Dagur


Dagur - 06.05.1986, Qupperneq 11

Dagur - 06.05.1986, Qupperneq 11
Sveit Valtýs sigraði Nýlega lauk Siglufjarðarmóti í sveitakeppni 1986 hjá Bridge- félagi Siglufjarðar. 11 sveitír tóku þátt í mótinu og var hart barist um efstu sætin. Lokaúrslit urðu þau, að sveit Valtýs Jónassonar sigraði með 235 stigum. í sveit Valtýs spila, auk hans Baldvin Valtýsson Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson. í 2. sæti varð sveit Þorsteins Jóhannssonar með 230 stig og 3ja sveit Boga Sigur- björnssonar með 207 stig. Tveggja kvölda hraðsveita- keppni var spiluð 14. og 21. apríl. í þessari keppni sigraði sveit Valtýs einnig með 960 stigum, í 2. sæti varð sveit Birgis Björns- sonar með 941 stig og í 3. sæti varð sveit Þorsteins Jóhannsson- ar með 896 stig. Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári verður 3ja kvölda tvímenningur, sem jafnframt er firmakeppni. Mjög öflug starfsemi hefur ver- ið hjá félaginu í vetur. Frúarskór Vorum að fá sendingu af hinum frábæru þýsku K4STNER ATH. Kástner skórnir fást í breiddum. SÍMI (96) 21400 Frambjóðendur framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri eru fúsir til að heimsækja vinnustaði og sitja fyrir svörum. Minni hópar eru velkomnir á skrifstofuna til fundar við fram- bjóðendur í Eiðsvallagötu 6. Mælum okkur mót sem fyrst í síma 21180. Framsóknarfélögin á Akureyri. 6. maí 1986- DAGUR - 11 Lausar stöður Við Sjónstöð íslands, Hamrahlíð 17, eru eftirtald- ar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða yfirlæknis í hálft starf. Sérfræðingsréttindi í augnlækningum er skilyrði. 2. Staða umferliskennara. Menntun á sviði þjálfunar í umferli (mobility) og athafna daglegs lífs (A.D.L.) er skilyrði. 3. Staða sjónþjálfa. Menntun sem synpedagog er skilyrði. 4. Staða sjónfræðings (optiker). Menntun og reynsla í starfi er skilyrði. 5. Staða augnsmiðs. Menntun og reynsla í starfi er skilyrði. Staða yfirlæknis veitist frá 1. júlí 1986, að fenginni umsögn Stöðunefndar. Aðrar stöður veitast frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 27. apríl 1986. Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar að ráða fram- kvæmdastjóra frá 1. júlí nk. Leitað er að manni sem er gæddur góðum sam- skiptahæfileikum og hefur háskólapróf á viðskipta- og/eða tæknisviði og minnst 3-4 ára reynslu úr atvinnulífinu. í boði er krefjandi starf, góð vinnuaðstaða og góð laun. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfestinga- og ráðgjafafyrirtæki i eigu 28 sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyjafjarðar. Starfsemi félagsins má skipta í 3 meginþætti: • Félagið veitir fyrirtækjum og einstaklingum sem áforma nýja framleiðslu aðstoð við að meta hugmyndir út frá tæknilegum og fjárhagslegum for- sendum. • Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hlutafjárframlagi og veit- ir ráðgjöf á uppbyggingartímanum. Félagið á nú hlut og tekur þátt í stjórnun fimm annarra hlutafélaga. • Félagið leitar markvisst að nýjum framleiðsluhugmyndum á eigin vegum og reynir síðan að fá fyrirtæki og einstaklinga til samstarfs um að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 12. maí nk. til lön- þróunarfélags Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfiö veitir Helgi Bergs, stjórnarformaður, í síma 96-21000 eöa Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri, í síma 96-26200. Akureyri '30. apríl 1986, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Garðari á Húsavík verður opin frá kl. 17 til 19, mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga sími 41225. Framsóknarfélag Húsavíkur. * FRAMSOKN TIL FRAMFARA Framsóknarfélögin á Akureyri Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri er 8. á lista framsóknar- manna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hann verður til við- tals á skrifstofunni Eiðsvallagötu 6, 7. maí kl. 17-18. Heitt verður á könnunni. Hittumst hress.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.