Dagur - 09.09.1985, Side 11
9. september 1985 - DAGUR - 11
Grímsstaðir á Fjöllum:
Slæm tíð og
vondir vegir
„Norðanátt og kuldi hefur ver-
ið hér undanfarnar vikur. Að-
faranótt þriðjudagsins 3. sept.
mældist 3 stiga frost á Gríms-
stöðum. En það er mesta frost
sem mælst hefur á þessu
hausti!“ sagði Gunnlaugur
Stefánsson bóndi á Gríms-
stöðum á Fjöllum.
Sláttur á Hólsfjöllum hófst
ekki fyrr en um mánaðamót júlí
og ágúst, og hefur tíð verið erfið
til þurrka. Einn bóndi á Gríms-
stöðum keypti sér rúllubindivél
á sl. ári og batt allt sitt hey, óháð-
ur þurrkum, í rúllur sem hann
síðan geymir í plastpokum. Virð-
ist þetta vera góð lausn varðandi
heyskap á óþurrkasumrum.
Göngur hefjast um miðjan
september og er talið hætt við
því að vænleiki dilka verði ekki
nema í meðallagi eftir kalt
sumar.
Gunnlaugur sagði að unnið
hefði verið við endurbætur á veg-
inum frá Möðrudal að sýslu-
mörkum á Biskupshálsi, en þang-
að nær umdæmi Vegagerðarinnar
á Austurlandi. Núna er verið að
keyra í veginn frá sýslumörkum
að Jökulsá á Fjöllum. Sagði hann
að því mætti teljast vel fært bílum
milli Grímsstaða og Jökuldals.
En vegurinn yfir Mývatnsöræfi
hefur verið nánast ókeyrandi í
sumar, en telst þó góður miðað
við veginn yfir Hólssand, sem
Gunnlaugur sagði að væri nánast
ófær vegna þess að ekki er mögu-
legt að hefla hann þar sem vegur-
inn er ekkert nema mold og
grjót. Sagði hann þetta skammar-
legt fyrir Vegagerðina að bjóða
upp á slíkt. gej-
Glerárdalur:
Haustbeit
hrossa
Bæjarstjóm Akureyrar hefur
samþykkt að Hestamannafé-
lagínu Létti verði gefinn kostur
á að taka Glerárdal á leigu tíl
haustbeitar fyrir hross félags-
manna.
Leyfð verði beit fyrir allt að
100 hross, enda verði upprekstur
hrossa á Glerárdal óheimill nema
með samþykki félagsins og í
samráði við það. Lagt er til að
leiga fyrir haustbeit verði 40
krónur fyrir hvert hross á mán-
uði.
óski hestamannafélagið ekki
eftir haustbeit á Glerárdal þá er
umsjónarmanni jarðeigna bæjar-
ins heimilt að leyfa beit þar, enda
verði gjaldið þá 85 krónur fyrir
hvert hross á mánuði. BB.
Kjördæmisþing
Alþýðuflokksins:
Opið prófkjör
Kjördæmisþing Alþýðuflokks-
ins í Norðurlandskjördæmi
eystra var haldið að Stóru-
Tjörnum í Ljósavatnshreppi
dagana 31. ágúst og 1. septem-
ber 1985.
Kjördæmisþing fer með æðsta
vald í málefnum flokksins í kjör-
dæminu. Á þinginu unnu starfs-
hópar í ýmsum málaflokkum og
voru gerðar samþykktir um at-
vinnumál, landbúnaðarmál,
húsnæðismál, sjávarútvegsmál,
kjaramá! og flokksmál.
Samþykkt var að opið prófkjör
skuli fara fram um tvö efstu sæti
á framboðslista flokksins í kjör-
dæminu fyrir næstu alþingis-
kosningar. BB.
Það þarf ekki að fara langt til að komast í snjóinn. Svona var umhorfs í Vík-
urskarðinu sl. föstudag. Mynd: - KGA.
Hvammstangi:
Góðar atvinnu-
horfur
Atvinnuástand hefur verið gott
á Hvammstanga í sumar. Þó
ekki eins kröftugt og það var í
fyrrasumar, að sögn Kristjáns
Björnssonar oddvita á
Hvammstanga.
Sagði Kristján Hvammstanga-
búa blessunarlega lausa við tog-
ara, en nokkrir bátar eru gerðir
i vetur
út þaðan. Sagði Kristján að afli
hefði verið nokkuð sæmilegur
undanfarið, en gæftir lélegar svo
minni bátar hafa ekki komist á
sjó.
„Það er nóg atvinna hér og við
sjáum ekki fram á annað en góð-
ar horfur í þeim efnum,“ sagði
Kristján. - mþþ
Dagana níunda, tíunda og ellefta september verða „Skóla-
dagar“ á báðum hæðum í verslun okkar við Hrísalund. Á
skóladögum leggjum við áherslu á fræðslu um heppilegan
mat fyrir skólabörn - hvernig þau eigi að haga sér í haustum-
ferðinni og góðar skólavörur á góðu verði!
Efri hæð: Alla dagana milli kl. 15 og 18 kynnum við morg-
unverð skólabarna og heppilegt nesti í skólann. Húsmæðra-
kennari annast þessa kynningu og gefur viðskiptavinum að
bragða á ýmsu af því sem gott er að hafa á góðu morgunverð-
arborði.
Neðri hæð: Alla dagana milli kl. 15 og 18 verður lögreglu-
maður á neðri hæðinni og fræðir börnin og forráðamenn
þeirra um umferðina. Dreift verður endurskinsmerkjum og
upplýsingaspjöldum. Á neðri hæðinni verða sérstök tilboð á
þeim skólavörum sem börnin þurfa á að halda í vetur. Þar má
nefna stílabækur, strokleður, blýanta o.fl. o.fl. Síðast en ekki
síst verður veittur afsláttur af fatnaði fyrir skólabörn!
Að sjálfsögðu getur þú komið fyrri hluta dags á neðri hæðina
- og keypt skólavörurnar með afslætti. Þú ert alltaf vel-
komin(n) í Hrísalund!