Dagur - 09.09.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 9. september 1985
(Spurt á Húsavík.)
Hefur þú farið í
berjamó?
Jósteinn Finnbogason:
Nei, ekki einu sinni sparðaleit.
Jónas Egilsson:
Nei, einfalt mál, það hefur
hreint ekki verið veður til
þess.
Elsa Signrðardóttir:
Já, já, oft farið í berjamó t.d.
fór ég oft í fyrra, en ekki
núna, held að berin séu hálf
léleg.
Sigríður Böðvarsdóttir:
Já aðeins, ef veðrið hefði verið
hlýrra, hefði vel mátt tína
aðalbláber.
Að Sólbrekku 7 á Húsavík rek-
ur Inga Stína Gunnarsdóttir
sólbaðsstofu, auk sólbekkja
hefur hún gufubað, slender-
tonenudd og snyrtivöruversl-
un. Síðan í ágústbyrjun hefur
Inga auglýst „kwik slim“
meðferð, eða réttara sagt
skyndimegrunarþjónustu, fyrir
konur. Allmargar konur vilja
gjaman losna við nokkur
aukakfló fyrirhafnarlaust og
strax í dag, svo forvitni vaknar
hvað um sé að vera á stofunni
hjá Ingu Stínu.
Ég bauð mér í morgunkaffi
(svart og sykurlaust) til Ingu og
fór að spyrja um „kwik slim.“
„Þetta er áburður, finnskur að
uppruna. Hann er bólgueyðandi
og var notaður sem gigtaráburð-
ur. Síðan kom í ljós að fólk Iagði
af við notkun hans. „Kwik slim“
er ensk uppfinning. Þessi aðferð
hefur verið notuð í Noregi í þrjú
ár og reynst mjög vel. Eitt ár er
síðan farið var að nota þennan
áburð hér á landi.“
- Hvernig virkar áburðurinn?
„Hann rýrir fituna undir húð-
inni.“
- Veistu um álit lækna á með-
ferðinni?
„Ég hef heyrt um mjög jákvæð
viðbrögð lækna.“
- Hvers vegna tekur þú ekki
karlmenn í meðferð, finnst þér
þeir ekki sumir þurfa. . .?
„Jú, en mér skilst að þeir hafi
allt aðra líkamsbyggingu og
miklu stífari fitu. Áburðurinn
skaðar þó engan og gerir ekkert
nema gott. Hann er mjög góður
fyrir fólk með vöðvabólgu og
meðferðin er mjög afslappandi.“
- Hvað kostar tíminn?
„Áburðurinn er mjög dýr.
Einn tími kostar kr. 900, þrír
tímar kr. 2.500, en fimm tímar
kr. 3.500.“
- Og á að koma daglega til
meðferðar?
„Nei, það þurfa að líða
minnsta kosti sex sólarhringar
milli tíma.“
- Dæmi um árangur.
„Já, eftir einn tíma hafa konur
lagt af um allt að 40 cm saman-
lagt, en þá er mældir 14 staðir á
líkamanum. Æskilegast er að gá
að mataræði meðan á meðferð
stendur, því þá næst verulegur
árangur. Konur sem eiga við of-
fituvandamál að stríða hafa tekið
sig á og náð miklum árangri við
þessa meðferð.“
- Hvernig hefur aðsókn verið?
„Sæmileg, fólk er að afla sér
Ný þjónusta Ingu Stínu Gunnarsdóttur á Húsavík
upplýsinga um meðferðina, þeir
sem reynt hafa eru ánægðir. Ég
hef fengið viðskiptavini alla leið
frá Akureyri og Dalvík.“
- En meðferðin í hverju er
hún fólgin?
„Ja, reyndu bara, ég skal bjóða
þér í tíma, þá geturðu séð þetta
sjálf. “
Og síðan byrjaði ballið. Fyrst
skal fara í gufubað eða sólbekk
til að hita líkamann, á meðan er
áburðurinn hitaður, síðan er
hann borinn á og samstundis vef-
ur Inga böndum yfir áburðinn á
þeim líkamshlutum sem mega við
því að rýrna. Því fastar sem
böndin eru vafin því meiri von
um árangur. Að þessu loknu eru
verstu tilfelli af meðferðarhöfum
orðin sem lifandi múmíur á að
líta. Múmían er þessu næst að-
stoðuð við að leggjast á hitapoka
í þægilegan stól, teppi breitt yfir
og henni sagt að bíða róleg í 90
mín. eftir að verða grönn og
spengileg.
Nú gæti einhver ímyndað sér
að þetta sé ekki notaleg meðferð.
Én reynslan er önnur. Maður
slappar af, og ég sofnaði, þó mér
þætti ekki viðeigandi að fara að
sofa í annarra manna húsum eða
þannig.
Að tilskildum tíma liðnum
fjarlægði Inga vafningana, með
þeim fyrirmælum að ekki megi
þvo af sér áburðinn næsta sól-
arhring, því hann haldi áfram að
vinna.
Mín reynsla af meðferðinni var
jákvæð. Málband og vigt sýndu
lægri tölur. Ótrúlegt en stað-
reynd eigi að síður. Inga Stína
býður okkur að megrast með
ofsahraða. IM
Ekki hægt að
panta í síma
miða á skemmtun með Ríó-tríó
Bergvin Jóhannsson hringdi og
vildi koma á framfæri ádrepu til
forráðamanna Sjallaris á Akur-
eyri.
Hann sagðist hafa hringt í
Sjallann til að panta sér miða á
skemmtun með Ríó tríóinu en
þá hafi hann fengið þau svör að
það þýddi ekki að ætla að panta í
gegnum síma heldur yrði hann að
koma og kaupa miða á auglýstum
tíma, þegar forsala fer fram. Með
þessu er strj álbýlisfólki gert
ókleift að komast á áðurnefnda
skemmtun nema það vilji leggja
á sig akstur til Akureyrar til þess
eins að ná sér í miða.
Mælirinn fullur
„Nú er mælirinn fullur,“ sagði
konan sem hringdi í Dag og
sagðist vera iU.
Sagðist hún hafa átt leið um
Síðuhverfið þann 5. sept. og tek-
ið eftir því að það átti að fara að
malbika gangstétt við Frosta-
götu. Ekki gat konan áttað sig á
því hver tilgangur væri með sh'k-
um framkvæmdum þar sem ekki
væri útlit fyrir að þarna yrði svo
mikil umferð gangandi fólks.
„Ég bý í tuttugu ára gömlu
hverfi, og þar er ekki búið að
malbika gangstéttar. Er víst víða
svo, jafnvel í eldri hverfum. Er
ekki betra að byrja á réttum enda
og gleðja skattborgara í stað þess
að gera fólki gramt í geði með
svona framkvæmdum," sagði ill
kona í gömlu hverfi.