Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 2

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 18. febrúar 1985 Hvernig hefur veturinn farið í Þig? Gunnar Þór Gunnarsson: Veturinn! Sko hann fór inn hér rétt fyrir neðan eyra og það er von á honum út rétt fyr- ir ofan vinstri mjöðm. Aðalsteinn Bernharðsson: Mjög vel, það er búið að vera lítið um snjó og þegar sólin er komin upp þá er hann búinn. Jón Valdimarsson. Mjög vel, ég er hestamaður og þetta hefur veri mjög léttur ,vetur þannig lagað séð. Haukur Berg: Ha, hvaða vetur? Hefur ein- hvern tíma komið vetur? En fyrst þú spyrð þá hefur hann farið alveg frábærlega vel í mig. Ég hef aldrei komið hressari undan vetri. - segir Hreinn Skagfjörð Pálsson sem er á förum til Eþíópíu „Þetta kom þannig til að Hjálparstofnun kirkjunnar óskaði eftir sjálfboðaliðum frá Hjálparsveitum skáta og ég sótti um. AHir sem sóttu um voru metnir og síðan voru valdir úr 10 einstaklingar er þóttu jafn hæfir. Það var svo dregið um röðina á okkur og ég Ienti númer 3. Þeir sem hlutu númerin 1 og 2 voru Vestmanneyingar sem þegar eru farnir út. I þeim hópi sem ég er í eru 4 hjúkrunarfræðing- ar og 1 læknir og er okkar verkefni að koma upp hjálpar- búðum og reka þær. Ég mun sjá um skipulagningu og rekst- ur búðanna en þau um heilsu- gæsluhliðina,“ sagði Hreinn Pálsson sem er á förum til þurrkasvæða Eþíópíu þann 22. þessa mánaðar. Hreinn hefur landvistarleyfí til þriggja mán- aða, en mun reyna að fá fram- lengingu er það rennur út. Hinir í hópnum hafa landvist- arleyfí til sex mánaða vegna mikils skorts á faglærðu fólki við heilsugæslustörf. Við byrj- uðum á að spyrja Hrein nánar út í búðirnar sem hópurinn hyggst koma upp. „Það eru tvær tegundir af fæðugjafarstöðvum í landinu, annars vegar þar sem fólk kemur og fær mat fyrir vikuna og hins vegar þar sem fólkið býr í búðum. Slíkar búðir eru erfiðari viðfangs og reynt er að stofna eins lítið af slíkum búðum og ipögulegt er, það er ekki ljóst hvernig þetta verður hjá okkur, en þó má gera ráð fyrir að læknis- og sjúkra- gæsla verði mikil.“ - Hvernig var undirbúningi háttað? „Við höfðum mjög nauman tíma til undirbúnings, eða rétt um hálfan mánuð. Við höfum hist á tveimur fundum fyrir sunnan, en þeir voru á vegum Hjálparstofnunar og þar var ástandinu í landinu lýst fyrir okk- ur og okkur gerð grein fyrir við hverju við megum búast þegar út kemur. Við höfum fengið helling af sprautum við öllu mögulegu, ég kann ekki að nefna það allt saman. Það er ekki um nein nám- skeið að ræða, við förum bara út og hefjumst handa.“ - Er ekkert mál að komast inn í landið? „Það er óendanleg skriffinnska í kringum allt þarna úti, en það gildir ekkert nema þolinmæðin, það taka 3 menn á móti okkur á flugvellinum sem þekkja kerfið og þeir hjálpa okkur í gegnum skriffinnskuskóginn. “ - Hvað tekur við þegar þið eruð komin á áfangastað? „Við göngum bara inn í ástandið eins og það er og getum engar kröfur gert. Við komum til með að búa í tjöldum og verðum að hugsa um okkur sjálf að öllu leyti og förum út með því hugar- fari að vera ekki upp á aðra kom- in með neitt. Okkur er sagt að hægt sé að fá alla skapaða hluti í höfuðborginni Addis Ababa en þar er allt óskaplega dýrt. Eins og ég sagði áðan kemur þessi hópur til með að starfa mikið að heilsugæslu og þess vegna feng- um við til umráða bíl sem Hekla gaf og verður því töluvert á ferð- inni um landið." - Þetta verða gífurlegar lofts- lagsbreytingar? „Já, það má búast við því, hit- inn fer yfir 30 stig á daginn og niður undir frostmark á nóttunni. Staðurinn sem við verðum á er í um 2.000 metrum yfir sjávar- máli.“ - Hvernig leggst ferðin í þig? „Vel, ég er nokkuð bjartsýnn á að okkur takist að gera góða hluti og við erum spennt að fara út að vinna.“ - Ekkert hræddur? „Nei. Mér er sagt að fyrsta vik- an sé erfiðust, þá er maður að átta sig á hvað er að gerast og kynnast því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.“ f '&?■' WÉmI ■ Hreinn Skagfjörð Pálsson. - Heldurðu að þú verður fýrir menningarsjokki? „Kannski andlegu áfalli til að byrja með, en ekki menningar- sjokki. Þetta verður sjálfsagt óskaplega erfitt, maður er búinn að sjá hvernig ástandið er í sjón- varpinu en það snertir mann ekki beint, þá er þetta allt einhvers staðar utan við mann. Það verður eflaust undarlegt að vera í beinni snertingu við þetta, en mér er sagt að íbúarnir séu elskulegt fólk og gott að vinna með því svo það er engu að kvíða. Við höfum líka fengið svo góðar fréttir af þeim hópi sem þegar er farinn og það stappar í okkur stálinu. Hins vegar er það augljóst að það er allt annars konar menning í Eþí- ópíu en hér. Mér er sagt að það sé mjög ríkt í mæðrum að láta sterkasta barn sitt lifa og fólk sem vinnur við fæðuúthlutun hefur oft þurft að fara inn í tjöldin til að leita að veikburða börnum innan um fataleppa. Þegar barn deýr þá er það venja að mæðurnar gráta stanslaust í tvo sólarhringa og svo er það bara búið.“ - En segðu méi að lokum, hvernig datt þér í hug að fara þessa ferð? „Ja, nú veit ég ekki. Ætli megi ekki segja að það sé ævintýraþrá í aðra röndina. Þetta er tækifæri sem mér gafst og mig langar að kynnast þessu af eigin raun. Það er kannski ekki síst sú reynsla sem maður fær sem dregið hefur mig út í þetta. Ég held að hún eigi hvað mestan þátt í að ég ákvað að fara. Ég á sjálfsagt eftir að búa lengi að henni. -mþþ Hatursinnræting og vígbúnaðanrítfirring Heiðraði ritstjóri! Tuttugasta og fyrsta jan. sl. fékk ég birt smábréf hér í lesenda- horninu. Drap ég þar á óhróður ríkisfjölmiðlanna um Sovétríkin sérstaklega. Síðan þá hef ég heyrt því „fleygt" í fréttatímum í útvarpinu, að Sovétmenn muni hafa staðið að morðinu á pólska prestinum sem mest hefur verið fjallað um að undanförnu, og einnig, að í landamæraskærum við Kínverja fyrir nokkrum árum hafi Sovétmenn hugleitt að varpa kjarnorkusprengju á Kína. Þá var fyrir skömmu sýnd bresk mynd í sjónvarpinu af breskum njósnara og leikkonu í Moskvu, en þeir sem áttu að vera sovéskir þegnar í myndinni voru ýmist betlarar, heimskingjar eða sporhundar í mannsmynd. - Sagt var í kynningu að þetta væri margföld verðlaunamynd. Hvaða tilgangi á þessi látlausa ræpa að þjóna? Fyrir 35 árum var ísland tengt hernaðarbandalaginu NATO. Um þetta sömdu íslensk stjórn- völd án þess að hafa til þess um- boð frá þjóðinni. íslendingar skildu ekki al- mennt að þeir ættu yfir höfði sér óvin sem þeir kynnu að þurfa að berjast við, og stór hluti þeirra hefur aldrei fallist á slíkt. En smám saman tók mynd óvinarins að skýrast. Fjölmiðlarnir möluðu án afláts (í hvers nafni?) og hefur tekist með eljunni að innræta æ fleirum ofstækisfulla fordóma og hatur í garð Sovétríkjanna. Nú eiga þau að blasa við í ómennskri mynd mannkynsböðulsins, og ræpan sem ég nefndi er til þess ætluð að halda litum myndarinn- ar skýrum og áberandi. í öðru lagi: Á íslandi er stór hópur sósíalista og kommúnista, á þá er gott að koma höggi með því að benda á böðulsmynd hins vestræna sannleika og segja: Þetta er sú mynd sem þeir vilja skapa af íslensku þjóðfélagi. Fyrir skömmu var prófessor við Háskólann spurður í útvarps- þætti um það, hvernig að frétta- flutningi ætti að standa. Hann svaraði á þá leið að fréttir ættu að vera óháðar skoðunum og mati þeirra sem byggju þær til flutnings. Þ.e.a.s. ekki vísvitandi hlutdrægar frá hendi frétta- manns. En hvað er frétt? - Er það eitt- hvað sem „heyrst hefur“, „sagt er“ eða „grunur leikur á“, án þess að það sé sannreynt og staðfest? Um áratugaskeið hafa íslend- ingar haft vinsamleg samskipti við Sovétríkin um viðskipta- og menningarmál, en nú virðist með öllu bannað að sýna sovéskar kvikmyndir í íslenska sjónvarp- inu, og eru þær þó margar sagðar góðar. Þar sem ég er sjónvarpseigandi og greiði því tilskilin gjöld, tel ég mig hafa sama rétt til að sjá myndir sem mér þykja forvitni- legar eins og þeir, sem dá amer- ískar og breskar kvikmyndir og fá að sjá ríflegan skammt af þeim. Nú, á þessum tímum haturs- innrætingar og vígbúnaðarvitfirr- ingar, megum við ekki gleyma sögulegri þróun mannkynsins, sem orðið hefur með miklum ósköpum fyrr og síðar ekki síður en umbrot hinna villtu náttúru- afla. Nú þurfum við einmitt að vakna til sem gleggs skilnings á því sem var, er, og verður, og reyna að meta það án fordóma og ofstækis. Munum við þá finna okkur knúin til að styðja hverja þá viðleitni sem stefnir að auk- inni farsæld þjóða, hvar í álfum sem eru. En fyrst af öllu þarf að kveða niður vígbúnaðinn, því að undir ógn hans dafnar hvergi farsælt mannlíf á jörðinni. Reynum að hindra að hann leggi einnig undir sig himnaríki okkar bernskutrúar. - Máttugur andi lífsins og framþróunarinnar efli okkur öll til friðarbaráttu. Kári Valsson í Hrísey svaraði fyrra bréfi mínu 30. jan. sl. hér í „horninu“. Um síðari hluta svars hans get ég ekki skrifað hér, nema hvað ég talaði ekki um alla blaðamenn heldur fréttamennsku í ríkisfjölmiðlunum. Þá er það ekki rétt sem hann gefur í skyn að ég þori ekki að skrifn bessi bréf undir fullu nafni - þetta gera margir án þess að af hræðslu stafi. Ég þakka Kára fyrir svarið og sendi honum bestu kveðju. - Ár- eiðanlega mun ég hitta hann að máli komi ég til Hríseyjar. O.L.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.