Dagur - 09.09.1985, Blaðsíða 9
9. september 1985 - DAGUR - 9
Ingvar Gíslason alþingismaður:
Hugleiðing um framkvæmd
varnarsamnings í 34 ár
Fréttir og lægðir hegða sér næstum
því eins. Lægðirnar flæða yfir landið
hver á fætur annarri, ýfa loftstraum-
ana og valda veðrabrigðum, stund-
urn með nokkrum fyrirgangi, en
hverfa þó allar að lokum út í busk-
ann og enginn veit söguna meir,
enda ailtaf von á nýrri lægð.
Frá því að fréttaflutningi af sölu
hlutabréfa ríkissjóðs í Flugleiðum
h/f lauk fyrirvaralaust og án frekari
eftirgrennslana um atburðarásina,
hafa íslensk dagblöð ekki sinnt öðru
máli fremur en kjötflutningum frá
Bandaríkjunum til herliðs Banda-
ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli.
Eru menn nú að látast uppgötva, að
Bandaríkjamenn hafi síðan 1951,
þegar svonefnt varnarlið tók sér
bólfestu í landinu, haldið uppi til-
flutningum á hráu kjötmeti til
stöðva sinna til neyslu liðsmönnum
og öðrum Bandaríkjamönnum, sem
dveljast þar á vegum hersins.
Reyndar má ætla að Bandaríkja-
menn hafi flutt inn hrátt kjöt til
bandarískra starfsmanna, sem
gegndu borgaralegum störfum á
Keflavíkurflugvelli á árunum 1946-
1951, og ekki ólíklegt að hernáms-
liðið, sem hér dvaldist víða um land
á styrjaldarárum, hafi verið fætt á
kjötmeti, sem flutt var hrátt til
landsins. Ef það skyldi reynast rétt,
hefur hrátt kjöt verið flutt til lands-
ins á vegum erlendra „dvalargesta“
aðeins fimm árum fátt í hálfa öld. Ef
þessir flutningar teljast brjóta í bága
við lög nr. 11/1928 um varnir gegn
því að gin- og klaufaveiki og aðrir
búfjársjúkdómar berist til landsins,
þá má með sanni segja að íslensk
yfirvöld hafi verið iðin við lögbrot-
in, a.m.k. ráðherrar og heilar ríkis-
stjórnir, yfirdýralæknar hafa naum-
ast verið aðsópsmiklir í embætti að
þessu leyti, lögregla og tollgæsla
hafa ekki farið yfir varfærnismörkin
í sínu starfi, og heldur sýnast rit-
stjórar og aðrir blaðamenn hafa ver-
ið sljóir fyrir fréttnæmum viðburð-
um og seinþreyttir til vandræða yfir-
völdum landsins.
Þagað gat ég
þá með sann
Það er ekki fyrr en nú á úthallandi
hundadögum árið 1985 - „two scor-
es and five years“ eftir hernám Eng-
ilsaxa - að kunnur fréttamaður og
ritstjóri, sem stýrði víðlesnu flokks-
ntálgagni í 50 ár, og fjármálaráð-
herra, sem stjórnað hefur hafskipa-
félagi, sem stofnað var til þess að
flytja hrátt kjöt og annan varning til
varnarliðsins, taka sig fram um það
þrifaverk að fletta ofan af lögbrot-
um og pólitískum afglöpum hverrar
ríkisstjórnarinnar á fætur annarri,
a.m.k. síðan 1951 - og þó lengur ef
allt er talið. Hafa þessir þjóðkunnu
menn rýnt af skarpskyggni sinni
landslög og sögu samtímans. Þótt
sumum kunni að koma í hug vísu-
brotið kerlingarinnar:
Pagað gat ég þá med sann,
þegar hún Skálholtskirkja brann,
er vafalaust nærtækara að hafa yfir
það gamalkunna máltæki: Betra er
seint cn aldrei. Enda skal það viður-
kennt að vel má það teljast að-
finnsluvert frá almennu sjónarmiði
að þessir kjötflutningar skuli hafa
vcrið þolaðir í 45 ár og lögleyfðir í
34 ár síðan varnarsamningurinn var
staðfestur með lögum frá Alþingi.
Að vísu scgja núverandi fjármála-
ráöherra og fyrrverandi ritstjóri
Tímans og Itafa það ekki síst cftir
Gunnari Guðbjartssyni, að í lögum
um staðfestingu varnarsamningsins
(lög nr. 110/1951) verði ekki fundin
nein heimild um það að flytja megi
inn hrátt kjöt á vegum varnarliðsins.
Betur að satt væri. En þrátt fyrir
góðan vilja þeirra þremenninga að
skýra lög og mæla fyrir um laga-
framkvæmd á einfaldan og afdrátt-
arlausan hátt, þá er ekki þar með
sagt að þeir fari með rétt mál. Ef öll
vitneskja um þetta mál er virt í sam-
hengi, sýnist nær að líta svo á að
skýring þeirra sé röng, a.m.k. svo
hæpin að óvarlegt sé að treysta
henni. Þar með er ekki sagt að ekki
kunni að vera rétt að breyta lögum
og lagaframkvæmd á þessu um-
rædda sviði. Slíkt kemur auðvitað til
greina og er framfærilegt umræðu-
efni í sjálfu sér. En málið er ekki
lagt þannig fyrir. Menn hafa leiðst
út í að reka þetta mál á röngum
forsendum. Þetta er dæmigert
pólitískt mál og á að takast upp sem
slíkt, ef menn vilja breyta ríkjandi
ástandi. Þetta er ekki dómstólamál
og á ekki að ræðast á þeim grund-
velli.
Dómsmál í ríkisstjórn
Margir munu því undrast það að
forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra skyldu falla fyrir þeirri hug-
mynd - hvaðan sem hún er komin -
að Stéttarsamband bænda hefji
dómsmál á hendur utanríkisráð-
herra út af þessu kjötflutningsmáli,
- hvernig sem það verður gert þegar
til á að taka. Ýmsir hafa skilið sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar um mál-
sókn á þann veg að þar sé um ein-
hvers konar herbragð að ræða, að
hyggnir menn í ríkisstjórninni gera
sér vonir um að þeir séu að vinna
tíma í málinu og þeim megi takast
að koma í málið einhverri vitglóru,
þó ekki væri annað en að fíra því
niður á stig siðmannlegrar untræðu
í stað lýðskrumsins, sem einkennt
hefur umræðuna til þessa. Enda er
mál að linni.
Áhugi blaðanna
Hlutur blaðanna í þessu máli er svo
umræðuefni út af fyrir sig. Farið
hefur nú sem venjan er, að blöð og
aðrir fjölmiðlar hafa fundið blóðið
renna til skyldunnar, þegar óskabam
þeirra í sandkassanum, núverandi
fjármálaráðherra, byrjar að kveinka
sér heldur ókarlmannlega undan
;,pabbadrengjunum" í Sjálfstæðis-
flokknum, sem alltaf eru að erta
ha'nn og stríða honum á því að hann
sé bara „nýríkur" heildsali og ekki í
húsum hæfur hjá „flokkseigendafé-
laginu", hinum heildsölunum. En
ætli þetta sé svo í raun og veru? Ætli
Albert Guðmtmdsson sé virkilega
svo umkomulítill í Sjálfstæðis-
flokknum að hann þurfi alltaf að
vera að kveinka sér eins og smá-
krakki út af frekjunni í Geir Hall-
grímssyni og leita skjóls hjá Þjóð-
viljanum og NT ofan á þá skjald-
borg scm einkamálgagn hans, DV,
slær um Itann (með þeirri undan-
tekningu sem felst í sjálfstæðri af-
stöðu Ellerts Schram til málefna af
þessu tagi)? Þjóðviljinn og NT virð-
ast trúa því að þetta kjötmál sé vitni
um „ægilegan" klofning í Sjálf-
stæðisflokknum og undanfari að
„rosalegu" uppgjöri milli Alberts og
Geirs. Þcssum blöðum er því ekki
láandi þótt þau notfæri sér slíkt
innanflokksástand í baráttu sinni
við íhaldið. Hins vegar ættu stjórn-
endur þessara blaða að sjá að frani-
ganga fjármálaráðherra í þessu máli
er byggð á duttlungum. Væri nær að
almenningur væri varaður við slík-
um uppákomum, heldur en að blöð-
in geri geðþóttaákvarðanir af þessu
tagi að afreksverkum og tilefni til
sérstakrar auglýsingastarfsemi í
áhrifamestu fjölmiðlum landsins.
Tildrög og framkvæmd
í 34 ár
Skyndileg ákvörðun fjármálaráð-
herra um að stöðva innflutning á
kjöti til varnarliðsins er augljóslega
geðþóttaákvörðun, hvað sem ann-
ars líður æskilegri breytingu á varn-
arsamningnum, - og málsvarar
Framsóknarflokksins, og góðir
Ingvar Gíslason.
bændur þar á meðal, hafa enga
ástæðu til að láta líða yfir sig af
hrifningu út af þessum verkum ráð-
herrans. Eða þekkja menn ekki
sögu varnarmálanna síðan 1951.
hvernig varnarsamningurinn er til
kominn, hverjir gerðu hann, hverjir
mótuðu framkvæmd hans í fyrstu og
hverjir hafa staðið að því að fram-
kvæma hann í 34 ár og hvernig sú
framkvæmd hefur verið? Fram-
kvæntd varnarsamningsins hefur að
sjálfsögðu verið verkefni á vegum
ríkisstjómarinnar öll þessi ár án tillits
til þess hvaða flokkar og stjórnmála-
öfl hafa staðið á bak við ríkisstjórnir
á hverjum tíma. Allir „gömlu"
stjórnmálaflokkarnir hafa átt aðild
að ríkisstjórn á þessum ttma méð
einum eða öðrum hætti.
Mótunarstarf Bjarna
Benediktssonar
Framkvæmd varnarsamningsins og
ntálefni Keflavíkurllugvallar yfir-
leitt hafa heyrt undir utanríkisráð-
herra, og hafa margir gegnt því
embætti í áranna rás. fyrst Bjarni
Benediktsson. sem hafði veg og
vanda af gerð varnarsamningsins og
var aðalntálsvari ríkisstjórnar þeirr-
ar (ríkisstjórnar Steingríms Stein-
þórssonar), sem lagði málið fyrir
Alþingi haustið 1951 og fékk samn-
inginn staðfestan með lögum nr.
110/1951. Enginn ntaður gat vitað
meira um efni samningsins en
Bjarni Benediktsson né hvernig
hann yrði skilinn í Iteild eða ein-
stökuin atriðum. Það kom í hlut
Bjarna Benediktssonar sem utan-
ríkisráðherra að annast um fram-
kvæmd samningsins - með þeirri
lagaþekkingu scm hann bjó yfir -
fyrstu ár gildistíma samningsins og
hann mótaði þannig allt þetta starf
fram á þennan dag, því að lengi býr
að fyrstu gerð. Það er því ekki fram-
færilcgt að halda því að blaðales-
endum að skilningur Steingríms
Hermannssonar og Geirs Hall-
grímssonar nú sé í andstöðu við álit
og ætlan Bjarna Benediktssonar.
Síðar kom það í hlut annarra manna
og manna úr öðrum stjórnmála-
flokkum að gegna embætti utanrík-
isráðherra. Ég nefni það eitt að 3
framsóknarmenn hafa setið í þessu
embætti samtals 13 ár á 34 ára tíma-
bili síðan 1951.
Þessir menn eru: Kristinn Guð-
mundsson 1953-1956, Einar Ágústs-
son 1971-1978 og Ólafur Jóhannes-
son 1980-1983. Alls hefur Frant-
sóknarflokkurinn átt aðild að ríkis-
stjórn á þessu tímabili 21 ár (af 34
árum), þar af haft forsæti í ríkis-
stjórn 10 ár (Steingrímur Steinþórs-
son 1950-1953, Hermann Jónasson
1956-1958, Ólafur Jóhannesson
1971-1974 og 1978-1979, Steingrím-
ur Hermannsson síðan 1983).
Hermann Jónasson
Hermann Jónasson. formaður
Framsóknarflokksins, var landbún-
aðarráðherra þegar varnarsamning-
urinn var gerður 1951, og það fær
ekki staðist að hann hafi ekki vitað
hvað í samningnum stóð eða hvern-
ig ákvæði hans voru skilin. hvort
heldur það var 8 gr. svokallaðs við-
bótarsamnings eða einhver önnur
grein varnarsamningsins. Eins og
ýmsir leggja nú málið fyrir til um-
ræðu 34 árum eftir gerð varnar-
samningsins er í raun og veru verið
að gefa í skyn að Hermann Jónas-
son hafi sofið á verðinum gagnvart
þeirri hættu á búfjársjúkdómum.
sem felst í innflutningi kjötmetis til
landsins. því að um það eru engin
vitni að Hermann Jónasson hafi gert
athugasemd við innflutning á kjöti
til Bandaríkjahers með skírskotun
til laga nr. 11/1928 um varnir gegn
því að gin- og klaufaveiki og aðrir
búfjársjúkdómarbærust til landsins.
Halldór E. Sigurðsson
Þessar söntu ásakanir eru því í raun
hafðar í framrni gagnvart öðrum
framsóknarmönnum. sem setið hafa
í embætti landbúnaðarráðherra.
Halldóri E. Sigurðssyni. sem lengst
allra hefur farið með þessi mál. eða
7 ár samfleytt. og Jóni Helgasvni.
sem nú er vfirmaður þessa mála-
flokks. Og hvað skal segja um
fjármálaráðherrana á þessu tíma-
bili? Hvaða menn skvldu hafa setið
í því embætti síðan 1951? Það eru
reyndar menn úr öllunt stjórnmála-
flokkum til hægri og vinstri (nema
þeint allra nýjustu), m.a. Ragnar
Arnalds og Sighvatur Björgvinsson.
svo ekki sé farið lengra aftur í
tímann.
Eysteinn Jónsson
Hjá okkur framsóknarmönnum ber
þarna auðvitað hæst ráðherra ráð-
herranna. Eystein Jónsson. sent var
fjármálaráðherra samfellt í full 8 ár
1950-1958 og þannig yfirmaður toll-
gæslu 7 fyrstu ár varnarsamningsins
og að því leyti til ábvrgðarmaður á
lögunum um varnir gegn gin- og
klaufaveiki. Er vitað til þess að toll-
gæslan hafi undir stjórn Eysteins
Jónssonar stöðvað innflutning á
hráu kjöti til Keflavíkurflugvallar?
Eða eru menn nú að væna Eystein
Jónsson um sofandahátt í embætti.
mann sem að skarpskyggni og ár-
vekni tekur ýmsum fram að ekki sé
meira sagt? Eöa hvers á Halldór E.
Sigurðsson að gjalda sent auk þess
að vera landbúnaðarráðherra í 7 ár
var fjármálaráðherra í 3 ár og hafði
því tvöfaldar skyldur í sambandi við
hættu á því að búfjársjúkdómar
bærust til landsins? Tómas Árnason
var einnig fjármálaráðherra um skeið
og kom í hans hlut að bera ábyrgð á
tollskoðun og tollaeftirliti auk þess
sem hann var deildarstjóri varnar-
máladeildar utanríkisráðuneytisins
1954-1959 og hafði þannig ekki lítil
afskipti af framkvæmd varnarsamn-
ings á mótunarárum samskiptanna
við varnarliðið. Tómas er því í hópi
þeirra lögbrotamanna, lífs og lið-
inna, sem hefðu átt að fá hirtingu
fyrir dómi að áliti sumra, sem nú
tala um þetta mál.
Ólafur Jóhannesson
í þessari upptalningu ber síðast en
ekki síst að nefna nafn Ólafs Jó-
hannessonar. sem ekki var aðeins
forsætisráðherra árum saman og
formaður Framsóknarflokksins,
heldur einnig utanríkisráðherra
1980-1983. þ.e. á allra síðustu árum,
svo að staða hans í sögulegri þróun
þessa máls er að því leyti sérstök að
ef tími var kominn til þess að endur-
skoða varnarsamninginn eða sjá á
honum lagalegar veilur. þá verður
að játa sem er að Ólafi Jóhannes-
syni sást yfir í því efni. Þar hafa þá
aðrir orðið Ólafi snjallari í lögum.
þ.e. núverandi fjármálaráðherra.
Gunnar á Hjarðarfelli og Þórarinn
Þórarinsson. fyrrverandi ritstjóri
Tímans. Það er mikið afrek. sem
þessir menn hafa unnið. að auðnast
að gera að gjalti á einni kippu laga-
prófessorana Bjarna Benediktsson
og Ólaf Jóhannesson ofan á alla
hina. sem hér hafa verið nefndir og
margir eru lögfræðingar að mennt
og allir vel að sér í lögum og laga-
túlkun af langri revnslu af lagasmíð
og lagaframkvæmd. menn eins og
Evsteinn Jónsson. Halldór E. Sig-
urðsson. Benedikt Gröndal og Sig-
hvatur Björgvinsson. Jafnvel Gunn-
ar Thoroddsen verður nefndur til
þessarar sögu. lagaprófessor og
hæstaréttardómari, sent var forsæt-
isráðherra og fjármálaráðherra
löngunt stundum á þessu tímabili.
Hann er þvt í hópi þeirra afbrota-
manna og afglapa. sem nú er sem
óðast verið að afhjúpa.
Bændastéttin blekkt
Þó að ég bendi á þessar sögulegu
staðreyndir og nefni nöfn margra
manna í þvt sambandi. er fjarri mér
að gerast boðberi einhverrar „átór-
itetstrúar". Mikilhæfum mönnurn
getur skjátlast eins og öllum dauð-
legum mönnum. Þaðan af síður ætla
ég að setja mig sérstaklega í stöðu
verjanda eða ábyrgðarmanns þess
að varnarsamningur var yfirleitt
gerður við Bandaríkjamenn árið
1951. En ég ntun leyfa mér nú sem
endranær að hneykslast á vondum
málflutningi - að ég ekki nefni lýð-
skrunt - af hvaða tilefni sent slíkt er
haft í frainmi og taka undir með
Cicero gamla að ekkert sé fvrirlit-
legra í þessuin heimi en sjálfbirg-
ingsháttur og hégómaskapur. Verst
er þó að fjölmiðlar - hirtingarvönd-
ur þjóðfélagsins - skuli ala á sltkum
eigindum í fari manna í stað þess að
kveða þá niður. helst með háði. Og
ekki er það uppörvandi að vita þá
stétt manna. sem maður ber sér-
staka virðingu fyrir. bændastéttina.
blekkta vísvitandi með þessutu hé-
gómlega áróðri og þeirri alvöru-
lausu umfjöllun. sem blöðin hafa
nú látið henda sig enn einu sinni.