Dagur - 07.10.1982, Blaðsíða 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Næsta fyrirtæki í orku-
fekum ionaði í Eyjafirði
„Bæjarstjórn Akureyrar telur að nýta beri þau
tækifæri til atvinnusköpunar sem landið og
hafið umhverfis það bjóða upp á, þ.e. þær auð-
lindir sem þjóðin hefur yfir að ráða,“ segir í
ályktun bæjarstjórnar Akureyrar um atvinnu-
mál, sem fram kom í kjölfar fyrirspurna sam-
starfsnefnda um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Þar segir ennfremur:
„ Vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram um
hvernig nýta beri raforku þá sem áformað er
að framleiða með fallvötnum landsins, vill
bæjarstjórn árétta að hún telur rök hníga að
því að næsta fyrirtæki í orkufrekum iðnaði sem
reist verður á landinu rísi á Eyjafjarðarsæðinu.
Því beinir bæjarstjórn því til stjórnvalda að
nauðsynlegum rannsóknum á svæðinu verði
hraðað og á grundvelli þeirra niðurstaða verði
tekin ákvörðun um stofnun slíks iðnaðar í
samráði við íbúa svæðisins."
Þó ýmsir fyrirvarar séu við hafðir í þessari
ályktun bæjarstjórnar Akureyrar og fulltrúar
Kvennaframboðsins og Alþýðubandalagsins
taki sérstaklega fram að ekki megi einblína á
álver og að um íslenskt fyrirtæki verði að ræða,
má segja að hér sé stefnumarkandi ályktun á
ferðinni. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki
áður komið sér saman um svo afgerandi álykt-
un um að orkufrekur iðnaður skuli rísa á Eyja-
fjarðarsvæðinu.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ennfremur
samþykkt að gengist verði fyrir viðræðum við
iðnaðarráðuneytið til þess að afla upplýsinga
um uppbyggingu orkufreks iðnaðar og hvaða
tegundir iðnaðar komi helst til greina á næstu
árum. Einnig verði skýrð afstaða bæjarstjórn-
ar til orkufreks iðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu
og komið á skoðanaskiptum milli ríkisvalds og
bæjarstjórnar um það efni. Þá hvetur bæjar-
stjórn önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæð-
inu til að efna til sams konar viðræðna við ríkis-
valdið og lýsir áhuga sínum á samvinnu við
þau um þess konar viðræður.
í ályktun bæjarstjórnarinnar segir ennfrem-
ur á þessa leið: „Bæjarstjórn telur að Iðnþró-
unarfélagi Eyjafjarðarbyggða beri að efla iðn-
þróun á Eyjafjarðarsvæðinu með skipulegri
leit að hagkvæmum tækifærum til fjárfesting-
ar í iðnfyrirtækjum og undirbúningi að stofnun
slíkra fyrirtækja. Stuðningur bæjarins við fé-
lagið verður í formi beinna fjárframlaga, þ.e.
hlutabréfakaupa eða með lánum, endurlánum
og ábyrgðum. “
Þá kemur fram að á áratugnum 1971—1981
hafi Akureyringum fjölgað um tæplega 2.500
manns, sem samsvari rösklega 2% fjölgun á
ári. í upphafi áratugsins hafi Akureyringar
verið 5,28% allra landsmanna en í lok hans
5,87%. Hlutfallsleg aukning hafi þannig verið
0,6%. „Bæjarstjórn álítur að svipuð þróun á
næstu áratugum sé bæði eðlilegt og æskilegt
markmið í þessum efnum,“ segir í ályktun
bæjarstjórnar Akureyrar.
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra:
Ráðuneytið er afar
víðtækt og málefnin
oft erffið og viðkvæm
Stofnun Menntamálaráðuneytisins á rætur að rekja til ársins
1944. Þegar Ólafur Thors myndaði 2. ráðuneyti sitt 21.
október 1944 fór menntamálaráðherra stjórnarinnar,
Brynjólfur Bjarnason, þess fljótlega á leit að hann fengi
sérstakan starfsmann til þess að vinna að afgreiðslu
menntamála er hann fór með, en þau voru þá afgreidd í Dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu. Alllöngu eftir að þessari hugmynd
var fyrst hreyft ákváðu þeir forsætisráðherra og
menntamálaráðherra að sá starfsmaður sem síðan 1939 hafði
verið ritari og síðan 1941 fulltrúi hjá forsætisráðherra skyldi
einnig starfa fyrir menntamálaráðherra en málaflokkurinn
tilheyrði eftir sem áður Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Stefán Jóh. Stefánsson myndaði stjórn sína 4. febrúar 1947.
Þá um sumarið var Atvinnu-og samgöngumálaráðuneytinu
skipt í tvö ráðuneyti og um leið ákváðu forsætisráðherra og
menntamálaráðherra, sem þá var Eysteinn Jónsson, að koma
því fyrirkomulagi, sem ríkt hafði um afgreiðslu mála fyrir
forsætisráðherra og menntamálaráðherra, á fastari grundvöll
en verið hafði. Var þá ákveðið að Forsætis- og
menntamálaráðuneyti skyldi framvegis starfa undir sama
ráðuneytisstjóra og var þeirri skipan komið á 1. júní 1947.
í fjárlögum fyrir árið 1948 var síðan í fyrsta sinn veitt fé til
Forsætis- og menntamálaráðuneytisins.
Þessi skipan hélst í 23 ár eða til 1. janúar 1970, er Forsætis-
og menntamálaráðuneytinu var skipt í tvö ráðuneyti.
Núverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, hefur
gengt embættinu síðan í febrúarmánuði 1980. Dagur ræddi við
Ingvar á skrifstofu hans í Menntamálaráðuneytinu. í upphafi
var Ingvar beðinn um að gera grein fyrir þeim málaflokkum
sem hann hefði beitt sér fyrir í ráðherratíð sinni og sem hann
teldi merkasta.
Miklar breytingar hjá
Ríkisútvarpinu
„Það eru ákaflega mörg mál sem ég hef
unnið að og teljast til merkismála. Eins
og lesendum er kunnugt þá er embætti
menntamálaráðherra mjög víðtækt.
Það nær yfir öll skólamálin, allar menn-
ingarstofnanir, s.s. söfnin, Þjóðleik-
húsið og Ríkisútvarpið, svo dæmi séu
tekin. Samskipti við listamenn er stór
þáttur og undir ráðuneytið heyrir Nátt-
úruverndarráð og fleira mætti telja. Af
„fagráðuneytum", eins og við segjum á
vondu máli, þá er Menntamálaráð-
uneytið vafalaust umfangsmesta
ráðuneytið í Stjórnarráðinu, en það má
þó vera að Fjármálaráðuneytið sé
mannfleira. Hér vinna um 50 manns í
föstu starfi en svo koma allir skólarnir
og fleiri stofnanir með allt sitt starfslið.
Mörg þeirra verkefna sem koma á
borð menntamálaráðherra eru erfið,
enda er oft um að ræða viðkvæmnismál
eins og margt sem gerist innan skóla-
veggja.
Ef ég ætti hins vegar að nefna það
verkefni sem teljast má stærst og hefur
komið í minn verkahring að leysa þá
eru það nokkur mál sem koma til
greina. Ég tel t.d. að það hafi átt sér
stað gífurlegar breytingar í sambandi
við Ríkisútvarpið á þessum tíma. Þeg-
ar ég tók við embætti menntamálaráð-
herra átti stofnunin við geysileg fjár-
hagsvandræði að stríða. Okkur hefur
tekist á þessum tíma að rétta það við á
þessu sviði og Ríkisútvarpið er nú rek-
ið hallalaust, en auk þess hefur orðið
ánægjuleg þróun hjá útvarpinu í bygg-
ingarmálum. Ég leitaði leiða til þess að
drífa áfram byggingu nýja útvarpshúss-
ins sem hafði stöðvast. Eftir talsverð
átök tókst að þoka byggingunni af stað.
Ég vona að við getum lagt hornsteininn
að henni í haust.
Við megum ekki gleyma Akureyrar-
útvarpinu. Útibú Ríkisútvarpsins á
Akureyri hefur eflst mjög mikið.
Starfsmenn þessu eru enn í þeim húsa-
kynnum sem keypt voru 1979 en nú er
búið að festa kaup á húsi sem verður
innréttað og tekið í notkun eftir rúmt
ár.
Afskipti mín af Ríkisútvarpinu hafa
orðið mér til mikillar ánægju. Ég sé
mikinn árangur hvað það varðar og
sömu sögu má raunar segja um Þjóðar-
bókhlöðuna, Verkmenntaskólann á
Akureyri, fþróttakennaraskólann
o.fl.“
Mikið af hæfu fólki
Ráðherra sagðist einnig vilja nefna lög-
gjöf sem sett var um Sinfóníuhljóm-
sveitina, sem beðið var eftir áratugum
saman. „Ég minnist einnig Listskreyt-
ingasjóðs, sem á áreiðanlega eftir að
verða mjög mikil lyftistöng fyrir starf-
andi myndlistarmenn."
Mig langaði til að spyrja þig um Út-
varpslaganefnd. Það kom fram í Degi
fyrir skömmu að hún hefði skilað áliti í
frumvarpsformi. Hvað kemur fram í
þessu áliti og munt þú beita þér fyrir
því að það verði flutt á Alþingi í vetur?
„Nefndin varð sammála um stefnu,
sem ég tel að marki talsverð tímamót.
í fyrra hvað varðar löggjöf á þessu
sviði, en ég fékk samþykkta fimm stóra
lagaflokka og get verið mjög ánægður
með það. Það eru hins vegar enn úti-
stándandi ýmis frumvörp til laga. Þar á
ég sérstaídega við framhaldsskóla-
frumvarpið og frumvarp til laga um
fj’ármál skóla. Þessi tvö frumvörp þurfa
áð fylgjast að, en þau eru erfið og það
hefur ekki náðst fullkomin samstaða
ufn þau innan ríkisstjórnarinnar eða á
Alþingi."
ItÞegar þú minnist á ríkisstjómina er
e.t.v. eðlilegt að næsta spuming fjalli
éinmitt um hana. Hvemig hefur þér
jt'kað veran í henni?
„Mér hefur líkað hún afskaplega vel
og samskipti við aðra ráðherra hafa
vérið góð, en nú tala menn um það að
ríkisstjórnin sé komin að þrotum.“
. Er hún komin að þrotum?
t „Já það má segja að ríkisstjórnin sé
komin að þrotum, enda hefur hún
misst þann stuðning í þinginu sem hún
hafði í upphafi. Að mínum dómi er hún
ekki hin sama og hún var eftir að Egg-
ert Haukdal lýsti því yfir að hann styddi
ekki lengur ríkisstjórnina og hið sama
mátti lesa út úr orðin Alberts Guð-
mundssonar."
Aðspurður sagði Ingvar að hann ætti
Meginkjarni skýrslunnar er einfaldlega
ný útvarpslög, þar sem gert er ráð fyrir
að einkaréttur Ríkisútvarpsins verði
afnuminn. Það er ætlun mín að bera
þetta fmmvarp fram á þinginu í vetúr.
En ég vil þó taka það fram að það er
ákaflega mikilvægt að starfsleyfin séu
háð skilyrðum sem hægt er að sætta sig
við.“
Hvað kom þér mest á óvart þegar þú
tókst við embætti menntamálaráð-
herra?
„Embættið sem slíkt kom mér ekk-
ert sérstaklega á óvart. Ég var kunnug-
ur þessum málaþætti og vissi nokkuð
hvað beið mín. Því er þó ekki að leyna
að umfang menntamálaráðuneytisins
var ívið meira en ég hafði gert mér
grein fyrir.“
Nú em embættaveitingar eitt af
störfum þínum og þú hefur verið nokk-
uð umdeildur fyrir sumar þeirra.
„Jú ég hef fengið orð í eyra fyrir
sumar embættaveitingar en ég held að
slíkt hjaðni, enda hef ég reynt að beita
eðlilegum aðferðum við slík mál. Þegar
upp er staðið get ég ekki fallist á það að
ég hafi veitt stöður eða embætti öðru-
vísi en að þeir sem fengu starfið hafi
verið hæfastir til þess. Það er oft mikið
af hæfu fólki sem t.d. sækir um stöður í
skólakerfinu og því erfitt að átta sig á
því hver er bestur."
Hefur líkað veran
afskaplega vel
Hvaða stórmál á sviði menntamála bíð-
ur úrlausnar næsta Alþingis?
„Ég tel mig hafa verið mjög heppinn
Ingvar Gíslason.
allt eins von á því að það yrðu kosning-
ar í vetur, en hann vildi ekki tímasetja
slíkar hugleiðingar. „Það væri áfall
fyrir þjóðina ef þessi stjórn getur ekki
setið út kjörtímabilið, sem yrði stutt í
reynd ef kosið verður í vetur. Það var
kosið í desember 1979 og þessi ríkis-
stjórn var mynduð í febrúar 1980. Hún
yrði aðeins um 3ja ára ef gengið yrði til
kosninga í vetur. Að mínu mati er það
mjög æskilegt að rikisstjórnin gæti set-
ið út kjörtímabilið, m.a. með tilliti til
hve stuttur starfstími hennar yrði ella.“
Atvinnumálin efst á blaði
Erfiðasta málið?
„Það er tvímælalaust baráttan við
verðbólguna.“
Hefur afstaða ýmissa hagsmunahópa
ekki gert þá baráttu erfiðari en ella?
„Ég tel að samskiptin við ýmis valda-
öfl utan ríkisstjórnarinnar séu mjög
erfið. Það er vandræðamál hvað hver
ríkisstjórn er orðin háð öflum utan Al-
þingis og ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Má segja að þetta sé stjórnarfarslegt
alvörumál. Kjömir fulltrúar eru hættir
að hafa þau áhrif sem þeir ættu að hafa.
Hendur Alþingis og ríkisstjórnarinnar
eru bundnar, þessir aðilar hafa minna
vald í reynd í ýmsum málum en al-
mennt er talið og stjórnarskráin ætlast
til. Ef ný stjórnarskrá leysir ekki þann
vanda að tryggja ríkisstjórn og Alþingi
þau völd sem þeim ber er fyrirhuguð
stjórnarskrárbreyting til lítils.“
Frá þessari umræðu langaði mig til
að víkja yfir í samstarf þingmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra.
„Ég er búinn að vera fastur þing-
maður kjördæmisins síðan 1961 og all-
an þann tíma hefur verið mjög góð
samvinna milli þingmanna kjördæmis-
ins - án tillits til þess í hvaða flokki þeir
eru. Kjördæmið Var stofnað árið 1959
og það kom í hlut Karls Kristjánssonar
og fleiri að móta þetta samstarf."
Hvað telur þú brýnasta hagsmuna-
mál kjördæmisins?
„Það er að sjálfsögðu afar margt, en
atvinnumálin eru þar efst á blaði. Þau
eru fjölbreytt og Norðurlandskjör-
dæmi eystra hefur á margan hátt sér-
stöðu meðal kjördæmanna. Á Akur-
eyri t.d. búa nú rösklega 13 þúsund
manns og er bærinn því stærri en heilu
landshlutarnir. Ef við tökum allt kjör-
dæmið utan Akureyrar kemur í Ijós að
það er mannfleira en íbúatala heilla
kjördæma.
Öruggt atvinnulíf er grundvöllurinn
að blómlegri byggð og menningarlífi.
Hins vegar er það margskonar atvinnu-
starfsemi sem þarf að efla, þarfirnar
eru mjög mismunandi, þar hefúr Akur-
eyri t.d. sérstöðu með sinn gífurlega
mikla útflutningsiðnað. Hvað Akur-
eyri varðar er það einna brýnast að
tryggja betur stöðu útflutningsiðnaðar-
ins en gert hefur verið.“
Hættuleg áhríf
á atvinnulíf
Þegar atvinnumál á Norðurlandi, eða í
Eyjafirði öllu heldur, ber á góma er oft
talað um álver. Hver er þín afstaða í
því efni?
„Ég hef alltaf verið vantrúaður á að
stóriðja leysi allan okkar vanda. Hins
vegar er mikil nauðsyn á því að ráðast í
orkufrekan iðnað, sem ætti vafalaust
að vera við Eyjafjörð, en það er ekki
víst að það sé álbræðsla sem hentar
best. Það fyrirtæki sem verður reist að
lokum þarf að vera hæfilega stórt og af
þeirri gerð sem við íslendingar getum
sjálfir ráðið við, átt og rekið. Ég vona
að málin haldi áfram að þróast áfram í
þá átt að Eyfirðingar og Akureyringar
vinni saman að því að finna fyrirtæki af
þessari stærð. Ég vil taka það fram að
andstaða mín við þær stóriðjuhug-
myndir sem hafa verið uppi hefur eink-
um mótast af þeim ótta að erlendir auð-
hringar fái of mikil fjárhagsleg ítök í
atvinnulífi íslendinga. Þar að auki
verða menn að gefa gætur að mengun-
armálum sem eru reyndar viðráðan-
legri nú en var hér áður. Hins vegar eru
menn ekki búnir að finna leiðir til að
verja sig hættulegum áhrifum útlend-
inga á atvinnulíf einnar þjóðar.
Að lokum vildi ég minna á þá stað-
reynd að nú er samdráttur í efnahags-
lífi þjóðarinnar. E.t.v. er ég stórorður
þegar ég segi að við lifum um efni fram
eins og er, en það er alveg ljóst að við
verðum að fara að spara við okkur. Þá
á ég bæði við opinbera aðila og ein-
staklinga. Ég trúi því að við getum
komist yfir þessa erfiðleika ef við
stöndum saman. Höfuðskilyrði þess að
við getum haldið lífskjörum okkar er
að bæta undirstöður atvinnulífsins til
frambúðar og það er einmitt það sem
ríkisstjórnin leitast við að gera.“ . áþ
Fyrstu leikir Þórs
í körfuboltanum
Fyrsti leikur Þórs í 1. deildinni
í körfuknattleik verður háður
í íþróttaskemmunni um helg-
ina, og reynar leikur liðið þá
tvívegis gegn UMFG
(Grindavík). Yerða leikirnir á
laugardag og sunnudag, og
hefjast báða dagana kl. 14.
Reikna má með að hér geti
orðið um nokkuð tvísýna leiki
að ræða, og sennilega eru þeir
margir sem hugsa Grindvíking-
unúm þegjandi þörfina að þessu
sinni. Þegar Þór féll í 2. deild var
það eingöngu vegna kæru
Grindvíkinganna sem kærðu
það að Garry Schwartz væri ekki
Íöglegur með Þór. Þór hafði
unnið viðureign liðanna, en öll-
um á óvart tók dómstóll KKÍ
kæru Grindvíkinga til greina -
og Þór féll í 2. deild.
Nú er liðið komið upp í 1.
deild aftur eftir ársveru í 2.
deildinni, og liðið kemur vel
undirbúið til keppninnar. að
vísu hefur liðið engan æfingaleik
fengið í haust og er það baga-
legt.
Bandaríkjamaðurinn Robert
McField leikur nú í fyrsta skipti
með Þór. Hann er fyrsti blökku-
maðurinn sem leikur körfu-
knattleik á Akureyri, og telja
kunnugir það ekkert vafamál að
hann sé besti erlendi leikmaður
sem hér hefur leikið og í hópi al-
bestu leikmanna bandarískra
sem hafa leikið körfuknattleik
hérlendis.
Sem fyrr segir verða leikirnir á
laugardag og sunnudag kl. 14
báða dagana. Ekki er að efa að
margir hyggjast sjá Þór í þessum
fyrstu leikjum, og stuðningur
áhorfenda mun örugglega verða
vel þeginn af leikmönnum
liðsins.
Þorleifur Ananíasson skorar af línunni.
Hvað
gerir
Þór
gegn
IBK?
Verður Þor-
leifur ekki
meðKA?
KA-menn eiga erfiða helgi
fyrir höndum er þeir halda til
Reykjavíkur um helgina og
leika þar tvo leiki í 2. deild ís-
landsmótsins um helgina.
Andstæðingar KA í þessum
leikjum eru annarsvegar lið
Gróttu sem er taplaust það sem
af er mótsins og hinsvegar lið
Ármanns sem hefur sýnt ágæta
leiki. KA-menn mega því sann-
arlega hafa sig alla við ef vel á að
ganga í þessum leikjum.
Ekki er það til að bæta stöð-
una hjá KA að alveg óvíst er
hvort fyrirliðinn Þorleifur An-
aníasson geti leikið með. Hann
fann fyrir meiðslum í baki í
leiknum gegn Haukum um síð-
ustu helgi og þau meiðsli tóku
sig upp á æfingu á mánudags-
kvöldið. Taldi hann litlar líkur á
að geta verið með, er talað var
við hann í fyrrakvöid.
Keflvíkingar koma í heim-
sókn um helgina og leika tvo
leiki í 3. deild Islandsmótsins í
handknattleik á Akureyri.
Kl. 20 á föstudagskvöld hefst
fyrsti handboltaleikur helgar-
innar í Skemmunni, en það eru
kvennalið Þórs og KR sem þá
eigast við. Strax að þeim leik
loknum, kl. 21, leika svo Þór og
ÍBK í karla-
flokki.
Þetta verður þriðji leikur
Þórsara í mótinu. Þeir töpuðu
fyrir Skagamönnum um síðustu
helgi, en unnu svo Borgarnes ör-
ugglega. Með einn
ósigur í fyrsta leiknum er það
ekki spurning að liðið má alls
ekki tapa leiknum um helgina á
heimavelli sínum.
Keflvíkingarnir leika svo
aftur á laugardag, en þá mæta
þeir Dalvík í Skemmunni kl. 16.
4 - DAGUR - 7. október 1982
7. október 1982 - DAGUR - 5