Dagur - 06.05.1986, Side 12

Dagur - 06.05.1986, Side 12
Reynið nýju Bautapítuna Akureyri: 7 rétt- inda- kennarar vilja koma - ef flutnings- og húsaleigu- styrkur verður greiddur Skólanefnd Akureyrar hefur farið þess á leit við bæjarstjórn að aðfluttum kennurum verði greiddur húsaleigustyrkur í 9 mánuði skólaárið 1986-1987 þannig að leiga á almennum markaði verði sambærileg við leigukjör á íbúðarhúsnæði í eigu Akureyrarbæjar. Enn- fremur að bæjarsjóður greiði kennurum með full starfsrétt- indi flutningsstyrk að upphæð ýmist 5 eða 10 þúsund krónur, eftir því hvort þeir flytja innan Norðurlands ellegar lengra að. Svo sem kunnugt er hefur reynst mjög erfitt að fá kennara með full réttindi til kennslu úti á landsbyggðinni og hafa bæjaryfir- völd og sveitarstjórnir víða á landinu þurft að bjóða ýmis hlunnindi til að laða kennara til viðkomandi byggðarlaga. í fyrra greiddi bæjarstjórn Akureyrar t.d. flutningsstyrk samsvarandi þeim sem skólanefnd fer nú fram á að verði greiddur. í vetur hefur hlutfall réttindalausra kennara í skólum á Norðurlandi verið óvenjulega hátt. Tilefni þess að skólanefnd tek- ur þetta mál upp nú er m.a. það að 7 kennarar sem útskrifast úr Kennaraháskóla íslands í vor hafa sótt um kennslu í Glerár- skóla næsta vetur, með þeim fyrirvara að gengið verði að ákveðnum skilyrðum. Að sögn Vilbergs Alexanders- sonar skólastjóra í Glerárskóla setja umsækjendurnir þrjú skil- yrði. Pau eru að fjöldi kennslu- stunda verði að ósk hvers og eins, að þeim verði séð fyrir húsnæði á sanngjörnu verði og að flutnings- kostnaður verði greiddur. „Það er mjög brýnt að rétt- indafólk fáist til kennslu á Akur- eyri og við vitum það af fenginni reynslu að til þess að svo megi verða þarf að koma til móts við kennarana. Bæjarstjórn þarf að bregðast vel við og taka ákvörð- un fljótlega, því umsækjendurnir bíða örugglega ekki fram í júlí eða ágúst eftir svari. Þarna bjóð- ast 7 réttindakennarar til að koma norður til kennslu og ég tel mjög nauðsynlegt fyrir skólann að gengið verði að skilyrðum þeirra,“ sagði Vilberg að lokum. BB. Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: „Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga, haldinn á Húsavík 3. maí 1986 felur stjórn félagsins að skipa fimm manna nefnd til að gera áætlun um nýskipan í versl- unarrekstri KÞ fyrir næsta aðal- fund. Jafnframt gæti hinn almenni félagsmaður komið hug- myndum sín.um á framfæri við nefndina“. Þá var samþykkt tillaga um að fela stjórn og sláturhússtjóra KÞ að kanna hvort hagkvæmt kynni að vera að slátra lömbum á tíma- bilinu desember-janúar. Kosnir voru þrír menn í félagsstjórn KÞ. Teitur Björnsson, Jónas Egilsson og Jóhann Hermannsson höfðu lokið kjörtímabili sínu og gáfu Teitur og Jóhann ekki kost á sér til endurkjörs. í þeirra stað voru kosin í stjórnina Egill Olgeirs- son Húsavík og Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir Innri-Ey í Reykjahreppi, þá var Jónas Egilsson endurkjörinn í stjórn- ina. Aðalbjörg er fyrsta konan sem kosin hefur verið í stjórn KÞ í 104 ára sögu félagsins. Þá var Helga Valborg Pétursdóttir kosin í varastjórn og er fyrsta konan sem kosin hefur verið í vara- stjórn félagsins. Á fundinum var úthlutað úr menningarsjóði félagsins. 90 þús- und krónum var úthlutað til Hér- aðssambands Þingeyinga vegna Landsmóts Ungmennafélags íslands sem haldið verður á Húsavík á næsta ári. IM - Húsavík Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn á Húsavík um helgina og sátu hann 120 kjörnir fulltrúar auk stjórnar, kaupfélagsstjóra og gesta. í ský-slu stjórnarformanns, Teits Björnssonar, og Hreiðars Karlssonar kaupfélagsstjóra kom fram að félagið átti við nokkra rekstrarörðugleika að etja á árinu 1985 svo sem nokkur undanfarin ár. Rekstrartap félagsins nam rúmlega 7,8 millj- ónum króna sem er tæplega 2 milljónum króna minni halli en á næsta ári á undan. Á fundinum kom upp ágrein- ingur um uppgjör kjötreiknings 1984 til sauðfjárbænda. Sam- þykkt var að stjórn KÞ leitaði umsagnar Framleiðsluráðs land- búnaðarins og löggiltra endur- skoðenda um málið. Sigurður Jónsson hagfræði- ráðunautur verslunardeildar Sambands íslenskra samvinnu- félaga var gestur aðalfundarins. Hann flutti erindi um samvinnu- verslunina í landinu en hún verð- ur sérmál næsta aðalfundar SÍS. Allmiklar umræður urðu um mál- ið að lokinni framsöguræðu. Fram kom og samþykkt var svohljóðandi tillaga: Anægðir bátseigendur um borð í Leiftri SK-136. Ragnar og Stefán bíða eftir því að komast á vertíð. Mynd: gej- Rekstrarhalli nam 7,8 milljónum króna - Konur kjörnar í stjórn og varastjórn í fyrsta skipti Glæsilegur bátur til Sauðárkróks Nýr glæsilegur plastbátur sem legið hefur við Torfunefs- bryggju á Akureyri undan- farna daga, hefur vakið athygli manna. Þarna er nýr glæsileg- ur bátur sem Baldur Halldórs- son bátasmiður á Hlíðarenda hefur smíðað fyrir tvo menn á Sauðárkróki. Eigendur bátsins eru Ragnar Sighvatsson og Stefán Gíslason, báðir frá Sauðárkróki og hafa stundað sjómennsku þaðan lengi. Báturinn sem heitir Leiftur og ber einkennisstafina SK-136 er mjög glæsilegur og búinn öllum helstu siglingartækjum. Þegar okkur bar að „skipshlið“ voru eigendurnir á staðnum og fúsir til að sýna bátinn. Hann er glæsileg- ur á að líta, enda hreinn og ónot- aður. Vinnupláss á dekki er mjög gott og afli verður settur í lest. Undir stýrishúsinu er lúgarinn, en hann er óinnréttaður. Gott pláss er þar og í stýrishúsi miðað við að báturinn er ekki mjög stór, eða 7,5-8 tonn eftir því sem eig- endur segja. „Annars á eftir að mæla bátinn upp og bíðum við eftir mönnum úr Reykjavík til þess verks,“ segja Ragnar og Stefán, sem eru ekki allt of ánægðir með það að þurfa að bíða dögum saman eftir mönnum að sunnan. „Þetta er það erfitt fjárhagslega að bið eftir mönnum úr Reykjavík til mælinga er mjög dýr og við missum góðan tíma úr vertíðinni núna,“ segir Ragnar. Þeir ætla á grásleppu- veiðar í byrjun og síðan á hand- færaveiðar. Leiftur var sjósettur 26. apríl. „Stefán ætti að muna þann dag því það er afmælisdagurinn hans,“ segir Ragnar. - Var skírt með kampavíns- flösku og öllu tilheyrandi? „Nei, það var ekkert svoleiðis bruðl, þetta er nógu erfitt samt,“ segja þeir. - Er hnýsni að spyrja hvað svona bátur kostar? Þeir brosa Ragnar og Stefán. „Nei það er allt í lagi að spyrja. Svona bátur kostar hátt í þrjár milljónir króna,“ segja þeir. - Hvernig hefur báturinn reynst á siglingu? „Það hefur lítið reynt á það hingað til, en við eruni búnir að fara tvær ferðir hér um Pollinn og okkur líst vel á bátinn," segir Stefán. Ragnar bætir við: „Að vísu. höfum við ekki lent í neinu veðri, svo þetta hefur verið mest þægi- leg skemmtisigling, en okkur líst vel á bátinn og skrokkurinn sem er innfluttur virðist traustur." gej- Teknir fyrir að skjóta gæs Ungir menn voru um helgina I þeir voru handteknir, en gæsa- teknir af lögreglunni á Akur- skytterí er sem kunnugt er óleyfi- eyri fyrir að vera á gæsaskytt- legt á þessum árstíma og reyndar eríi í Arnarneshreppi. er það ekki fyrr en 20. ágúst að Þeir höfðu skotið eina gæs er ! leyfilegt er að skjóta gæsir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.