Dagur - 06.05.1986, Síða 7

Dagur - 06.05.1986, Síða 7
6-DAGUR-6. maí 1986 6. maí 1986 - DAGUR - 7 Þeir eru eflaust fáir foreldrarn- ir sem ekki hafa leitt hugann að þeirri hættu sem börnum þeirra stafar af ávana- og fíkni- efnum. Eiturlyf ýmiss konar bókstaflega flæddu yfir hinn vestræna heim á sjöunda ára- tugnum. Lengi vel voru Islend- ingar lausir við þau vandamál sem neyslu eiturlyfja fylgdi, bæði vegna fámennis og ein- angrunar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Við Islendingar höfum nú fengið að kynnast þeiin vágesti sem fíkniefnin eru. Einkum og sér í lagi hefur neyslan verið bundin við höfuðborgarsvæðið, en það er þó engin ástæða fyrir fólk úti á landsbyggöinni að telja að þetta vandamá! geti ekki skot- ið upp kollinum víðar en á suð- vesturhorninu. Lionshreyfingin hefur nú farið af stað með átakið vímulaus æska og síðastliðið þriðjudagskvöld stóð hreyfingin fyrir almennum fundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri þar sem erindi fluttu nokkrir aðil- ar sem hafa með þessi mál að gera. Arthur K. Farestveit er for- maður Vímuefnavarnarnefndar. Sagði hann að Lionshreyfingin í Bandaríkjunum hefði árið 1982 ákveðið að hefja baráttu á móti vímuefnum í heiminum. Ástæð- an var hrikalegt ástand í þessum efnuin í landinu. Á fjölum- dæmisþingi Lionsmanna sem haldið var á Egilsstöðum árið 1984 var ákveðið að hreyfingin hæfi svipaða baráttu hér á landi og hafin var í Bandaríkjunum. í gangi er 5 ára alþjóðleg áætlun til að berjast gegn misnotkun fíkni- efna. Arthur sagðist oft hafa ver- ið spurður að því hvort Lions- hreyfingin væri að verða bindind- ishreyfing sem ætli sér að þurrka upp Island. „Nei, hreyfingin hefur sett sér það markmið að vinna að forvörnum. Við ætlum að berjast á móti misnotkun á ólöglegum efnum sem flæða yfir landið," sagði Arthur. Arthur sagði að eiturlyfja- markaðurinn í Kaupmannahöfn velti 10,6 milljónum danskra króna á sólarhring. „Þegar taiað er um eiturlyfjaneyslu er ekki spurt um stétt né stað og það er ekki spurt um hversu mikið sé af eiturlyfjum á Akureyri í dag, heldur hvenær þau komi og að við verðum undirbúin þegar þau koma,“ sagði Arthur í lok erindis síns. Erfitt fyrir unglinga að nálgast vímuefni Næst talaði Arnfríður Kjartans- dóttir, en hún hefur starfað mikið með unglingum á Akureyri. Arn- fríður er Akureyringur en sagðist hafa búið í Reykjavík í 5 ár og taldi sig því hafa góðan saman- burð á hvernig ástandið er varð- andi ólögleg vímuefni á þessum stöðum. Sagðist Arnfríður geta fullyrt að lítið sem ekkert væri af ólöglegum vímuefnum í umferð meðal unglinga á Akureyri. Sagði hún að árin 1982-’83 hefði eitthvað verið um að unglingar sniffuðu. „Ég varð miklu meira vör við þessa neyslu fyrir sunnan, t.d. á tónleikum". Arnfríður sagðist hafa spurt nokkra unglinga á aldrinum 13- 15 ára og einnig nokkra nemend- ur VMA og MA hvort þeir treystu sér til að útvega hass á nokkrum dögum. Svarið hefði - Frá fundi Lionshreyfingarinnar í Alþýðuhúsinu á Akureyri - Efnin verða sterkari og fólk fljótara að ánetjast þeim undantekningalaust verið nei. „Svo virðist vera að unglingar hugsi lítið um fíkniefni, en hins vegar segja þessir krakkar mér ævinlega frá því ef þau hafa neytt áfengis og því hef ég enga ástæðu til að nalda að þau séu að leyna mig einhverju. Ég er samt ekki að segja að hér sé ekki um neina neyslu vímuefna að ræða, en það er erfitt fyrir unglinga að nálgast þessi efni því dreifimiðstöðin er í Reykjavík." Arnfríður sagði að hins vegar væri mikið um áfengis- neyslu unglinga og það væri mjög alvarlegt mál. Unglingar allt nið- ur í 12-13 ára væru með heilu flöskurnar. "Við megum ekki sofna á verðinum, það er aldrei að vita hvenær þessu getur skotið upp hér sem vandamáli," sagði Arnfríður. Næstur á mælendaskrá var Arnar Jensson yfirmaður fíkni- efnadtildar lögreglunnar í Reykjavík. Arnar sagði að sér- stök deild væri innan lögreglunn- ar í Reykjavík sem sinnti fíkni- efnamálum og ætti hún í raun að sjá um allt landið. Einnig er sér- stakur dómstóll, fíkniefnadóm- stóll, sem dæmir í fíkniefnamál- um. Árið 1970 kom í ljós að sinna þurfti þessum málum sér- staklega vegna þess að kannabis- efnaneysla var orðin nokkuð algeng. Stígandi neysla vímuefna. Arnar talaði um þau efni sem algengust eru á íslandi og byrjaði á að nefna kannabisefnin, sem eru mariuana, hass og hassolía. Þessi efni eru reykt og áhrifin eru sljó- leiki, sinnuleysi, leti og brengluð skynjun. Afleiðingar mikillar neyslu þessara efna eru minnk- andi námsgeta, nýminni bregst og við reglulega notkun safnast THC fyrir í líkamanum og við- heldur einkennunum. Þá talaði Arnar um örvandi efni, sem eru amfetamín, kókaín og LSD. Amfetamín er tekið í nefið eða sprautað í æð. Áhrifin eru örvandi, fólk getur vakað lengi í einu, missir matarlyst, verður kvíðið og órótt. Afleið- ingarnar eru rangskynjanir, rang- hugmyndir, ofsóknaræði og geð- veiki. Amfetamínneysla hefur aukist mikið á síðustu 2-3 árum og aldur neytendanna hefur færst niður á við. Kókaín er tekið í nefið, reykt eða sprautað. Áhrif- in eru örvandi, neytandinn fær ranghugmyndir. Svipar til áhrifa amfetamíns, en verkar hraðar og skemur. Svo virðist vera sem fíkn verði meiri í kókaín en amfeta- mín. Kókaínneysla hefur verið bundin við fólk ofarlega í þjóð- félagsstiganum, vegna þess hversu dýrt það er. LSD er étið. Efnið kemur hingað í margs konar formi, en yfirleitt í uppleystum vökva. Ofan í vökvann er látið blað með litlum myndum og afmarkar hver mynd hvern skammt. Síðan er efnið þurrkað og fólk klippir út eina mynd og étur. Neysla efnis- ins veldur ofskynjunum og verð- ur fólk oft varanlega truflað af neyslu LSD. Arnar talaði um að stígandi væri í neyslu vímuefna og sýndi fundarmönnum tölur því til sönnunar. Lögreglan gerði upp- tæk 929 grömm af hassi árið 1979, en árið 1985 voru það tæp 9 kíló. Árið 1979 tók lögreglan ekkert amfetamúi, en 1985 970 grömm. Árið 1979 fann lögreglan 4 stykki af LSD, en árið 1985 fann hún 2223 stykki. Erum háðir upp- lýsingum frá almenningi „Okkar starf er að ná þeim sem standa fyrir innflutningi og dreif- ingu og fyrirbyggja þannig neyslu. Við erum mjög háðir upplýsingum frá fólki, sem veit hvað er að gerast á fíkniefna- markaðnum. Öðruvísi næðum við ekki árangri. Síðastliðið haust fengum við mjög kærkominn dóm frá hæstarétti þar sem segir að við þurfum ekki að nafngreina þá sem gefa okkur upplýsingar." Arnar sagði að það sem fengi menn til að stunda þessi viðskipti væri hagnaðarvonin. En miklir peningar eru í gangi í fíkni- Frá fundinum í Alþýðuhúsinu. efnaheiminum og nefndi Arnar sem dæmi að ef þau 9 kíló af hassi sem náðust á síðasta ári hefðu farið í neyslu hefði það kostað 10-15 milljónir fyrir neyt- endurna. Um er að ræða skipu- Iega starfsemi, það eru ákveðnir menn sem stunda þennan inn- flutning sem atvinnu. Þeir hugsa eins og atvinnumenn og ryðja hverjum öðrum úr vegi með því að kjafta frá. Fíkniefnin eru markaðssett eins og hver önnur vara. „En meginpunkturinn er sá, að ef efnin ekki seljast þá hættu menn að flytja þau inn. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá foreldr- um, ekki lögreglu, meðferðar- stofnunum eða ríkisstjórninni eins og margir vilja halda fram." sagði Arnar að lokum. Ýmis lyf sem læknar ávísa hafa verið misnotuð Ólafur Oddsson héraðslæknir í Akureyrarlæknishéraði var einn frummælenda á fundinum um vímulausa æsku. Hann sagði að vímuefni verkuðu þannig á mið- taugakerfið að þau vektu ánægju- kennd, án þess þó að ytra umhverfi gæfi tilefni til þess. Ólafur flokkaði vímuefni niður í 4 flokka. í þeim fyrsta var alko- höl, sem er útbreiddasti vímu- gjafinn í okkar menningu og langflest vandamál eru samfara. í næsta flokki voru sniffefni. En það eru lífræn leysiefni, s.s. þynnir og kveikjaragas, sem einkum börn og unglingar nota til að komast í vímu. Þessi víma varir stutt og fylgifiskar hennar eru svimi, ógleði og höfuðverkur. í þriðja flokknum voru ávanalyf og í þeim fjórða ólögleg vím- uefni. „Ýmis lyf sem læknar ávísa hafa verið misnotuð til að kom- ast í vímu. í því sambandi get ég nefnt kvíðalyfið Valium, en það slær mjög vel á kvíða og einnig lagar það krainpa. Þetta lyf og ýmis önnur hafa verið misnotuð, en það rýrir ekkert gildi þessara lyfja. Það gætir oft mikillar tor- tryggni í garð okkar lækna og gerir okkur erfitt fyrir þegar við gefum þessi lyf, það er eins og verið sé að byrla fólkinu eitur," sagði Ólafur. Þessu næst talaði Ólafur um ólöglegu vímuefnin og áhrif þeirra. Hann byrjaði að tala um hassið, sem er skynvilluefni og sagði Ólafur það afar varasamt. Skynjunin truflast og langvarandi notkun þess leiðir til svo kallaðr- ar hassgeðveiki. Um það vitna dæmi frá Indlandi og sagði Ólaf- ur einnig til dæmi um slíkt hér á íslandi. „Þetta er ákaflega dýr fötlun fyrir samfélagið. Fólk sem haldið er slíkri veiki þarf á lang- varandi þjónustu heilbrigðis- kerfisins að halda." Afbrot, slys Qg sjálfsmorð, afleiðingar eiturlyfjaneyslu Ólögleg vímuefni sem slæva miðtaugakerfið og unnin eru úr valmúa eru ópíum, morfín og heróín. Sagði Ólafur íslenska misnotendur þessara vímuefna á bilinu 10-20 og væru flestir þeirra í Kaupmannahöfn vegna þess að hér á landi væri þessi lyf ekki að fá. Afleiðingar neyslu þessara lyfja er mikil andleg og líkamleg fíkn og fráhvarfseinkenni eru mjög mikil. Þessum lyfjum er sprautað í æðar og afleiðingar þess eru æðarbólgur, enda er hreinlætis yfirleitt ekki gætt. Efn- in eru mjög dýr, en fíknin er mikil. Misnotendur leiðast því oft út í afbrot til að fjármagna kaupin. Aðrar afleiðingar eru slys og sjálfsmorð. Kókaín og amfetamín eru örv- andi vímuefni. Fyrir 12-13 árum urðu miklar umræður um það hvort læknar ættu að gefa út lyf- seðla á amfetamín og var ákveðið að herða reglur þar að lútandi. Nokkur hópur manna hafði þá ánetjast lyfinu og sagði landlækn- ir í framhaldi af þessu að ekki mætti ganga of harkalega að þessum hópi. Var því öllum hópnum áfram gefið lyfið og er það töluverður hópur manna sem fær amfetamín íöglega hér á landi. Ef farið hefði verið út í of harðar aðgerðir og læknum ekki leyft að gefa það er talið að aðrir salar hefðu tekið við. Enda er það komið á daginn, að tölu- verðu magni af amfetamíni er smyglað inn í landið. Kókaín lyf þessa áratugar „Kókaín er lyf þessa áratugar," sagði Ólafur, „það þykir fínt og er ákaflega dýrt. Þess hefur eink- um verið neytt af frægu fólki, leikurum og íþróttamönnuin. Því hefur verið haldið fram að það auðgi kynlífið, en staðreyndin er sú að það veldur getuleysi hjá karlmönnum. Sumir vilja halda því fram að kókaín sé ekki vana- bindandi, en tilraunir á öpum hafa sýnt að svo er. Hingað til hefur kókaín verið alveg hreint og þess vegna svo dýrt. En menn vilja stækka markaðinn og fá fleiri viðskiptavini og því hefur nú verið leitað fleiri leiða til að selja kókaínið, m.a. er það blandað öðrum efnum og steypt í sígarettur og er þannig mun ódýrara. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þannig er efnið mikið hættulegra. Þetta er því skelfileg þróun." Foreldrar geta myndað sterkt afl Síðastur talaði Bogi Arnar Finn- bogason formaður undirbúnings- nefndar að stofnun landssamtaka foreldra fyrir vímulausa æsku. Bogi ásamt þremur öðrum fór á ráðstefnu í Washington til að kynna sér þessi mál. I Bandaríkj- unum er þetta orðið svo mikið vandamál að foreldrar hafa tekið höndum saman til að berjast gegn vímuefnunum með oddi og eggi. Fyrirhugað er að stofna landssamtök foreldra fyrir vímu- lausa æsku hér á landi og verður það gert í beinni útsendingu úr sjónvarpssal þann 7. maí kl. 22.00. í sjónvarpssal verður kynning á markmiðum samtak- anna og leiðum til að losa æskuna undan vímuefnavandanum. Hægt verður að hringja í síma 82399 og gerast stofnfélagi á meðan á útsendingu stendur, en 20 línur verða í gangi og sagði Bogi að því fleiri nöfn því öflugri samtök. „Áhugamenn taka sífellt virk- ari þátt í þessu starfi, bæði hvað varðar forvarnarstarf og meðferð og má þar nefna SÁÁ og Krísu- víkursamtökin sem dæmi. Ef for- eldrar í landinu vilja vinna að þessu saman geta þeir myndað gífurlega sterkt afl, ástandið mun versna næstu árin. Brennivínið hefur verið vandamál lengi, en efnin verða sífellt sterkari og fólk fljótara að ánetjast þeim," sagði Bogi. „Við væntum mikils árangurs og helst hugarfarsbreytinga hjá íslensku þjóðinni á þann hátt að ekki þyki fínt að vera í vímu og allra síst á æskuárunum." Unnið að þessum málum á markvissari hátt Að framsöguerindum loknum voru leyfðar fyrirspurnir. Sigurð- ur Jósepsson á Torfufelli í Éyja- firði spurði Ólaf Oddsson hvort deyfilyfjaneysla vegna veikinda gæti leitt til ávana. Ólafur sagði svo ekki vera. „Það er að segja ef skammturinn miðast við að losa sjúkling undan sársauka, en ær ekki gefinn til að komast í vímu. Þá er engin hætta þessu sam- fara.“ Sigurður lagði einnig fyrir- spurn til Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglumanns á Akureyri, en hann var staddur á fundinum. Sigurður spurði Dan- íel hvort lögreglan hér hefði fundið mikið af vímuefnum á þessu svæði. Sagði Daníel að það hefði verið fyrir um það bil 10 árum sem fíkniefnamál hefði fyrst komið upp í bænum. En frá árinu 1983 hefði verið farið að vinna að þessum málum á mark- vissari hátt. „Það hafa nokkur mál komið upp hér, en flest eru þau smá,“ sagði Daníel, „samt sem áður eru þessi mál til staðar hér á Akureyri. í seinni tíð er það einkum hass sem lögreglan hér hefur lagt hald á, en einnig aðeins af amfetamíni. Ég býst við að sama þróun verði hér og ann- ars staðar. Þetta er erfiður mála- flokkur að fást við fyrir fámennt lögreglulið og árangur okkar byggist á því að almenningur styðji við bakið á okkur og gefi okkur ábendingar," sagði Dan- íel. Ólafur Jensson lagði í fram- haldi af þessu fyrirspurn til Dan- íels og spurði hvernig gengið hefði að fá upplýsingar hjá almenningi og einnig spurði Ólaf- ur um hvernig ástandið væri á skemmtistöðum í bænum í þess- um efnum. Vímuefna neytt í lokuðum hópum Daníel sagði að það hefði gengið ágætlega að fá upplýsingar frá almenningi. „Flest þau mál sem við höfum upplýst eru þannig til komin að við höfum fengið upp- lýsingar frá almenningi um að til- teknir menn eigi von á sending- um að sunnan. Nokkur mál hafa upplýstst þannig að menn hafa verið fluttir í fangahúsið vegna óspekta og láta og þá fundist á þeim lítið magn af hassi. Slíkir fundir hafa jafnvel leitt af sér að dreifingaraðilar í Reykjavík hafa verið teknir.“ Hvað ástandið á skemmtistöð- um bæjarins varðar, sagði Daníel að þar væri ekki vandamál á ferð- inni. „Vímuefna er neytt í lokuð- um hópi, þau fara ekki í dreif- ingu á skemmtistöðunum." Sagði Daníel að það væri sér í lagi einn skemmtistaður sem orðaður hefði verið við fíkniefnaneyslu og hefðu lögreglumenn margoft far- ið þangað, en aldrei orðið varir við neitt. TEXTI: HJS og mþþ Mynd: KGA Áskell Einarsson: Ein þjóð í eigin landi - Erindi flutt á ráðstefnu samtakanna Lífs og lands Þeir, sem numu þetta land komu að því óbyggðu. Með fullum rétti má því segja að þjóðin hafi feng- ið land sitt sem eins konar guðs- gjöf. Landið var því frá engum tekið. Allt frá upphafi íslands- byggðar hafa íslendingar mótast sem ein þjóð, án beinna landa- mæra við önnur lönd. Þetta hefur gert íslenska þjóðmenningu sér- stæðari en ella og átt stóran þátt í að vcrnda hana. Með bók- menntaarfleifð, á heimsmæli- kvarða, sem er í senn sameigin- leg arfleifð hinna norrænu þjóða, gerði þjóðin sig gjaldgenga með- al stærri þjóða. Þessum menning- ararfi eigum við öðru fremur að þakka að okkur var treyst til sjálfstæðis. Þjóð, sem ekki var fjölmennari en stærri útborgir eða þjóðernisminnihluti stór- borga, ætlaði sér það kraftaverk að standa á eigin fótum sem sjálf- stæð þjóð. Reynslan sýnir að þetta hefur tekist. Þjóðin er enn ein í stóru strjálbýlu landi og herra þess lands, sem hún nam í öndverðu. Þetta er staðreynd sem íslensk þjóðarvitund byggist á og sönnun þjóðarinnar fyrir til- verurétti sínum. Hér er til staðar öflugt nútíma- þjóðfélag í örri þróun, sem stefn- ir til þeirrar atvinnuskiptingar sem tíðkast meðal þjóða, þar sem framleiðni og tækniframfarir eru mestar. Hér á íslandi hefur myndast þéttbýliskeðja á höfuð- borgarsvæðinu, sem vaxið hefur hröðum skrefum á kostnað ann- ars þéttbýlis í landinu. Jafnframt hefur hin dreifða byggð grisjast í jöfnum og þéttum skrefum. Uppbygging þéttbýlis er meg- inforsenda þess, að þjóðin náði fram til raunverulegs sjálfstæðis og nútíma þjóðfélagshátta. Öflug höfuðborg er sjálfstæðistákn hverrar þjóðar. Með undraverð- um hraða hefur þjóðin tileinkað sér hvert sviðið af öðru til að telj- ast í hópi fremri þjóðfélaga á nútíma vísu. Fyrir öllu eru takmörk, bæði er varðar eðlilega stærð höfuðborgarsvæðisins, svo og getu þjóðarinnar að standa undir þjóðfélagsgerð á borð við háþróaðar ríkar þjóðir. Það er mál manna að þessi þjóð hafi nú um árabil lifað um efni fram. Á áratugnum 1970-1980 átti sér stað einhliða atvinnuupp- bygging í sjávarútvegi og fisk- vinnslu víða um land. Landbún- aðarframleiðslan óx umfram eðli- legar markaðsaðstæður. Gert var átak til að efla útflutningsiðnað. Tilraunir til stóreflingar erlendr- ar stóriðju báru ekki árangur sem erfiði. Byggðastefna þessa ára- tugar var framleiðslustefna, sem aðhæfðist landkostum þjóðarinn- ar og byggðahagsmunum dreift um landið. Á þessum áratug stóð íbúahlutfall höfuðborgarsvæðis- ins í stað. Það tókst að ná búsetu- jafnvægi, þótt um stuttan tíma væri. Byggðastefna þessa áratug- ar átti sinn stóra þátt í þeim mikla hagvexti, sem einkenndi áratuginn. Mistökin í mótun byggðastefnu þessara ára lágu í tvennu. í blindri trú á aukinn afla og vanrækslu á að tryggja lands- byggðinni margfeldisáhrif af upp- gangi framleiðsluatvinnuveg- anna. ísland er á jaðri hins byggilega heims. Lækki hitastig í sjónum eða straumar breytist, eru fiski- stofnar okkar í hættu. Falli sumarhiti er heyfengur í hættu. Hvoru tveggja höfum við fengið að kynnast á síðari árum. Á ráð- stefnu um sjávarútveg 1975 var spáð að þorskaflinn gæti orðið 700-800 þús. tonn. Reynsla síðari ára sannar að engar vonir eru um stóraukinn afla, cn aftur á móti vitum við nú að heilu árgangarnir hafa misfarist í klaki af náttúrleg- um ástæðum. Hverjir skyldu liafa trúað því þegar við stækkuðum landhelgina, að fljótlega þyrfti að skammta fiskinn í sjónum á milli veiðiskipanna. Skyldu þeir sem hvöttu bændur til að rækta sem mest hafa trúað því að nú er skipulega unnið að því aö fækka í bændastétt, með því að kaupa bændur frá búskap. Má vera að við séum að færast niður á nýlendustigið varðandi fiskiðnað- inn? Þessi hætta er yfirvofandi alls staðar, þar sem skarast eigna-: hagsmunir veiða og vinnslu eða þar sem ekki gætir félagslegra vfirráða í sjávarútveginum. Á meðan þjóðarhagsmunir byggjast á byggð um landið, verður landsbyggðarstefna óhjá- kvæmilega undirstaða þróaðs samfélags. Um þetta verður að takast þjóðarsátt á milii höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar, ella skiptist þjóðin áfram í tvær fylkingar. Síðan um aldamót hefur þjóð- inni fjölgað um 163 þús. íbúa. Á sama tíma hefur íbúum höfuð- borgarsvæðisins fjölgað um 132 þús. Þetta svarar til 81% af þjóðarfjölguninni. fbúum þétt- býlisstaða hefur fjölgað um 194 þús. sem aukning fram yfir þjóð- araukningu um 31 þús. íbúa. Þetta sýnir búsetuþróun þjóðar- innar frá dreifbýli til þéttbýlis. Nú eru tæplega 90% þjóðar- innar í þéttbýli. Hlutur höfuð- borgarsvæðisins í þéttbýlismynd- un er 61% af íbúum þéttbýlis, með 50 íbúa eða fleiri. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa verið yfir helmingur þjóðarinnar síðan 1960 og er nú 54,8% allra íbúa landsins. Hlutfall höfuðborgar- svæðisins í þéttbýlismyndun varð mest 1970 62%, en lækkaði 1980 í tæplega 60%, en er nú 1985 61,4% og sækir því í sama farið eins og var 1970. Hlutur höfuð- borgarsvæðisins í heildaríbúa- fjöldanum hefur aldrei verið hærri en nú 1985. Hann var nokkurn veginn í jafnvægi 1970- 1980 eða um 53%. Með þeim hraða, sem nú er í byggðaröskun, síðustu árin, má reikna með að á höfuðborgarsvæðinu verði um 65% alls þéttbýlis í landinu í lok áratugarins. Það er ljóst af þróun síðustu ára að þéttbýli lands- byggðarinnar er að fara halloka. Sá ávinningur sem vannst 1970- 1980, þegar landsbyggðin bætti stöðu sína um 2% í þéttbýlis- myndun er allur farinn. Ef varpað er ljósi á þróunina síðan á stríðsárunum, sést að skil hafa verið að myndast á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Sé grannt skoðað eru þetta skil á milli þjónustu- kjarnans á höfuðborgarsvæðinu og frumvinnslu- og úrvinnslu- svæðanna á landsbyggðinni. Byggðastefna síðasta áratugar sýnir að uppgangur undirstöðuat- vinnugreinanna er haldbesta ráð- ið til að efla landsbyggðina. Margfeldisáhrifin haffa að mestu verið á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin stækkun ríkisgeirans, sem hefur átt stóran þátt, vegna staðsetningar sinnar, að skekkja efnahagsgrundvöllinn. Erlendir fjárstraumar hafa að mestu lent inn á suðvesturhornið. Á níunda áratugnum hefur verið beitt er- lendum lántökum til að halda neyslustiginu uppi. Útflutnings- atvinnuvegirnir hafa orðið að sætta sig við verðlagningu erlends gjaldeyris, sem ekki tekur mið af þörfum þeirra. Ollum er ljóst að við svo búið getur ekki staðið til lengdar. Það ætti einnig að vera öllum Ijóst að þjóðin getur ekki byggt upp einn þéttbýliskjarna fyrir landið, ef ekki fara saman undirstöðuhagsmunir í þjóðar- búskapnum. Þjóðinni er að verða Ijóst hvert hún sækir lífskjörin. Reynsla síð- ari ára sýnir, að umframeyðsla neyslusamfélagsins geti stefnt fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar í hættu. Nú er verið að vinna sig út úr vandanum. Samtímis því og reynt er að styrkja lífskjörin eru hagsmunir framleiðsluat- vinnuveganna látnir sitja eftir í von um betri tíð. Þjóðin verður að treysta á sjávarútveginn og útflutningsiðnaðinn sem undir- stöðu lífskjara, svo að þeir eigi í fullu tré við þjónustubáknið. Búsetuþróun áranna 1980-1985 er um margt athyglisverð. Árin 1980-1983 skiptir landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið íbúaaukn- ingunni á milli sín. Höfuðborgar- svæðið eykur hlutdeild sína úr 68% í 79%, en hlutur lands- byggðar lækkar á sama tíma úr 32% í 21%. Milli 1983 og 1984 gerast skilin. Höfuðborgarsvæðið nær allri aukingunni og 20 íbúum frá landsbyggðinni. Milli 1984 og 1985 lendir öll íbúaaukningin á höfuðborgarsvæðinu, auk þess 290 íbúar frá landsbyggðinni. íbúahlutfall höfuðborgarsvæðis- ins hækkar milli 1984 og 1985 um 0,46 prósentustig. Haldi þessi þróun áfram ættu íbúar höfuð-( borgarsvæðisins að vera 61,7% íbúafjöldans árið 2000 og senni- lega 66% um 2020. Samkvæmt þessu miðað við mannaflaþróun, samkvæmt nýjustu mannfjöldaspá, verða íbúar höfuðborgarsvæðisins um 157-160 þús. um næstu aldamót, en íbúafjöldi landsbyggðar á bil- inu 90-101 þús. Þetta þýðir fækk- un á landsbyggðinni um 8-9 þús. manns. íbúahlutfall landsbyggð- ar myndi lækka úr 45% í 38%. Þessi mannfjöldaspá gerir ráð fyrir minnkandi frjósemislíkum og er í því efni miðað við reynslu annarra þjóða. Milli 1984 og 1985 hafa átt sér stað skil í búsetuþró- un þjóðarinnar. Nú virðist sem hinir fámennari árgangar séu að hafa áhrif á mannfjöldaþróunina. Ef vinnuaflsþróunin er skoðuð í Reykjavík kemur í ljós að 57,4% hafa framfæri af þjónustu- greinum árið 1965, en árið 1984 71,7%. Tilfærslan er mest á kostnað úrvinnslugreinanna, eða 92%. Nú fara saman íbúahlutfall höfuðborgarsvæðisins og at- . vinnuhlutfail þjónustugreinanna í landinu. Það er að það er ekki fyrr en eftir 1980, sem atvinnu- þátttaka þjónustustéttanna nær íbúahlutfalli höfuðborgarsvæðis- ins. Þetta er á sama árabili og þegar höfuðborgarsvæðið nær til sín allri þjóðaraukningunni og gott betur. Svo virðist að þarna séu vaxtarbroddar þjóðfélagsins. Sterkur þjónustukjarni ásamt beinni úrvinnslu, sem tengist þjónustustarfseminni. Annarri atvinnustarfsemi er haldið gang- andi vegna brýnnar þjóðarnauð- synjar og þá oftast með efnahags- legunt tilfærslum, undir yfirskyni byggðastefnu eða til að forðast stöðnun atvinnuveganna. Þetta þjóðfélag getur lent fljót- lega á ný í efnahagslegri sjálf- heldu ef og þegar núverandi upp- sveiflu í sjávarútvegi lýkur. Verður þá gripið til ráðanna upp úr 1980 aö fleyta sér á erlendum lántökum eða verður hernaðar- staða landsins nýtt og samið við verndara vora um náöarbrauð? Báðir þessir kostir standa nærri hugum margra manna, ef á reyn- ir. Við höfum reynslu annarra þjóða, til að varast í þeim efnum. Sú leið er ekki fær að spyrna við uppbyggingu þjónustusamfélags. Spurningin er um forgangsröð í þjóðfélaginu. Um sinn er það sjávarútvegurinn, sem er undir- staða lífskjara í þessu landi. Á meðan svo er verður að tryggja þeim atvinnuvegi þau skilyrði að þangað leiti fjármagnið. Megin- skekkjan í uppbyggingu þjóðfé- lagsins er hve við höfum vanrækt iðnaðaruppbyggingu í landinu og nýtingu orkulinda landsins. Bæði vegna pólitískrar handvammar og barnalegra sjónarmiða, hefur vitandi og óafvitandi verið klúðr- að öllum möguleikum til að fá inn í landið erlent áhættufjár- magn í atvinnuvegi landsins, t.d. stóriðju. Milli 1950 og 1970 gerðu íbúar höfuðborgarsvæðisins sér Ijóst að búseturöskun landsbyggðarinnar var þeim hættuleg atvinnulega og byggðalega séð. Nú er staðan öllu verri, ef svo horfir, sem raunin hefur verið síðustu árin. Framundan er að æ færri vinnu- færar hendur leiti út á vinnumark- aðinn. Það getur horft til byggða-í auðnar á útkjálkum og að land- búnaður þyrpist í nábýli við stærsta þéttbýlið. Sú spurning vaknar hvort þessari þjóð tekst að sitja land sitt. Vanræki hún undirstöðuatvinnuvegi þess verð- ur hún að opna landið fyrir útlendingum til að vinna ófínni verkefni í framleiðslustarfsem- inni. Þannig hafa aðrar þjóðir farið að og sitja uppi með erlenda minnihlutahópa í landi sínu. Vís- ir að tveim þjóðum í sama landi er íslendingum andstætt. Ef hin íslenska þjóð ætlar að eiga ein sitt land, verður nú að taka upp framleiðslustefnu, sem jafnframt er landkostastefna og byggðastefna, fyrir landið í heild. Þetta tekst ekki, ef áfram verður stuðlað að myndun borgarríkis stefnulaust, án tillits til hinna raunverulegu búsetuhagsmuna, sem þessi þjóð verður að sætta sig við. Það verður að hverfa frá þjón- ustukerfinu til landkosta- og byggðastefnu, sem er undirstaða sjálfstæðis og velgengni þessarar þjóðar, í bráð og lengd. Höfuð- iborgarsvæðið á mest undir því að þetta takist og að þjóðarsátt náist, í stað hyldýpis á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Nú eru sannarlega tímamót til að fylkja liði í þessu máli, þegar þjóðin er að komast út úr hafvill- um eftirstríðsáranna á kaldan sjó raunveruleikans, um'að duga ein og óstudd í landi sínu. Það þarf að endurmeta stöðnuð viðhorf. Breyta verður valdakerfi þjóðar- innar og beina kröftunum að atvinnulífinu. Það verður að dreifa valdinu bæði í stjórnarráð- inu, fjármálaheiminum og stofn- unum þjóðfélagsins út til byggð- anna í stað myndunar borgara- ;ríkis, sem þjóðinni er ofviða að standa undir og mun fyrr eða síð- ar leiða til byggðaeyðingar í þessu landi. Áskell Einarsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.