Dagur - 06.05.1986, Page 8

Dagur - 06.05.1986, Page 8
8-DAGUR-6. maí 1986 „Stundum finnst mér ástandið svo von- laust að mig langar að öskra“ - Rætt við Benedikte Thorsteinsson sem búsett er í Julianahaab á Grænlandi „Það sem okkur Grænlend- inga skortir mest er menntað fólk, fólk með tæknimenntun og fólk með háskólamenntun. Við erum sjálfum okkur ekki nóg í þeim efnum. Við eigum ennþá langt í land,“ sagði Benedikte Thorsteinsson, en hún er Grænlendingur búsett í Julianahaab. Benedikte er gift Guðmundi Þorsteinssyni og hafa þau búið á Islandi í 12 ár. Benedikte eða Bendo eins og hún er stundum kölluð talar góða íslensku, enda er töluð íslenska á heimilinu. Bene- dikte og Guðmundur eiga þrjú börn, Ingu Dóru 14 ára, Súsan Ýr 13 ára og Andreas Þorstein 3 ára og von er á fjórða barni þeirra hjóna í júní. Benedikte er fædd og uppalin á bóndabæ í Einarsfirði skammt frá Julianahaab. „Það var mjög gott að alast þarna upp. Kyrrðin var svo mikil. Einangrun? Nei, ég fann aldrei fyrir einangrun. Þó var um þriggja tíma sigling frá okkur og hingað inn í bæinn á þeim tíma. Nú tekur ekki nema um klukku- tíma að sigla inn í firði. Við kom- umst ekkert þegar veður var vont, nema þá til næstu bæja.“ Búið var sauðfjárbúi á heimili Benedikte og voru kindurnar um 1000. „Við höfðum einnig nokkr- ar kýr um tíma, en einhvern tíma kólnaði svo mikið í veðri að nokkrar kýr dóu úr kulda. Það var líka dýrt að kaupa fóður, þannig að við þurftum að velja á milii þess að hafa kýrnar eða fækka kindunum. Jarðir eru mjög stórar, en þeg- ar ég var að alast upp voru engin vinnutæki þannig að það var oft erfitt að heyja. Nú eru komin tæki á alla bæi.“ Nám í Danmörku Benedikte var í skóla í Juliana- haab, en 13 ára gömul var hún send til Danmerkur, „til að læra dönskuna betur. Allir þeir nemendur sem efnilegir þóttu voru sendir til Danmerkur. Ég dvaldi á Suður-Sjálandi og það voru mikil viðbrigði. Mér fannst veðrið mjög óviðkunnanlegt. Maður var alveg að frjósa á vet- urna, en á sumrin var kæfandi hiti. Við vorum nokkrir krakkar héðan frá Grænlandi sem fórum til Danmerkur og við vorum dreifð um allt land. Það átti að fyrirbyggja að við töluðum græn- lensku. Þegar ég kom aftur heim þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt miklu í grænlenskri málfræði, en hún er nokkuð erfið. Samt hafði ég fengið hæstu einkunn í mál- fræðinni í skólanum hér. Ég fór í gagnfræðaskóla í Nuuk, þar voru öll fögin kennd á dönsku.“ Að gagnfræðaskóla afloknum lá leiðin aftur til Danmerkur og Benedikte hóf menntaskólanám. Fyrir þá Grænlendinga sem halda vildu áfram námi var eini kostur- inn að halda til Danmerkur. Danska ríkið kostar alla menntun- ina og fá grænlenskir nemar vasa- peninga meðan á námi stendur. Benedikte lauk stúdentsprófi á þremur árum. „Eftir stúdentspróf fór ég heim í sumarfrí og var hér í mánuð. Ég var búin að skrá mig í læknis- fræði en þegar ég kom til Dan- merkur komst ég að því að ég myndi ekki fá námsstyrk. Ráðu- neytið ætlaði ekki að hugsa um mig meira. Ég hafði verið svo barnaleg að ég hélt að allt yrði áfram skipulagt, eins og það hafði áður verið. Á sama tíma veiktist ég og lá í rúminu í mánuð. Þannig að það fór allt í vaskinn. Draumurinn um læknis- fræðina varð ekki að veruleika. Ég sótti um námslán og á með- an ég beið eftir úthlutun vann ég fyrir mér. En þegar námslánin loksins komu var ég búin að missa áhugann." - Af hverju hætti danska ríkið allt í einu að styrkja þig? „Mér skilst að ástæðan hafi verið sú að pabbi þénaði of mikið. En það gleymdist að reikna með systkinum mínum. Auðvitað er leiðinlegt að hafa ekki getað stundað þetta nám. Hér á Grænlandi er mikill lækna- skortur, það eru fáir Grænlend- ingar sem lært hafa læknisfræði. Hér eru yfirleitt danskir læknar. Það tekur tíma fyrir þjóðfélag okkar að breytast í þá átt að sjálf- sagt þyki að læra. Þessi hugsunar- háttur er samt skiljanlegur, við þurfum að sækja allt nám til ann- arra landa, það er bæði dýrt og erfitt. Það er því ekki skrýtið að margir hætta námi, finna sig ekk' og flosna upp.“ Komin heim Benedikte kynntist Guðmundi úti í Kaupmannahöfn, „líklega á einhverri krá,“ og um áramótin 1970-71 fluttu þau til Reykjavík- ur. En þau voru ekki nema tvo mánuði í Reykjavík, þá lá leiðin til Nassaq í Grænlandi. Síðan er það ísland aftur, en á árunum 1973-4 bjuggu Benedikte og Guðmundur í Julianahaab. Frá árinu 1974 bjuggu þau í Reykja- vík og alveg til ársins 1984, að þau fóru enn á ný til Grænlands og hafa þau búið í Julianahaab í tvö ár. „Og nú er ég komin heim og vil helst ekki flytja burtu strax Félag kartöflubænda viö Eyjafjörð heldur almennan félagsfund nk. fimmtudag 8. maí kl. 9 e.h. aö Jakobshúsi, Svalbaröseyri. Fundarefni: Framtíðarskipulag á verslun með kartöflur á Eyja- fjarðarsvæðinu. Stjórnin. aftur. Við erum búin að fá lóð og erum að kaupa okkur eininga- hús frá íslandi, þannig að við verðum hér eitthvað áfram,“ sagði Benedikte. „Mér líkaði mjög vel að búa á Islandi. Það var að vísu erfitt að læra málið. Hrikalega erfitt! En samt kom það af sjálfu sér með tímanum. Ég hlustaði á fólkið og þá kom þetta allt saman.“ í Reykjavík vann Benedikte til að byrja með á kaffistofu Nor- ræna hússins og síðan á sauma- stofu í eitt ár. Þá fékk hún vinnu á skrifstofu Norræna félagsins og var þar í eitt og hálft ár, „en kaupið var svo lélegt að ég gat ekki unnið þar lengur.“ Bene- dikte fékk þá vinnu á skrifstofu söludeildar Álversins í Straums- vík og vann þar í tvö og hálft ár, .eða þar til ég eignaðist strákinn.“ Benedikte var um skeið við lögfræðinám í Háskóla íslands, „en ég vissi að það kæmi mér ekki að gagni hér heima á Græn- landi svo að áhuginn hefur ekki verið nógu mikill. Þetta gekk ekki nógu vel hjá mér þannig að ég hætti." Mikið af félagslegum vandamálum Benedikte er yfirmaður í hús- næðismáladeild Julianahaab. Flestar íbúðir og hús í bænum eru í eigu ríkisins eða bæjar- félagsins og hefur Benedikte það starf með höndum að hafa umsjón með þessum leiguíbúð- um, hún annast innheimtu, sér um að húsunum sé viðhaldið og hún sér um að deila út íbúðun- um. „Hugsunarhátturinn hér er allt annar en á íslandi. Sjálfsbjargar- viðleitnin er því miður svo lítil hérna. Það er ekki eins mikið lagt upp úr því að bjarga sér. Stund- um er svo lítill kraftur í fólkinu.“ Benedikte hristir höfuðið og er allt annað en ánægð hvernig komið er fyrir þjóð sinni. „Það er svo mikið af félagslegum vanda- málum hérna. Húsnæðisvanda- mál, drykkjuvandamál. Fólkið hefur svo lítið frumkvæði, það heldur að það geti ekki gert neitt sjálft.“ Við förum að tala um drykkju- vandamálið og Benedikte segir að það sé alltaf verið að halda ráðstefnur um málið, en aldrei gerist neitt. „Það er búið að benda á íslenskar aðferðir, en þeir sem ráða eiga sjálfir við drykkjuvandamál að stríða þann- ig að áhuginn fyrir því að gera eitthvað er takmarkaður. Ráða- menn myndu þá neyðast til að taka sjálfa sig f gegn, en líklega finnst þeim ástandið best eins og það er í dag. Ohh, stundum finnst mér ástandið svo vonlaust að mig langar mest að öskra! Það sem okkur skortir hérna er samstaða. Við höfum engan sem hvetur fólkið til að gera eitthvað, rétt eins og forsetinn hjá ykkur sem hvetur þjóðina til samstöðu og dáða. Það er margir sem vilja hafa ástandið eins og það er í dag, vilja engar breytingar. Græn- lendingar eru skiptir í afstöðu sinni til Danans, sumir vilja að þeir ráði ennþá, en aðrir ekki. Við fengum nýjan fána í fyrra og því miður er ekki einu sinni samstaða um hann. Sumir flagga ennþá danska fánanum." Grænlendingar hafa tekið yfir menningarmálin, atvinnu- og skólamál auk kirkjumála, en húsnæðis- og félagsmál eru enn í höndum Dana. Sagði Benedikte að talað hefði verið um að flytja þau mál yfir í hendur Grænlend- inga á næsta ári en endanleg ákvörðun ekki tekin. Enginn vill kaupa selskinnspelsa lengur „Það er náttúrlega erfitt að stjórna þessu risastóra landi, þar sem þjóðin er mjög dreifð. En þetta samfélag hefur lifað sóma- samlega af eigin vinnu og afurð- um og við verðum að gera okkur grein fyrir okkar hagsmunum. Ef við yrðum sjálfstætt ríki einn daginn þyrftum við að hafa ein- hverjar hugmyndir um hvernig við ætlum að leysa málin. Þessa Svo er einnig mjög óréttlátt, að þeir Danir sem hér starfa hafa hærra kaup en við, þeir hafa ódýrara og betra húsnæði og þeir fá fríar ferðir heim einu sinni á ári. Þetta er svo óréttlátt, maður á ekki til orð yfir þetta. Svo er talað um að Danir hendi svo og svo miklum peningum í okkur, það eru nefndar svimandi háar upphæðir í því sambandi. Um þessar mundir er verið að kanna hversu mikið af þessum peningum fer í danska vasann aftur. Ég vona að niðurstöður úr þessari athugun komi í ljós fljót- lega. Allar vörur sem hér eru seldar koma frá Danmörku, nema fisk- urinn. Og hvalurinn, sem við megum ekki lengur veiða. Hér í Julianahaab hafa verið veiddir um 20 hvalir árlega og það hefur verið mikil búbót fyrir okkur. Nú Benedikte Thorstcinsson. þjóð skortir margt, en þó fyrst og fremst menntun, tæknimenntun sem og háskólamenntun. Við erum sjálfum okkur ekki nóg í þeim efnum og eigum enn langt í land. En einhvers staðar má byrja. Málin verða að þróast, það verð- ur að gefa fólkinu tækifæri á að taka við ýmsum störfum sem áður hafa verið í höndum Dana. Við verðum að hvetja okkar fólk. Eins og ástandið er núna hafa Danir haft með höndum ýmis störf í stjórnsýslu og öðru og Grænlendingar halda að þeir geti ekki annast þessi störf. Það er búið að innprenta það í fólkið. er laxinn orðinn svo verðlítill að það borgar sig ekki fyrir okkur að veiða hann. í kjölfar aukinnar fiskiræktar er markaðurinn orð- inn mettaður. Þannig að við eig- um ekki um marga kosti að velja. Við verðum að snúa okkur að nýjum atvinnugreinum. Fyrir- hugað er að efla skinnaiðnaðinn, en þá kemur það upp að Evrópu- búar vilja ekki lengur kaupa sel- skinnspelsa. Greenpeace sam- tökin hafa séð fyrir því. Það er sárt ef við getum ekki fengið að stunda selveiðar áfram eins og við höfum gert í áraraðir, bara vegna einhverra karla úti í heimi.“ Mynd og texti: Margrét Þóra Þórsdóttir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.