Dagur - 09.09.1985, Page 8
8 - DAGUR - 9. september 1985
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Ægisgötu 13, Akureyri, þingl. eign Sveinars
Rósantssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og
Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. septem-
ber 1985 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Seljahlið 7B, Akureyri, þingl. eign Margrétar V.
Grétarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og
Tryggingastofnunar rikisins á eigninni sjálfri föstudaginn 13.
september 1985 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Vanabyggð 2B, Akureyri, talin eign Eðvarðs R.
Guðbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Bjarnasonar hrl.,
Valgarðs Briem hrl., Guðmundar Jónssonar hdl. og Útvegs-
banka íslands lögfræðingadeild á eigninni sjálfri föstudaginn
13. september 1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 79., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni Norðurbyggð 20, Akureyri, þingl. eign Sigtryggs
Stefánssonar, fer fram eftir kröfur bæjargjaldkerans á Akureyri
á eigninni sjálfri föstudaginn 13. september 1985 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Fjölnisgötu 1A, Akureyri, þingl. eign Barkar sf.,
fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn
13. september 1985 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á
fasteigninni Eyrarlandsvegi 22, Akureyri, talin eign Hjörleifs
Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Reykja-
vík, bæjargjaldkerans á Akureyri, Gunnars Sólnes hrl., Ólafs
B. Árnasonar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl., Verslunarbanka
íslands og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudag-
inn 13. september 1985 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni Óseyri 16, Akureyri, þingl. eign Varar hf., fer
fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Iðnlánasjóðs á
eigninni sjálfri föstudaginn 13. september 1985 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Umboðsmenn Dags
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Blönduós:
Ólafsfjörður:
Hrísey:
Dalvík:
Grenivík:
Húsavík:
Mývatnssveit:
Kópasker:
Raufarhöfn:
Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828.
Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489.
Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581.
Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308.
Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728.
Gerður Jónsdóttir, Miötúni, sími 61247.
Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbrekku 5, sími 41529
Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173.
Sólveig Tryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52155.
Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.
Nokkur orð um
„Hólamálið"
í 17. tölublaði Feykis, þann 28.
ágúst síðastliðinn, birtist grein
eftir sr. Hjálmar Jónsson, sem
fjallaði um nauðsyn þess, að sett-
ur yrði biskupsstóll á Hólum. í
upphafi greinar sinnar segir
Hjálmar, að allt frá árinu 1802
hafi Norðlendingum sviðið það,
að aðeins væri einn biskup í land-
inu og það í Skálholtsstifti hinu
forna. Þarna held ég, að sr.
Hjálmar sé helst til fullyrðinga-
gjarn, því varla hefur hann haft
aímenn kynni af Norðlendingum
allt frá 1802, þó hann geti ef til
vill vitnað í einhverjar umsagnir
forustumanna liðinnar tíðar, sem
sönnun fyrir þessari staðhæfingu
sinni, en þeir hafa þá líklegast
talað fyrir eigin skoðun en ekki
sem algildir lýðforingjar. Slíkar
umsagnir geta því engan veginn
verið grundvöllur allsherjarálits.
Ég verð nú að segja það, að
aldrei hefur það valdið mér
sviða, að ekki sé biskup á Hólum
og er ég þó af norðlenskum ætt-
um langt aftur í aldir. Ekki hef ég
heldur heyrt frændur og vini
minnast á, að þeim þætti slæmt
að ekki skuli vera biskup á
Hólum, enda er það skoðun mín,
að allri alþýðu manna sé meira í
mun að fá smávegis lagfæringar
á launakjörum sínum en að trón-
að sé upp enn einu embættinu
sem kostað sé af skattgreiðend-
um þessa lands.
Hins vegar má það vera öllum
ljóst, að prestastéttin sem slík,
hefur mikinn áhuga á því að
fjölga embættum innan kirkjunn-
ar og þá ekki síst fleiri toppsæt-
um, svo metnaðarvonirnar geti
aukist og margfaldast í sannri
dýrð. Sr. Hjálmar segir líka í um-
ræddri grein, að prestastéttinni
sé það mikið áhugamál, að bisk-
upsstóll verði endurreistur á
Hólum, svo þar er ekki verið að
fela neitt. En það eru fleiri stéttir
til í þjóðfélaginu og þær hafa
varla neinn sérstakan hag af því
að kynt sé kröftuglega undir
kjötkötlum kirkjunnar. Lífskjör
þorra fólks eru þannig í dag, að
fólk vinnur botnlausa yfirvinnu
til að geta haldið höfði og á það
jafnt við um konur sem karla. Á
meðan eru heimilin víða að riðl-
ast og brotna upp, vegna þess að
foreldrarnir geta ekki lengur
sinnt bæði uppeldismálunum og
atvinnuþörfinni. Barnaheimili
eða dagvistarstofnanir bæta þar
ekki nema að litlu leyti úr. Öfá
eru þau málin, sem tengjast
þessu ástandi, sem krefjast úr-
lausna, en sitja þó á hakanum,
þrátt fyrir þörf alls almennings á
því að tekið sé á þeim með festu.
Á slíkum tímum er varla verj-
andi, að farið sé að ausa ríkisfé í
uppbyggingu á Hólum fyrir
kennimannalýðinn.
Þar þarf ekki að reisa neitt
prelátahásæti vegna hagsmuna
lands og þjóðar, þó því verði það
gert, er aðeins verið að auka við
yfirbyggingu þjóðfélags sem þeg-
ar er farið að mylja eigin undir-
stöður.
Þó að prestastéttin reyni nú af
fremsta megni að telja fólki trú
um, að land og þjóð þarfnist sár-
lega þriggja biskupa, get ég varia
ímyndað mér, að þingmenn og
aðrir forsjármenn þjóðarinnar
veiti slíkri kostnaðarþenslu full-
tingi sitt, meðan ástand þjóðmála
er slíkt, að velferðarríkisímyndin
er orðin að hrópandi háðsyrði í
allra munni.
Það er vissulega slæmt, ef
prestar hér norðanlands hafa
ekki um annað þarfara að hugsa,
en hvernig þeir geti komið mál-
um þannig fyrir, að embættum
fjölgi innan kirkjunnar, svo að
hátignarvonir þeirra fái blásandi
byr upp í hæðir hégómleikans.
Þessi fámenna þjóð við ysta haf
þarf ekki fleiri biskupa, ef farið
verður að fjölga þeim, styttist í
það að farið verði að krefjast
kardínálatignar handa einhverj-
um guðsmanninum.
Ekki held ég, að prestastétt
þessa lands þurfi að vera svo ýkja
óánægð með launakjör sín, með
tilliti til þeirrar vinnu sem fram er
lögð fyrir þau. Þó má vera, að
prestar í dreifbýli séu ekki sér-
lega vel launaðir, en starfsbræður
þeirra í óðaþéttbýlinu eru vafa-
laust með kóngalaun miðað við
alþýðu manna. Þurfa þessir menn
að verða biskupar til þess að þeir
njóti sín í þessu þjóðfélagi
okkar? Hafa þeir ekki skálínur
þjóðfélagsins eingöngu fyrir sig,
í margþættum skilningi?
Ég ætla ekki að eyða fleiri orð-
um á grein sr. Hjálmars. Mér er
vel kunnugt um það, að hann er
hinn mætasti maður, en fyrst og
fremst er hann þjónn kirkjunnar,
þessarar aldagömlu stofnunar,
sem á ýmsum tímum hefur verið
alþýðu þessa lands vafasöm
blessun, svo ekki sé meira sagt.
Hann vinnur því að hagsmun-
um kirkjunnar og vill veg hennar
sem mestan. Sumir prestar kysu
ekkert fremur, en að kirkjan yrði
aftur það stórveldi sem hún var,
meðan hún þóttist ráða örlögum
fólks bæði þessa heims og annars.
Ég fyrir mitt leyti vona að aldrei
komi til þess.
Ef til vill hefði verið eðlilegast
að óska eftir birtingu þessarar
greinar í Sauðárkróksblaðinu
sjálfu, en þar sem ég hef reynslu
fyrir því, að efni sem ekki fellur
þeim í geð sem þar stjórna, hefur
ekki fengist birt, þó það væri svar
við skrifum í blaðinu, kýs ég að
fara aðra leið.
Ég leita því til blaðs, sem ég
hef trú á, að byggi gengi sitt á
víðsýnni sjónarmiðum en þeim
sem virðast gilda í blaðamennsku
á Sauðárkróki.
Rúnar Kristjánsson.
XTT
U
I I \
i i i r
Nviasta
* Jbrauðið frá okkur er
trefiabrauð
Ekta megrunarbrauð, bæði
sykurlaust og
áu aörar fciti.
Einnig minnum
viðá
'iii
ibrauðið
I I I T
J„...l.. 1 . . .1 , I , I , 1,
okkar
kannast
sem
allir
Brauðgerð
við
i i i i i r