Dagur


Dagur - 25.03.1986, Qupperneq 1

Dagur - 25.03.1986, Qupperneq 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 25. mars 1986_____________58. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 B350 BKK gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Raðsmíðaskipin: Viðræður um páskana? - við aðila á Norður- landi sem buðu í skipin „Þessi mál hafa verið skoðuð í ráðuneytinu að undanförnu,“ sagði Stefán Reykjalín stjórn- arformaður Slippstöðvarinnar á Akureyri er við spurðum hann hvort eitthvað væri að gerast varðandi raðsmíðaskip- in tvö sem til sölu eru hjá fyrir- tækinu og boðin hafa verið út. „Það verður sennilega ekkert afgerandi að frétta af þessum málum fyrr en eftir páska, tíminn er orðinn svo naumur og erfitt með flug. Hins vegar er hugsan- legt að við notum þá frídaga sem fram undan eru til viðræðna við aðila á Norðurlandi, hér á Akur- eyri, Blönduósi og fyrir austan. Annað er ekki um þetta að segja á þessu stigi,“ sagði Stefán. gk-. Skíðaskipið: ábyrað Bæjarráð Akureyrar hefur hafnað beiðni frá bræðrunum Arnari og Hauki Snorrasonum um að bæjarsjóður Akureyrar veiti sjálfskuldarábyrgð til kaupa á skíðaskipi til íandsins. Peir Arnar og Haukur hyggjast reka skíðaskipið frá Akureyri í sumar í siglingum til Hríseyjar og Grímseyjar og var lánið sem þeir báðu um bæjarábyrgð fyrir 7,5 milljónir króna. Þeir Arnar og Haukur hafa að undanförnu ver- ið í Póllandi en þaðan kaupa þeir skipið og er ekki betur vitað en að skipið hefji siglingar frá Akur- eyri 1. maí. gk-. Sjúkiingurinn borinn frá skipshlið og í sjúkrabíi, síðdegis í gær. Mynd: KGA Stakfell flutti sjúkan mann til Akureyrar „Þetta var eini möguleikinn sem fyrir hendi var. Yfirleitt hefur ailtaf myndast einhver skíma í sambandi við flutn- inga, en ekki í þessu tilfelli,“ sagði Elín Jakobsdóttir hjúkr- unarfræðingur á Þórshöfn um það er togarinn Stakfell var fenginn til að flytja mikið sjúk- an mann frá Þórshöfn til Akur- eyrar. Stakfellið kom af veiðum aðfaranótt laugardags og gat því ekki klárað að landa afla sínum áður en til sjúkraflutninganna kom. Mikil ófærð er á vegum kringum Þórshöfn og þurfti því að hefja snjómokstur er átti að flytja fársjúkan manninn á sjúkrahús. Horfið var frá ruðn- ingnum, því hann gekk mjög seint. Var þá leitað eftir bátum eða skipum í nágrenni Þórshafn- ar en allt kom fyrir ekki. Haft var samband við Slysavarnafélag íslands og beðið um þyrlu á staðinn, en ekki treystu flugmenn sér að fljúga vegna ísingar. Þá var gripið til Stakfellsins, sem lagði af stað til Akureyrar um klukan eitt aðfaranótt mánudags og kom til Akureyrar klukkan 14.00 í gær. Læknir sem starfar á Þórshöfn um þessar mundir Máni Fjalarsson, fór með skipinu og fylgdist með líðan sjúklingsins á leiðinni. gej- Alþingi setti lög á mjólkurfræðinga Mjólkurfræðingar sem voru verkfalli hafa sennilega snúið til vinnu að nýju í morgun, en Alþingi setti í gærkvöldi lög um að vinnustöðvun þeirra skyldi Ijúka. Veður og færð á Norðurlandi: Slæmt útlit næstu daga Ekki er útlitið gott með ferða- veður næstu dagana á Norður- landi, hvað sem verður þegar líður nær páskahelginni. í gær var reynt að moka til Dalvíkur og austur frá Akureyri en menn urðu frá að hverfa vegna veðurs. Þá var ófært til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en stórum bílum og jeppum fært um Öxnadalsheiði vestur í Húna- vatnssýslur. Áformað er að reyna mokstur í dag á öllum helstu leiðum á Norðurlandi. Ef þarf, verður einnig mokað á skírdag, síðan á laugardag og einnig á 2. dag páska. Það verður sem sagt allt reynt til þess að halda helstu veg- um opnum þannig að fólk komist á milli um helgina. Markús Einarsson veður- fræðingur sagði í samtali við Dag í gær að fram eftir degi í dag yrði norðanátt á Norðurlandi en færi minnkandi þegar líða tæki á daginn. Á morgun er ný lægð væntanleg upp að landinu og þá verður austanátt á Norðurlandi og lítil úrkoma. Lægðin fer síðan framhjá fyrir sunnan land og þá snýst vindur aftur til norðaust- lægrar áttar og verður svo á fimmtudag og föstudag. Það er því ekki víst að veðurguðirnir verði í því skapinu að snjó- mokstursmenn eigi auðvelt með að halda vegum opnum á Norðurlandi þótt það sé áform- að. gk-. í gærdag var haldinn árangurs- laus sáttarfundur með mjólkur- fræðingum og viðsemjendum þeirra hjá sáttarsemjara og þegar ljóst var að samningar tækjust ekki þar, tók Alþingi málið í sín- ar hendur. Víða á Norðurlandi var orðið mjólkurlaust í gær og annars staðar var mjólkurleysi fyrir- sjáanlegt í dag. Mjólk var keyrð í verslanir á Akureyri á sunnudag sem hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að endast fram á morgundaginn en þar sem fólk var í „hamsturshugleiðing- um" var mjólkin að klárast í gær. Björg Þórsdóttir verslunarstjóri KEA í Hrísalundi sagði t.d. í gær að fólk keypti óeðlilega mikla mjólk og verslunarstjóri í Hag- kaupunr á Akureyri sagði að þar gengi hratt á birgðirnar. gk-.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.