Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 4

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 18. fébrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kosningar í vor? Mikið er nú rætt um það manna á meðal hvort efnt verði til kosninga með vorinu. Bæði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, töldu slíkt ekki líklegt þegar þeir voru spurðir um það í sjónvarpsþætti á dögunum. Hins vegar verður ekki annað séð en að Morgun- blaðið sé að undirbúa stjórnarslit og enginn ætti að láta sér detta í hug að Morgunblaðið leiki einhvern einleik í þessu máli. Tengsl þess við áhrifamikil öfl í Sjálfstæðisflokknum eru meiri en svo að um prívathugmyndir rit- stjóranna einna sé að ræða. Morgunblaðið hefur gert heldur lítið úr til- kynningu ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, sem nýlega er komin fram. Þar er heldur eng- in leiftursókn á ferðinni, heldur fyrirhugað að leiða efnahagsmálin á nýjan leik inn á braut minnkandi verðbólgu. Það ætti ekki að vera neinum dulið að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarflokkanna um ýmis mál. Framsóknar- flokkurinn léði ekki máls á því að fara leiftur- sóknarleið Sjálfstæðisflokksins með tilheyr- andi atvinnuleysi, þegar til þessa stjórnar- samstarfs var efnt. Þrátt fyrir það tókst að taka á málum með þeim hætt að til farsældar varð fyrir þjóðarbúið í heild þótt fórnir þær sem almenningur þurfti að færa hafi verið of miklar. Framsóknarmenn vildu við gerð þess- ara nýju efnahagstillagna taka á því mikla óréttlæti sem skapast hefur vegna auð- söfnunar með hjálp verðbólgunnar á undan- förnum árum. Þeir vildu skattleggja verð- bólgugróðann - skattleggja óeðlilega miklar eignir sem til hafa orðið og færst á tiltölulega fáar hendur vegna verðbólgu undanfarinnar ára. Á þetta máttu sjálfstæðismenn ekki heyra minnst. Fleiri ágreiningsmál er að finna meðal stjórnarflokkanna, en varla er sá ágreiningur meiri en gengur og gerist í sam- starfi tveggja eða fleiri mismunandi stjórn- málaflokka. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að rjúfa stjórnar- samstarfið er ekki hægt að líta á það á annan veg en að hann sé að hlaupast undan merkj- um — hlaupast undan þeirri ábyrgð sem hann tók á sig við stjórnarmyndunina. Ekki er gott að henda reiður á því hver hin raunverulega ástæða kann að vera. Sundrungin og ágrein- ingurinn á þar þó sjálfsagt mestan þátt, óá- nægjan með að formaðurinn skuli ekki hafa fengið sess við hæfi í ríkisstjórninni, sem er enga við að sakast nema sjálfstæðismenn sjálfa. Óttinn við að skemmtikraftaherferð Al- þýðuflokksins muni hafa af þeim því meira fylgi sem lengra líður á kann einnig að bland- ast í þetta mál. , Píanótónleikar Onnu Aslaugar Ragnarsdóttur Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari hefur vakið athygli og hlotið mjög góða gagnrýni fyr- ir tónleika sína bæði innan lands og utan. Nú nýverið flutti hún tónsmíðar eftir íslenskt tónskáld í Reykavík, og vakti góð frammi- staða hennar mikla athygli. Anna Áslaug leikur á opinberum tón- leikum í Tónlistarskólanum á Akureyri miðvikudaginn 20. febrúar, öskudag, og hefjast tón- leikarnir kl. 20.30. Anna Áslaug starfaði um eins árs skeið sem píanókennari á Ak- ureyri, en hefur síðan verið bú- sett erlendis, og starfar nú sem píanóleikari og kennari í Munchen í Þýskalandi. Hún er dóttir Ragnars H. Ragnar tónlist- arfrömuðar á ísafirði og hóf hún 5 ára gömul nám hjá föður sínum. Síðar nam hún við Tón- listarskólann í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni, og einnig í London, Róm og í Þýskalandi. Á tónleikunum á Akureyri flytur hún verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnars- son, Jónas Tómasson, Leif PórT arinsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Á því ári sem nefnt er ár tónlistarinnar í Evrópu, er m.a. annars hvatt til að hver þjóð stuðli sem mest að flutningi og kynningu á tónsmíðum sinna tón- skálda, og eru þessir tónleikar vissulega ágætis framlag í því sambandi. Allt kostar það peninga Um þessar mundir eru bæjaryfir- völd að fjalla um fjárhagsáætlun ársins 1985 og ákveða hve mikið við bæjarbúar þurfum að leggja í sameiginlegan sjóð, bæjarsjóðinn okkar. Fasteignagjöldin hafa þegar verið ákveðin og við erum byrjuð að borga þau. Margir bera sig illa og vondum konum kennt um. Afhentir voru undirskriftalist- ar frá íbúum Akureyrarbæjar, þar sem mótmælt er of háum fast- eignagjöldum. Á tímum þegar stór hluti fjölskyldna hefur vart meira en til hnífs og skeiðar er ofur eðlilegt að svona mótmæli komi fram. Þó er ef til viil ein af ástæðum fyrir mótmælum sú, að þær upplýsingar sem birst hafa í blöðum undanfarið um fasteigna- gjöldin eru á ýmsan hátt villandi, þess vegna er rétt að eftirfarandi nái einnig augum bæjarbúa: Fasteignaskattar fyrir árið 1984 voru 0,5625 af fasteignamati eignarinnar (íbúðarinnar - ein- býlishússins) en nú eru þau inn- heimt með auknu álagi eða 0,625%. Upphæðirnar sem við þurfum að borga hafa hækkað mikið, aðalhækkunin stafar af hækkuðu fasteignamati. Sú hækkun sem leiðir af auknu álagi á fasteignagjöld er aðeins um 9%. Á íbúð sem nú er metin á um 1,6 millj. hækka fasteigna- gjöldin samtals um 4.600 kr. en þar af vegna aukins álags um ca. 1000 kr., eða 200 kr. á hvern gjalddaga sem samsvarar u.þ.b. 3 sígarettupökkum. Oft er bent á sæluríkið Reykja- vík, þar sem veittur er afsláttur af fasteignagjöldum á íbúðarhús- næði. Hins vegar eru fasteignir þar mun hærra metnar en hér og því verða Reykvíkingar að greiða hærri fasteignagjöld en við af sambærilegri eign. Fasteignagjöld og útsvör eru aðaltekjur bæjarins til reksturs og framkvæmda. Miðað við sömu álaningu og í fyrra hefðu tekjur af fasteignum árið 1985 orðið 71,4 millj. en verða 81 millj. Mis- munurinn 10 millj. er u.þ.b. Vs þeirrar upphæðar sem reiknað er með að verði til nýframkvæmda 1985 nema lántökur verði aukn- ar. Kostnaðaráætlun fyrir næsta áfanga Síðuskóla er 32 millj. kr. Þá má geta þess að eins og undanfarin ár fá elli- og örorku- lífeyrisþegar sem litlar tekjur hafa ýmist 50% lækkun fast- eignagjalda eða fulla niðurfell- ingu. Ýmislegt í skattalöggjöfinni mismunar einstaklingum, en er því miður ekki á annarra færi en löggjafans að breyta. Það hefur að vísu verið reynt en útkoman orðið misgóð, eins og þegar bændum var gert að gera bú sín upp til skatts eins og fyrirtæki. Afleiðingin var sú að næstum all- ir bændur eru skattlausir og er ekki örgrannt um að gildum góð- bændum þyki sér misboðið. Það þótti eitt sinn vafasamur heiður að bera „vinnukonuútsvar", en smekkur manna er misjafn. En úr því að skattalögin eru nú svona, finnst okkur eðlilegt að skattleggja eignir en hafa útsvar- ið þá aðeins lægra það muni koma launafólki betur. Það ætti öllum að vera ljóst, sem fylgst hafa með málflutningi Kvennaframboðsins, að við höfum aldrei haldið því fram að hægt væri að lækka gjöldin til muna á sama tima og þjónusta við bæjarbúa yrði bætt og bærinn gerður að manneskjulegra sam- félagi. Þegar Kvennaframboðið kom inn i bæjarstjórn 1982 voru allar álögur á bæjarbúa nýttar til fulls, en ástandið í bænum var samt þannig að skóla vantaði alveg fyrir skólaskyld börn í nýju hverfi. Dagvistarými var hvergi minna á íbúa í þéttbýli en hér, þó var efnahagur flestra heimila þannig að báðir foreldrar þurftu að afla tekna utan heimilis til þess að hafa íyrir brýnustu lífsnauðsynj- um. Þjónusta við aldraða var heldur ekki til fyrirmyndar. Ýms- ar framkvæmdir voru í gangi og sumar stórar en flestar hálfkarað- ar vegna fjárskorts. Voru þó eng- ar „óábyrgar, óraunsæjar, sveim- huga Kvennaframboðskonur" í bæjarstjórninni. Margir virðast ekki gera sér næg grein fyrir því, að til þess að bærinn geti sinnt skyldum sínum verður hann að hafa peninga. Eitt nærtækt dæmi eru áðurnefndir undirskriftalistar um lækkun fast- eignagjalda því okkur er ekki grunlaust um að sama fólk hafi samþykkt ályktun um nýtt útibú bókasafnsins í Glerárhverfi nokkrum dögum seinna. Það er vissulega mikilvægt menningar- mál en kostar peninga eins og allt annað og þeir koma að mestum hluta frá okkur sjálfum. Með kveðju frá Kvennaframboðinu Sigfríður Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.