Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 11
28. maí 1986 - DAGUR - 11 Að gefnu tilefni Heiðarleiki skal í hávegum hafður, því þykir mér miður að svar mitt um byggingariðnað á fundi í Svartfugli þann 11. maí hefur verið afbakað mjög, og tekið úr samhengi við annað sem fram kom í máli mínu á þeim fundi. í svari mínu kom fram að ég hefði það eftir ýmsum forsvars- mönnum byggingariðnaðar á Akureyri að næg verkefni væru framundan og nóg að gera. Einn- ig lagði ég á það áherslu að við mættum ekki vera með barlóm vegna þess að það skaðaði bæjar- félagið út á við og við byggjum jú ekki meira en við getum selt hverju sinni. Hins vegar sagðist ég bjartsýnn á að nýjar reglur um húsnæðislán sem taka gildi á haustdögum 1986 muni hleypa nýju lífi í byggingariðnað hér í bæ. Ef þessi ummæli mín hafa á einhvern hátt sært einhvern þá þykir mér það miður. Ég vil veg byggingariðnaðar sem mestan og mun vinna skipu- lega að þeim málum. Ég bý sjálf- ur í hálfbyggðu hverfi og bíð eftir að þar rísi hús svo hægt sé að ganga frá hverfinu. Aðstæður hafa hins vegar verið þannig í þjóðfélaginu undanfarin ár að það að byggja sér hús hefur verið talin hin mesta fásinna og illyfir- stíganlegt. Fólk hefur hent hundruðum þúsunda í afborganir af lánum en eignin hefur lækkað í verði þannig að eignarhluti hefur stöðugt minnkað í íbúðinni. Þessar aðstæður hafa gert það að verkum að fólk hefur ekki keypt sér íbúðir. Við þurfum að vera bjartsýn þó að á móti blási um stundarsak- ir. Það er ánægjulegt að hitta bjartsýnismann á borð við Hauk Adólfsson sem hefur sótt Ofna- smiðju Norðurlands til Reykja- víkur og hafið starfsemi hér á Akureyri af miklum myndarbrag, í glæsilegum húsakynnum, slíkt er til fyrirmyndar og ber að fagna. Við frambjóðendur framsókn- armanna hér á Akureyri höfum rætt mikið um atvinnulíf á Akur- eyri og hvað sé til ráða. Ljóst er að atriði eins og niðurfelling á aðstöðugjaldi í þrjú ár hjá nýjum fyrirtækjum og að liðka til með gatnagerðargjöld er fær leið. Einnig vil ég fella niður fast- eignagjöld í þrjú ár hjá fólki sem er að eignast sína fyrstu íbúð. Báðar þessar leiðir eru til að auð- velda fólki og fyrirtækjum að búa hér og starfa. Bara þessi atriði myndu auka streymi nýrra fyrir- tækja til Akureyrar svo og nýrra bæjarbúa. Slíkar tillögur eða tillögur yfir- leitt finnast ekki hjá öðrum flokkum en Framsóknarflokkn- um. Baráttumál númer 1, 2 og 3 hjá mér næsta kjörtímabil verður að vinna skipulega að uppbygg- ingu atvinnulífsins í bænum. Atvinna er undirstaða alls, þess vegna er efling atvinnulífsins áfram mál málanna hjá okkur framsóknarmönnum. Ásgeir Arngrímsson. Samsýning norðlenskra myndlistamanna M-hátíð í Skemmunni 14.-15. júní. Erum að leita að myndverkum eftir eftirtalda menn: Einar Jónsson frá Fossi, Kristínu Jónsdóttur, Maju Baldvins, Eggert M. Laxdal, Svein Þórarinsson, Arngrím Gíslason, Arngrím Ólafsson, Þórhall Björnsson, Skúla Skúlason, Jónas Jakobsson, Ármann Sveinsson, Freymóð Jóhannsson, Hauk Stefánsson, Sölva Helgason. Ef þú getur liðsinnt okkur vinsamleqast hafðu sam- band við Guðmund Ármann í síma 22196, Rósu í síma 24542 eða Daníel í síma 24196. Sýningarnefnd. Húsvíkingar • Hiisvíkingar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Garðari. Skrifstofan er opin, alla daga frá kl. 17.30-19.00 og 20.30-23.00. Fremri röð frá vinstri: Ragna Valdemarsdóttir, Baughól 44, Lilja Skarphéðinsdóttir, Baughól 21, Sigurgeir Aðalgeirsson, Háagerði 7, Egill Olgeirsson, Skálabrekku 7, Hjördís Árnadóttir, Brúnagerði 10, Sólveig Þórðardóttir, Baldursbrekku 8. Afturi röð frá vinstri: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbrekku 5, Benedikt Kristjánsson, Garðarsbraut 79, Sigrún Hauksdóttir, Háagerði 1, Kristrún Sigtryggsdóttir, Urðargerði 6, Stefán Haraldsson, Laugarbrekku 24, Sigtryggur Albertsson, Ásgarðsvegi 18, Jón Helgason, Holtagerði 5, Börkur Emilsson, Uppsalavegi 16, Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, Tryggvi Finnsson, Uppsalavegi 28, Aðalsteinn P. Karlsson, Baughól 25, Jónína Á. Hallgrímsdóttir, Baldursbrekku 10. Á kjördag minnum við stuðningsmenn á að kjósa snemma, ef ykkur vantar akstur á kjörstað, hafið samband í síma 41225. Að kosningu lokinni minnum við á kaffið og pönnukökurnar. Stuðningsfólk sýnið áhuga og hafið samband við skrifstofuna. Frambjóðendur Framsóknarflokksins verða á kosningaskrifstofunni til viðræðna um stefnu flokksins í bæjarmálum. Kosningasíminn er 41225. FRAMSÓKNARFÉLAG HÚSAYÍKUR $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUfÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Framtíðarvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk við lager- og vigtunar- störf. Kjörið tækifæri fyrir duglegt fólk sem er að leita sér að framtíðarvinnu. Viðkomandi þurfa helst að hafa náð tvítugsaldri. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220-222). Glerárgata 28 • Þósthólf 606 • Sími (96)21900 Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku, Ólafsfirði. Umsóknarfrestur til 10. júní 1986. Uppl. gefur forstöðumaður í síma 96-62480 eða á kvöldin í síma 96-62257. Starfsmaður Gúmmíviðgerð óskar eftir að ráða starfsmann nú þegar. Uppl. veitir Guðjón Ásmundsson í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga. A söluskrá: Borgarsíða: Fokhelt einbýlishús með bílskúr. Hef kaupanda að einbýlishúsi við Ægisgötu og rað- húsaíbúð við Vanabyggð. Vestursíða: Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr, samtals um 150 fm. Skipti. Kringlumýri: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Hamarstígur: 4-5 herb. íbúð, afhending strax. Sólvellir: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli, ásamt bílskúr. Háhlíð: Mjög stór raðhúsaíbúð í byggingu, ath. skipti. Hólabraut: 4-5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð. Afhending strax. Dalvík: Einbýlishús á tveimur hæðum samtals 104 fm. Fæst á mjög góðum kjörum. Furulundur: 3ja herb. íbúð á efri hæð, í tveggja hæða raðhúsi, 76 fm. Norðurgata: Einbýlishús á tveimur hæðum. Eiðsvallagata: 2ja herb. íbúö á jarðhæð. Vestursíða: Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr, samtals um 150 fm. Höfðahlíð: 3ja herb. eldra einbýlishús. 35 fm nýr sumarbústaður í vaðlaheiði. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð, laus strax. Gránufélagsgata: Einbýlishús, hæð, ris og kjallari. Grunnflötur ca. 63 fm. Norðurgata: Efri hæð og ris, í tvíbýli. Afh. strax. Lyngholt: 3ja herb. neðri hæð. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu4, ,. _ _ efri hæö, sími 21878 Kl. 5“7 e.n. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur -Hermann R. Jónsson, sölumaður----------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.