Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 28. maí 1986 Til sölu fjaðrir undir Chevrolet Nova. Notaðar en í góðu standi. Uppl. í sima 23486. Til sölu Kawasaki Z-750 árg. ’82. Ekin 13 þúsund. Uppl. í vinnusíma 23003 og heimasími 21689. Til sölu er Kvernelands hey- blásari ásamt tveimur rörum, beygju og dreifistýri. Uppl. í síma 43615. Til sölu Toyota prjónavél. Verð 15 þúsund. Uppl. í síma 24596. Til sölu Candy M 133 þvottavél. Uppl. í síma 25362 milli kl. 5-8 á kvöldin. Til sölu vegna flutnings tvö gull- falleg ullargólfteppi með pers- nesku munstri 2.5x3.5. m verð 15.000 og 12.000 kr. Ljós svefn- bekkur með skúffu. Fiskabúr með öllu kr. 1000 10 kg af blönduðu LEGO og ýmislegt smádót úr búslóð. Vínpressa og kútar með fleiru. Selst á mjög góðu verði. Uppl. í síma 25104. Til sölu varahlutir I Saab árg. '74 t.d. 2 lítra vél. Uppl. í síma 24964 eftir kl. 20. Tek hesta í tamningu og þjálfun í sumar á Hofi á Höfðaströnd frá og með 15. júní. Anton Nielsson, Uppl. í síma 96-61135 fram til 15. júní en eftir það í sima 95-6444. Hestamenn ■ Hestamenn. 2 básar til sölu í hesthúsi á albesta stað í Breiðholti. Hringið í síma 23862. Garðeigendur ■ Bændur Lóðavinna Tek að mér alla venjulega lóða- vinnu svo sem hellulagnir, þöku- lagningu og fleira. Hef einnig allt fyllingarefni í lóðir svo sem mold, sand, möl og hellur. Get tekið að mér að grafa fyrir vatnslögnum og fleiru með full- komnum tækjum. Friðrik Bjarnason sími 96-26380 eftir kl. 18. Sýni nýja tjaldvagna öll kvöld frá kl. 20-22 við Þverholt 10. Góðir greiðsluskilmálar. Teppahreinsun-Teppahreinsun. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum úl nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bílaáklæð- um og húsgögnum. Teppaland Tryggvabraut 22, sími 25055. íbúð til leigu. 3ja herb. rúmgóð íbúð á 2. hæð við Smárahlíð til leigu. íbúðin er í mjög góðu standi og er laus strax. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Smárahlíð“. 2ja-3ja herb. íbúð óskast á leigu fyrir skólastráka frá og með 1. september. Helst sem næst Menntaskólanum. Uppl. í síma 21891 í hádeginu. Vantar herbergi. Ungan og reglusaman pilt vantar herbergi upp úr mánaðamótum. Helst nálægt Menntaskólanum. Uppl. veitir Bernharð í síma 23336 á kvöldin. Herbergi óskast til leigu næsta vetur. Helst með aðgangi að eld- húsi. Uppl. í síma 25937. 4ra herb. íbúð í Kjalarsíðu, Glerárhverfi til leigu til eins árs. Tilboð ásamt upplýsingum um fjöl- skyldustærð o.þ.h. leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: Stór íbúð. Hjón með eitt barn óska eftir íbúð 3ja-4ra herb. Öruggum greiðslum heitið. Uppl. í síma 23376. Stúlka óskast til að hugsa um 6 ára stelpu ásamt smáverkum á heimilinu. Uppl. í Tungusíðu 27. Við erum tvö lítil systkini. Vill einhver passa okkur á meðan mamma vinnur á kvöldin (óreglu- legur vinnutími). Uppl. í síma 25507 frá kl. 13-17. Jörð til sölu. Rauðaskriða 1 í S.- Þing. er til sölu. Uppl. gefa Ríkarð- ur í síma 96-43504 og Sigurður í sím 96-41690. Tún til leigu. Uppl. í síma 21960 á kvöldin. 3ja ára gömul læða (Skuggi) leit- ar sér að góðu heimili vegna brottflutnings fjölskyldu. Skuggi er ofsa músaveiðari. Uppl. í síma 25104. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á nýja GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, simar 23347 * 22813. Ungur maður óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 21779. Til sölu 2ja tonna trilla í góðu ástandi. Vél: Hydro Marine 17 hestöfl, dýptarmælir og talstöð. Uppl. í síma 81177. Óska eftir að kaupa 2-3ja tonna trillu. Uppl. í síma 23456 í hádeg- inú. Tilboð óskast í Ford LTD Brougham. Ljósbrúnn. Nýupptek- in vél. Uppl. í síma 26956. Ford Cortina árg. '77 til sölu og niðurrifs. Einnig til sölu barnabíl- stóll. Uppl. (síma 61227 í hádeg- inu og á kvöldin. Tilboð óskast í Volvo 144 árg. ’71 með bilaða sjálfskiptingu. Uppl. eftir kl. 5 ( sima 24398. Til sölu vegna flutnings Fiat 128 árgangur 1977. Vetrardekk og verkfæri fylgja með. Staðgreiðslu- verð 10.000. Uppl. í síma25104. Bílar til söiu. Dodge Dart Swinger árg. ’72. Peugeot 504 árg. 72. Uppl. í síma 21960 á kvöldin. Til sölu Fiat 131 árg. 77. Malibu árg. 71. Mjög góðir bílar. Ýmisleg skipti koma til greina, sími 43560. Veiði hefst í Litluá í Kelduhverfi 1. júní. Veiðileyfi fást hjá Margréti Þórarinsdóttur, Laufási, frá og með 20. maí. Sími: 96-41111. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími 26261. _________________________ Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í síma 21012. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Akureyrarprestakall. Minningarkort Krabbameinsfélags Messað verður í Akureyrarkirkju Akureyrar fást í Bókabúð Jónas- næstkomandi sunnudag 1. júní kl. ar- 11 f.h. Sálmar: 447, 428, 179, 345, 531. B.S. Laufáskirkja. Fermingarguðsþjónusta nk. sunnudag á þrenningarhátíð kl. 11 árdegis. Fermingarbörn: Anna Bára Bergvinsdóttir, Áshóii. Bolli Pétur Bollason, Laufási. Guðrún Elfa Skírnisdóttir, Skarði. Valdimar Gunnar Kristjánsson, Grýtubakka II. Sóknarprestur Minningarkort Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar fást í Bókabúð Jónasar og Bókvali. Minningarkort Möðruvallaklausturskirkju í Hörg- árdal fást í Bókaverslun Jónasar, Blómabúðinni Akri, hjá Jónínu Árnadóttur Birkimel 10 b Reykja- vík og hjá sóknarprestinum Möðruvöllum. Til sölu varphænuungar 2ja—3ja mánaða gamlir. Uppl. í síma 31280. Um skoðanakannanir - að gefnu tilefni - eftir Sigríði Stefánsdóttur Dagur - málgagn Framsóknar- flokksins - er talsvert hreykinn af skoðanakönnun sinni sem gerð var fyrir síðustu helgi. Ég hef tvisvar sinnum verið beðin að segja álit mitt á skoðanakönnunum blaðsins. Þar sem svör mín hafa síðan verið bútuð niður og orðið tilefni athugasemda ritstjórnar í þeim virðulega dálki „smáu og stóru“, vil ég gjarnan koma eftir- farandi ábendingum á framfæri: Til þess að skoðanakannanir geti talist marktækar þurfa þær að uppfylla viss vísindaleg skil- yrði, t.d. um úrtak, réttan prós- entureikning o.s.frv. Pessi skilyrði uppfyllir skoð- anakönnun Dags, enda er það ekki ákaflega vandasamt. Aftur á móti er hlutfall þeirra, sem ekki svara eða gefa ekki upp hug sinn, svo hátt að það setur mjög mikla óvissu í niðurstöðuna. Dagur sér hins vegar ekki ástæðu til að halda því mjög á lofti. Eitt atriði verður ekki mælt með prósentureikningi, en allir sem kunna til verka vita af því. Ef það er ekki hlutlaus aðili, sem spyr, þá fæst ekki marktæk niður- staða. Ef þeir sem svara tengja spyrjandann t.d. beint við einn af þeim stjórnmálaflokkum, sem valið stendur um, verður niður- staðan því alls ekki marktæk. Það er mögulegt að ritstjórn Dags reyni að halda því fram að blaðið sé ekki í beinum tengslum við Framsóknarflokkinn. Flestir Akureyringar vita þó betur enda hefur blaðið verið leiðandi í kosningabaráttu Framsóknar- flokksins, svo sem eðlilegt er, sé litið til aðstandenda þess. Túlkun ritstjórnar blaðsins á skoðanakönnuninni nú er einn liður í þeirri baráttu. Útkoma Alþýðubandalagsins í henni er þessu áliti óviðkomandi. En það er áberandi að flokkurinn kemur því verr út úr skoðanakönnunum því tengdari sem þær eru Fram- sóknarflokknum. Um útkomu Framsóknarflokksins gegnir svo þveröfugu máli. Hvernig skyldi standa á því? Úrslit kosninganna ráðast á kjördag. Ég tel að þá komi í ljós að Framsókn og Dagur hafi haft ærna ástæðu til að óttast sókn Alþýðubandalagsins. Mínar innilegustu kveðjur sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum og skeyt- um á 70 ára afmæli mínu þann 16. maí sl. Lifið heil. JÓN STEFÁNSSON Brekkugötu 5b. Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig á níræðisafmælinu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Óska ykkur allra heilla. GUÐMUNDUR JÓNATANSSON Byggðavegi 101 e. xR Húsavík xR Stefán Haraldsson 4. sæti B-listans. Við segjum: „Kosningarnar á laugardaginn snúast fyrst og fremst um það hvort Framsóknarflokkurinn verði áfram stærsta og sterkasta aflið, eins og verið hefur um langt skeið. “ Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.