Dagur


Dagur - 06.05.1986, Qupperneq 1

Dagur - 06.05.1986, Qupperneq 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. maí 1986 83. tölublað k Filman þín á skiliö þaö besta! r FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbunar kl. 16.30. r Opið á laugardögum frákl. 9-12. Utgerðarfélag Skagfirðinga: 76 þúsund króna mánaðar- laun að jafnaði í fyrra! Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfirðinga var haldinn fyrir skömmu í Naustinu, matsal Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. Á fundinum kom fram að rekstr- artekjur félagsins árið 1985 voru 195,7 milljónir króna sem er 49% aukning frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 191,3 millj- ónum króna, þar af eru afskriftir 18 milljónir. Hagnaður félagsins nam 106 þúsundum króna. Heildarafli skipa Útgerðarfélags- ins var 10.122 tonn, sem er 11% aukning frá fyrra ári. Launagreiðslur námu 69,4 milljónum króna, sem greiddar voru til 200 manna. Ársverk voru 78 og meðalárslaun 909 þúsund krónur. Það eru mjög há meðal- árslaun, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að Norðurland vestra hefur löngum verið talið lág- launasvæði. 909 þúsund króna meðalárslaun samsvara því að mánaðarlaun hafi að jafnaði numið tæpum 76 þúsund krónum og það á síðasta ári! Áð sögn Ólafs Jóhannssonar skrifstofustjóra hjá Útgerðarfé- Verkmenntaskólinn: Raforka smíðar alla lampana „Við höfum smíðað alla lampa fyrir Verkmenntaskólann og átt mjög gott samstarf við byggingarnefnd skólans,“ sagði Sigtryggur Þorbjörnsson hjá fyrirtækinu Raforku á Akur- eyri í samtali við Dag, en samningur um að fyrirtækið smíði hátt í 300 lampa til við- bótar fyrir skólann hefur verið undirritaður. Sigtryggur sagði að sennilega væru komnir upp í Verkmennta- skólanum hátt í 1000 lampar frá Raforku og nú væri unnið að smíði á tæplega 300 lömpum til viðbótar. Fimm manns ynnu að þessari smíði og engu öðru og væri þetta því geysilega þýðingar- mikið fyrir fyrirtækið að fá svona verkefni. „Það er ekki einungis að það sé gott fyrir okkur að fá þetta verk- efni, heldur er mjög þýðingar- mikið að svona vinna sé keypt í bænum ef þess er nokkur kostur. Annars væri þetta sennilega keypt úr Reykjavík en þar sem við fáum þetta verkefni er a.m.k. tryggt að peningarnir fara ekki úr bænum,“ sagði Sigtryggur. Þess má að lokum geta að samningur- inn um lampana 300 sem Raforka er nú að smíða nemur um 1,5 milljónum króna. gk- lagi Skagfirðinga koma þessi góðu meðallaun til af því að yfirbygg- ing fyrirtækisins er mjög lítil auk þess sem mikil afla- og verð- mætaaukning varð á síðasta ári. Það að fjöldi starfsmanna var 200 en ársverk einungis 78 stafar af því að mikil hreyfing var á mann- Prentsmiðja Björns Jónsson- ar, Fontur h.f., hefur farið fram á bæjarábyrgð vegna tæplega 2ja milljón króna skuldar við Iðnlánasjóð. Beiðni þessi var tekin fyrir á fundi atvinnumálanefndar þann 18. apríl s.l. og þar var lagt til við bæjarstjórn Akur- eyrar að ofangreind ábyrgð verði veitt. 1 bókuninni segir að beiðni þessi sé sett fram vegna þess að veðmál fyrirtækisins séu í sjálf- heldu og ekki sé hægt að ganga frá skuldbreytingu við Iðnlána- sjóð fyrr en frá þeim hefur verið gengið. Til tryggingar ábyrgðinni býður Fontur h.f. veð í tölvu- skap í áhöfnum togaranna svo og í löndunum. Eignir félagsins samkvæmt efnahagsreikningi voru 144,1 milljón króna. Matsverð skipa félagsins er 176,3 milljónir, umfram bókfært verð þeirra. pappirsvél sem sögð er vera 4,3 milljónir króna að verðmæti. „Við keyptum rúlluvél á stnum tíma og á henni hvíla lán sem við getum ekki fært vegna þess að húsið hérna er fullveðsett. Regl- ur Iðnlánasjóðs banna að tekið sé veð í vélum og þess vegna fórum við þá leið að fá Akureyrarbæ til „Það er engin akureyrsk sumarblíða framundan þótt veður fari hægt hlýnandi,“ sagði veðurfræðingur í samtali Heildarskuldir í árslok voru 216 milljónir króna. Stjórn Útgerðarfélags Skag- firðinga skipa nú: Marteinn Friðriksson formaður, Gísli Kristjánsson, Árni Guðmunds- son, Magnús Sigurjónsson og Þorbjörn Árnason. Þá./BB. að gangast í ábyrgð fyrir okkur en í staðinn fengi bærinn veð í vélinni,“ sagði Ragnar Ragnars- son framkvæmdastjóri Fonts h.f. í samtali við Dag. Bæjarstjórn mun fjalla um þessa beiðni á fundi sínum í dag og .er búist við að hún verði samþykkt. BB. við Dag í gær. Gert er ráð fyrir að litlar breyt- ingar verði á veðri á Norðurlandi fram á fimmtudag a.m.k. Það Skíðabáturinn: „Búinn að gefa þetta frá mér“ — segir Gísli Jónsson „Ég er alveg búinn að gefa það frá mér að af þessu geti orðið í sumar,“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar er Dagur innti hann eftir frétt- um af skíðabátnum sem til stóð að hafa I áætlanaferðum frá Akureyri til Hríseyjar og Grímseyjar í sumar. Dagur skýrði frá því í haust að tveir einstaklingar hygðust festa kaup á skíðabát til þessara nota og skipuleggja ferðirnar í sam- starfi við Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Þeir voru með ákveðinn bát í huga en misstu af honum vegna þess að annar aðili kom með betra tilboð í bátinn. „Ég er hræddur um að strák- arnir séu búnir að missa af lest- inni og ég er búinn að gefa það út frá minni skrifstofu að af þessum ferðum verði ekki,“ sagði Gísli. Hann sagði að menn hefðu sýnt þessum ferðum mikinn áhuga en Ferðaskrifstofan hefði ekki tekið niður endanlegar bókanir þar sem ekki hefði legið á borðinu að báturinn fengist. BB. Hafnarbúðin: Ekkert greitt upp í kröfur Bæjarlögmaður Akureyrar hefur gert bæjarráði grein fyrir því að skiptum sé lokið í þrota- búi Hafnarbúðarinnar hf. Kröfur bæjarsjóðs Akureyrar í búið námu 273 þúsundum króna og fékkst ekkert greitt upp í þær og verður því að afskrifa þessa upphæð. verður róleg norð-austanátt, úrkomulaust inn til landsins en eitthvað mun hlýna. Þungir þankar. Mynd: Sig. Ing. Fontur hf.: Biður um bæjarábyrgð vegna skuldar Engin blíða framundan

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.