Dagur


Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 8

Dagur - 18.02.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 18. febrúar 1985 Um bolludag, sprengi- dag og öskudag Bókaútgáfan Saga gaf út árið 1977 bókina „Saga daganna - hátíðir og mcrkisdagar á Is- landi og uppruni þeirra“ eftir Arna Björnsson, þjóðhátta- fræðing. Bókin var síðan endurútgefin árið 1980 nokkuð endurbætt. Þetta er fyrsta bók- in í bókaflokknum „Framtíð og fortíð“ og vonandi verður framhald á, því þetta efni er forvitnilegt og fróðlegt. Bókin um sögu daganna er einkar skemmtileg lesning og ætti að vera til á hverju heimili. Þægi- legt er að grípa niður í bókinni og lesa sér til um viðeigandi merkisdaga í íslensku þjóðlífi, en þeir eru býsna margir. í bókinni er fjallað um tæplega 80 atriði. Mörg þeirra eru lítið í hávegum höfð í dag en flestra er þó líklega ennþá minnst með einum eða öðrum hætti. Þannig er um bolludag, sprengidag og öskudag, sem raðast á þrjá fyrstu dagana í þessari viku. Hér fer á eftir það sem Árni Björnsson hefur um þá að segja í bókinni „Saga daganna“. Bolludagur Svo er nú nefndur mánudagurinn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun þó reyndar vera tiltölulega ungt, en fyrirbærið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gam- alt hérlendis. Flest bendir til að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frum- kvæði þarlendra bakara, sem settust hér að. Þó hefur hann öðl- ast hér nokkra sérstöðu. Aðalþættir hans eru tveir: Að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu, og fá í staðinn eitthvert góðgæti, hér rjómabollur. Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirtinga og písla, sem menn lögðu á sig og aðra sem iðrunarmerki á föstunni til að minnast pínu frelsarans. En eftir siðbreytinguna þróaðist þetta hvarvetna smám saman yfir í gamanmál. Bolluátið mun hins vegar vera leif frá því að „fasta við hvítan mat“, nema nú var hann mun betur úti látinn en fyrrum. Þess konar bolluát eða feitmetisát virðist á öðrum Norðurlöndum reyndar hafa verið meir bundið við þriðjudaginn næsta. En á ís- landi hafa menn fest þennan sið við mánudaginn, sennilega til að trufla ekki hefðbundinn matarsið morgundagsins. Vitað er, að ekki síðar en milli 1880-90 höfðu börn í Hafnarfirði og Reykjavík fyrir sið að fara fylktu liði um götur á bolludag- inn, búin stríðsklæðum og tré- vopnum með bumbuslætti og söng, og sníkja peninga eða sæl- gæti í verslunum. Er þetta arfur frá „föstugangshlaupum" þeim, sem einnig verður vikið að í sambandi við næstu tvo daga. Sprengi- dagur Þetta er þriðjudagurinn í föstu- inngang, áður síðasti dagur fyrir upphaf langaföstu. Önnur af- brigði nafnsins eru sprengikvöld og sprengir. Það er alkunna, að katólskar þjóðir gera sér nokkra glaða kjötkveðjudaga áður en fastan hefst. Upphaflega mun hér um að ræða vorhátíðir í sunnan- verðri Evrópu, sem síðan hafa runnið saman við föstuinngang- inn. Ekki fer miklum sögum um þvílíkt hátíðahald hérlendis fyrr á öldum, svo að sprengikvöld er eini kjötkveðjudagurinn, sem beinar spurnir eru af. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst strjálbýl- ið og örðugar samgöngur, sem gert hafa samkomudaga íslend- inga mun færri áður fyrr en ann- ars staðar, einkum að vetrarlagi. Viljann hefur sjálfsagt ekki vantað, en það gefur auga leið, hversu hægara er um vik til því- líkra athafna, þar sem búið er í þorpum eða öðru þéttbýli. Þá var og næsta auðvelt fyrir yfirvöld að hindra þvílíkar sam- komur hérlendis, ef þeim bauð svo við að horfa. Og sú var ein- mitt raunin á. í svokölluðum „norsku lögum“ Kristjáns kon- ungs 5., sem að einhverju leyti voru látin gilda hér, stendur m.a. þessi klausa, sem til er í mörgum handritum: „Allir óskikkanlegir og hneykslanlegir leikir um jól eður á öðrum tímum og föstugangs- hlaup fyrirbjóðast strengilega og eiga alvarlega að straffast.“ Hægt er að sanna, að þessi lagaklausa hefur verið notuð hér sem röksemd gegn gleðisamkom- um. Nú má ljóst vera, að „föstu- gangshlaup" um hávetur á íslandi hefði orðið að fremja innanhúss. En þeir staðir, sem helst höfðu nógu rúmgóð húsakynni fyrir fjölmenn gleðilæti, voru einkum prestssetur og sýslumannasetur, einmitt hjá þeim, sem áttu að vaka yfir því, að boðum konungs og kirkju væri framfylgt. Það var því ekki við miklum sam- kvæmum að búast og gegnir raunar furðu, hvað þó var hægt að bralla á öðrum tímum, eins og fáein dæmi verða síðar rakin um. Nafnið sprengikvöld bendir eindregið til þess, að þá hafi menn reynt að ryðja í sig eins miklu og þeir gátu torgað af keti, floti og öðru lostæti, sem forboð- ið var á föstunni. Mun þá margur hafa hesthúsað meira en hann hafði gott af eða étið sig í spreng. Eru af því ýmsar skrýtnar sögur. Sagan segir einnig, að leifarnar væru settar í poka og hengdar upp í baðstofumæni yfir rúmi hvers og eins. Þarna angaði freistingin fyrir augunum alla föstuna, en ekki mátti á snerta fyrr en aðfaranótt páskadags. Sumir segja að öllum leifum hafi verið safnað í einn belg, sem var hengdur upp í baðstofuna. Auk átveislu hefur visst frjáls- lyndi í ástamálum löngum verið látið óátalið á kjötkveðjuhátíð- um erlendis. Einhverjar sagnir um viðlíka athæfi hafa verið á kreiki hér á 19. öld. Segir þar, að á þessu kvöldi hafi vinnumenn átt að greiða þjónustukonum sínum (þeim sem gerðu við föt þeirra og skó) kaup þeirra fyrir árið, og hafi sú greiðsla átt að innast af hendi með einkar ástúðlegu við- móti, eins og þetta vísukorn bendir til: Þriðjudaginn í föstuinngang það er mér í minni þá á hveraðfalla (hlaupa, þjóta) ífang á þjónustunni sinni. Annað nafn þessa dags, hvíti týs- dagur, kemur fyrst fyrir í alman- aki Jóns Sigurðssonar árið 1853, en hefur aldrei orðið almenn- ingsmál á íslandi. Ekkert bendir til þess, að þetta heiti eigi sér eldri sögu í íslensku, þótt Jón kunni að hafa litið svo á, að hér væri um gamalgleymt fornís- lenskt orð að ræða, þar sem dag- urinn heitir hvidetirsdag á dönsku. Sú nafngift er talin dreg- in af þeim sið að „eta hvítt“ á þeim degi, t.d. hveitibollur soðn- ar í mjólk. í öðrum Norðurland- amálum er þessi dagur einnig kenndur við feitmeti, flesk, smjör og graut, en bolluátið hef- ur hérlendis verið fært á mán- udaginn eins og áður sagði. Hann var áður fyrsti dagur langa- föstu og dregur nafn sitt af róm- versk-katólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum, sem vígðir voru á pálmasunnudag síð- asta árs, voru brenndar, askan látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn býður síðan söfnuðinum að ganga nær, dýfir fingri sínum í öskuna og gerir krossmark á enni þeirra eða krúnu, ef um klerka er að ræða. Um leið mælir hann þessi orð: „Mundu að þú ert duft og að dufti skaltu aftur verða.“ Þessa siðar er fyrst getið seint á 10. öld, og er hann táknrænn fyrir iðrun og yfirbót. í kringum siðbreytinguna á 16. öld kemur andstaða gegn kat- ólskum venjum fram á ýmsan hátt í Evrópu, og á það m.a. við um öskudaginn. I fyrstu tóku menn að draga kjötkveðjuhátíð- ina sem lengst fram á öskudag- inn, en eftir siðbreytingu varð hann smám saman að sérstökum degi gleði og ærsla í stað iðrunar. Sú hefur einnig orðið raunin á hjá okkur. Eins og áður sagði í sambandi við sprengidaginn, hefur fljótlega tekist að útrýma gleðilátum í kringum föstuinnganginn eins og öðrum skemmtunum á 18. öld, hafi þau á annað borð einhver verið. En sakleysislegur leikur að tákni iðrunarinnar, öskunni, hef- ur þó lifað af. Það er sá skemmti- siður að hengja í laumi smápoka með ösku á menn og láta þá bera hana tiltekna vegalengd, t.d. þrjú spor eða yfir þrjá þröskulda. Þetta reyndu einkum stúlkur við pilta, en í staðinn leituðust strákar við að láta stelpur bera smástein í poka sömu vegalengd. Steinninn er líklega valinn vegna þeirrar gömlu refsingar að drekkja konum með stein bund- inn við háls sér. í Reykjavík og öðrum bæjum varð það hins veg- ar mikil skemmtun barna að hengja öskupoka aftan á virðu- lega borgara, sem sumir brugðust furðuilla við. Enn yngra afbrigði þessa siðar er að hafa pokann tóman, en sauma á hann eitthvert tákn ástarjátningar. Gat þá verið úr vöndu að ráða, hver væri send- andinn. Öskudagurinn hefur líka heitið öskuóðirtsdagur líkt og í ná- lægum tungumálum, og er það heiti sjálfsagt eldra, en hefur horfið smám saman, eftir að Óð- insdagur var numinn úr málinu á 12. öld í stað miðvikudags. „Öskudagur á átján bræður,“ segir alkunn veðurspá. Hins veg- ar eru menn ekki á eitt sáttir um túlkun þessara orða. Sumir halda því fram, að 18 næstu daga eigi að líkjast honum að veðurfari, aðrir að það séu einhverjir 18 dagar á föstunni og enn aðrir, að það séu 18 næstu miðvikudagar. Kattarslagur Hér mundi einna helst eiga heima að geta um þann sið að „slá köttinn úr tunnunni". Hann hefur einkum verið bundinn við Akureyri, og var upphaflega ekki endilega á öskudaginn, heldur var valinn sérstakur kattarslags- dagur eða tunnuslagsdagur um svipað leyti vetrar. Siðurinn mun hafa borist með dönsku fólki á 19. öld, en í Danmörku var hann alkunnur og talinn hafa borist þangað með Hollendingum á Amákri. Þessi leikur hefur sjálfsagt ver- ið framinn með ýmsum hætti í ár- anna rás, en hér skal látin nægja lýsing gamals Akureyrings frá því laust eftir síðustu aldamót: „Á Akureyri var reynt að ná í flækingskött og hann þá skotinn, en ef það reyndist erfitt, þá var drepinn hrafn, sem nóg var af. En okkur drengjunum þótti minna varið í að nota krumma, og hefur þar ráðið að líkindum nafnið á þessum skemmtilega og spennandi leik. Kom fyrir, að okkur var boðinn heimilisköttur, sem átti að drepa, og var það þá þegið með þökkum. Annað, sem útvega þurfti til undirbúnings þessa leiks, var tóm tunna. Kaðali var dreginn í gegn- um hana og kötturinn eða hrafn- inn festur í þennan kaðal. Tunn- an var skreytt með mislitum pappír. Við drengirnir vorum í skraut- legum búningum með mislita pappírshatta á höfði, búnir kylfum, sem voru sverari í annan endann, og sverðum, sem voru ;*yn.v/•.».« » *Jt 9 < J.« -I.i. ■>* * . allmisjöfn að gæðum og gerð, allt frá venjulegu gjarðajárni í stálsverð. Fór það mikið eftir efnum og ástæðum, hversu sverð- in voru úr garði gerð. Drengirnir gengu svo í skipu- legri röð og sungu ýmis fjörug lög og döngluðu í tunnuna af mis- jafnlega miklum krafti og eld- móði. Var þá oft mikill spenning- ur í drengjunum og ekki síður hjá áhorfendum, sem oft voru margir, þegar ein lítil fjöl var eft- ir og erfitt að hafa hana af kaðlin- um því mótstaðan var lítil. Hver verður nú svo heppinn að eiga síðasta höggið og verða tunnu- kóngur og fá kórónu á höfuðið í staðinn fyrir ómerkilegan hatt? Þá var litið upp til manns af öðrum drengjum og smástelpurn- ar gáfu kónginum hýrt auga og fullorðna fólkið óskaði til ham- ingju með mestu virktum. Það þótti þó ennþá meiri virð- ing að verða kattarkóngur en tunnukóngur. Held ég að sverðin hafa átt sinn mikla þátt í því, hvað allir ungir sem gamlir litu meira upp til þess, sem var svo lánsamur að höggva síðasta þráð- inn í kaðlinum svo kötturinn eða hrafninn féll til jarðar. Sá sem átti því láni að fagna að fá kattar- kóngskórónuna á höfuðið, þurfti þann daginn ekki að kvarta yfir því, að honum væri ekki sýnd að- dáun og virðing á ýmsan hátt. Þegar búið var að eignast tvo mikla og volduga konunga, var farið í fylkingu um kaupstaðinn, farið inn í allar verslanir, sem til voru, sungið þar fyrir verslunar- fólkið og viðskiptavini, og launin voru venjulega stór poki af sæl- gæti og oft einnig peningar. Fullorðnir slógu einnig köttinn úr tunnunni og voru þá ríðandi í skrautlegum búningum og höfuð hestanna einnig fjöðrum skreytt. Það sýnir best, hvernig á katt- arslagsdaginn var litið yfirleitt á Akureyri af öllum kaupstaðar- búum, að okkar gamla góða þjóðskáld, Matthías Jochums- son, orti „Hergöngukvæði" fyrir okkur drengina, þegar við báðum hann um að yrkja kvæði, sem við gætum sungið sem aðallag dags- ins á göngu okkar um kaupstað- inn. Matthías sendi okkur her- gönguvísuna nokkrum dögum eftir að við heimsóttum hann: Fjöruþjóð á Akureyri og afreksmenn sem byggja Gil fylkjum liði girtir geiri göngum snúðugt víga til. Hvar er tröllið? Hvað er þetta? Hangir í tunnu bundin ketta sem í búri björn bundinn húkir örn. Bíður Bakkus hér og bregðum sverðum vér og dýríð látum detta og dýríð látum detta. “ Þótt það fylgi ekki sögunni, er því likast sem hergöngukvæði þetta sé ort undir sama lagi og franski þjóðsöngurinn La Mar- seillaise. Vitað er hins vegar, að það hefur verið sungið undir lag- inu Upp franska þjóð, sem er á bls. 83 í fyrra hefti íslenzks söngvasafns. Heimild er til um sams konar framferði í Reykjavík milli 1880-90, en þá á bolludaginn. Ekki hefur siðurinn orðið lífseig- ur þar, en á Akureyri er hann á síðari árum bundinn við öskudaginn, enda er þá frídagur í skólum. Oskudagur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.