Dagur - 09.01.1985, Blaðsíða 3
„Bíðum eftir
dreifingarspá“
- segir Sigurður Guðmundsson formaður Staðarvalsnefndar
„Gagnasöfnun er í gangi og
hefur verið í nokkuð langan
tíma. Það var síðan ákveðið að
semja við norskt fyrirtæki um
að gera hina svokölluðu dreif-
ingarspá varðandi mengun,
miðað við að álver yrði stað-
sett á Dysnesi og þetta norska
fyrirtæki fékk gögnin í hend-
urnar seint í sumar,“ sagði Sig-
urður Guðmundsson, formað-
ur Staðarvalsnefndar er Dagur
ræddi við hann.
„Norðmennirnir áttu að vera
búnir að ljúka við dreifingar-
spána fyrir áramót en vegna veik-
inda starfsmanns sem átti að
vinna þetta verk og fleiri
Myndaval í
Borgarbíói
Það verður talsvert um að vera
í Borgarbíói næstu dagana og
nokkrar nýjar og nýlegar
myndir á boðstólum.
í kvöld verður kvikmyndin
Maður, kona, barn sýnd. A
morgun er engin sýning kl. 21
vegna Bindindisdagsins en kl. 23
verður sýnd kvikmyndin Seven
með William Smith í aðalhlut-
verki. Þetta er spennandi og
fyndin kvikmynd, tekin í fögru
umhverfi á Hawaii-eyjum.
Uppboðin á
skuldatogurunum:
Ákvörðun
/r
i
næstu
Á laugardaginn fara Kúrekar
norðursins, þeir Hallbjörn, Siggi
Helgi og Johnny King svo ham-
förum á tjaldinu í Borgarbíói og
einnig á sunnudag. Þann dag kl.
15 verður teiknimyndin Leynifé-
lagið sýnd, en þetta er bráð-
skemmtileg barna- og unglinga-
mynd. Myndin er í dolby-stereo.
Þess má að lokum geta að síðar
í þessum mánuði verður kvik-
myndin Ghostbusters tekin til
sýninga í Borgarbíói. Þessi mynd
er nú sýnd í Stjörnubíói og á
Siglufirði og hefur hlotið mikið
lof.
ástæðna, hefur þetta tafist þannig
að við fáum þetta ekki fyrr en í
febrúar. Mælingarnar munu hins
vegar halda áfram í Éyjafirði og
það er verið að skipuleggja þau
verkefni sem ráðist verður í á
þessu ári.
Það sem er því að gerast núna
er að við erum að bíða eftir
bráðabirgðaskýrslu frá Noregi og
síðan lokaskýrslu á grundvelli
þeirra gagna sem þeir eru búnir
að fá út, en við höldum áfram að
mæla. Við viljum hins vegar ekki
gera tillögur til iðnaðarráðuneyt-
isins um það hvað á að gera fyrr
en við höfum fengið skýrslur
Norðmannanna og tillögur þeirra
um hvað æskilegt væri að vinna
næst.
Þegar við fáum bráðabirgða-
niðurstöður frá Noregi, kemur
sá starfsmaður sem hefur unnið
þetta í Noregi hingað til lands, og
þá munum við kalla saman sam-
ráðshóp um þetta verkefni. En
við bíðum núna eftir þessum
upplýsingum og hringjum til Nor-
egs einu sinni í viku til þess að
þeir gleymi okkur ekki.
Þegar þessar niðurstöður koma
munum við sjá hvernig meng-
unarefnin muni dreifast og þá
kemur í ljós hvort mengunin er
meiri en svo að menn geti sætt sig
við hana eða minni,“ sagði Sig-
urður.
viku
Firmakeppni Þórs
í innanhússknattspyrnu
verður haldin í íþróttaskemmunni dagana 26.
og 27. janúar.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Þórs í íþróttahúsi
Glerárskóla ásamt þátttökugjaldi, fyrir 22. janúar.
Upplýsingar í síma 22381 milli ki. 16 og 18 alla
virka daga.
Knattspyrnudeild Þórs.
- Ég get ekkert sagt um þetta
mál, sagði Már Elísson, fram-
kvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs
er hann var spurður hvenær
uppboðin á hinum svokölluðu
skuldatogurum færu fram.
Tveir togarar af Norðurlandi,
Kolbeinsey ÞH og Sigurbjörg
ÓF eru í þeim hópi.
Ríkisstjórnin fór fram á það
við Fiskveiðasjóð fyrir áramótin
að sjóðurinn fyndi út viðmiðun-
arverð fyrir þessa togara og eig-
endum þeirra, sveitarfélögum,
einstaklingum og fyrirtækjum
yrði gert kleift að eignast þá
aftur með einhverjum ráðum.
Már Elísson sagði að enn hefði
ekki verið tekin afstaða til þess-
ara tilmæla og það yrði í fyrsta
lagi gert í næstu viku. - ESE
Orgelskóli Ragnars Jónssonar
Ráðhústorgi 3.
Innritun hafin
í vorönn
í síma 26699.
Innritun hafin
Eldri nemendur hafið samband við skólann sem fyrst
Uppl. í síma 24550.
Blomberq
Stílhrein hágæða heimilistæki
2ja ára ábyrgð
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
9
NÝLAGNIR
VIOGEROIR
VERSLUN
Kaupangi v/Mýrprveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
Bíndmdisdagur
10. janúar 1985
Góðtemplarar á Akureyri gangast fyr:r
samkomu í Borgarbíói fimmtudaginn
10. janúar kl. 8.30 e.h.
Ávörp og ræður flylja:
Sveinn Kristjánsson og Ingimar Eydal.
Að síðustu skemmtir Ómar Ragnarsson
við undirleik Ingimars Eydal.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfír.
Aðgangur ókeypis.
Góðtemplararcglan á Akureyri.
Meiraprófsnámskeið
verður haldið á Akureyri og hefst í janúar, ef næg
þátttaka fæst.
Umsóknum sé skilaö til Bifreiðaeftirlitsins fyrir 24.
janúar nk.
Bifreiðastjóranámskeiðin.
FRAM
TOLVUSKOLI
Tölvunámskeið
Grunnnámskeið um
tölvur og tölvuvinnslu
Markmið námskeiðsins er að veita haldgóða grunn-
þekkingu um tölvur og tölvuvinnslu, uppbyggingu
tölva, helstu gerðir og notkunarmöguleika þeirra.
Farið er m.a. í eftirfarandi atriði:
I
★ Saga, þróun og uppbygging tölva.
★ Grundvallarhugtök tölvunarfræðinnar.
★ Notkunarmöguleikar og notkunarsvið tölva.
★ Kynning á notendaforritum til ritvinnslu og
skráarvinnslu.
★ Forritunarmál, forritun og uppbygging forrita.
★ Framtíðarhorfur í tölvumálum.
Engra inntökuskilyrða er krafist á námskeið þessi
og sækir þau fólk á öllum aldri, úr öllum starfsstétt-
um, með mismunandi menntun að baki og alls stað-
ar af landinu. Enda er það markmið Tölvuskólans
FRAMSÝN að aðstoða alla þá er áhuga hafa á að
auka eigin þekkingu og undirbúa framtíð sína á öld
tæknivæðingar og tölvuvinnslu.
Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 26155 frá
kl. 13.00 til 18.00.