Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 06.02.1985, Blaðsíða 1
uiwki-SMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR sssfaal °| T i dfce/. Litmynda- framköllun 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. febrúar 1985 15. tölublað Er fíkniefnaneysla að aukast á Akureyri? Er fíkniefnaneysla að aukast á Akureyri? - Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður í bænum segir það skoðun sína að neyslan hafi aukist talsvert án þess að hann rökstyðji það nánar. „Ég held að það sé ekki vafa- mál að sú þróun sem hefur átt sér stað víða um land, t.d. í Reykja- vík, sé að eiga sér stað hér,“ segir Daníel. Hann segir að langflestir þeirra sem teknir hafa verið með fíkniefni á Akureyri séu um tvítugt, og eingöngu hafi verið um hass að ræða. Geir Friðgeirsson læknir á Ak- ureyri sem á sæti í starfshópi um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna notkunar fíkniefna meðal ungl- inga segir hins vegar að hann sé ekki í aðstöðu til að dæma um Vaðandi smásíld á Eyjafirði! Nýlokið er síldarleit á Eyja- firði. Það var hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson sem var notað í þessum rannsókna- leiðangri og eru niðurstöður vissulega uppörvandi þó að leitað hafi verið á Iitlu svæði. Samkvæmt heimildum Dags fannst óvenju mikið magn af smásfld á firðinum sem gefur góð fyrirheit um veiðina eftir nokkur ár. - Þetta kom ágætlega út en það ber að hafa það í huga að leitin stóð aðeins í um tvo sólar- hringa og að ekkert hefur verið leitað á fjörðunum hér í kring, sagði Ólafur Halldórsson sem var leiðangursstjóri í umræddri ferð. - Við fundum tvo árganga af ís- lenskri sumargotssíld sem er eini síldarstofninn sem máli skiptir hér við land. Eldri árgangurinn er frá 1982 en meðallengd þeirrar síldar var um 19 sentimetrar. Þessi árgangur var dreifður með fjörum allt frá Skjaldarvík norður að Hjalteyri. Of dreifður til að ég treysti mér að spá neinu um hann. Yngri árganginn, frá 1983 fundum við á Laufásgrunni. Þetta er hin svokallaða kræða, um 11 sentimetra löng og ég verð að segja að við erum þokkaiega bjartsýnir með þennan árgang, sagði Ólafur Halldórsson. Að sögn Ólafs þarf fleiri leið- angra og meiri rannsóknir áður en hægt verður að segja til um horfur. Síldin byrjar að koma inn í veiðina við þriggja ára aldur en fimm ára er hún að fullu komin inn. Kynþroska verður hún frá fjögurra ára aldri en á því aldurs- skeiði eru um 50-70% síldarinn- ar kynþroska. íslenska sumar- gotssíldin er svo að fullu kyn- þroska fimm ára. Þessar upplýsingar eru svo sannarlega uppörvandi og miðað við það sem heyrst hefur frá Haf- rannsókn er mun meira líf í haf- inu út af Norðurlandi en verið hefur til fjölda ára. Veldur þar sennilega hitastigið miklu en samkvæmt upplýsingum Jóns Ólafssonar, haffræðings hjá Haf- rannsókn, var hitastigið í nóvem- ber er síðustu rannsóknir fóru fram, um tveim til þrem gráðum hærra en vant er á þessum árs- tíma t.d. á hafsvæðinu utan við Siglunes. Að sögn Jóns voru árin 1981-1983 mjög köld en hann sagðist vonast til að hitastigið væri nú að ná því meðallagi sem var hér áður fyrr. Nýjar rannsóknir á hitastigi sjávar fara fram upp úr miðjum febrúar. - ESE hvort neyslan sé að aukast í bænum. „Þetta er til staðar, en við höfum ekki sannanir í hönd- unum til að fullyrða um hvort neyslan er að aukast,“ segir hann. Sjá nánar bls. 3. Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður. Á borðinu fyrir framan hann er hass og hasspípur sem lögrcglan á Akureyri hefur gert upptækt. Talið er að smásöluverð hasskögglanna fremst á myndinni sé um 45 þúsund krónur. Mynd: gk-. norður? - Þrjú vel rekin norðlensk fyrirtæki meðal bjóðenda Nú er Ijóst að þrjú útgerðarfyr- irtæki á Norðurlandi a.m.k. keppa um það við útgerðarfyr- irtæki annars staðar á Iandinu að fá togarann Bjarna Herj- ólfsson AR 200 sem Lands- bankinn keypti nýlega á upp- boði. Áður hefur verið greint frá áhuga Útgerðarfélags Ak- ureyringa og Útgerðarfélags KEA og nú hefur Útgerðarfé- lag Skagfirðinga bæst í hópinn. - Það er rétt að við höfum sent inn tilboð í togarann, sagði Bjarki Tryggvason, fram- kvæmdastjóri US í samtali við Dag. Að sögn Bjarka er vinnslugeta fiskvinnslunnar langt um meiri en það sem togararnir þrír færa að landi. Nýr togari sé því nauðsyn. - Við höfum ástæðu til að vera ánægðir með þau tilboð sem við höfum fengið, sagði Stefán Pét- ursson, lögfræðingur Landsbank- ans þegar hann var spurður hvort búið væri að taka afstöðu til til- boðanna átta sem bárust í Bjarna Herjólfsson. Að sögn Stefáns hefur ákvörðun enn ekki verið tekin um hver hreppir togarann en þar mun vega þungt á metun- um, staða viðkomandi fyrirtækja því bankinn vill ekki fyrir nokk- urn mun fá togarann aftur í haus- inn. Bankastjórnarfundur verður í Landsbankanum í dag og þá Landsbankanum í dag og þá skýrist kannski hvort Bjarni Herjólfsson fer norður. - ESE/GS Pétur Einarsson, flugmálastjóri, í samtali við Dag: L m f ma Fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Langanesi, yrðu óneitanlega hernaðarmann- virki, en fyrst og fremst yrðu þær ómetanleg ör- yggistæki fyrir allt almcnnt flug. ( bfgerð er að fjárfesta í nýjum aðflugsradar fyrir Akureyrarflugvöll, sem kostar um 50 m.kr., en heildarfjárveitingar til framkvæmda flugmálastjórnar á árinu eru 61 m.kr. Til samanburðar má geta þess, að kostnaður Bandaríkjahers við að halda .Keflavíkurflug- velli snjólausum yfir vetrarmánuðina nemur svipaðri upphæð. • Stefnt er að því að Ijúka við flugstöðina við Húsavíkurflugvöii í haust. • Áfram er unnið að undirbúningi fyrir fram- kvæmdir við lokaírágang og hitalögn í Sauðár- króksflugvöll. sem að líkindum verður gerður að varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið. Samkvæmt úttekt bandarísks sérfræðings er ástand í flugumferðarþjónustu á íslandi eins og best vcrður á kosið. Þessi atriði, ásamt ýmsu öðru fróðlegu, koma fram í viðtali við Pctur Einarsson, flugmálastjóra, í opnu blaðsins í dag. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.