Dagur - 11.09.1985, Side 7
11. september 1985 - DAGUR - 7
„Míkill munur
afkomu bænda
- segir Árni Jóhannsson kaupfélagsstjóri á Blönduósi
„Þetta gengur sinn vanagang
hjá okkur, aukning umsetning-
-ar í sumar hefur verið mjög
skikkanleg og ágæt,“ sagði
Árni Jóhannsson, kaupfélags-
stjóri á Blönduósi. Árni er hér
kominn í viðtal og hann var
fyrst spurður almennt um
starfsemi kaupfélagsins.
„Við erum alltaf að reyna að
bæta þjónustuna við okkar við-
skiptavini. í sumar opnuðum við
nýja viðbyggingu við aðra versl-
un okkar á Skagaströnd, þannig
að við erum núna komnir með til-
tölulega nýtt verslunarhúsnæði
þar upp á 460 fermetra. Matvöru-
verslun okkar á Skagaströnd er
orðin mjög góð, miðað við þann
fjölda sem þar verslar og vonandi
eru Skagstrendingar sæmilega
ánægðir með þjónustu okkar að
þessu leyti.“
- Hvernig er að halda uppi
góðri þjónustu fyrir ekki stærri
staði?
„Það er mjög erfitt. Við verð-
um í rauninni að vera með mjög
svipað vöruverð og í Reykjavík
og á Akureyri því samgöngur eru
það góðar og mikið um ferðalög,
þannig að ef það munar ein-
hverju verulegu á vöruverði
kaupir fólk vöruna annars staðar.
Aðalvandinn núna í verslunar-
rekstri úti á landi er sá að aukn-
ing umsetningar sé nægilega
hröð.
Eins og vaxtamálin standa
í dag, þá er vaxtakostnaðurinn
yfirleitt mun hærri en launa-
kostnaðurinn. Samvinnuhreyf-
ingin er í rauninni að veita meiri
þjónustu en hún getur. Að því
leyti til er þetta svolítið erfitt.“
- Er einhver einkarekstur í
verslun á Blönduósi?
„Já, já, það er ein matvöru-
verslun í einkarekstri, það er
verslunin Vísir. Svo er bókabúð
og húsgagnaverslunin Ósbær.
Við höfum alveg haldið okkar
hlut og fyllilega það í versluninni.
Við rekum einnig Esso-skálann,
vélsmiðju, erum með þjónustu í
tryggingum, flutningum og slíku.
Samvinnuhreyfingin hérna er
tvískipt, það er annars vegar
sölufélagið og hins vegar kaup-
félagið. Sölufélagið hefur rekið
Hótel Blönduós, samvinnufélög-
in eiga meirihluta í því. Það hef-
ur gengið fremur illa að reka það
þar til á þessu ári, mér sýnist að
við séum búnir að ná tökum á
rekstrinum."
- Hvaða möguleikar eru fyrir
hótelið?
„Það eru þó nokkrir möguleik-
ar. Við þurfum að fá meiri
aðsókn. Þurfum að bjóða upp á
eitthvað til að fólk komi. í bestu
mánuðum ol^kar náum við ekki
nema um 65% nýtingu á gistingu.
Það er góð aðstaða hérna á
Blönduósi fyrir smærri ráðstefnur
og jafnvel nokkuð stórar vegna
þess að það er svo góð aðstaða í
félagsheimilinu. Við erum mjög
vel í sveit sett með samgöngur,
það er stutt til Reykjavíkur og
stutt til Akureyrar. Við getum að
því leyti boðið upp á ymsa kosti.“
- En starf kaupfelagssi:órans,
er það ekki erilsamt?
„Jú, það er alltaf nóg að gera
og það er býsna erilsamt. Ég er
nú svo gamaldags að ég vil að
viðskiptavinir mínir geti labbað
inn til mín hvenær sem er meðan
skrifstofan er opin. Ég hef ekki
ákveðinn viðtalstíma. Það kemur
auðvitað niður á mér og öðrum.
Þetta er ekki hentugasta stjórn-
unaraðferðin, en svona vil ég
hafa þetta. Hingað kemur mikið
af fólki og þó við séum ekki með
sjávarútveg hér eða fiskvinnslu er
þetta býsna fjölbreytt. Það fer
mikill tími í það hjá mér að ræða
við einstaka starfsmenn hjá mér
og skoða það sem þeir láta mig
hafa og reyna að átta mig á því
hvað er að gerast og sjá fram í
tímann. En það getur verið erfitt
að vera framsýnn. Ríkisstjórnin
lét þau boð út ganga að frá og
með 1. maí í vor ætti að stáð-
greiða mjólkina til bændanna.
Núna eru liðnir 4 mánuðir frá
því þetta átti að taka gildi og ekk-
ert er ennþá farið að gerast í mál-
inu. Ef menn hefðu byggt sínar
fjárhagsáætlanir í sumar á því að
þetta kæmist strax í framkvæmd
hefði illa farið. Nýtt verðlagsár
tekur gildi 1. september og það
er ekki farið að birta neitt um
það hvernig á að taka á þessum
vandamálum. Manni finnst
stundum að stjórnvöld geri hlut-
ina ekki léttari.
Þetta hefur mikil áhrif á hvern-
ig okkar viðskiptavinir í sveitun-
um munu standa gagnvart okkur.
Eitt af vandamálunum núna fyrir
kaupfélögin er það hversu mikill
munur er á afkomu í sveitunum.
Menn eru farnir að skiptast í tvo
hópa, að því leyti til að sumir
voru búnir að búa í haginn fyrir
sig og eru kannski líka betri
bændur. Aðrir lentu í þessum
dýru lánum, eru kannski lakari
bændur og hafa e.t.v. orðið fyrir
óhöppum. Riða í sauðfé hefur
gert usla hér á svæðinu. Það eru
hér tún sem ekki eru slegin og
það er vegna riðuveikinnar,
menn hafa skorið svo mikið
niður."
- Hvað verður um bændur
sem þurfa að skera allt sitt fé
vegna riðuveiki?
„Það er áreiðanlega tvennt til
í því. Það er ljóst að nokkur hóp-
ur bænda hér getur ekki haldið
áfram búskap vegna afkomu-
brests. Það virðist ekki vera nein
lausn í loðdýraræktinni. Ég held
að loðdýraræktin sé ennþá
vandasamari en kvikfjárræktin.
Menn verða að vera ansi góðir
bændur til að loðdýraræktin skili
þeim arði. Það er verið að setja
þessi loðdýrabú niður út um allt.
Fóðurflutningar eru dýrir, það
þarf mikið fóður handa þessum
dýrum og það er dýrt að flytja
það langar leiðir. Það er svo sem
engin vá fyrir dyrum þó nokkrar
jarðir fari úr byggð, heimurinn
hrynur ekki við það. En það
getur jú farið þannig að byggðar-
lagið hrynji, þar sem bæjarröð er
einsett, eins og t.d. í Svartárdal.
Ef það fara kannski 2 bæir úr
byggð í miðjum dal, þá getur ver-
ið erfitt fyrir bæina framan við að
halda áfram búskap."
Það er mikið hringt í Árna
meðan við stoppum hjá honum
og greinilegt að það eru ólíkleg-
ustu mál sem hann þarf að fást
við. Hann hefur greinilega mikil
samskipti við fólkið. „Sem betur
fer hef ég mikil samskipti við
fólk, það er nú það sem manni
finnst kannski helst skorta. Mað-
ur er kannski of bundinn við stól-
inn sinn og ekki nóg á ferðinni.
Ég man að þegar ég var strákur
kom ég einu sinni til Sveins
Guðmundssonar, þáverandi
kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki.
Hann stjórnaði bæði lengi og vel,
Kaupfélag Skagfirðinga gekk
mjög vel undir hans stjórn. Ég
man að það var ekki blað á borð-
inu hjá honum, ekki reiknivél
eða neitt. Það var kannski einn
penni og eitt autt blað. Hann
stjórnaði öðruvísi en menn eru
að gera í dag, hann var mikið á
ferðinni og hefur sjálfsagt deilt út
ábyrgðinni á aðra í staðinn fyrir
að stundum eru menn að reyna
að axla alla ábyrgðina sjálfir.“
Árni er búinn að vera kaupfé-
lagsstjóri síðan 1967, fyrst 1 ár á
Hólmavík, en er settur kaupfé-
lagsstjóri á Blönduósi 1968 og
hefur verið það síðan. Árni er
Skagfirðingur, frá Sólheimum í
Sæmundarhlíð. Hann er spurður
hvernig honum líki að búa á
Blönduósi. „Það er að mörgu
leyti mjög gott að búa hér.
Blönduós er vel í sveit sett, það
er mikið um að vera hérna og
fólk er félagslynt og það er mikið
félagslíf. Að vísu er ég ekki mik-
ið í félagslífi sjálfur, en það geta
allir haft nóg að gera. Hér eru
góðir skólar, ágæt læknisþjón-
usta, góð þjónusta í verslun og
samgöngum. Ef þú vilt ekki búa
á stærri stað, þá hefurðu hér allt
sem þú þarft. En það eru auðvit-
að margir sem ekki vilja búa á
svona litlum stað og það er vel
skiljanlegt. Þú ferð ekki í leikhús
hér á föstudagskvöldi ef þig lang-
ar til eða í bíó, en það er hægt að
fara út að borða á hótelinu.“
- Er þá ekki mikil myndbanda
eign á staðnum?
„Ég veit það ekki. Ég á ekki
myndband og hef afþakkað boð
um að eignast það hingað til. Það
eru hér fáeinar myndbandaleigur
og eitthvað er hér um kapalkerfi.
En ef fólk er á annað borð í fé-
lagslífi þá hefur það ekki tíma til
að horfa á sjónvarp eða
myndbönd.“
- Áhugamál?
„Ég hef alveg forðast karla-
klúbbana, en ég spila bridge á
veturna og við erum nokkrir fé-
lagar sem spilum badminton sam-
an einu sinni í viku.“
- Svona að lokum, hefur þig
aldrei langað til að verða bóndi?
Árni hlær við. „Nei, ég er of
latur til þess og ég yrði áreiðan-
lega lélegur bóndi.“ - HJS.
Ámi Jóhannsson.