Dagur - 18.02.1985, Page 9

Dagur - 18.02.1985, Page 9
18. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Bflaklúbbur Akureyrar gekkst um helgina fyrir keppni í ísakstri á Leiru- tjörn, og kepptu þar 16 öku- menn. Var keppt á hring- braut sem var 439 metra löng og fór einn keppandi braut- ina í einu. Fjöldi fólks fylgd- ist með keppninni, en veg- legan farandbikar til sigur- vegarans gaf Nissan-umboð- ið á Akureyri, Bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimars- sonar. Úrslit urðu þau að Auðunn Þorsteinsson sem keppti fyrii Garðshorn á Datsun Cherry sigr- aði, fékk tímann 1.38.60 mín. í öðru sæti varð Einar Sigurðsson sem keppti fyrir Bautann, en hann ók sömu bifreið og fékk hann tímann 1.39.73 mín. Sigþór Bjarnason sem ók Mözdu og keppti fyrir JMJ varð þriðji á 1.40.16 mín. Erik Carlsen sem ók Zastava og keppti fyrir BSA fjórði með tímann 1.40.88 mín. og Davíð Jóhansson sem ók VW Jetta og keppti fyrir NT-umboðið varð fimmti á 1.43.78 mín. Talsverður fjöldi fólks fylgdist með keppninni í ágætis veðri, en brautin var afar hál og erfið yfir- ferðar en það bitnaði að sjálf- sögðu jafnt á öllum. Auðunn Þorsteinsson sem keppti fyrir Garðshorn og Bautann á fullri ferð. Þórður Helgason stjórnaði mótinu. Haukur Sveinsson sem keppti fyrir Bflaleiguna Geysi sést hér koma út úr beygunni. Spennan í hámarki. Erik Carlsen sem varð í H, sseti (t.h.) fylgist spenntur með keppinautum sínum. Sigþór Bjarnason náði 3. sætinu, en hann keppti fyrir JMJ. Sigurvegarinn kemur „fyrir hornið“. MYNDIR: KGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.