Dagur - 06.05.1986, Page 3

Dagur - 06.05.1986, Page 3
6. maí 1986 - DAGUR - 3 Samvinnuskólanum gerbreytt „Á liðnu skólaári var að sjálf- sögðu mikið unnið að undir- búningi þeirrar breytingar sem væntanleg er á skipulagi og starfsháttum Samvinnuskól- ans. Síðastliðið haust markaði stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga stefnuna og snemmvetrar tók skólanefnd ákvarðanir og kennarafundir voru haldnir hér um málið. Mikið hefur verið rætt við full- trúa menntamálaráðuneytisins eins og geta má nærri. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur stendur til 10. júní að vanda. Inntökuskilyrði Sam- vinnuskólans breytast mjög á þessu ári en hingað til hefur grunnskólapróf nægt. Héðan í frá verður umsækjandi áður að hafa lokið a.m.k. tveggja vetra námi á framhaldsskólastigi á viðskipta- sviði, eða a.m.k. með viðskipta- greinum eða með öðrum sam- bærilegum undirbúningi, enda munu nemendur útskrifast héðan að loknu tveggja vetra samvinnu- skólanámi með stúdentsprófi, en samvinnuskólaprófið verður stúdentspróf af sérstæðri náms- braut skólans." Nemendur Samvinnuskólans voru alls 111 í vetur og luku 36 samvinnuskólaprófi. í hópi nemendanna voru 33 í Fram- haldsdeild sem starfar í Reykja- vík, og af þeim hópi gangast 15 undir stúdentspróf nú í vor. Bárðardalur: Aukin feröaþjónusta Mikil fjölgun hefur verið á ferðamönnum í Bárðardal á undanförnum árum, aðallega vegna aukinnar umferðar yfir Sprengisand, sú leið sem oftast er farin til að komast á Sprengisandsleið liggur um Bárðardal. Vegna þess hafa bændur í Bárðardal sett upp ýmiss konar þjónustu til að laða ferðamenn að. í Barnaskóla Bárðdæla verður opið sumarhótel í júlí og ágúst. Þar verður svefnpoka- og gisti- pláss, þar verður einnig hægt að fá morgunmat og léttar máltíðir. Norðar í dalnum er tjaldstæði við bæinn Hlíðskóga, þar er snyrti- aðstaða og mjög skjólgott. Á Hlíðarenda er sveitagisting, þar er íbúð sem fólk getur leigt að vild. Á hótelinu og tjaldstæð- inu eru seld veiðileyfi í Svartá. Gerð var tilraun með þessa starfsemi síðastliðið sumar en gekk ekki vel vegna mikillar úr- komu á Norðurlandi. Þrátt fyrir það eru bændur bjartsýnir á að þetta gangi vel, því sífellt fjölgar ferðamönnum sem ferðast yfir Sprengisand. MA.. H.M.S. Hecate. H.M.S. Hecate í heim- sókn til Akureyrar Á fímmtudaginn kemur til Akureyrar rannsóknarskip úr breska flotanum. Er það HMS Hecate, sem er 2800 tonn. Skipið kemur um morguninn og verður á Akureyri til 14. maí. Eftir því sem komist er næst er þetta fyrsta skip úr breska flotanum sem kemur til hafnar á Akureyri eftir að síð- asta þorskastríði lauk. Meðan á heimsókninni stendur munu skipverjar keppa við íþróttamenn frá Ákureyri, fötluðum börnum verður boðið um borð og ferðast verður um nágrennið. Skipherra HMS Hec- ate, P.D. Barton mun leggja blónosveig á grafreit breskra hermanna í Akureyrarkirkju- garði. Hann mun einnig ganga á fund Helga M. Bergs bæjarstjóra og Elíasar I. Elíassonar sýslu- manns. Skipverjar á HMS Hecate eru 117. Þar af eru 12 yfirmenn. Meðal verkefna skipsins er að annast dýptarmælingar og kort- lagningu hafdjúpanna. Tekin eru sýni úr hafsbotninum þar sem það er mögulegt. Straummæling- ar og hitamælingar eru einnig stór þáttur rannsóknanna. Skipið hefur siglt um öll heimsins höf og hefur að baki rúmlega 250 þús- und sjómílna siglingu. HMS Hec- ate er óvopnað. gej- Nýtt merki fyrir Mýyatns- sveit Á sumardaginn fyrsta s.l. sam- þykkti hreppsnefnd Skútustaða- hrepps nýtt merki fyrir sveitar- télagið. Merkið er sporöskjulag- að, með mynd af tveimur fuglum, fiski og hraunmyndunum á tví- skiptum deti. Þar er leitast við að ná fram samspili milli vatnsins og himinsins, þar sem dýralíf Mývatnssvæðisins hefur fulltrúa sína í forgrunni, tvær endur og hinn fræga Mývatnssilung. í bakgrunni speglast í vatninu hinir sérkennilegu hraundrangar sem eru eitt helsta einkenni svæðisins, ógleymanlegir öllum þeim sem þangað koma og þess vegna sjálf- sagður þyngdarpunktur merkis fyrir Mývatnssveit. Þær þjóna einnig því hlutverki að mynda sterkan sjóndeildarhring, þar sem mætast himinn og vatnsflöt- ur. Auglýsingastofan Tímabær hannaði merkið. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Við bjóðum Glansgalla, allar stærðir. Fis útifötin á börnin. Barnabuxur, margar gerðir, peysur og boli fyrir alla aldurshópa. Greiðslusloppar á karla og konur, Ungbarnaföt í úrvali. Siguröar Gubmundssonarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMl 96*24423 AKUREYRI Stóiglæsflegiir herrafatnaður Buxur, bolir, peysur, skyrtur og jakkar. Okkar verð er þess vert að líta á. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.