Dagur - 06.05.1986, Side 5

Dagur - 06.05.1986, Side 5
6. maí 1986 - DAGUR - 5 Um helgina 12-13. aprfl sl. var haldið árlegt vélsleðamót Landssambands íslenskra vél- sleðamanna. Að þessu sinni var hist í Kerlingafjöllum. Mótið sóttu hátt á annað hundrað vélslcðamenn víðast hvar af landinu. Fjölmennastir voru Sunnlendingar. Austfirð- ingar voru lengst að komnir, óku yfir 300 km á snjó og voru 2 daga á leiðinni. Lögðu þeir upp frá Breiðdalsheiði og Gen- isöldu á Fljótsdalsheiði og hitt- ust vestan vð Snæfell. Akureyringar og Eyfirðingar lögðu flestir upp frá Geldingsá í misstórum hópum. Fyrsti hópur- inn, sem í voru Tómas Eyþórs- son, Grétar Ingvarsson, Freyja Jóhannesdóttir kona hans og greinarhöfundur, lagði af stað upp á Vaðlaheiði um kl. 6 síð- degis á fimmtudag. Leiðin lá suð- ur heiðina, yfir Bíldsárskarð og suður undir Gönguskarð. Par var fara niður í Garðsárdal um Kol- grafargil. Vegna snjóleysis var ekki hægt að fara frá bænum Garðsá suður Garðsárdal að austanverðu eins og oft er gert. Frá Kolgrafargili tókst okkur að þræða snjólænur inn dalinn. Dal- botninn er allbrattur en snjórinn var þéttur og frosinn svo auðvelt var upp að komast. Eftir smá stans á brúninni var stefnan tekin suður hálendið og ekið greitt. Fljótlega dró þó úr ferðahraðan- um, því á skall vestanskafrenn- ingur og hríð og skyggnið versn- aði stöðugt. Að lokum fórum við bara fetið, því á hvítri og sléttri fannbreiðunni var ekkert sem aug- að skynjaði. Trúlega hefðum við snúið við eins og næsti hópur varð að gera á sömu slóðum um tveimur tímum síðar, hefðum við ekki verið með Loran-C staðsetn- ingartæki. Með hjálp þess dóluð- um við suður hálendið milli Eyjafjarðar og Bleiksmýrardals. Eftir um 10-15 km akstur birti heldur og var þá hægt að auka hraðann. Komin var hvöss vestan- átt og miklir vindstrengir stóðu upp úr dalbotnunum sem við fór- um framhjá. Ekið var fyrir botn Eyjafjarðardals og stefnan tekin á Urðarvötn vestan hans. Nú hafði náttmyrkur bæst við, en að nokkru leyti var það betra, því allar ójöfnur sáust vel í ljósgeisl- anum þó ekki næði hann langt. Loraninn á fyrsta sleðanum sagði okkur alltaf hvar við vorum stödd. Sæluhús sem þarna er við vötnin fundum við nokkuð auð- veldlega, en þá var klukkan að verða ellefu og við búin að vera á ferðinni í 5 tíma og aka yfir 100 km. Um svipað leyti og við komum í hús hélt þriðji hópurinn upp á Vaðlaheiði í slóð þeirra sem á undan fóru. Um þrjúleytið um nóttina óku þeir framhjá tjöldum annars hópsins, Eyfirðinganna, efst í drögum Garðsárdals en þeir síðarnefndu snéru við á fjallinu um kvöldið vegna dimmviðris, eins og áður sagði, og gistu þarna í tjöldum. Það er nokkuð sem vélsleðamenn reikna alltaf með að þurfa að gera. Þriðji hópurinn hélt áfram suður fjallið, enda með Loran-C tæki, og kom í Landakot, lítinn skála á norðan- verðum Sprengisandi, um kl. 6 um morguninn. Seinna um morguninn þegar við lögðum af stað suður í Lauga- fell var ennþá snjókoma og voru nú lorantækin enn notuð. Frá Laugafelli héldum við upp úr hádegi í bjartara veðri vestur með Hofsjökli í slóð Mývetn- inga. Þeir komu í Laugafell kvöldið áður og höfðu þá ekið eftir áttavita alllengi. Fundu þeir eina af merktu hæðunum á Sprengisandi og auðveldaði það þeim ferðina. Ferð allra hópanna vestur á Kjöl og suður í Kerlingafjöll gekk vel. Sumir komu við á Hveravöllum til að taka bensín en aðrir ekki. Á Hveravöllum náðum við Mývetningum og urð- um þeim samferða í Kerlinga- fjöll, en þangað komum við um klukkan 6 síðdegis. Þá var þar kominn allstór hópur vélsleða- manna sem stækkaði sífellt þegar leið á kvöldið. Sunnlendingarnir sem flestir lögðu upp af Lyngdalsheiði um hádegið lentu margir í erfiðleik- um sökum krapaelgs. Alls munu hafa gist í Kerl- ingafjöllum yfir 150 manns, auk þeirra sem á Hveravöllum gistu. Var hver koja skipuð og rúmlega það. Aðstaðan í húsum Skíða- skólans er mjög góð og var okkur vel tekið af húsráðendum. Á laugardaginn var veðrið á hálendinu eins og best verður á kosið, skaf-heiðríkt og frost. Menn tóku daginn snemma og notuðu fyrripartinn til skoðunar- ferða um Kerlingafjöll, Hofsjök- ul og fóru í laugina á Hveravöll- um. Eftir hádegi var svo aðal- fundur L.Í.V. sem þrátt fyrir frábært veður var haldinn innan- dyra (fjöllin voru of freistandi fyrir þá sem úti voru). Á fundin- um flutti fráfarandi stjórn skýrslu sína. Ný stjórn var kosin, eins og félagslög mæla fyrir um og kom það nú í hlut sunnanmanna að taka um stjórnvölinn. For- maður var kosinn Sigurjón Pét- ursson Hafnarfirði, ritari Krist- inn Pálsson Selfossi, gjaldkeri Gylfi Sigurjónsson Reykjavík og Eggert Sveinbjörnsson Reykja- vík meðstjórnandi. Á fundinum voru rædd ýmis mál, og meðal Vilhelm Ágústsson fyrrverandi formaður þungt hugsi með einhvers konar verðlaunagrip í höndunum. Tilþrif til sýnis í brekkunni. annars var mikið deilt á þá fáu vélsleðamenn sem komið hafa óorði á alla vélsleðamenn með víndrykkju á fjöllum og slæmri umgengni. Eftir aðalfundinn brugðu menn sér aftur á sleðana og skoð- uðu nágrennið. Einnig var efnt til óformlegrar spyrnukeppni. Löng biðröð myndaðist við bensín- tankinn sem þarna er og kláraðist úr honum á skammri stundu alls um 6 þúsund lítrar. Allir fengu þó nóg til heimferðar. Um kvöldið var kvöldvaka og var þar mikið sungið og hlegið eins og venja er hjá sleðamönn- um. Komu þar fram ýmsir hæfi- leikamenn úr öllum landshorn- um. Menn risu árla úr rekkju á sunnudaginn, þeir fyrstu kl. 5, því allir ætluðu að halda heim þennan dag og margir áttu langa leið fyrir höndum. Fyrstir af stað voru Austfirðingar ásamt Mý- vetningum. Þeir sáust hverfa austur með Hofsjökli um 7 leyt- ið. Veður var mjög bjart, glamp- andi sól og kyrrt. Færið var allgott, þó í harðara lægi væri, og bleytur voru engar. Skilaði mönnum því vel áleiðis. Akur- eyringar og Eyfirðingar lögðu af stað um klukkan 8 og héldu einnig austur með sunnanverðum Hofsjökli og síðan norður í Laugafell. Þaðan var haldið í austurátt og síðan norður austan við Eyjafjarðardal og stefnan tekin á Garðsárdalsbotn. Áður en þangað kom skall á mokhríð svo ekki sást út úr augum. Var þá enn gripið til lorantækjanna til að finna dalbotninn. Tveir úr hópnum höfðu farið Garðsárdal að vestanverðu á leið á mótið og töldu þá leið vel færa. Reyndist hún fær, en allerfið þar sem snjó hafði tekið mikið upp á síðustu dögum. Líktust sumir sleðarnir fremur jarðvinnslutækj- um en vélsleðum þegar kom nið- ur á Eyjafjarðarbraut við Öng- ulsstaði um kl. 4 á sunnudag. Austfirðingar og Mývetningar skildu austan við Hofsjökul þeg- ar þeir fyrrnefndu tóku strikið í austurátt yfir Þjórsá og stefndu norðan við Tungnafellsjökul. Um kvöldið náðu þeir í Snæfells- skála, eftir að hafa ekið síðasta spölinn í hríðarmuggu, með hjálp lorantækja. Stuttu eftir komu þeirra þangað tók að hvessa svo ekki sást út úr augum. Þennan dag lögðu þeir að baki hátt í 250 km og er það vel af sér vikið á vélsleðum. Á mánudagsmorgun var veðrið mun skárra þó ekki væri skyggnið gott. Egilsstaða- menn héldu norður að Grenis- öldu á Fljótsdalsheiði en Breið- dælingar héldu yfir Eyjabakka, sunnan Hornbrynju og niður á Breiðdalsheiði. Mývetningar lentu einnig í snjókomu síðasta spölinn en þeir komu til byggða við Halldórs- staði í Bárðardal seinnipart sunnudags. Tómas Búi Böövarsson: Ferð vélsleða- manna i Kerlingafjöll Þarna var hinn myndarlegasti floti vélsleða eins og sjá Fjórir hressir ferðalangar. má.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.