Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 7
BLAÐ2 13. apríl1984-DAGUR-19 Ég vil hafa vetur 'CC fram í maí - Formaður Skíðaráðs Akureyrar á línunni - Er þetta Þröstur Guðjónsson íþróttakennarí, formaður Skíða- ráðs Akureyrar og formaður Landsmótsnemdar fyrír Landsmót skíðamanna í Hlíðarfjalli um páskana? „Já, ætli ég verði ekki að gang- ast við öllum þessum titlum." - Hvenær hóíuð þið undirbún- ing fyrir Landsmótið? „Það má segja að við höfum byrjað að huga að þessu móti strax í september á síðasta ári, þá fórum við að athuga með ýmsa hluti sem reyndar hafa komið okkur að góðum notum varðandi annað mótahald." - Eins og hvaða hluti? „Ég get nefnt sem dæmi tíma- tökuhús og starthús. Og síðan þetta fór af stað höfum við unnið meira og minna að undirbúningi fyrir Landsmótið." - Hvað eru maigir sem hafa tekið þátt íþví að undirbúa þetta mót? „Við erum 10-15 sem höfum verið að snúast í kringum þetta í allan vetur." - Og annað þá veríð látið sitja á hakanum ? „Ég segi það ekki, við höfum reynt að vinna þetta samhliða öðru mótahaldi." - Hvað er það mikið fyrírtæki að halda svona mót? „Ég á von á að það muni verða um 60 starfsmenn við mótið. Beinn útlagður kostnaður er á annað hundrað þúsund krónur en í þeirri tölu er reyndar ýmislegt sem kemur okkur að notum við önnur mót eins og veifur og rás- númer og svo öðlumst við auðvit- að reynslu. Við höfum til dæmis verið að koma upp tölvuvæddum tólum hér í Fjallinu til þess að taka tíma á keppendum og reynsl- an sem fæst af því á Landsmótinu sker úr um það hvort þetta verður notað í framtíðinni." - Hvað er reiknað með mörg- um keppendum? „Ég er nýbúinn að taka saman fjölda keppenda á mótinu og þeir verða 84 talsins sem er svipað og ,hefur verið á undanförnum mótum. Ég reiknaði með að þeir yrðu færri því mér hefur fundist vera samdráttur í þessu í vetur en , það virðist hafa komið einhver kippur í þetta aftur." i - Hvenær tókst þú við for- mennsku í Skíðaráði Akureyrar? „Þetta er þriðja árið sem ég er formaður." - Er þetta ekki erfitt og þreyt- andioft á tíðum? „Ég læt það allt vera. Þetta er geysilega samstilltur hópur sem vinnur að þessu, stór hópur sem i er skipaður mjög áhugasömu fólki. Þótt ég heiti formaður þá er ég ekkert öðruvísi en aðrir og það ganga allir í öll verk sem vinna i þarf. Það er engin stéttaskipting til hjá okkur." - Hver er staða skíðaíþróttar- innar á Akureyri efvið miðum við „gullárin" svokölluðu, ég á við hvað varðargetu afreksfolksins? „Það má segja að við séum á leið í smá öldudal núna, sérstak- lega í karlaflokki. En það eru skýr áraskipti hvað þetta snertir og það eru ekki alltaf jólin. Hvað snertir unglingaflokkana þá höfum við undanfarin ár verið með mun stærri hóp keppnisfólks en önnur héruð og með betri árangur, sér- staklega í alpagreinunum." - Nú er sagt að þið skíðamenn viljið hafa allt á kafi í snjó allan veturinn og helst fram á sumar. „Snjórinn verður auðvitað að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að v'era á skíðum. Veturinn í fyrra og veturinn núna hafa verið okkur mjög erfiðir, ekki þó bein- línis vegna snjóaleysis heldur einnig vegna veðurs. Þetta hefur haft mjög slæm áhrif í yngstu aldurshópunum og þar er jafnvel hægt að tala um hrun vegna þessá. Það kom góður kippur í þetta hjá okkur í janúar og fram í febrúar, þá kom hláka í nokkrar vikur og það er vonlaust verk að koma þessu á fulla ferð aftur." - Pannig að þið eruð ánægðir skíðamenn með að það for að snjóa aftur í vikunni? „Við erum það og vonum að við getum haldið þau mót sem fyrirhuguð eru í apríl með sóma. Eg er ánægður ef við höfum vetur fram í maí." - Ert þú mikill skíðamaður sjálfur? „Ekki get ég sagt að ég sé mikill skíðamaður en ég hef haft mjög gaman af því að fara á skíði og reyndar hef ég gaman af öllum íþróttum. Ég hef verið gutlari í þessu öllu saman og ætli ég hafi ekki fæðst með þann galla að vera með íþróttadellu." - Eru íþróttir sem sagt della? „Það má hugsanlega finna ann- að orð. Ef við köllum þetta veiki þá má segja að ég hafi tekið bakt- eríuna strax sem barn. Fimm ára var ég farinn að skutla mér á eftir bolta í drullupollunum heima á ísafirði og mín saga í fótboltanum er dálítið sérstök. Ég byrjaði í markinu, lék síðan allar stöður og endaði í sókninni áður en ég fór sömu leið til baka og hafnaði að lokum í markið aftur." - Svo þú ert ísfirðingur? „Já og flutti ekki til Akureyrar fyrr en ég var orðinn 22 ára. Ég byrjaði þá að kenna íþróttir í Gagnfræðaskólanum fyrir Harald Sigurðsson sem var í fríi en síðan fór ég að kenna í Glerárskóla og Oddeyrarskóla og síðustu fimm árin hef ég einungis kennt við Oddeyrarskólann." - Verð ég ekki að vona þín vegna aðþað haldi áfram að snjóa þótt mér sé það þvert um geð? „Jú þakka þér fyrir kærlega." - Sómuleiðis og vertu blessað- ur. gk-. Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga verður haldinn laugardaginn 21. apríl kl. 2 e.h. að Freyvangi öngulsstaðahreppi. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Veiðileyfi Landeigendur að vatnasvæði Eyjafjarðarár er vilja notfæra sér forgangsrétt að pöntun veiðileyfa, til eigin nota, fyrir næsta veiðitímabil, geri pantanir sínar í versluninni Eyfjörð fyrir 25. apríl. Sími 22275. Hjol- barðar ^ nyirog sólaðir í miklu úrvali. Gúmmíviðgerð sími 21400. Óseyri2 Véladeild símar 22997 og 21400. Afgreiðsla sparisjóðsskírteina hefst í vikulokin Skírteinin eru með mjög hagstæðri ávöxtun, eða 6% vaxtaálagi á ári, umfram vexti almennra sparisjóðsbóka, eins og þeir eru á hverjum tíma. Tekið et á móti pöntunum. Sparisjóður Akureyrar Viégeriir - Þjónush Annast allar almennar bílaviðgerðir Einnig viðgerðir á sjálf skiptingum og stillingar. Ath. Varahlutir á lager. Honda bílaviðgerðir og vélhjólaviðgerðir. Bíla- og vélaverkstæði Gunnars Frostagötu 6 b (sama hús og Hellusteypan). Sími 26181 - 21263.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.