Dagur - 09.09.1985, Page 12
Alltaf vex vöruú rvalið
Vinsamlegast komið og skoðið
Kótó og Form sf.:
Vilja koma lífi í
húsgagnaiðnaðinn!
- Sækja um styrk úr framkvæmdasjóði
Skipt um síma. Starfsmenn Pósts og síma, Jón Snorrason og Ámi Valur Viggósson skipta hér um símatæki að
Skógum í Fnjóskadal. Arni Valur tekur niður gamla símann og Jón er kominn með nýjan takkasíma.
_ Mynd: KGA.
Handvirkir simar
brátt úr sögunni
- Allt landið „sjálfvirkt“ um áramót
Húsgagnaverkstæðið Kótó sf.
og arkitektastofan Form hafa
sótt um styrk úr Framkvæmda-
sjóði Akureyrar til hönnunar
Þórshöfn:
Stakfellið
landar í
Hafnarfirði
Stakfellið landaði síðast hjá
Iiraðfrystihúsi Þórshafnar fyr-
ir um hálfum mánuði. Það
landar núna í Hafnarfirði, er
að veiða upp í kvóta Sjóla heit-
ins.
Að sögn Stefáns Jónssonar
sveitarstjóra á Þórshöfn er þó
enn næg atvinna í frystihúsinu en
um miðjan næsta mánuð verða
flestir smábátarnir búnir með
sinn kvóta og þá er fyrirsjáanlegt
atvinnuleysi fiskvinnslufólks á
staðnum.
Hins vegar er ástandið gott
hjá iðnaðarmönnum, verið er að
vinna við kennarabústað og í
smíðum eru verkamannabústað-
ir. Auk þess eru smiðir á Þórs-
höfn með verk í hinu nýja frysti-
húsi sem verið er að reisa á Rauf-
arhöfn. - mþþ
„Fcrðamannastraumur jókst
mjög til Hvammstanga í sumar
og þá ekki síst vegna þess að
hópferðir Guðmundar Jónas-
sonar höfðu hér viðdvöl tvisvar
í viku,“ sagði Kristján Björns-
son oddviti á Hvammstanga.
Þrátt fyrir að 30-50 manna
hópar hefðu viðkomu á
og vöruþróunar á húsgögnum.
Astæðan fyrir þessari umsókn
er áhugi ofangreindra fyrir-
tækja á að koma einhverju lífi
í húsgagnaiðnaðinn á ný.
í greinargerð sem fylgir um-
sókninni, segir meðal annars:
„Undanfarin ár hafa átt sér stað
miklar umræður um atvinnuupp-
byggingu á Eyjafjarðarsvæðinu.
Liður í þeirri umræðu hefur verið
staða húsgagnaiðnaðarins á Ak-
ureyri, sem varla er reyndar hægt
að kalla iðnað eins og málum er
háttað í dag. Hvað markaðinn
varðar, álítum við að þörfin fyrir
skrifstofu- og stofnanahúsgögn
sé hvað brýnust. En fáir íslenskir
aðilar eru framleiðendur ofan-
greindra húsgagna. í lok greinar-
innar segir: „Fyndist okkur það
verðugt verkefni fyrir atvinnu-
málanefnd að stuðla að uppgangi
húsgagnaiðnaðarins í formi
styrkja til hönnunar og smíði
„prótótýpu“ á skrifstofuhús-
gögnum og/eða skólahús-
gögnum."
Að sögn Árna Árnasonar hús-
gagnaarkitekts hjá Formi sf. er
ljóst að eftirspurnin eftir þessari
tegund húsgagna er mikil. „Sem
dæmi má nefna að við höfum
pantað skrifstofuhúsgögn frá
Reykjavík að andvirði 800.000
krónur fyrir ýmsa aðila, bara frá
áramótum. Og við erum langt
frá því að vera þeir einu. Hér er
þvf um mikla peninga að ræða og
meginkrafan er að halda þeim á
Eyjafjarðarsvæðinu." BB.
Hvammstanga tvisvar í viku
sagði Kristján að merkilega lítið
hefði komið út úr því og þetta
hefði ekki verið sú lyftistöng fyrir
staðinn sem búist hafði verið við.
Sagði Kristján að fólkið hefði
notað sundlaugina og vísi að
hestaleigu sem starfrækt var í
sumar, en lítið annað.
Vandræði hafa oft orðið á
Á föstudaginn náðist merkur
áfangi í símamálum hér á
Norðurlandi. Þá voru síðustu
handvirku símarnir teknir
niður, og sjálfvirkir settir í
staðinn. Síðustu símarnir af
gömlu handknúnu gerðinni
sem teknir voru niður á föstu-
daginn voru í Fnjóskadal. Að
Hvammstanga vegna skorts á
gistirými, en þau mál ættu að lag-
ast með vorinu. Nú í haust verð-
ur væntanlega hafist handa við að
reisa þar hótel og veitingasölu.
Fyrirhugað er að hótelið verði
einhvers konar einingarhús og
verður það drifið upp nú í haust
og að líkindum tekið í notkun
næsta vor. - mþþ
sögn Gísla Eyland stöðvar-
stjóra á Akureyri eru líkur á að
aUt landið verði komið í sjálf-
virkt samband um áramót, og
er það ári á undan áætlun.
Gísli sagði að tækninni fleygði
svo fram, að það sem var nýtt og
fullkomið fyrir nokkrum áruum
væri nánast úrelt í dag. Hann tók
sem dæmi að símstöð sem sett
var upp á Hrafnagili fyrir þremur
árum og þjónaði innstu hreppum
Eyjafjarðar, væri orðin óþörf
miðað við það sem gerist í dag.
Hann sagði að það sem gerði að
línulögnin væri á undan áætlun,
væri fyrst og fremst að þakka
duglegum og framsýnum
mönnum sem unnu að þessu
verki.
Þessi sjálfvirkni bitnar að sjálf-
sögðu á talsímakonunum sem
hafa undanfarna áratugi sagt:
„Miðstöð“, þegar hringt er á
langlínustöðina. „En það hefur
verið unnið að því að koma þess-
um konum í önnur störf, og hefur
engin þurft að hætta hjá stofnun-
inni fram að þessu, vegna þessara
breytinga," sagði Gísli Eyland.
_________________________-gej
„Mini-golf“
á Akureyri
Baldur Sveinbjörnsson og
Bjami Árnason hafa sótt uni
leyfi til bæjarráðs til þess að
starfrækja svo kallað „mini-
golf“ á Akureyri mánuðina
júní, júlí og ágúst 1986. Þeir
sækjast sérstaklega eftir svæði
á grasflötinni austan Sam-
komuhússins.
Bæjarráð hefur lagt til að veitt
verði bráðabirgðaleyfi fyrir
„mini-golfi“ á umbeðnu svæði
eftir nánari ákvörðun bæjarverk-
fræðings.
Það er því útlit fyrir að bæjar-
búar geti leikið sér í „vasa-golfi“
næsta sumar. BB.
Hvammstangi:
Aukinn ferðamannastraumur
- Hafist handa vlð að reisa hótel í haust
Magnús Jónsson veðurfræð-
ingur sagðist í morgun vera
ofurlítið bjartsýnni fyrir
hönd okkar Norðlendinga.
„Við sjáum fram á suðlægar
áttir, en það er kannski full-
seint að fá sumarið núna,“
sagði Magnús. Ekki er þó al-
veg víst að alls staðar verði
þurrt, að líkindum verða ein-
hvers staðar smáskúrir.
# Túttubyssu-
plágan
Það er að verða árvisst
hættuástand í bænum á
hverju hausti þegar „túttu-
byssuplágan“ herjar á bæjar-
búa. Túttur þær sem hér um
ræðir eru fingur af upp-
þvottahönskum sem límdir
eru við rörbút og hafa þá
skapast vopn sem geta
reynst býsna hættuleg. Þann-
ig eru dæmi um að börn hafi
misst augu af völdum þess-
ara vopna. Smátt og stórt
hefur fregnað að túttubyssu-
faraldur sé nú í uppsigilngu
og heitir á foreldra, lögreglu
og síðast en ekki síst þá sem
leika sér með þessi hættu-
legu leikföng að taka nú
höndum saman og stöðva
hljótast af.
• Ljósið
sem blikkaði
Menn vissu ekki hvaðan á þá
stóð veðrið í síðustu viku,
þegar fina sjálfvirka Ijósa-
kerfið sem komlð hafði verið
upp á verkalýðshöllinni, nei
fyrirgefið, Alþýðuhúsinu, tók
að blikka. Ljósin áttu að vlrka
þannig að Ijósnæmur rofi sæi
um að kveikja á þeim þegar
dimmdi á kvöldin og slökkva
á þelm þegar birtl á morgn-
ana. Eitthvað hafði þetta mis-
farist og skýringln fannst.
Rofinn var hafður svo nálægt
einu Ijósinu, að þegar hann
kveikti á því virkaði birtan
frá Ijósinu samstundis á rof-
ann og slökkti aftur. Þá
fannst rofanum orðið of
dimmt og kveikti á nýjan leik.
Þá var orðið of bjart fyrir
hann og Ijósið slokknaði.
Þannig gekk þetta alla nótt-
ina. Einhverjum bæjarbúum
sem vitnl urðu að þessu varð
það á að hlæja og gera grín
að þessari hönnunarsnilld.
Það skal tekið fram að það
munu ekkl hafa verið þeir
sem hönnuðu húsið sjálft
sem þarna áttu hlut að máli.
En þetta minnir óneitanlega
svolítið á hafnfirska bifreiða-
eftirlitsmanninn sem var að
skoða stefnuljósið og kvað
við þegar kveikt var á því: í
lagi - ekki í lagi - í lagi - ekki
í lagi...
# Ef veðrið
iagast ekki
Einn rigningardaginn á Húsa-
vík í sumar, leit erlendur
ferðamaður til lofts og sagði:
„Hvað getið þið annað gert
við frfstundirnar?11 þegar
hefmamaður var að stæra sig
af hinni miklu notkun á Bóka-
safni Suður-Þingeyinga, við
hann.
Um mánaðamótin breyttist
opnunartími safnsins og er
frá ki. 15 alla virka daga, til kl.
18 þriðjudaga og miðviku-
daga, og til kl. 19 mánudaga,
fimmtudaga og föstudaga.