Dagur - 27.03.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 27.03.1985, Blaðsíða 12
 Alltaf vex vöruúrvalið B 1 l-/uLjVSj 1 Akureyri, miðvikudagur 27. mars 1985 Vinsamlegast komið og skoðið fgKj | Skátafélagið Eilífsbúar á Sauðárkróki átti mcrkisafmæli sl. föstudag. í tilefni af því gerðu félagar sér glaðan dag, gengu syngjandi um götur Sauðárkróks og báru stóran borða sem á stóð: Við eigum afmæli. Mynd: KGA H rassaf lutn ingaski p á Akureyri í apríl - flytur sláturhross og reiðhesta til Belgíu Margir vilja framleiða dömubindi: „Hefur engin áhríf á okkur' Uppi eru hugmyndir um að gripaflutningaskip komi til Ak- ureyrar í næsta mánuði á veg- um Búvörudeildar Sambands- ins og lesti hér um 300 hross, sláturhross og reiðhross, sem síðan verða flutt til Belgíu. Að sögn Jóhanns Steinssonar, deildarstjóra hjá Búvörudeild- inni, voru flutt um 590 slátur- hross með þessum hætti til Belgíu sl. haust. Fengu bændur syðra þá frá 7.400 kr. upp í 8.100 kr. fyrir hestinn og fengu þeir greiðslu fyrir hrossin innan tveggja mánaða frá því að þau voru flutt út. Áður höfðu þeir þurft að bíða ár og jafnvel lengur eftir greiðslum og stundum hafa þeir ekki einu sinni fengið greitt fullt grundvallarverð fyrir kjötið. Skipin sem notuð hafa verið til þessara flutninga eru sérstaklega útbúin til gripaflutninga, þannig að mjög gott hefur verið að hirða hrossin á meðan á siglingu stendur. Að sögn Jóhanns hafa dýralæknar og fulltrúi frá Hags- munafélagi hrossabænda farið með í þær tvær ferðir sem búið er að fara. Þeir voru mjög ánægðir með þennan flutningamáta, sem lækkar kostnaðinn verulega. Þeir sem hafa áhuga á að selja sláturhross í þessa ferð geta haft samband við Reyni Hjartarson á Brávöllum. Síðan kemur belgíski kaupandinn og skoðar hrossin. Hann vill helst hross á aldrinum 7-15 vetra og þau mega ekki vera feit. Hann vill heldur ekki smá hross. Að sögn Jóhanns má reikna með að 8-10 þ.kr. fáist fyrir hrossið. Er þá reiknað með að seljendur skili þeim á útskip- unarstað á Akureyri. Væntanleg- ir seljendur þurfa að Iáta vita af sér fyrir helgi. Reynir mun einnig taka niður nöfn þeirra sem vilja fá reiðhross flutt með skipinu, en Búvöru- deildin hefur að öðru leyti ekki afskipti af þeim viðskiptum. Þar verður eingöngu um að ræða beina samninga milli seljenda og kaupenda ytra, eða fulltrúa þeirra hér á landi. - GS Jón L. Arnason og Áskell Öm Kárason gerðu jalntcfli í 22 leikjum í síðustu umferðinni á alþjóðlega skákmótinu á Húsavík sem lauk í gær. Þar með tryggði Jón L. sér áfanga að stórmeistaratitli og Áskéll sem kom mjög á óvart á þessu móti náði áfanga að Fide- meistaratitli. Jón L. Árnason hlaut átta Fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá því að Akureyringar, Mýrdælingar og Egilsstaðabúar hafí allir áhuga á að fara út í framleiðslu á dömubindum og pappírsbleium, og hefur verið rætt um að kapphlaup um að fara af stað með þessa fram- leiðslu væri í uppsiglingu. Sjöfn á Akureyri er sá aðili sem lengst er kominn í þessu máli, enda sennilega um eitt ár frá því að fjölmiðlar skýrðu frá því að Sjöfn ætlaði í þessa fram- leiðslu. Á dögunum gerðist það svo að einhverjir aðilar í Vík í Mýrdal létu það berast að þeir væru að fara af stað með þessa framleiðslu og sögðust þeir koma af fjöllum er þeim var bent á að Sjöfn væri um það bil að hefja framleiðslu og gæti annað mark- aðinum. í ljós kom að Mýrdælingarnir ætluðu að kaupa sams konar tæki frá fyrirtækinu Dambi í Svíþjóð og Sjöfn er að fá í næsta mánuði. Bæði Sjöfn og Mýrdælingunum hafði verið tilkynnt um það frá fyrirtækinu að þeir yrðu eini aðil- inn sem fengi slíkan vélakost hjá þeim. Og svo í síðustu viku kom fram í dagsljósið maður á Egils- stöðum sem lýsti mikilli furðu á málinu, hann sagðist vera um- boðsmaður fyrir sænska fyrirtæk- ið og hefði hugsað sér að því er manni skildist að hefja fram- leiðslu á bleium og dömubind- um sjálfur. „Við höldum okkar striki þrátt fyrir þetta,“ sagði Aðalsteinn Jónsson í Sjöfn er Dagur ræddi vinninga á mótinu og efsta sætið. Áskell Örn Kárason hlaut 4,5 v. - Ég er mjög ánægður með þennan árangur minn. Hann er betri en nokkur þorði að vona fyrirfram, sagði Áskell er blaða- maður Dags ræddi við hann eftir mótið. Gárungarnir höfðu á orði að Áskell hefði verið efstur á „dauðalista“ betri skákmann- anna fyrir mótið en Áskell tapaði við hann. „Við fáum vélina frá Svíþjóð í lok apríl, og ég á von á því að framleiðslan hefjist í lok maí. Þetta hefur alls engin áhrif á okkur." gk-. Örtröð á flugvelli Óvenjumikil umferð var um Akureyrarflugvöll um síðustu helgi, talsvert meiri en venjan er um helgar að öllu jöfnu. Gunnar Oddur Sigurðsson um- dæmisstjóri Flugleiða tjáði Degi að alls hefði 1141 farþegi farið um völlinn á vegum Flugleiða frá föstudegi til sunnudags. Alls voru farnar 15 ferðir. „Ég sé ekki betur en að fram- haldið verði eitthvað svipað,“ sagði Gunnar Oddur er við rædd- um við hann í fyrradag. „Það eru þegar komnar 6 vélar næsta föstudag og ég yrði ekki hissa þótt a.m.k. ein kæmi til viðbótar. - Gunnar sagðist ekki vita ástæðuna fyrir hinni miklu um- ferð um síðustu helgi. Engin sýn- ing hefði verið á Edith Piaf hjá Leikfélagi Akureyrar en annars væri mikið um að fólk kæmi norður til að sjá þá sýningu. Hins vegar var nokkuð um hópa á ferðinni um síðustu helgi, t.d. héldu skátar mikið mót á Illuga- stöðum og þá voru íþróttamenn fjölmennir í hópi farþega. gk-. aðeins tveim skákum en gerði níu jafntefli. Það er þekkt tilhneiging meðal betri skákmanna á mótum sem þessum að gera innbyrðis jafntefli en freista þess svo að ná vinningi gegn minni spámönnum. Það tókst ekki gegn Áskeli en þessi tilhneiging setti svip á mótið. Eitt mesta jafnteflismót sem sögur fara af hér á landi. -ESE Meistarajafntefli - Jóns L. og Áskels - báðir náðu titiláföngum Gert er ráö fyrir norö- austanátt á Norður- landi næsta sólarhring og él verða víða. Kalt verður í veðri, talsvert kaldara en verið hefur að undanförnu og nú er bara að vona að „páskahretið“ sé ekki í uppsiglingu. # Lokað á óseka Þeim hefur þótt það heldur hart íbúum fjölbýlishúsa þeg- ar lokað hefur verið á heita vatnið til þeirra vegna skulda eins íbúðareiganda. Þetta iöghelgast hins vegar af því að um er að ræða aðeins einn kaupanda, þ.e. einn mæli, sem greiðslunum hefur sfðan verið skipt niður á eftir íbúða- stærð. íbúar fjölbýlishús- anna hafa hins vegar mátt sætta sig við þetta og kemur sú ákvörðun að spara f upp- hafi með þvf að hafa aðeins eina mælagrind fyrir alit hús- íð niður á þeim. Þelr sem kaupa í húsum með þessu fyrirkomulagi geta víst lítið sagt heldur, því þeír máttu vita að hverju þeir gengju. • Rukkaö að ósekju En fbúum fjölbýlishúss f Skarðshiíð á Akureyri með 30 íbúðum kom það hins vegar á óvart að viðvörun um lok- un skyldi koma vegna rúm- lega 11 þúsund króna skuld- ar eins fbúans, þar sem hann var nýfluttur f húsið. f Ijós kom að hinn skuldseigi hafði trassað að greiða hitaveitu- reikninga f leigufbúð sem hann hafði á Brekkunni, - hafði stofnað tll skuldarinnar þar. Reikningurinn og lokun- arhótunin barst sfðan húsfé- laginu f Skarðshlfðinni og það þykir mönnum hart að- göngu. Menn vilja ekki taka ábyrgð á skuldum sem stofn- að er tii áður en maðurinn flutti í húsið og telja að hita- veitan geti eins og aðrir sem fjárkröfur eiga á menn leitað til lögfræðinga og dómstóla ef með þarf. Blokkarfbúar f Skarðshlíð mega eiga von á lokun vegna skuldarinnar á Brekkunni f dag. • Alltoflöng setning Einn lesenda hafði samband út af S&S f sfðasta blaði þar sem hann taldi að farið hefði verið Iftilsvirðandi orðum um „krakka i uppreisnarhug“ sem hefðu átt „að hafa pel- ann sinn með sér og vasaklút til að þerra tárin“, þegar lög- reglan í Reykjavfk varð ein- um of aðgangshörð að sögn ungmennanna sem mót- mæltu ástandinu í framhalds- skólunum og ætluðu að dveljast í ráðuneyti fjármála yfir nótt. Ferlega varð hún löng þessi setning, en það tókst að koma ábendingunni á framfæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.