Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI OLÍUSLÖNGUR og BARKA VÖNDUÐ VINNA HÁÞRÝSTISLÖNGUR s a s w Sparnaður Vegagerðarinnar vegna 2. áfanga Leiruvegarins: I Sa msva n ar tí íu I km Góð færð á vegum á Norðurlandi í vetur: „Þetta er senni- lega einsdæmi“ bundnu slitlagi - Ég held ég megi fullyrða að Öxnadalsheiðin hefur aldrei alveg lokast í vetur. Hún hefur vissulega verið þungfær af og til og ófær fólksbílum en hún hefur aldrei lokast og það er sennilega einsdæmi, sagði Björn Brynjólfsson, vegaeftir- litsmaður á Akureyri er við ræddum við hann um færð á vegum. Að sögn Björns hefur færð ver- ið mjög góð í allan vetur og að- eins Ólafsfjarðarmúli sem valdið hefði teljandi erfiðleikum. - Múlinn er lokaður í augna- blikinu en það er mest vegna veðurs, ekki færðar, sagði Björn. Björn sagði að það væri ekki hægt að nefna aðra staði sem slæma með tilliti til færðar. Vík- urskarðið væri að vísu oft þungt en eins og annars staðar hefði ástandið verið óvenju gott þar í vetur. Birni var heldur ekki kunnugt um að ferðir hefðu fallið niður hjá mjólkurbílunum eða sérleyfisbílum vegna færðar og er það sennilega einsdæmi hér á Norðurlandi þegar komið er fram í febrúar. - ESE Það lætur nærri að sú upphæð sem Vegagerð ríkisins sparar sér vegna annars áfanga Leiru- vegar, svari til þess sem kostar að leggja tíu kflómetra með bundnu slitlagi. Pessar upplýsingar fékk Dagur hjá Guðmundi Svafarssyni, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri. Kostnaðaráætlun vegna annars áfanga Leiruvegar nam um 26,6 milljónum króna en lægsta tilboðið var um 12,2 millj. kr. Að sögn Guðmundar er eftir að reikna hönnunar- og eftirlits- kostnað inn í verkið ásamt kostn- aði vegna sprengivinnu en Guð- mundur sagðist reikna með að endanlegur kostnaður yrði ekki meiri en um 16 til 17 millj. kr. Miðað við kostnaðaráætlun hefur Vegagerðin þannig sparað sér um tíu millj. kr. en það er sú upphæð sem kostar að leggja tíu kíló- metra með bundnu slitlagi í dag. - Vegaáætlun verður endur- skoðuð í vetur og þá munu al- þingismennirnir ákveða hvernig þessu fjármagni verður varið en það er ósennilegt að það fari allt í bundið slitlag, sagði Guðmund- ur Svafarsson. Til marks um það hve tíu millj- ónir kr. eru stórar tölur fyrir Vegagerðina má nefna að það er Söluvagn í Miðbæinn Bæjarráð hefur mælt með því að Jón J. Björnsson og Guð- mundur Hansen á Akureyri fái leyfí til að setja upp og reka í Miðbæ Akureyrar söluvagn með heitum samlokum og gos- drykkjum. Bæjarráð samþykkti að heimilt verði að setja upp söluvagninn í samráði við bæjarverkfræðing. Jafnframt er lagt til að umbeðið nætursöluleyfi verði veitt og bent á að afgreiðslutími í dagsölu er bundinn reglum í Samþykkt um afgreiðslutíma verslana. rumlega sú upphæð sem kostar að leggja bundið slitlag á Víkur- skarðsveg í sumar eða um níu kílómetra, sem er stærsta verk- efni Vegagerðarinnar á þessum vettvangi í kjördæminu á árinu. Samkvæmt upplýsingum Hauks Jónssonar eru aðrar fram- kvæmdir við lagningu bundins slitlags þær, að lokið verður við að leggja bundið slitlag á milli Skondið mál er nú komið upp á Sauðárkróki. Málið snýst um það að til fjölda ára hefur Sauðárkróksbær borið víurn- ar í land sem Skarðshreppur hefur ráðið yfir en án árang- urs. Skarðshreppur hefur ekki viljað láta lögsöguna af hendi og það virkaði því sem sprengja þegar í Ijós kom að Sauðárkrókur hefur átt um- rætt landsvæði frá 1934. Svæðið sem hér um ræðir nefnist Flæðagerði og eins á þetta við um landsspildu á flug- vallarsvæði. Skarðshreppur hef- ur innheimt fasteignagjöld af íbúðarhúsum, hesthúsum og flugskýli á svæðinu en í nóv- embermánuði sl. fundust skjöl í vörslu bæjarins þar sem fram kemur að Sauðárkrókur eignað- ist umrætt land 1934 og greiddi síðan 200 kr. gjald fyrir það 1936 en þá gaf ráðherra jafn- framt út bréf um lögsögu Sauð- árkróksbæjar. Síðan hefur þetta cinhvern veginn fallið í gleymsku og dá þar til nú að hið Akureyrar og Dalvíkur en þar er eftir 2,5 km bútur. Á áætlun er að leggja um 4 km í Vaðlareit og tæpir 8 km verða lagðir í Kinn- inni en þar með er lagningu bundins slitlags á þeim stað lokið. Auk þess sem hér er upp talið verður lokið við annað lag bundins slitlags á nokkrum stöðum. - ESE sanna kemur í Ijós. - Það leikur enginn vafi á því að Sauðárkrókur á þetta land en við teljum hins vegar að þeir eigi engan endurkröfurétt á hendur Skarðshreppi. Þarna eiga báðir sök og það er ekki síst aðgerðarleysi þeirra sjálfra sem veldur, sagði Úlfar Sveins- son, oddviti Skarðshrepps er blaðið bar þetta mál undir hann. Bæjarstjórn Sauðárkróks hef- ur farið fram á að fá lögsögu yfir svonefndum Borgarsandi sem er landræma við sjóinn, gegn þvf að þeir falli frá endurkröfu- rétti. . Að sögn Úlfars Sveinssonar tekur hreppsnefnd Skarðs- hrepps ekki í mál að fallast á þetta en Úlfar reiknaöi hins vegar með því að fundað yrði um rnálið í vikunni og farsæl lausn fundin innan skamms. Þess má geta að fasteigna- gjöld af umræddu svæði námu 30 þúsund krónum á síðasta ári. - ESE Sauðárkrókur bar víurnar í eigið land - Skarðshreppur hefur haft tekjur af landi í eigu Sauðárkróks í tæpa hálfa öld! Spáð er hægri austlægri átt í dag og á morgun og hitastig verður um frostmark. Það verður að mestu úrkomulaust, en á föstudaginn má búast við kólnandi veðri og þá snýst vindur í norðaust- læga átt og ekki er ósennilegt að þá verði einhver éljagangur. # Stofnana- íslenska Eitt hvimleiðasta fyrirbrigðið sem veður uppi í íslensku máli, er hin svokailaða stofn- anaíslenska. Látum vera með slangur og götumál, en stofn- anaislenskan - hún er óskiljanleg. Það er einkum fólk sem lengi hefur setið á skólabekk, skruddum vafið sem slettir stofnanaíslenskunni. Ekki síst það fólk sem hefur sog- að að sér fróðleikinn úr er- lendum sérfræðibók- menntum. Eftirfarandi klausa sem birtist í Degi er ágætt dæmi um þetta, en klausan er frá sálfræðingum á Akureyri: „í nóvember fjallaði Jón Björnsson, sálfræðingur, um „Hjálparsambandið, tilgang og markmið félagslegrar og sálfræðilegrar aðstoðar í Ijósi spurninga um hjálp til sjálfshjáipar og lært hjálpar- leysi.“ Svo mörg voru þau orð og það er bara vonandi að þeir sem sóttu fyrirlesturinn hafi skilið hann án aðstoðar sál- fræðiorðabókarlistasafns til örvunar meðvitaðs skilnings og eflingar sjálfsins f Ijósi undirmeðvitundar. Það skal tekið fram að síðasta setn- ingin er ekki fengin frá sál- fræðingum heldur er hún bull sem skrásetjara datt í hug við lestur sálfræðigreinarlnnar. Það kæmi hins vegar ekki á óvart þó að sálfræðingar læsu úr þessu mikinn sann- leik. # Svartagengið Sveit tollgæslumanna úr Reykjavík hefur það verkefni, að fara eins og hvirfilvindur um landið og góma smygl- ara. Meðal sjómanna er þessi hrellir kailaður „Svarta gengið“, enda hafa þessir tollverðir gert „hetjum hafsins“ marga skráveifuna. Þeir láta hvergi vita af sér, yfirvöld á hverjum stað fá ekki einu sinni að vita um ferðir þeirra, þannig að þeir koma hvergi boðnir. Þeirgeta því verið á Sauðárkróki einn daginn og Keflavík þann næsta. Og á Sauðárkróki voru þeir einmitt að þvælast um daginn þegar Hegranesið kom úr siglingu. Skipið var tollafgreitt og allt virtist í stakasta lagi. Skömmu síðar ætiuðu sjóararnir að stika heim með sín myndbands- tæki, bjór og brennivín, en þá voru þeir umsvifalaust umkringdir af „svarta geng- inu“, sem hafði iegið í felum á bak við næsta húshorn. En þetta var óvera, tvö mynd- bandstæki, 15 flöskur af víni og átján kassar af bjór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.