnudagaskólinn byrjar næsta sunnudag kl. 11 f.h. og verða börn á skólaskyldualdri uppi í kirkjunni en yngri böm í kapellunni. Það hefir ávallt verið ánægjulegt að sjá bömin streyma til kirkjunnar og for- eldra leggja þeim lið og vafa- laust verður svo áfram. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju hefur fundi á fimmtu- dagskvöldum og fæst auk þess við ýmiss önnur ánægjuleg verk- efni. Öll ungmenni eru velkom- in til starfa með félaginu. Messutíminn breytist með byrjun október og verður að öllu jöfnu kl. tvö e.h. Æskilegt er að þátttaka safnaðarins í þeim helgu stundum verði sem al- mennust. Kirkjan er fegurst þegar safnaðarfólk fyllir bekki hennar. Kvenfélag Akureyrarkirkju mun eins og áður hafa á boðstól- um kaffiveitingar eftir messu fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Gefast þar góðar stundir. Nýir félagar eru velkomnir í kvenfé- lagið og bræðrafélagið. Fréttatilkynning. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN ____ Símskeyti Nr. , Orð Gjöld Hl. nr. Sent til 1 Kl. Dags. kl. vv.:-; 1. - 10. kl. 17,06 Af Nafn og heimili viðtakanda Ferðalangar Norðurlandi !____________________________________________________________________________________________ j Texti og undirskrift Við á Ferðaskrifstofu Akureyrar erim bætt að rogast um með doðrantana þykku. I Fargjaldafrumskógurinn er nefnilega oróinn svo þéttur og erfiður yfirferðar að þaó miðar litió áfram á þann hátt. Þess i stað höfum vió tekið tæknina i okkar þjónustu og erum kanin i beint samband við tölukerfið ALEX. Að visu ræður ALEX ekki yfir upplýsingum un uxakerru- og úlfaldaferðir, en að öóru leyti skiptir ekki máli hvaða ferðamáta þið kjósið. Það getur hent suma að villast í frumskóginum, en með ALEX (okkar Tarzan) i broddi fylkingar er ekkert vandaml fyrir okkur að rata um fargjaldafrumskóginn. Bestu ferðakveójur, starfsfólk Ferðaskrifstofu Akureyrar. Nnfn sendando I Heimilisfang I Slmi 1. októher 1982-DAGUR -11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.