Dagur - 10.12.1982, Blaðsíða 3
„Hér fer enginn í fýlu“
Pær voru hressar og fjörugar
konurnar sem ég heimsótti sl.
föstudag, á saumastofunni Prýði
hf. á Húsavík. Þær kepptust við
vinnu sína og létu ekkert trufía
sig. Þrátt fyrir ofurkapp við
vinnuna, gátu þær samt spjallað
sín á milli og virtist það í engu
koma niður á afkastagetunni.
Þær hlógu dátt og gerðu óspart
að gamni sínu. Eg spurði þær
hvort eitthvað sérstakt væri um
að vera hjá þeim í dag, varla get-
ur verið svona gaman í vinnunni
alla daga.
Guðrún Jónasdóttir varð fyrir
svörum og hvað ekkert sérstakt
um að vera. „Við erum bara
alltaf í góðu skapi og hér fer eng-
inn í fýlu“. Hildur Hermanns-
dóttir sveiflaði saumastykkinu
fimlega og brunaði saumavél-
inni yfir um leið og hún sagði:
„Ekki aldeilis, ég er búin að
vinna hér í tíu ár og það hefur
enginn farið í fýlu“. Stöllur
þeirra tóku í sama streng.
Guðmundur Hákonarson
framkvæmdastjóri saumastof-
unnar sagði að það væri ekki of
sagt. Sem dæmi um það sagði
hann að fullur helmingur starfs-
stúlknanna væri búinn að vinna
hjá fyrirtækinu frá stofnun þess
árið 1971. Hann sagði að fyrir-
tækið framleiddi fóðraða ullar-
jakka, stakka og kápur til út-
flutnings. Á síðasta ári var fram-
leiðslan 15-16 þúsund jakkar og
um 30 þúsund húfur og vettling-
ar sem flutt er út á hinn vestræna
markað. Taldi hann að fram-
leiðslan gengi all vel.
Um síðustu áramót flutti
saumastofan í eigið húsnæði sem
keypt var af Kaupfélagi Þingey-
inga. Guðmundur sagði verk-
efnin næg, að vísu hefði orðið
svolítill samdráttur í útflutn-
ingi landsmanna fyrstu níu mán-
uði þessa árs, miðað við árið í
fyrra. 22 konur starfa hjá fyrir-
tækinu í 15 heilsdags störfum.
Launafyrirkomulagið er all
sérstætt. Fyrirtækið borgar ekki
eiginlegan bónus, heldur fá
stúlkurnar uppbót á laun sín og
allar jafn mikið. Þessi uppbót er
greidd tvisvar á ári og er það
mikil að segja má að starfsfólkið
sé í meðalbónus allt árið.
Guðmundur taldi þetta launa-
fyrirkomulag það besta sem
hann þekkti.
„Með því losnum við alger-
lega við streitu og óánægju og
árangurinn er betri. Mér finnst
þetta mikið manneskjulegra
fyrirkomulag. Konurnar vinna
með því hugarfari að það séu
hagsmunir þeirra sem í veði eru
ef þær standa sig ekki. Hagur
þeirra er að sjálfsögðu einnig
hagur fyrirtækisins. A því bygg-
ist það líka að það sé eitthvað til
skiptanna til að borga í uppbót.
Ég er mjög ánægður með mitt
starfsfólk og vinnuafköstin eru
góð. Við höfum sjálf hannað
mikið af flíkum seinni árin sem
hafa gengið vel í sölu. Það á sinn
stóra þátt í því að verkefnin hafa
verið næg.
Mest af efnisvörum fáum við
frá prjónastofunni Dyngju á
Egilsstöðum. Við störfum fyrir
Iðnaðardeild Sambandsins á
Akureyri og hefur það samstarf
verið með ágætum“, sagði
Guðmundur Hákonarson að
lokum. ÞB.
Svipmyndir úr Prýði. Efst í horninu til vinstri er Guðmundur Hákonarson, en því
miður þekkjum við ekki konurnar.
Nýjar
bækur
Árið 1982 eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Björns Guðmundar Björns-
sonar, sem ýmist var kenndur við
Torfustaðahús í V.-Húnavatns-
sýslu eða Hvammstanga.
Björn var fátækur bóndi á rýrri
jörð framan af ævi, missti fjöl-
skyldu sína og átti við andstreymi
að etja. Hann stundaði einnig
trésmíðar. Björn kvæntist á ný og
eignaðist börnin Þóreyju og
Ragnar, sem er víðkunnur tónllst-
armaður. Sjálfur hafði Björn
numið organleik, var kirkjuorg-
anisti og samdi lög.
Björn var trúmaður, skapstór
og tilfinningaríkur, en þótti sann-
gjarn í félagsmálum og sat í
hreppsnefndum þar sem hann
bjó.
Þótt Björn G. Björnsson væri
alla tíð ljóðelskur, hóf hann ekki
yrkingar fyrr en á miðjum aldri.
Ljóðin í Glæðum koma hér lang-
flest á prent í fyrsta sinn.
Skáldskapur Björns varð til við
orfið og hefilbekkinn, sem sagt í
dagsins önn. Hann er ekki ortur
til að njóta frama, heldur af innri
þrá og til hugarhægðar.
Þorsteinn frá Hamri og Sigurð-
ur A. Magnússon völdu ljóðin,
röðuðu þeim, lásu prófarkir og
önnuðust fleira vegna útgáfunn-
ar.
í Glæðum eru 77 ljóð og stökur.
Ljóðasafnið er prentað og gefið
út hjá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar, Akureyri.
Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar
Akureyri í upphafi nýrrar aldar
jfi| ■ p i ^fi wmm
é' 7 Hf „ m ■ ■'.
Ungir Akureyringar slá köttinn úr tunnunni á hverjum öskudegi. Sá siður barst hingað með frændum
okkar Dönum til höfuðstaðar Norðurlands einhverntíma á 19. öldinni. Við eigum Hallgrími Einarssyni,
Ijósmyndara, að þakka að andlit og nöfn í liði ungra kattarsláttumanna úr innbænum árið 1928 hafa
varðveist.
Myndin er aðeins eitt
sýnishorn af fjölmörgum
Akureyrarmyndum í bókinni
Akureyri 1895-1930, bókinni
þar sem höfuðstaður
Norðurlands birtist í myndum
á hverri síðu. Saga Akureyrar
er skýrt dregin í listafallegum
Ijósmyndum Hallgríms
Einarssonar, Ijósmyndara.
Myndaperlur Hallgríms eiga
erindi inn á hvert heimili, þar
sem menn unna fögru
handverki -fallegum myndum
- góðri bók - og sögu
forfeðranna, fólksins sem lagði
grunn að velferð okkar í dag.
BÓKAÚTGÁFAN HAGALL Bárugötu 11, Reykjavík sími 17450.
10. desember 1982 - DAGUR - 3